Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 B 15 bílar Heimsbílar eru staddir á nýja stóra bílasölu- svæðinu við Klettháls 11. www.heimsbilar.is - heimsbilar@heimsbilar.is 110 Reykjavík - sími 567 4000. Volvo 850 2.0 AT, nýskr. 05/94, ek. 147 þ. km, grænn, álfelgur, plussáklæði, vökvastýri, sumar- og vetrardekk o.fl. Verð 650.000. Nissan Patrol SE+ 2.8, 38”, bsk., nýskr. 03/00, ek. 213 þ. km, vín- rauður og gullsans, dráttarkúla, ný- leg vetrardekk, leður, topplúga, o.fl. Verð 2.190.000. Dodge Interpid 2.7 AT, nýskr. 07/99, ek. 30 þ. mílur, hvítur, film- ur, cruise control, hiti í sætum, air- bags o.fl. Verð 1.370.000. Volkswagen Golf 1.6 Comfortline, nýskr. 04/01, ek. 57 þ. km, gull- sans, spoiler, spoiler kit, 16” álf., samlitur o.fl. Verð 1.350.000. Toyota Yaris Sol, nýskr. 07/99, ek. 97 þ. km, gullsans, ABS, geisla- spilari, þjófavörn, rafmagn í rúðum o.fl. Verð 670.000. Mitsubishi Pajero 2.5 diesel, nýskr. 10/97, ek. 156 þ. km, vín- rauður og grár, álfelgur, nýleg tímareim o.fl. Verð 1.390.000. Bæjarlind 2 Kópavogur Reykjavíkurvegur 54 Hafnarfjörður Háholt 11 Mosfellsbær Stekkjarbakki 2 Reykjavík FULLKOMNAR ÞVOTTASTÖÐVAR NÚ Á 4 STÖÐUM Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Á öllum þessum stöðum eru SJÁLFSAFGREIÐSLUSTÖÐVAR þar sem þið getið komið allan sólahringinn og þvegið bílinn við bestu aðstæður. Verðið er frá 100kr. (1,5 mín.) Í Kópavogi er bæði ÞJÓNUSTUSTÖÐ þar sem við getum þvegið 25 bíla á klukkustund og BÓNSTÖÐ þar sem í boði er, alþrif, djúphreinsun, vélbón, vélarþvottur, lakkmössun og lakkviðgerðir. Það allra nýjasta er HUNDABAÐHÚS í Stekkjarbakkanum, það fyrsta sinnar tegundar í Evrópu. Þeir hundaeigendur sem notað hafa aðstöðuna eru himinlifandi og hundarnir líka . TIL þess að skilja muninn á systurbílunum Bentley Cont- inental og Volkswagen Phaeton þurfa menn að stíga fast á bensíngjöfina og ná 250 km hraða – sem í allflestum löndum myndi duga til þess að setja menn á bak við lás og slá. Continental Flying Spur og Phaeton eru systurbílar inn- an VW-samstæðunnar og deila mörgum af sömu íhlut- unum, þar á meðal sömu 12 strokka vélinni, sem kölluð er W-12 vegna lögunar sinnar. Þegar 250 km hraða er náð á Phaeton grípur hraðatak- markari inn í og gerir ökumanni ókleift að hraða bílnum enn frekar. En það er víst á 250 km hraða sem lífið verður fyrst spennandi í hinum 560 hestafla Bentley. Á 250 km hraða lækkar bíllinn sig sjálfkrafa að framan um 9,9 mm og 25 mm að aftan. Þegar veghæð bílsins lækkar þrýstist meira loft inn í loftinntök sem eru undir bílnum og þá ger- ist það sama og þegar hönd er stungið út um glugga á bíl á ferð. Hún þrýstist niður. Vindþrýstingurinn heldur Bentleynum niðurnjörfuðum og þrýstingurinn eykst með auknum hraða, allt þar til 314 km hámarkshraða er náð. Bentley segir að líklega eigi enginn eigandi Bentleys eftir að upplifa það að aka svo hratt en sálfræðilega sé það mikilvægt að eigandinn viti af þessum eiginleika bíls- ins. Líkja má þessu við jeppaeigendur sem vita að jepp- arnir geta eitt og annað utan vega en langflestir fara þeir sjaldnast út af malbikuðum vegum. VW Phaeton. Bentley Continental Flying Spur. Munurinn á Bentley og Phaeton SUBARU ætlar að stórauka umsvif sín í Evrópu og nærri tvöfalda bílasöl- una í álfunni á næstu fjórum árum. Fyrirtækið, sem lengi hefur verið í far- arbroddi í því að smíða fjórhjóladrifna fólksbíla í heiminum, boðar nýjar gerðir bíla sem höfða muni til breiðs hóps kaupenda. Það er því ekki bara japanska stórfyrirtækið Toyota sem blæs til sóknar í Evrópu heldur líka eitt þeirra minni. Árleg bílafram- leiðsla Subaru er 600 þúsund bílar. Áætlanir Subaru lúta að því að auka framleiðsluna úr 600 þúsund bílum í 900 þúsund árið 2009. Af þeim verði 100 þúsund bílar seldir Evrópubúum á móti 60 þúsund nú. Þessar áætl- anir kalla á nýjar gerðir og þær eru um þessar mundir að koma fram hver af annarri. Subaru b9x er ein nýjungin sem Subaru mun kynna. Subaru blæs til sóknar EIN stærsta fornbílasýning í Bandaríkjunum, Turkey Run á Day- tona Beach Florida, verður 24.–27. nóvember og áttunda árið í röð verða Flugleiðir með hópferð á sýninguna. Fyrir áhugasama verður mynda- sýning frá síðustu ferð á morgun á veitingastaðnum Players í Kópavogi. Sýningin hefst kl. 19. Nýir og gamlir Turkey Run-farar velkomnir. Til gamans má geta að í síðustu ferð fór 98 manna hópur frá Íslandi. Hópferð á Turkey Run Það gefur að líta ansi óvenjulega bíla á Turkey Run í Daytona. TENGLAR .............................................. www.turkeyrun.com Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.