Morgunblaðið - 15.04.2005, Side 7
þó kannski ekki síst nýju dísilvél-
arlínuna sína sem er ein sú
skemmtilegasta sem nokkur fram-
leiðandi getur státað af.
V8-vélina fékk Volvo frá Yamaha í
Japan, en vandamálið var að fá nógu
netta V8 vél sem myndi passa á
þverveginn í vélarrýmið svo áfram
væri hægt að uppfylla þá örygg-
isstaðla sem Volvo gengur út frá í
þessum hluta bílsins. Þarna eru
nefnilega árekstrarbitar sem af-
marka vélarrýmið og vélin þarf að
passa þar fyrir innan svo ekki þurfi
beinlínis að breyta arkitektúr bílsins.
Til þess að sleppa ofan í vél-
arrýmið þurfti því vél með minni
halla á strokksamstæðunum en vant
er. Yamaha hafði áður smíðað 60° V8
vél fyrir móðurfyrirtækið Ford á
miðjum níunda áratugnum sem not-
uð var í Ford Taurus. Þess vegna
leitaði Volvo, nú dótturfyrirtæki
Ford, aftur austur á bóginn og fékk
Yamaha til að smíða fyrir sig nýju
vélina með 60° halla í stað hefðbund-
ins 90° halla. Nýja vélin er, auk þess
að vera fyrirferðarlítil, fremur létt á
fóðrum miðað við slagrými og afl. Í
raunverulegum borgarakstri við
reynsluaksturinn sýndi aksturstölv-
an að bíllinn eyddi rúmum 22 lítrum
á hundraðið. Sumum þykir kannski
nóg um en þegar haft er í eigu að
vélin skilar 315 hestöflum og það var
enginn sparakstur stundaður þá
daga sem bíllinn var til prófunar, þá
má vel við þessar tölur una. Volvo
gefur upp að meðaleyðsla í blönd-
uðum akstri fari niður í 13 lítra á
hundraðið og efast undirritaður
reyndar um að það fái staðist nema
þá með sérstökum aðgerðum í
akstri.
Með þeim sportlegri í flokknum
Með þessari nýju V8-vél er XC90
kominn í hóp þeirra sportlegri í
þessum flokki. Hröðunin innanbæjar
er ánægjuleg og áreynslulaus og úti
á vegum er bíllinn þýður og hljóð-
látur, nema þegar honum er gefið
vel inn. Þá gefur vélin frá sér
hraustlegan tón. Nýja sex þrepa
sjálfskiptingin er síðan rúsínan í
pylsuendanum, eða aflrásinni öllu
heldur; sér til þess að bíllinn er allt-
af að skila hámarksvinnslu sem ger-
ir allan framúrakstur að hreinum
leik.
Eins og aðrir bílar í þessum
klassa er Volvo XC90 vel hljóðein-
angraður. Að aka honum er eins og
líða áfram á teppi inni í stofu hjá
sér. Aksturinn er fyrirhafnarlaus og
hljóðlátur og aflið alltaf til staðar.
Öryggið og þægindabúnaður er síð-
an eins og vera ber í Volvo af hæsta
standard. Þyngdarpunkturinn er
lágur í XC90 miðað við borgarjeppa
og fyrir vikið er hann stöðugur á
vegi og minnir aksturinn mun meira
á eiginleika fólksbíla en jeppa í því
tilliti. Hann er stöðugur í beygjum
og fjöðrunin er málamiðlun á milli
bandaríska skólans, þar sem allt er á
mýktina, og evrópska skólans, þar
sem almennt má segja að meira sé
lagt upp úr aksturseiginleikum en
þægindum.
Eins og allir góðir hlutir kostar
XC90 V8 sitt, eða 6.790.000 kr. með
sex þrepa sjálfskiptingunni. Brim-
borg er hins vegar að bjóða 5%
lægra verð frá verðlistaverði
vegna gengis. V8 bíllinn kostar því
6.450.000 kr. Sami afsláttur er á öll-
um aukahlutum. Til samanburðar
má nefna að BMW X5 4.4 kostar
sjálfskiptur samkvæmt verðlista frá
B&L 7.592.000 kr. XC90 V8 verður
líka borinn saman við Mercedes-
Benz ML 500, en hann er ókominn á
markað hérlendis í nýjustu kynslóð-
inni og ekki enn vitað hvert verðið
verður.
gugu@mbl.is
XC90 er ansi vígalegur í návígi. Komið er króm í kringum lugtirnar og V8-
merking á grillið en að öðru leyti eins og XC90 með minni vélum.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 B 7
bílar
Opið frá kl. 12-16 laugardaga
Söluumboð:
Bílás sf., Akranesi - BSA, Akureyri - Betri bílasalan, Selfossi - SG Bílar, Reykjanesbæ
1.720.000 kr.
Komdu, reynsluaktu og gerðu verðsamanburð.
Gæðin eru augljós.
Gegnheil gæði og gott verð
Kynntu þér fjölda freistandi tilboða! Sími 540 5400
H
im
in
n
o
g
h
a
f
/
SÍ
A
Mazdaer japanskur bíll, framleiddur í Japan semvermir nú toppsætið
samkvæmt stærstu gæðakönnun Evrópu og skarar fram úr hvað
varðar endingu og lága bilanatíðni.
Aukahlutir á mynd: álfelgur
Mazda3 T 5 dyra 1,6 l kostar aðeins
VERKSMIÐJUR Ford í Evrópu eru á
fullum afköstum um þessar mundir,
einkum vegna mikillar spurnar eftir
nýjum Ford Focus og C-Max. John
Fleming, yfirmaður Ford í Evrópu, seg-
ir að Ford, ólíkt öðrum bílaframleið-
endum, hafi náð því sem næst 100%
nýtingu á verksmiðjum sínum í álf-
unni.
Ford bætti við fimm aukavöktum í
verksmiðju sinni í Saarlouis í Þýska-
landi til þess að hafa undan að fram-
leiða nýjan Focus. Ford jók einnig ár-
lega framleiðslugetu sína í verksmiðju
sinni nálægt Pétursborg í Rússlandi úr
27.000 bílum í 40.000 bíla. Fram-
leiðsla á nýja Focus-inum hefst þar í
maí.
Ford hyggst hins vegar ekki auka
framleiðslugetu sína frekar annars
staðar í Evrópu.
Ásíðustu fjórum árum hefur Ford
reyndar staðið í stórræðum og end-
urskipulagt alla framleiðslu sína í Evr-
ópu og sagt upp um 7.000 starfs-
mönnum.
Nýr Ford Focus var frumkynntur
síðastliðið haust og fyrstu tvo mánuði
þessa árs seldust tæplega 66.000
bílar í Vestur-Evrópu, sem er 1.200
bílum meira en fyrstu tvo mánuðina
2004. Þá seldust tæplega 22.000
C-Max fyrstu tvo mánuðina, sem var
fækkun upp á tæplega 2.100 bíla mið-
að við sama tíma í fyrra. Fleming segir
að horfur séu góðar á aukinni bílasölu
Ford í Mið- og Austur-Evrópu á árinu
en fyrirtækið þurfi samt ekki á nýjum
verksmiðjum að halda. Hægt væri að
sinna þessum mörkuðum með verk-
smiðju Ford í Istanbul og verksmiðjum
í Vestur-Evrópu.
Verksmiðjur Ford
í Evrópu fullnýttar
Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson
Ford Focus gerir það gott í Evrópu og verksmiðjur Ford eru fullnýttar.