Morgunblaðið - 15.04.2005, Page 6
6 B FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Mercedes-Benz ML 500. Í þessum
bílum liggur vaxtarbroddurinn hjá
bílaframleiðendum. Eftirspurnin
virðist óendanleg og nánast sama á
hvaða markaði það er. Volvo kom
fremur seint fram með þennan bíl
en gerði það engu að síður eft-
irminnilega, því XC90 er ásjálegur
bíll í alla staði. Eins og aðrir í þess-
um flokki er hann með sítengdu al-
drifi sem í raun virkar sem framdrif
nema þegar veruleg þörf er á fjór-
hjóladrifi. Þetta dregur að sjálfsögðu
úr eldsneytiseyðslu og þar með
rekstrarkostnaði en Haldex-drifið
sænska er háþróaður drifbúnaður og
hér í sinni nýjustu mynd. Það er
tölvustýrður rafeindabúnaður sem
deilir átakinu milli hjóla á hvorum
öxli fyrir sig. Svo lengi sem fram-
hjólin hafa grip fer næstum allt
átakið til þeirra en jafnframt er svo-
kallaður DSTC-búnaður í bílnum,
sem er stöðugleikastýring og spól-
vörn. Menn finna ekki fyrir því í
venjulegum akstri að bíllinn er fjór-
hjóladrifinn en verða þess áþreif-
anlega varir ef eitthvað bjátar á í
færðinni. Í V8 bílnum er að auki nýj-
ung í Haldex drifinu sem kallast
átaksdeilir sem virkar þannig að við
fyrstu inngjöf, þegar bíllinn tekur af
stað, er fjórhjóladrifið tengt á öll
hjól.
Yamaha smíðar
Marga rekur kannski í rogastans
þegar þeir heyra á það minnst að
Volvo sé farinn að bjóða V8-vélar í
sína bíla. Fyrirtækið er jú þekktast
fyrir áherslu sína á umhverfisvæna
bíla og örugga bíla fremur en annað.
Þessi ímynd hefur þó verið að breyt-
ast á síðustu árum og Volvo komið
fram með mjög athyglisverðar vélar,
FRÁ fyrsta degi virtist sem heim-
urinn væri tilbúinn að taka á móti
jeppa frá Volvo hinum sænska.
XC90 kom fyrst á markað 2003 og
var fyrsti jeppi sem Volvo smíðaði.
Hann hefur frá þeim tíma selst vel
út um allan heim, ekki síst í Banda-
ríkjunum, þar sem hann var í hópi
mestseldu lúxusjeppanna. Þá var
hann líka valinn bíll ársins í flokki
jeppa og jepplinga í Norður-Am-
eríku árið 2003 og Motor Trend
valdi hann sömuleiðis jeppa ársins
2003. Það er því greinilega ýmislegt
sem mælir með þessum bíl. Það
merkilega við þetta allt saman er
samt að á þessum tíma var bíllinn
ekki fáanlegur með V8-vél, sem eins
og margir vita er nánast trúaratriði
hjá kaupendum jeppa í Bandaríkj-
unum. Vélarnar sem hafa verið í
boði í XC90 eru fimm strokka bens-
ín- og dísilvélar með forþjöppum og
ein 2,9 lítra, sex strokka bensínvél
með tveimur forþjöppum, 272 hest-
afla.
Fyrsta V8-vélin í Volvo
Nú eru breyttir tímar og kominn
á markað XC90 með V8-bensínvél –
fyrstu V8-vélinni í Volvo. Nýja vélin
er kannski fyrst og fremst ætluð
fyrir Bandaríkjamarkað, þótt Evr-
ópubúar fái einnig að njóta góðs af
molunum sem hrjóta af því gnægt-
arborði. Þrátt fyrir góða frammi-
stöðu í Bandaríkjunum með minni
vélunum vill Volvo enn stærri sneið
af kökunni þar og það ætti að vera
hægðarleikur með nýju V8-vélinni
því tölulegar staðreyndir sýna að
þriðjungur allra lúxusjeppa sem selj-
ast í Bandaríkjunum er með V8-vél.
Þarna er því mikil eftirspurn.
Volvo XC90 var prófaður á dög-
unum með nýju V8-vélinni og nýrri
sex þrepa sjálfskiptingu með hand-
skiptivali.
Þetta er borgarjeppi og um leið
lúxusjeppi sem er í hörkusamkeppni
við bíla eins og BMW X5 4.4 og
Hljóðlátur, aflmikill
og lipur XC90 V8
REYNSLUAKSTUR
Volvo XC90 V8
Guðjón Guðmundsson
Morgunblaðið/Þorkell
XC90 er sjö sæta jeppi og kominn með V8-vélina er hann sportlegur og um leið annálaður fyrir öryggi.
Leðraður í hólf og gólf. Leðrið er samt aukabúnaður.
Farangursrýmið er stækkanlegt og
lengdin getur orðið 1,89 m.
Baksvipurinn er sérstæður með sín-
um skörpu formum og stóru ljósa-
lugtum og þekkist úr fjarlægð.
Rafstýrð sæti eru aukabúnaður.
V8-vélin er smíðuð af Yamaha í Jap-
an og er nægilega fyrirferðarlítil til
þess að komast fyrir í vélarrýminu.
Sjálfskiptingin er með handskiptivali.
Vél: Átta strokkar,
4.414 rúmsentimetrar,
32 ventlar.
Afl: 315 hestöfl við
5.850 snúninga á mínútu.
Tog: 440 Nm við 3.900
snúninga á mínútu.
Drif: Haldex, sítengt
aldrif.
Gírskipting: Sex
þrepa sjálfskipting
með handskiptivali.
Hröðun: 7,3 sekúndur
úr kyrrstöðu í 100 km.
Hámarkshraði:
230 km/klst.
Dráttargeta með
hemlum: 2.250 kg.
Lengd: 4.798 mm.
Breidd: 1.898 mm.
Hæð: 1.743 mm.
Hjólhaf: 2.860 mm.
Veghæð: 22 cm.
Farangursrými:
613–1.837 lítrar.
Eigin þyngd: 2.207 kg.
Felgur og dekk:
235/65R17.
Eyðsla: 13 l í blönduðum
akstri (tölur frá Volvo).
Staðalbúnaður: ABS,
EBD, sex loftpúðar, tölvu-
stýrð loftkæling, SIPS-
hliðarárekstravörn,
WHIPS-bakhnykksvörn,
spólvörn með stöðug-
leikastýringu, hraðastillir,
þokuljós að framan, fjöl-
rofastýri, rafdrifnar rúður
að framan og aftan, upp-
hituð framsæti, aksturs-
tölva, regnskynjari,
bakkskynjari, sex diska
geislaspilari, AWD-
átaksdeilir, sex þrepa
sjálfskipting.
Verð: 6.450.000 kr.
Umboð: Brimborg hf.
Volvo
XC90 V8
bílar