Morgunblaðið - 15.04.2005, Side 10

Morgunblaðið - 15.04.2005, Side 10
10 B FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ bílar TOYOTA-verksmiðjurnar veðja stíft á fram- leiðslu og markaðssetningu tvinnbíla, bíla sem ganga bæði fyrir rafmagni og hefðbundinni bens- ínvél, og talið er að þetta sé ein mesta áhætta sem nokkur bílaframleiðandi hafi tekið að því er fram kemur í bílafréttablaðinu Automotive News. Forstjóri Toyota, Fuijo Cho, hefur sagt að fyrirtækið stefni að því að selja eina milljón tvinnbíla innan fárra ára. Þetta markmið Toyota er meira en þreföldun á sölu fyrirtækisins á þessum sérstöku bílum á þessu ári. Aðrir bílaframleiðendur hafa veigrað sér við að fara í slíkt veðmál þar sem þeir óttast mjög háan kostnað við þróun og undirbúning og að hærra söluverð muni takmarka mjög almenna sölu. Segir að þess í stað séu margir bíla- framleiðendur í Evrópu að horfa til dísilvéla. 100 þúsund í Evrópu 2009 Gert er ráð fyrir að sala á tvinnbílum í Evrópu verði vart meira en kringum 100 þúsund bílar ár- ið 2009 og að það sem helst muni ýta undir þá sölu séu strangari kröfur um útblástur meng- andi lofttegunda. Þá er því haldið fram að það sem hafi ýtt undir svo mikla sölu tvinnbíla í Bandaríkjunum séu útblástursreglur sem komi nánast í veg fyrir að hægt sé að selja dísilbíla með hagnaði. Hlutfall dísilbíla í sölu minni bíla í Bandaríkjunum var um 3,4% á síðasta ári. Toyota mun hagnast á þessum leik sínum ef keppinautarnir hafa rangt fyrir sér, sérstaklega í Evrópu þar sem dísilvélar eru undir ákveðinni gagnrýni. Toyota er eini framleiðandinn sem framleiðir tvinnvélar fyrir fram- sem afturdrifna bíla, fólksbíla og pallbíla og getur boðið fjögurra, sex og átta strokka vélar. „Allir bílar okkar verða að lokum boðnir með tvinnvélum,“ segir Jim Press, yfirmaður sölu- mála hjá Toyota í Bandaríkjunum. Toyota hefur uppi áætlanir um að bjóða lúxus-Lexus-bílinn, RX 400, með tvinnvél en sala hans á að hefjast í Evrópu í júní. Verður hann með 270 hestafla, sex strokka bensín-rafmagnsvél. Toyota hefur þróað tvinnvélarnar lengi og þeg- ar fengið um 650 einkaleyfi á hina ýmsu hluta þessarar tækni og þannig náð talsverðu forskoti á keppinautana. Sem dæmi um það má nefna að Ford hefur keypt afnotarétt af einstökum hlut- um þessarar tækni fyrir Escape-jeppann sem tvinnbíl. Þá er Porsche að íhuga að notfæra sér tækni Toyota fyrir Cayenne-jeppann. Toyota sér einnig möguleika í bílum sem nota tækni efnarafals því þar er einnig hagnýtt tvinn- vélatækni sem gæti þýtt talsverðar tekjur af sölu afnota á einkarétti. Efnarafalar nota vetni til að ná fram mengunarlausri orku. Haft er eftir talsmanni orku- og umhverfis- stofnunar í Arlington í Bandaríkjunum að mikil gerjun muni eiga sér stað á milli efnarafals- og tvinnvélatækninnar. Toyota gæti gert forskot sitt enn samkeppnishæfara með því að þróa frekar efnarafal. Það sé eitt fárra fyrirtækja í bílafram- leiðslu sem hafi fé til að gera nánast hvað sem er. En jafnvel þótt efnarafalar verði ekki raunhæfur möguleiki sem bílvél verði Toyota feti framar með möguleika sínum í tvinnvélatækninni. Aðrir fara varlega En aðrir bílaframleiðendur eru varkárir. Þeir telja óvíst hversu margir kaupendur vilji greiða hærra verð fyrir tvinnbílatæknina sem talið er að meðaltali nokkuð yfir 200 þúsund krónum. Í Evrópu eru þeir sagðir kosta rúmlega 300 þús- und krónum meira en sambærilegir dísilbílar. Honda og Toyota eru einu framleiðendurnir sem bjóða tvinnbíla í Evrópu. Markaðsfræðingar telja að hlutdeild tvinnbíla í Evrópu mælist brot úr prósenti nema til komi mun meiri fjöldaframleiðsla eða einhver meiri ávinningur umfram hefðbundna bíla. Honda og Ford selja tvinnbíla í Bandaríkjunum, Nissan stefnir að því að bjóða á næsta ári í Bandaríkj- unum tvinnbíl sem byggður er á Toyota-tækninni og General Motors stefnir á að bjóða pallbíla með þessari tækni árið 2007. Toyota hefur þó ekkert kverkatak á tvinnvéla- tækninni því vel er hugsanlegt að framfaraspor verði stigin í framhaldi af rannsóknum sem víða standa yfir. Ford og Honda læra af eigin reynslu og samstarf GM og DaimlerChrysler mun flýta fyrir tvinnbílaþróun þar á bæ. Þá er Hyundai einnig að vinna á þessu sviði heima fyrir. Og meðan Toyota er ekki búið að sýna öll spilin er ljóst að öll yfirstjórn fyrirtækisins er einhuga á þessu sviði og forstjórinn hefur sagt að tvinn- vélatæknin sé framtíðin. Þar sem Toyota er nokkuð á undan keppinautunum er ekki nema sjálfsagt að fyrirtækið skrái sem flest einkaleyfi á þessu sviði fremur en að hefja samstarf við aðra framleiðendur á sviði rannsókna enda hafi fyrirtækið næga fjármuni til áframhaldandi fjár- festinga. Toyota hefur varið milljarðatugum til að þróa Prius og frá honum hefur tæknin verið færð í aðrar gerðir. Talsmenn fyrirtækisins segja að tvinnbílaframleiðslan hafi nú náð að standa undir sér. Aðrir sparneytnir bílar ódýrari Þrátt fyrir þessi fyrstu stóru skref í þróun tvinnbíla eru þeir til sem eru fullir svartsýni og þannig hafa forráðamenn Nissan látið þau orð falla að þetta sé of mikil áhætta. Tvinnbílar séu ágætar fréttir en ekki nógu hagkvæmar og aðrir hafa sagt að fjármagnið sem farið hefur í þróun tvinnbíla hafi ekki gefið hluthöfum nægan arð. Talið er að þeir sem kaupa tvinnbíla horfi eink- um til eldsneytissparnaðar en ekki hvort og hversu umhverfisvænir bílarnir séu. Bent er á að þeir sem vilja sparneytna bíla geti valið ýmsa aðra kosti og ódýrari en tvinnbíla. Toyota með forystu í tvinnbílum HEKLA frumsýndi nýjan Skoda Octavia í febrúar á þessu ári. Síðan þá hefur það vakið athygli að umboðið hefur nánast ekkert auglýst bílinn. Þrátt fyrir það hefur sala á Skoda aukist um 72% á þessu ári sem er töluvert umfram aukningu markaðarins. „Já, það er rétt, við höfum lítið sem ekkert auglýst þennan bíl og ástæðan er einföld. Við önnum varla eftirspurn eftir bílnum. Frá því Hekla tók við Skoda umboðinu árið 1998 hefur verið jafn og góður vöxt- ur í sölu þessara bíla og hann auglýsir sig best sjálfur og af umtali eigenda,“ segir Geir Valur Ágústsson, fram- kvæmdastjóri bílasviðs Heklu. „Við eigum hins vegar von á mikið af nýjum Skoda Octavia til landsins, sem afhentir verða næstu mánuði og við munum eiga bílinn á lager núna í þessum mánuði í mörgum útfærslum. Margir eru að bíða eftir að nýja Octavian komi í Combi útfærslu, þ.e.a.s. sem langbakur. Við gerum ráð fyrir honum í upphafi sumars og í fjór- hjóladrifinni útgáfu fyrir mitt þetta ár.“ Morgunblaðið/Þorkell Hekla auglýsir ekki Skoda Octavia EINN af hverjum þremur Opel Zafira fékk falleinkunn í könnun sænska bifreiðaeftirlitsins á göllum. Könnunin byggist á skoðunum á yfir 235.000 þriggja ára gömlum bílum á síðasta ári. En það voru fleiri en Opel Zaf- ira sem fengu slæma útreið því einnig Volkswagen Sharan, Chevrolet Tahoe, Land Rover Freelander og Chrysler Voyag- er þóttu afspyrnu gallagjarnir í könnuninni. Í það heila tekið komu fjölnotabílar illa úr úr könnuninni. Systurbílar Sharan, Seat Alhambra og Ford Galaxy riðu ekki heldur feitum hesti frekar en Chevrolet Trans Sport, Hyundai Trajet, Citroën Evasion og Peugeot 806. Einnig hefðbundnari fjöl- skyldubílar eins og Renault Laguna, BMW 3-línan, Daewoo Nubira og Ford Mondeo voru með mun fleiri galla en með- altalið í könnuninni. Á hinn bóginn komu vel út úr þessari könnun bílar eins og Honda HR-V, Mazda MX-5, Porsche 911, Mercedes-Benz SLK og S-línan, og, mörgum ef- laust á óvart, Rover 400-línan. Þessir bílar fengu enga athuga- semd í könnuninni. Morgunblaðið/Golli Opel Zafira kom ekki vel út úr könnun sænska bifreiðaeftirlitsins. Fjölnotabílar komu illa út

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.