Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 18.07.1960, Qupperneq 3

Mánudagsblaðið - 18.07.1960, Qupperneq 3
Mánudagur 18. júlí 1960 mAnudagsblaðið 3 Hjaðningavíg Framsóknarmanna es tóku í upphafi forystu með því að smala á fund í félagi ungra framsóknarmanníi frænd um sínum og vinum og gleði- rnjKV li• •.!;.« :,'■(• -:i-i Ein hver heiftúðugasta valda- barátta, sem háð hefur verið í íslenzkri stjórnmálasögu, er nú í uppsiglingu innan Framsókn- arflokksins, og hefur hún um skeið sett mark sitt á félags- starfsemi Framsóknarmanna í Reykjavík. Eigast hér við Ey- steinsarmur flokksins annars vegar, en yngri menn eins og Ólafur Jóhannesson, Þórarinn Þórarinsson og Jón Skaftason hins vegar. Enn hefur ekki soð- ið upp úr í miðstjórn, en hins vegar hafa nokkrar prufukeyrsl ur um valdahlutföllin farið fram í Reykjavíkurdeildunum og þó einkum á síðasta þingi ungra Framsóknarmanna, sem nú er nýlega lokið í Reykjavík. Blöskraði dekrið. Alvarlega tóku ýmsir Fram- sóknarmenn að hugleiða ofur- veldi Eysteins í fyrrasumar. Það er alkunnugt, að Eysteinn Jóns son var andvígur framboði Jóns Skaftasonar í fyrravor, en Jón hafði sitt fram og vann þing- sæti glæsilega í fullkominni and stöðu við forystu flokksins, m. a. vegna þess, að hann var fylgjandi kjördæmabreyting- unni. Þá vildi Eysteinn koma Kristjáni Thorlacius einkaritara sínum úr fjármálaráðuneytinu í -framboð í Reykjavík. Hefur Ey- steinn á undanförnum árum hlaðið undir þá Thorlaciusbræð- ur, gamla leikfélaga sína af Djúpavogi, svo að flestum hefur ofboðið. Hafa ráðuneytisstjóra- laun þeirra ekki numið nema broti af þeim tugþúsundum, sem þeir hafa haft í bitlinga hjá Eysteini. Þórarinn fór sér hins vegar hægt, enda lesinn í er- lendri stjórnmálasögu síðustu ára, og hefur sýnilega haft auga fyrir því, að klókskapur og miðl unarstaða hafa reynzt ýmsum vænleg til frama. Fór svo að hann vann Kristján í glímunni og á síðustu stundu kúplaði Ein- ar Ágústsson frá Kristjáni og stunddi Þórarinn gegn því að skipa annað sætið með honum. Taldi Kristján Einari farast ó- drengilega og hugði á grimmi- legar hefndir. Fyrsta prufukeyrsla. í fyrrasumar skyldi svo látið til skarar skríða um það að þeir Eysteinsliðar tækju völdin í fé- lögunum í Reykjavík. Varð fyrst fyrir félag ungra Framsóknar- manna. Kristján, sem er óska- barn Eysteins, tefldi þar fram tveimur ungum og metnaðarfull um skrifstofumönnum úr SÍS, Örlygi Hálfdánarsyni og Jóhann esi Jörundssyni (alías: Mörund- ur Kálfdánarson). Þórarinn og Einar studdu hins vegar þar til valda Einar son Sverris í Hvammi, gæflyndan mann og glæsilegan, vinsælan meðal há- skólastúdenta, og Kristin Finn- bogason bílasala, sem marga þekkir, enda gamall kommún- isti og verkfallsvörður, Urðu þarna heiftarleg átök með banni og fordæmingu á báða bóga. Smalaði Kristinn óspart gömlum vaktbræðrum af Suðurlands- braut og urðu þeir Einar ofan á. Gufan kom upp. Við þessa atburði ærðist Ey- steinn og Kristján froðufelddi af bræði. Hins vegar virtist honum landið liggja þannig, að ekki væri sér vænlegt að leggja til atlögu við Einar Ágústsson að sinni. Þórarinn Tímaritstjóri vildi líka allt til vinna að grið væru hajldin, þar sem hann hafði fengið fullrættan þann draum, er hann ungan dfeymdi undir Fróðárheiði og haldið hef ur fyrir honum max-gri og sárri andvöku, að á hann yrði horft í sölurn Alþingis. Varð að samn ingum að Einar héldi for- mennsku í Framsóknarfélagi Reykjavíkur, en Kristján yrði formaður fulltrúaráðs. Skítkastiff byrjar. Ekki leið þó á löngu, unz vær ingar voru í fullum gangi. Jó- hannes Jörundsson var starfs- maður fulltrúaráðs. Hafði hann þann hátt á, er koma skyldi út skuldabréfum í Framsóknarhús- inu, að hann lét kunningja sína bera þau til ýmissa framsókn- armanna og lét þá síðan hafa 20% af nafnvirði í sölulaun. Högnuðust þeir þannig um drjúg an skilding. — Þeir Einar Sverrisson og Kristinn kærðu þetta athæfi og varð það að blaðamáli í Þjóðviljanum, því að vinir Kristins sumir höíðu gaman af valdastreitu þcirra íc- laga. Báru þeir beinlínis þjófn- að upp á Jóhannes og sá nú ekki í kappana lengi fyrir eidi og eimyrju. Að lyktunx tókst þó að hrekja Jóhannes frá fulltrúa ráðinu, þrátt fyrir harða and- stöðu Ki’istjáns og hans liðs- manna. Önnur prufukeyrsla. Á þingi því er ungir fram- sóknarmenn héldu fyrir skemmstu sigu fylkingar enn saman. Þeir Örlygur og Jóhann- bræðrmn og sýstrum aí Röðli, dugði þeim drjugt í þeim éfnum hylli unghjónaklúbbsforstj. Jóns Gunnlaugssonar. Náðu þeir kosn um öllum fulltrúum Reykvík- inga á þingið. Þing þetta stóð í tvo daga og sá þar ekki sólina né daginn fyrir valdakapphlaupi. Sauð að lokum svo gjörsamlega upp úr, að þeir Öi’lygur hrópuðu niður fundarstjóra samkomunnar, er þeim þótti hliðhollur andstæðing ym þeirra. Jón Skaftason sá að hverju fór, en hann sat þingið. Þótti honum óvænlegt, ef skósvein- Kristjáns Thorlaciusar og Ey- steins næðu þarna öllum völd- um og reyndi á síðustu stundu að neyta glæsimennsku sinnar og vinsælda til þess að verða for maður. Fór hann þó hina mestu sneypu fyrir þeixn Örlygi og kvað Jóhannes hann gjörsam- lega niðui’. Mörsiffrinu kastaff. Nú reis upp Kristinn bílasali og flutti langa ræðu. Rakti hann allt brask þeirra Örlygs og Jó- hannesar og vægði hvergi, bar upp á þá flesta þá glæpi, sem unnt er að fremja, falsanir, svik og undandrátt og er þá skemmst frá að segja að fundui’inn fór í tipplausn og hélt maðui’ á manni. Æptu þeir Öi’lygsliðar að Kristni og fundai’stjói’i hrökl- aðist úr sessi. Sigur Eysteinsliffa. Raunar var opinbert að þarna fór fram annað og meira en aur austur og heimskulæti unglinga. Mættu þeir báðir Þórarinn og Kristján Thorlacius og töluðu báðir. Gættu þeir stillingar að mestu, en voru þó allþungir hvor í annars garð. Kristján gaf Jóhannesi fóstursyni sínum sið- ferðisvottorð og gugnaði þá Þór arinn og hljóp af fundi, er hann sá( ffam á að sinn armur yrði undir. Olli það mikilli reiði í liði stuðningsmanna hans á sam komunni. Kristján sat liins veg- ar fast og studdi með ráðum og dáð skjólstæðinga sína. Er skemmst af að segja, að stuðningsmenn Kristjáns urðu ofan á og kusu fyrir formann Örlyg og með honum m. a. Jó- hannes Jörundsson og Jón Gunn laugsson. Raunar var kandídat hinna heldur ógæfulegur, gam- all Heimdellingur og boxai-i, lögfx-æðingur sem Hermann keypti upp i dómsmálaráðherra- dómi sínum. Upphaf ragnaraka. Stuðningsmenn Eysteins urðu þannig gjörsamlega ofan á. Nú eru flokkadrættir miklir og urg' ur uppi. Vilað er, að Hermann vill gjarna hætta formennsku í flokknum og hyggst Eysteinn erfa sæti hans. Liður í því tafli var að verða formaður SÍS, en það mistókst. Hins vegar stefnir Kx-istján Thoi’lacius nú að því að steypa Einari Ágústssyni í haust með aðstoð valdamanna úr yngri samtökunum. Síðan mun hann hugsa Þórði Björns- syni þegjandi þörfina og er það ætlun hans og Örlygs að skipa tvö efstu sæti lista Framsóknar við næstu bæjarstjórnarkosning- ar. Þá mun koma röðin að því að Þórarinn verði að verja sitt sæti sem þingmaður. Allt er þetta liður í taflinu um æðstu völdin. Kristján og stuðningsmenn hans meðal ungra manna styðja Eystein og hann þá. Gegn því berjast Ólaf- ur Jóhamresson, Þórarinn! og Framh. á 7. síðu STEINDÓR STEINDÓRSON frá Hlöðum íslenzkaði Dr. Henry Holland var aðeins 22 ára, nýbakaður læknir, þegar hann ferðaðist um Island ásamt skozka n ðalsmanninum Sir George Stewart Mackensie, læknastúdentinum Richard Bright og Ólafi Loftssyni, túlk og leiðsögumanni. Dr. Holland varð síðar einn af kunnustu læknum Englands. Dr. Henry Holland hélt dagbók í allri íslandsferð sinni. Hún kemur nú fyrir almenningssjónir í fyrsta sinn eftir 150 ár. Þ-eir félagar komu til Reykjavíkur 7. maí. Þeir dvöldust í höfuðstaðn- um um hrið, en hófu síðan ferðalög um Suður- og Vesturland. Þeir skoðuðu náttúruundur landsins en kynntust jafnframt fjölda manna leikum og lærðum. Einkum gerði dr. Holland sér far um að kynnast þjóðinni, og skrifar hann nákvæmlega um það allt 'í dagbók sína. Eru lýsingar hans næsta fróðlegar nútíma manni, og er daghókin bæði bráðskemmtilegxir lestur og ómetanleg heimild um þjóðina i upphafi 19. aldar, háttu hennar og menningu. Bókin er 27'9 bls., prýdd fjölda mynda, sem þeir félagar teiknuðu af landi og þjóð. Dagbók í íslandsferð er hingað k0min á þann hátt, að árið sem leið gaf sonar-sonar-sonur dr. Hollands, David Holland, Landsbókasafninu handritið ásamt rétti til útgáfu, ef svo sýnist. Hefur Landsbókasafnið látið útgáfuréttinn Almenna bókafélaginu góðfúslega í té. Þýðandi bókarinnar, Steindór Steindórsson yfirkennari frá Hlöðum, ritar jafnframt ítarlegan formála um þá félaga og ferðir þeirra. Hann lýkur formálanum með þessum orðum: ,,Að endingu skal þess getið, að ég skil við dr. Holland með nokkr- um söknuði. Ég hóf þýðinguna me5 ofui’lítilli tortryggni á höfundin- um og verki hans. En því betur sem ég kynntist því, þótti mér meira til þess koma og höfundarins sjálfs . . . Og þegar ég nú legg síðustu hönd á verkið, finn ég bezt, að gott hefur verið að eiga sálufélag við höfund þess“. Dagbók í Islandsferð er bráðskemmtileg bók og jafnframt óvið- jafnanleg heimild um menn og me nningu í byrjun 19. aldar. ") Almenna bókaíélagið

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.