Morgunblaðið - 03.04.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.04.2005, Blaðsíða 12
V ið vorum að leita að spúnum,“ segja þeir Guðmundur og Ólafur Bene- diktssynir. „Við sáum glampa á eitt- hvað undan Geithöfða og því fórum við þar fram af og í vatnið.“ Þegar þeir voru búnir að vera nokkra stund fór Ólafur að svipast um eftir bróður sínum og rakst hann þá á ferðatösku, sem var full af einhverjum tækjum. Glampinn reyndist vera frá töskulæsingunum. Síðan sáu þeir fleiri tæki, stór og smá, á víð og dreif um vatnsbotninn á um 10 metra dýpi. Tækin lágu beint fram af klettinum og því þyngri sem þau voru þeim mun styttra voru þau úti í vatninu. Eitt tækið var pakkað inn í striga og bundið um með snæri, sem innsigli var á. Þeir bræður fóru með tækið inn í skúta þarna rétt hjá og tóku utan af því, en þá slitnaði snærið og innsiglið féll til botns. Þrátt fyrir mikla leit fundu þeir það ekki aftur. Það var laugardagur; 8. september 1973, þegar þeir bræður fundu tækin í Kleifarvatni. Þeir segja þau ekki hafa verið lengi í vatninu, því þeir hafi verið að kafa á þessum slóðum tveimur mánuðum áður og þá einskis orðið varir. Þeir drógu nokkuð af tækjunum inn í hellinn, sem ekki varð komizt í nema frá vatninu, og skildu þau þar eftir. „Á mánudegi eftir vinnu fengum við nokkra menn í lið með okkur til þess að sækja tækin,“ segir Ólafur. „Þetta voru milli 20 og 30 tæki, dót í þrjá, fjóra bíla, eitt tækjanna var langstærst, gott tveggja manna tak. Á flestum tækjanna voru rússneskar áletranir og hafði verið reynt að afmá sumar, en aðrar stóðu skýrum stöfum! Við fórum með tækin að Grýtubakka 10 og settum þau þar ofan í kjallarann hjá Guðmundi.“ HLERUÐU ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR SVARTA SEPTEMBERNÓTT FYRIR RÖSKUM 30 ÁRUM VAR KYRRÐ KLEIFARVATNS SKYNDILEGA ROFIN; VATNSDYNKIR EINN AF ÖÐRUM. SVO VARÐ AFTUR HLJÓTT, NEMA FÓTATAK MANNA OG BÍLHLJÓÐ SEM FJARLÆGÐIST VATNIÐ OG HVARF ÞVÍ. Í EINHVERJA DAGA SVAF VATNIÐ RÓTT Á LEYNDARDÓMI SÍNUM. AÐEINS STÖKU FISKUR BARÐI HANN AUGUM. EN SVO KOMU TVEIR BRÆÐUR KAFANDI.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.