Morgunblaðið - 15.04.2005, Page 4

Morgunblaðið - 15.04.2005, Page 4
4 B FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ bílar MEÐ breytingu á lögum um olíu- gjald hinn 1. júlí næstkomandi þegar gjald verður lagt á dísilolíu og skatt- ur innheimtur með því mátti búast við að verð á dísilolíu yrði nokkru lægra en á bensínlítranum. Var fyrst áætlað að verðmunurinn yrði allt að10%. Ljóst er nú miðað við þróun á eldsneytisverði að dísilolían verði varla ódýrari en bensínið og jafnvel 5–10 krónum dýrari en það breytist nánast dag frá degi miðað við hreyf- inguna á heimsmarkaðsverði. Verði svo fer ávinningurinn af notkun dís- ilvéla minnkandi jafnvel þótt þær eyði minna eldsneyti og mengi nokkru minna. Bílaumboðin undirbúa nú hugsan- lega aukningu í sölu dísilbíla. Leggja verður áherslu á orðið hugsanlega því engan veginn er ljóst hvort aukin sala verður á bílum með dísilvélum við breytinguna 1. júlí. Í samtölum við talsmenn nokkurra umboða hér á eftir kemur fram að þau geta boðið ýmsa bíla sína með dísilvél en búast vart við stökkbreytingum á þessu sviði. Bíða verði þess að breytingin komi til framkvæmda til að sjá hvort hugarfar kaupenda gagnvart dísilbíl- um breytist. Eru í startholunum Hjá Brimborg fengust þær upp- lýsingar að þar hefðu menn verið í startholunum allt frá síðustu ára- mótum. Umboðið getur til dæmis boðið dísilbíla frá Ford, Volvo og Citroën og eru þegar til bílar með dísilvélum á lager. Salan muni hins vegar algjörlega ráðast af því hvað verður með verðið á dísilolíunni. Verði munurinn lítill þurfi augljós- lega að aka mikið til að nokkur sparnaður náist vegna minni eyðslu, ekki síst þar sem dísilbílar eru ívið dýrari en bílar með bensínvél. Um og yfir 90% seldra fólksbíla í dag eru með bensínvél og það sé kannski dá- lítill handleggur að breyta því og gerist vart á einu bretti. Hjá Toyota-umboðinu er sama sjónarmið upp á teningnum, dísilbíl- um hefði verið otað meira fram ef ljóst væri að verðlagsþróun væri þeim hagstæð. Hins vegar væri hægt að bjóða dísilbíla af gerðunum Yaris, RAV 4 og Avensis svo nokkuð sé nefnt. Málið sé hins vegar í biðskák þar sem ekki sé ljóst hvernig verð- lagningu verði háttað og í bili sé helst útlit fyrir að dísillítrinn muni kosta meira en bensínlítrinn. Þá sé einnig ljóst að kaupendur hafi enn ákveðinn fyrirvara á dísilvélum vegna hávaða þótt lítill munur heyrist ef til vill inn- an dyra í bílunum vegna góðrar hljóðeinangrunar. Hjá Heklu fengust þær upplýsing- ar að bílar frá Volkswagen Group væru nú meira og minna boðnir með dísilvél og ætti það bæði við þá minnstu sem hina stærri. Bent var á að með mikilli þróun dísilvéla hefðu þær sífellt orðið hljóðlátari og því væru þær algjörlega sambærilegar bensínvélum í daglegri notkun. Þar er uppi sama sjónarmið og hjá öðr- um að miðað við svipað eldsneytis- verð sé rekstur dísilbíls heldur hag- kvæmari þrátt fyrir hærra inn- kaupsverð. Framarlega í jepplingunum B&L getur boðið fólksbíla í nokkr- um millistærðum frá Renault og BMW með dísilvél, svo og X-línuna frá BMW, en ekki er búist við neinni sprengingu í sölu dísilbíla 1. júlí. B&L státar hins vegar af því að vera framarlega í Hyundai-jepplingunum með dísilvélar enda eru dísilvélar yf- irleitt í mun hærra hlutfalli í jeppum og jepplingum. Bent var einnig á að ekki sé nóg að útvega bíla með dísil- vélum heldur verði þeir einnig að vera sjálfskiptir. Meirihluti fólksbíla í dag sé tekinn með sjálfskiptingu og hún verði einnig að vera fyrir hendi í dísilbílunum. Í mörgum Evrópulöndum er hlut- fall dísilfólksbíla um helmingur og jafnvel hærra í sumum stærðar- flokkum. Hérlendis eru fólksbílar með dísilvél varla 10% af flotanum en mun hærra hlutfall dísilbíla er í jepp- unum. Telja má víst að hlutfall dís- ilbíla hækki eitthvað þegar fullreynt er að þeir geti verið hagkvæmari í rekstri en það gæti hins vegar tekið fremur nokkur ár en mánuði að sjá þá þróun að nokkru marki hérlendis. Morgunblaðið/Sverrir Flest bílaumboðin geta útvegað strax eða með stuttum fyrirvara ýmsar gerðir fólksbíla með dísilvélum kalli eftirspurnin á það. Olíugjald tekur við af þungaskatti 1. júlí nema fyrir stærstu atvinnubíla og vélar. Við það verður dísilolíu- og bensínverð mjög sambærilegt. Jóhannes Tómasson kannaði hvort það muni þýða auknar vinsældir dísilbíla. Bílaumboðin búast ekki við stökkbreytingu joto@mbl.is Morgunblaðið/Júlíus Óvíst er hvort nokkur sprenging verður í sölu bíla með dísilvélum við olíu- gjaldsbreytinguna 1. júlí. Það mun ráðast af viðhorfum kaupenda og því hvort verð á dísilolíu verður verulega lægra en verð á bensíni. Á SAMA tíma og Íslendingar eru að taka stórt skref í þá átt að gera dís- ilbíla að valkosti hérlendis með því að fella niður þungaskattskerfið af einkabílum og taka upp olíugjald þess í stað, standa stjórnvöld víða í Evrópu frammi fyrir því að almenningsálitið er að snúast gegn dísilbílum. Í Berlín og fleiri borgum Þýskalands hafa ver- ið höfðuð mál gegn borgaryfirvöldum af borgurum sem óttast mjög heilsu- farslegar afleiðingar af sótögnum sem dísilvélar gefa frá sér. Viðbrögð þýskra stjórnvalda hafa verið þau að gera þá kröfu til bíla- framleiðenda að þeir flýti fyrir því að dísilbílar séu búnir sótagnasíum sem hreinsa fínustu sótagnir úr útblæstri frá dísilvélum. Vandamálið sem bíla- framleiðendur, eins og t.d. Volkswag- en, DaimlerChrysler og BMW, standa hins vegar frammi fyrir er að birgjar hafa ekki undan að framleiða sót- agnasíur. 1999 tóku gildi lög innan Evrópu- sambandsins um takmörkun á út- blástursmengun og hert var á þess- um lögum í janúar sl. Lögin gera m.a. ráð fyrir að borgir innan ESB fari ekki yfir leyfð hámörk í útblástursmengun oftar en 35 daga á ári. Um páskahelg- ina fór mengunin vel yfir leyfð há- mörk og varð það til þess að vekja upp mikla fjölmiðlaumræðu og í kjöl- farið krafðist almenningur þess að þýsk stjórnvöld tækju á vandanum. Geta valdið öndunar- færasjúkdómum Fínar sótagnir eru taldar geta vald- ið öndunarfærasjúkdómum og Al- þjóða heilbrigðismálastofnunin, Who, áætlar að hugsanlega megi rekja dauða 13.000 barna, fjögurra ára og yngri, til sótagnamengunar í and- rúmsloftinu. Bílaframleiðendur hafa bent á að skattafsláttur af sótagnasíum geti flýtt verulega fyrir því að dísilbílar fái slíkan búnað. Í Austurríki bjóða stjórnvöld 300 evra skattafslátt af síunum og slíkt hið sama er í undir- búningi í Hollandi og Þýskalandi. Áður höfðu hollensk stjórnvöld lagt auka- lega gjöld á dísilbíla sem dró úr sölu þeirra þar til hlutfallið var 26% af heildarsölunni. Í Austurríki er hlutfall dísilbíla um 70% af heildarsölunni. Umhverfisverndarsinnar hafa kraf- ist margvíslegra aðgerða til að auka gæði andrúmsloftsins í borgarmiðj- unum. Þeir hafa lagt til að óheimilt verði að aka dísilbílum án sótagnasía í miðborgunum og að tilteknir sunnu- dagar verði án bílaumferðar í mið- borgunum. Skiptar skoðanir um dísilbíla í Evrópu Það er kvartað sáran undan dísil- mengun í stórborgum Evrópu. NOKKUÐ er um að hringt sé á skrifstofu Félags íslenskra bifreiða- eigenda til að spyrjast fyrir um hvort hagstæðara verði að kaupa bíl með dísilvél en bensínvél nú þegar olíugjaldsbreytingin er fram- undan. Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri FÍB, segir að ekki sé hægt að svara þessu afdráttar- laust, það ráðist að nokkru af akstri kaupenda og síðan sé þetta spurning um viðhorf. Runólfur segir vitað að bílar með dísilvél séu sparneytnari en bens- ínbílar og geti munað allt að 30%. Þá sé útblástur þeirra minna mengandi en það atriði ráði kannski ekki úrslitum þegar bíla- kaup séu annars vegar. Bent er á að dísilbíll er 100 til 200 þúsund krónum dýrari í innkaupum sem komi þá á móti eldsneytissparn- aðinum. Varlega áætlað segir Run- ólfur að telja megi dísilbíla hag- kvæmari aki menn heldur meira en meðalakstur á ári miðað við að eldsneytisverðið sé svipað. Í samtali við Morgunblaðið segir Runólfur að þróunin hafi verið sú í sumum löndum Evrópu að endur- söluverð dísilbíla hafi verið hærra en bensínbíla. Segir hann algjörlega óvíst hvort slíkt verður upp á ten- ingnum hérlendis en það sé hreint ekki útilokað. Mikið spurst fyrir hjá FÍB EKKI er líklegt að upphæð olíu- gjaldsins sem lagt verður á dísilolíu 1. júlí muni breytast. Í lögunum um olíu- gjald, kílómetragjald og fleira sem taka eiga gildi er gjaldið ákveðið 45 krónur. Í fjármálaráðuneytinu fengust þær upplýsingar að ekki hefði verið hugað að breytingu enda þarf að koma til lagabreyting á Alþingi þar sem gjaldið er tiltekið í lögunum. Rifja má upp að í samtali við Morg- unblaðið í febrúar sagði Geir H. Haarde fjármálaráðherra að verð- sveifla eldsneytis hefði ekki áhrif á kerfisbreytinguna. Það yrði skoðað með vorinu hvort ástæða yrði til breytinga. Benti hann og á að Alþingi gæti breytt upphæð olíugjaldsins eins og annarri skattlagningu ef það svo kysi og minna má á að Alþingi á eftir að starfa í það minnsta í mánuð ennþá. Ólíklegt að gjaldinu verði breytt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.