Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 14
14 B FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ bílar Japan/U.S.A. STÝRISENDAR, SPINDILKÚLUR OG FÓÐRINGAR í jeppa í miklu úrvali Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000                  ! #$  % &&&       '     ( ) *!+) ,, - ". "   - " )    ) JEPPLINGAR eiga hug og hjörtu landsmanna enda vandséð hvers vegna svo ætti ekki að vera. Þetta eru bílar sem henta ágætlega í borg- arakstri; hafa aksturseiginleika og eyðslu á við fólksbíla en meiri drif- getu og meira pláss en hefðbundnir fólksbílar. Svo skemmir auðvitað ekki ímyndin sem fylgir jeppum og jepplingum. Gott að hafa einn á hlaðinu. Þróast hljóðlega í útliti Honda CR-V hefur verið á mark- aði síðan 1997 og hefur jafnan selst ágætlega hér á landi. Hann fékk andlitslyftingu sem 2000 árgerð og svo kom hann enn á ný breyttur í ár- gerð 2005. Breytingin sést aðallega á bílnum framanverðum, Grillið er breytt sem og framstuðarinn og komin eru ný þokuljós. Það er því engin bylting á útlitinu; miklu frem- ur er hægt að segja að bíllinn hafi þróast hljóðlega í útliti frá fyrstu gerð til 2005 gerðar, þannig að ætt- arsvipurinn hefur haldist allan tím- ann. Aðeins tveir jepplingar með dísilvélum Hingað til hefur verið fremur lítið úrval véla í þessa bíla. Yfirleitt hafa þeir boðist með 2ja lítra bensínvélum en með undantekningum þó. Mitsub- ishi Outlander er t.d. fáanlegur með 2,4 lítra bensínvél. Nú er líka farið að bjóða flestar gerðir með dísilvél- um einnig. RAV4 er t.a.m. fáanlegur með 2ja lítra dísilvél og núna er CR-V kominn líka með dísilvél sem er 2,2 lítra og fer því óneitanlega í óhagstæðari vörugjaldsflokk. Við prófuðum þennan bíl með sex gíra handskiptum kassa, en hann fæst ekki enn sem komið er með sjálf- skiptingu. Einn af stóru kostum CR-V er há- marksnýting sem náðst hefur á inn- anrýminu. Það er ekki síst tilkomið vegna þess að gólfið er alveg slétt í bílnum og meira að segja á milli framsætanna. Þar sem stórir geymslustokkar og handbremsa er yfirleitt staðsett, er einungis lítið felliborð og með það í uppréttri stöðu er hægt að stíga á milli aft- urrýmis og framrýmis í bílnum. Handbremsunni er snilldarlega fyr- irkomið í sjálfu mælaborðinu þar sem hennar verður varla vart. Auk þess hefur Honda útfært sniðugar sætalausnir í bílnum. Þann- ig er hægt að færa aftursætin fram og til baka á sleða og auka þannig á víxl farangursrýmið eða farþegarým- ið. Svo er hægt að láta sér líða vel í aftursætunum því hægt er að stilla hallann á sætisbökunum. Auðvitað er svo líka hægt að fella niður sætin og búa til mun stærra farangursrými. Dísilvél sem bragð er að En stóra málið við nýjan CR-V er kannski ekki síst nýja dísilvélin. Nú er ekki nema tveir og hálfur mánuðir þar til þungaskattskerfið verður lagt niður og hugsanlegt að margir séu farnir að huga að þeim valkosti að aka fremur á dísilbíl en bensínbíl. Þetta er í fyrsta sinn sem CR-V býðst með dísilvél. Þetta er 2,2 lítra vél með forþjöppu sem skilar 138 hestöflum, eða um 25 hestöflum meira en dísilvélin í RAV4, og gerir þennan rúmgóða jeppling ansi sprækan í öllum töktum. Eins og ávallt snýst málið um mikið tog. Bíll- inn er alls ekki silalegur upp og fer í hundraðið á alveg þokkalegum 10,6 sekúndum. En vélin er ennþá meira gefandi þegar vissum hraða og snún- ingi er náð. Þá rótvinnur vélin í öll- um gírum og skilar ánægjulegri millihröðun og áreynslulausum fram- úrakstri á þjóðvegum. Það sem meira er, þá er hún um leið með hljóðlátari dísilvélum. Við hana er tengdur sex gíra handskiptur kassi sem er lipur í meðförum. CR-V er í öllu byggingarlagi og útliti fremur íhaldssamur jepplingur, en síðustu útlitsbreytingar eru samt í áttina og meira að segja fegra hann. En stóra breytingin er samt enn betri aksturseiginleikar og þessi skemmtilega dísilvél, sem gerir akst- urinn bara skemmtilegan og eftir- sóknarverðan í þessum bíl. Með stærstu í jepplingaflokki Honda CR-V er með stærstu jepp- lingunum á markaði, 37 cm cm lengri Toyota RAV4 og einnig lengri en Ford Escape, Nissan X-Trail og Hyundai Santa Fe. Hann nýtur þess líka í innanrýminu sem býður upp á þægilega stöðu í öllum sætum fyrir fimm fullorðna. Áhrif frá hærri gjaldflokki sést strax í verðinu á CR-V dísilbílnum. Bíllinn kostar beinskiptur tæpar 3,3 milljónir kr. með LS-útfærslan af 2,0 lítra bensínbílnum kostar 2.749.000 kr. RAV4 með 1.998 rúmsentimetra dísilvélinni, sem er 24 hestöflum afl- minni, kostar 2.920.000 kr. Síðan má benda á Suzki Grand Vitara sem samanburðarbíl en hann kostar 2.790.000 kr. með 108 hestafla dís- ilvél og háu og lágu drifi á sjálf- stæðri grind. Loks dísilvél í CR-V — og með nógu afli REYNSLUAKSTUR Honda CR-V 2,2 i-CTDi Guðjón Guðmundsson Morgunblaðið/Sverrir Sítengt aldrif en nær venjulegum fólksbíl í akstri en jeppa. Þótt heildarsvipurinn haldist er framhlutinn á CR-V nýr. Mikið nýtanlegt innanrými er einn af góðu kostum CR-V. Rofar eru í stýrinu. Kosturinn við að hlerinn opnast til hliðar er að þá nýtist hurðin sem hirsla. Nýr ljósabúnaður er á CR-V. 140 hestafla dísilvél, í fyrsta sinn í Honda CR-V-jepplingnum. gugu@mbl.is Vél: Fjórir strokkar, 2.204 rúmsentimetrar, 16 strokkar, samrásarinn- sprautun. Afl: 140 hestöfl við 4.000 snúninga á mínútu. Tog: 340 Nm við 2.000 snúninga á mínútu. Hröðun: 10,6 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km. Hámarkshraði: 180 km/klst. Gírskipting: Sex gíra handskiptur. Drif: Sítengt fjórhjóladrif. Lengd: 4.635 mm. Breidd: 1.785 mm. Hæð: 1.710 mm. Hjólhaf: 2.630 mm. Veghæð: 20 cm. Eigin þyngd: 1.492-1.583 kg. Farangursrými: 527-1.568 lítrar. Fjöðrum: Sjálfstæð McPherson að framan, fjölliða gormafjöðrun að aftan. Hjólbarðar og felgur: 205/65R16. Verð: 3.295.000 kr. Umboð: Bernhard ehf. Honda CR-V 2,2 i-CTDi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.