Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 06.06.1960, Page 6

Mánudagsblaðið - 06.06.1960, Page 6
6 manudagsðlaðbd Mánudagur 6. júni 1960 Hún lék á þá Georg, frændi Periwinkles, ihefði átt að vera varkárari. því að ungur maður, sem starfar í gimsteinverzlun í fáfömu hverfi á á hættu að vekja áhuga glæpamanna af vissu tagi. En Georg var ungur mað- ur og ástfanginn og í hvei't sinn sem hann leit ástmey sína augum, var öll varkárni farin út í veður og vind. Hún vann á kaffistofu ekki langt frá skartgripa- verzluninni. Rósamund, svo hét hún, var dálítið meira en óbreytt frammistöðustúlka. Móður- systir hennar átti kaffistof- una, og var álitið sjálfsagt, að þegar gamla konan drægi sig í hlé, tæki Rósamund við. Það var hægt að fá morg- unkaffi, góðan hádegisverð og te og heimabakaðar kök- ur. Kaffistofan þótti mjög arðvænleg. Hin Ijóshærða Rósamund náði Georg í öxl, hafði tindr- andi blá augu, kirsuberja- rauðar varir, og líkaminn var eins girnilegur og rjóma kökumar hennar frænku hennar. Það var ekki að furða, þó að Georg yrði rugl- aður í kollinum í hvert skipti sem hann sá hana. Á meðal skartgripa frænda síns var Georg þegar búinn að merkja sér einn, sem átti að prýða þriðja fingurinn á vinstri hendi Rósamundar. En það varð allt að bíða síns tíma, því raunverulega höfðu þau ekki farið út nema þrisvar sinnum saman, og í hvert skipti hafði Georg tal- að of mikið. Svo nú vissi hún meðal annars, að Georg hafði farið að vinna hjá frænda sínum strax og hann hafði lokið herskyldutímanum. Hún vissi, hvernig gamli maður- inn var, þó að hún hefði aldrei séð hann, og hún vissi, að hann var óhemju vinnu- harður. Hún vissi orðið ýmis iegt um viðskiptavinina og þeirra skrítnu háttu. Af þvi sem hann hafði sagt henní, vissi hún í stór- um dráttum um fyrirkomu- lag verzlunarinnar og meira að segja hafði hann trúað henni fyrir því, að undir búð ai'borðinu væri smá leyni- tæki, sem frændi hans hafði iátið útbúa, ef svo kynni að fara, að frændi hans Væri einn í búðinni, þegar glæpa- raenn bæri að garði. Hann lét hana þó á sér skilja, að sjálfur mundi hann aldrei þurfa á slíku leynivopni að halda við slíkt tækifæri. Hann trúði henni líka fyrir Eftir því, að þetta leynivopn væri 1 rauninni ekkert annað en smáhnappur, sem væri í sam bandi við bjöllu á lögreglu- stöðinni. Ef stutt væri á hnappinn, væri lögreglan komin á vettvang á sléttum níutíu sekúndum. Eitt kvöld, þegar Georg sat í uppáhaldssætinu sínu á kaffistofunni, kom Rósa- mund til hans, til að taka af borðinu. „Það er orðið framorðið, Georg,“ sagði hún, en hann horfði ástföngnum augum á hana. „Þú ættir að fara heim núna, því ég er búin að segja þér, að ég get ekki komið út með þér í kvöld.“ Georg andvarpaði. „Eg veit það, en ég verð þá að fara aftur í búðina og bíða eftir gamla manninum. Hann er í Westbury að meta ein- hverja gripi og kemur ekki fyrr en eftir, að þú ert búin að loka, því er nú verr og miður.“ „Samt sem áður er betra fyrir þig að fara,“ sagði Rósamund, „ég á eftir að gera hér ýmislegt, eftir að viðskiptafólkið er farið.“ „Nú, jæja þá,“ samþykkti Georg raunalega, „það er bezt ég fari og líti á demant- ana til að sjá, hvort ég finn nokkurn, sem jafnast á við augun í þér.“ Þegar hann fór út úr kaffi stofunni flýtti annar maður sér að drekka úr bollanum sínum, fleygði peningum á borðið og flýtti sér út. Þetta var eini viðskiptavin urinn fyrir utan Georg, mið- aldraj maður, illmannlegur. Georg kom að dyrunum á gimsteinaverzluninni án þess að hafa nokkra hugmynd um, að þrír menn veittu hon- um eftirför og stóðu hinum megin við götuna. Og um leið og hann lokaði hurðinni var hún opnuð aftur. Og á næsta augnabliki fann hann, að einhverju hörðu var þrýst í bakið á honum. „Farðu inn á skrifstof- una,“ var skipað hvassri röddu að baki honum. „Hver fja....“, byrjaði Georg, en menn sitt til hvorr ar hliðar honum ýttu honum ruddalega á undan sér. Þegar inn á skrifstofuna var komið, var honum ýtt niður j. stól. Tveir menn stóðu yfir honum. Georg sá, að sá þriðji stóð vörð við búðardyrnar. Hann horfði á árásarmennina. Einn af þeim var hár dökkhærður maður, með hæðnisglott á vör. Ann an kannaðist hann við. Það var viðskiptamaðurinn frá HAMPSHIRE kaffistofunni. Hann minntist þess nú, að hann hafði oft séð þennan mann í seinni tíð. Hann hafði ávallt tekið sér borð rétt hjá Georg, svo hann hlaut að hafa heyrt samtal þeirra Rósamundar. Hann bölvaði sjálfum sér fyrir kæruleysið. 1 hendi unga mannsins var svört, gljáandi skammbyssa. „Ef þú hagar þér almenni lega, monthani, hleypur hún eggi af,“ sagði hann kvikindislega og bætti við, „en ef þú hreyfir þig, þá ertu búinn að vera.“ Hinn maðurinn var á hnján um fyrir framan peninga- skápinn. „Réttu mér lyklana," sagði ungi maðurinn hranalega við Georg. Georg svelgdist á. „Það er leyninúmer.“ „Allt í lagi, láttu okkur hafa það.“ „Hvernig er leyninúmer- ið,“ rumdi í hinum mannin- um. „Komstu að því sjálfur," svaraði Georg. Ungi maðurinn gekk að Georg og sló hann með flöt- um lófanum yfir andlitið. Vertu ekki að reyna að tefja fyrir okkur, eða við berjum þig í klessu,“ hótaði hann. Áður en Georg áttaði sig hafði gamli maðurinn bundið hann við stólinn, svo hann var ósjálfbjarga. Ungi maðurinn hafði lyft hendinni til að slá aftur ■— þegar ljóshærð fegurðardís sást koma hlaupandi af göt- unni að dyrunum. Maðurinn, sem gætti dyr- anna, hafði misst sígarett- una á gólfið og beygði sig niður eftir henni einmitt í sama mund sem Rósamund kom á sjónarsviðið, opnaði dyrnar og var komin inn fyr ir áður en hann hafði rétt úr sér. Maðurinn með byssuna sneri sér frá Georg, og gekk á móti henni. „Nei, sæll og blessaður, fallegi vinur,“ sagði Rósa-- mund og horfði með aðdáun á unga manninn, „Nei, þið eru þó ekki að — hm — vinna hérna. En spennandi. Mig hefur alltaf langað til að sjá lifandi ræningja að störfum.“ Ungi maðurinn setti byss una í vasa sinn. Þrátt fyrir tortryggnina — þá kunni hann vel að meta það, sem fyrir sjónum hans varð. „Hvemig komst hún hing- að?“ spurði hann dyravörð- inn, sem yppti öxlum og sagði: Hún er stelpan frá kaffi- stofunni.“ Rósamund gekk að foringj anum. „Eg gæti nú orðið hrifin af þér, drengur minn,“ sagði hún og brosti, „en lát- þið mig ekki tefja fyrir ykk ur.“ Hún horfði á Georg, sem var afmyndaður af reiði. „Ö, ert það þú,“ sagði hún kæru- leysislega og sneri sér að unga manninum. „Eg ætla að skoða mig hérna um, með an þið eruð að vinna. Svo gætum við kannske farið eitt hvað á eftir.“ Ungi maðurinn setti upp skælingsbros. „Hafðu auga með henni,“ sagði hann við mann- inn við dyrnar. Hann sneri sér aftur að Georg, á meðan Rósamund slangraði framhjá búðarborðinu undir áfergju- legum augum dyravarðarins. „Svikakvikindið þitt ■—!“ Georg sparkaði frá sér með báðum fótunum, og árangur inn var undraverður. Spark- ið kom í hnén á unga mann- inum, svo að, hann datt og hljóðaði af kvölum. Og á sama augnbliki hafði Georg rifið sig lausan af hinum manninum og slegið hann með stólnum. Rólega hafði Rósamund tekið upp þunga silfurskál, sem stóð á búðarborðinu, og kastað henni af öllu afli í manninn við dyrnar. Og allt í einu var búðin orðin full af lögreglumönn- um, sem höfðu komið úr lög reglubíl, sem stóð fyrir utan. • "I Seinna sagði Georg iðrandi við Rósammidu: „Elskan, geturðu nokkurn tíma fyrirgefið mér fyrir að ihalda, að þú værir gengin í bandalag með þessum glæpa mönnum?" „Fannst þér ég ekki leika það á sannfærandi hátt,“ hvíslaði Rósamund og hall- aði sér upp að brjósti hans. „Mér datt í hug, að eitt- hvað væri á seiði, þegar ég sá þennan hræðilega mann við dyrnar. Eftir að ég kom inn, þurfti ég ekki annað en finna hnappinn á gólfinu, sem þú sagðir mér frá. Eg veit annars ekki, hvernig 'hefði farið. „Það var vel af sér vikið,“ sagði Georg, „en hvernig hittist svo á, að þú skyldir koma hingað.“ Rósamund leitaði í hand- töskunni sinni. „1 fyrsta lagi til þess að skamma þig fyrir að skilja þetta eftir á borðinu í kaffi- stoHunni, þar sem frænka hefði getað fundið það.“ Hún rétti honum mál af hringnum, sem á var skrifað: Eg elska Rósamund. „Og hver var hin ástæð- an?“ u Rósamund roðnaði. „Hin ástæðan var sú, að ég víldi segja þér, að þetta væri ekki rétt mál.“ Hún stakk fingrinum gegií um opið á kortinu. „Alltof lítill, sérðu? Trú- lofunarhringur stúlku verð- ur að vera mátulegur,“ sagði hún. Ctboð Tilboð óskast mn lögn hitalagnar í Bæjarsjúkra- húsið í Fossvogi. Útboðslýsingar og uppdrátta naá vitja í skrifstofu vora Traðarkostsundi 6, gegn 500 króna skila- tryggingu. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBÆJAK 1 Aðalfundur Iðnaðarbanba íslands h.f. verður haidinn í Tjárnar- café í Reykjavik laugardaginn 11. júní n.k., klukkan 2 e.h. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöf- um og umboðsmönnum þeirra í afgreiðslusal bank- ans dagana 6.—10, júní að báðum dögum meðtöldum. Reykjavík, 2. júní 1960. Kr. Jóh. Kristjánsson form. bankaráðs Ferðaskrif stof a i ÚJfar Jakosbsen 3 Austurstræti 9 — Sími 13-499. | * KYNNIST LANDINU. — Hvítasunnuferðir: ' ? 1. Kerlingafjöll; 2. Þórsmörk; 3. Snæfelsnes ‘I . - (gist að Búðum); 4. Breiðafjarðareyjar.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.