Morgunblaðið - 03.04.2005, Qupperneq 31
3.4.2005 | 31
SMÁMUNIR…
Clarins kennir kinnaliti vorsins við
ferska ávexti, mandarínur og hind-
ber, og má glöggt sjá á litatónum í
línunni Multi Blush hvor er hvað. Nú
er einmitt rétti tíminn til að fríska
upp á íslensk andlit og til þess þykir
gloss einnig heppilegur – glansandi
gloss í túpum hefur farið eins og eld-
ur um sinu síðustu misseri og í sumar
verður engin breyting á; fölir, bleikir,
appelsínugulir, rauðleitir og jafnvel
eplagulir undir yfirskriftinni Colour
Quench Lip Balm gefa vörunum
frísklegt útlit – og kyssilegt, eins og
sagt er.
Úr ávaxtakörfunni
Þegar regnið steypist af himnum ofan og allt virðist grátt og gleði-
snautt er ráð að slá tvær flugur í einu höggi með því að skrýðast
þessum ökklastígvélum. Litríkt munstrið ætti að lífga upp á sálar-
tetrið um leið og vatnsþétt skótauið hamlar því að sá sem því
klæðist fyllist kvefi vegna þess að bífur hans urðu blautar. Flestir
kannast við gömlu gúmmístígvélin sem voru þörfustu þjónarnir á
æskuárunum. Þrátt fyrir óvéfengjanlega yfirburði þess fótabún-
aðar þegar kemur að því að ösla bleytu þurrum fótum hefur hann
hingað til ekki uppfyllt ströngustu kröfur tískusérfræðinga. Hver
veit þó nema að jafn nýstárleg hönnun og hér er á ferð eigi eftir að
slá í gegn hjá glamúrþyrstum glæsimeyjum svo að gamla gúmmíið
fari að njóta sannmælis á ný. Ökklastígvélin eru einnig til í bleiku
og bláu en þau fást hjá Steinari Waage og kosta 4.495 krónur.
Gamla gúmmíið slær í gegn
Jamie nokkur Oliver, öðru nafni „kokkur án klæða“ eða„Íslandsvinurinn sem heimsótti fiskbúðina Hafrúnu“,hefur farið mikinn í breskum fjölmiðlum seinustu
daga. Jamie var stjarna sjónvarpsþáttaraðar sem lauk nýlega á
Channel 4 þar sem hann reyndi eftir fremsta megni að fá
grunnskólabörn til þess að borða hollan mat. Hann sýndi
áhorfendum í leiðinni hvers konar mat breskum grunnskóla-
börnum er boðið upp á, sem var vægast sagt óhuggulegur.
Jamie gekk fullur bjartsýni til verksins en átti vart orð yfir
óþverrann í pottum breska skólakerfisins og komst að því að
margt er þar rotið í bókstaflegum skilningi. Breskir foreldrar
eru að vonum himinlifandi yfir þessu framtaki frægðarkokks-
ins. Þeir þurftu nefnilega að borða sama viðbjóðinn í sinni
æsku. Jamie sýndi börnunum m.a. hvernig kjúklinganaggar
eru búnir til. Uppskriftin er eitthvað á þá leið að vænum
skammti af kjúklingahúð, fitu og beinum er hent í hakkavél
og búið til grátt mauk úr öllu saman.
Lítil spörð eru síðan mótuð úr mauk-
inu, þeim velt upp úr einhvers konar
raspi og loks eru þau djúpsteikt í fitu.
Meðlæti: djúpsteiktar franskar duft-
kartöflur. Ef maður er það sem maður
borðar þá er útlitið sannarlega slæmt.
Bresk börn eru líka á góðri leið með
að sanna þá einföldu reglu því offita er
mikið vandamál meðal breskra barna
og unglinga. Breska þjóðin hefur hlot-
ið þann vafasama heiður að vera feitasta þjóð Evrópu.
Bresk börn borða svo feitan og óhollan mat að það ógnar
heilsu heillar kynslóðar í landinu. Jamie komst einnig að því
að „tilraunadýrin“ hans þekktu ekki algengustu grænmetis-
tegundir. Ein stúlkan hélt t.d. að rabarbari væri laukur.
Ég las fyrir skömmu síðan umfjöllun í dagblaði hér að
meiru er eytt í mat handa fanga en nemanda í Bretlandi. Það
mætti því álykta sem svo að börnum sé refsað enn frekar en
afbrotamönnum með því sem boðið er upp á á matseðlinum.
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, átti sannarlega ekki
von á því að hann þyrfti að kljást við sjónvarpskokk í kosn-
ingabaráttunni. Írak, hryðjuverkaógnin, innflytjendur, bið-
listar á sjúkrahúsum og ... Jamie Oliver! Þáttaröðin, „Jamie’s
School Dinners“, hefur sýnt glögglega mátt fjölmiðla og
fólksins en síðast en ekki síst mátt frægðarinnar. Þættirnir
hefðu varla verið framleiddir hefði þessi frægi sjónvarpskokk-
ur ekki tekið verkið að sér. Hvað sem því líður hefur alda
óánægjunnar risið hátt og stefnir í risaflóðbylgju. Jamie gefur
lítið fyrir fögur orð forsætisráðherrans um að ríkisstjórnin
muni kanna málið og koma í veg fyrir að börnin séu látin
borða óþverra. Jamie vill að eitthvað sé gert strax, ekki eftir
kosningar. Hann hefur því opnað heimasíðu til styrktar bar-
áttunni, www.feedmebetter.com, þar sem hann skorar á for-
eldra sem aðra að skrifa undir bænaskrá til yfirvalda. Geta
foreldrar, og aðrir, smellt á tengil og sent þingmönnum síns
kjördæmis bréf og farið fram á að þeir geri eitthvað í málinu.
Eitt af athyglisverðari atriðum umræddrar sjónvarpsþátta-
raðar sýndi ungan dreng kasta upp. Orsökin var grænmetis-
réttur „a la Jamie“. Þetta atriði minnti mig á ákveðið atvik úr
eigin lífi. Yngri bróðir minn átti vin sem var aðeins í þyngri
kantinum þegar þeir voru á mörkum barnæsku og ung-
lingsára. Einhverju sinni bauð mamma honum að borða með
okkur kvöldmat sem var ákaflega íslenskur. Soðin ýsa með
kartöflum og bræddu smjöri. Drengurinn horfði skelfdur á
ýsuflakið eins og það hefði hótað honum öllu illu ef hann
dirfðist að stinga gafflinum í það. Hann lét þó vaða og stakk
upp í sig vænum bita. Brunaði síðan inn á klósett og kastaði
öllu upp. Við nánari eftirgrennslan móður minnar komst hún
að því að hann hafði aldrei borðað fisk á ævi sinni. Hann var
skyndibitabarn. Kannski borðar hann ýsu núna í djúpsteiktu
naggaformi. | helgisnaer@mbl.is
Skyndibitabörnin
Pistill
Helgi
Snær
Drengurinn horfði
skelfdur á ýsuflakið
eins og það hefði hót-
að honum öllu illu . . .