Morgunblaðið - 19.08.2005, Side 44

Morgunblaðið - 19.08.2005, Side 44
44 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÁLFABAKKI SKELETON KEY kl. 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16 ára SKELETON KEY VIP kl. 10.30 DECK DOGZ kl. 4 - 6 - 8 - 10 Frábær Bjölluskemmtun fyrir alla. Frábær Bjölluskemmtun fyrir alla. Herbie Bjallan sem getur allt er komin aftur og fær hin sæta Lindsay Lohan (“Freaky Friday”, “Mean Girls”) að keyra hana Skeleton Key kl. 5.45 - 8 - 10.10 b.i. 16 Herbie Fully Loaded kl. 6 - 8 - 10 The Island kl. 5.30 - 8 - 10.30 b.i. 16 Dark Water kl. 10 b.i. 16 Madagascar - enskt tal kl. 6 - 8 Batman Begins kl. 6 - 8.30 b.i. 12 400 KR. MIÐAVERÐ Á ALLAR MYNDIR KL. 3 UM HELGAR Í HÁSKÓLABÍÓI.3 BÍÓ Sýnd bæði með íslensku og ensku tali.  Kvikmyndir.is  S.V. Mbl.  DV  Ó.H.T. RÁS 2 HERBIE FULLY... kl. 3.50 - 6 - 8.15 - 10.30 THE ISLAND kl. 5.45 - 8 - 10.30 B.i. 16 THE ISLAND VIP kl. 4       HÁDEGISBÍÓ 400 KR MIÐAVERÐ Á ALLA EF Wes Craven hefði vakið upp Herbie gamla hefðum við hugsanlega fengið að sjá When Her- bie Met Christine … og mikið líf í tuskunum. Þetta er ekki fjarri lagi, Herbie Fully Load- ed er í eðli sínu hrein og klár draugasaga líkt og bókin hans Kings og myndin hans Carpent- ers. Herbie er aftur á móti byggð á gömlum Disneymyndum fyrir fjölskylduna og útkom- an er viðunandi barna- skemmtun. Lohan, ein vinsælasta unglinga- stjarna samtímans, fer að vísu með aðal- hlutverkið sem hefur átt að tryggja breiðari áhorfendahóp en það dugar skammt, Herbie höfðar aðeins til þeirra yngstu í hópnum. Maggie (Lohan) er að ljúka próf- um og faðir hennar (Keaton), sem hefur atvinnu af því að gera út kappakstursbíla, fer með dóttur sína út í bílakirkjugarð til að velja sér útskriftargjöfina. Atvikin haga því svo að hún snýr til baka með gömlu bjölluna Herbie, sem er forn- frægur kappakstursbíll í dulargervi. Þannig fara hjólin að snúast, Maggie lendir í útistöðum við öku- þórinn Trip (Dillon), sem manar hana í einvígi, og Maggie, eða öllu frekar Herbie, hefur betur. Fyr- irtæki föður hennar er að hruni komið, Maggie vill fá að keppa á Herbie sínum og koma hlutunum í lag en pabbi er ekki á því, hann vill ekki hætta lífi hennar. Og svo fram- vegis. Herbie er vitaskuld uppvakn- ingur og engum öðrum vært í kring- um hann nema þeim sem hann hef- ur velþóknun á. Herbie þarf að vísu að fá aðstoð úr mannheimum til að rétta úr kútnum (öfugt við Kristínu Kings), en síðan fer hann hamförum miklum sem afturgangna er siður. Þetta skilja náttúrlega ekki bless- uð börnin sem eru ekki vitund hrædd og eru fyrir vikið þau einu sem hafa gaman af dellunni. Hlæja, masa og klappa saman lófunum þegar uppvakningurinn ætlar af göflunum að ganga. Segið svo að Disney getir ekki gert drauga- myndir. Herbie gengur aftur KVIKMYNDIR Sambíóin, Háskólabíó Leikstjóri: Angela Rob- inson. Aðalleikarar: Lindsay Lohan, Michael Keaton, Matt Dillon, Breckin Meyer. 95 mín. Bandaríkin. 2005. Herbie klár í slaginn (Herbie Fully Loaded)  Í dómnum segir m.a. að Herbie Fully Loaded sé viðunandi barnaskemmtun. Sæbjörn Valdimarsson hann leyfði okkur að endurútsetja lag sem hann samdi á áttunda ára- tugnum við texta Michaels Pollocks, segir Trausti. „Hann er kominn í bandið tímabundið en kemst samt því miður ekki á tónleikana í kvöld. Varð að skella sér út úr bænum. En næst þegar hann kemur í bæinn HLJÓMSVEITIN Lokbrá heldur nokkuð sérstaka tónleika í kvöld á Grand rokki. Hyggst sveitin sýna meðal annars tvö myndbönd, „Con- ference of Rats“ og „Army Of Sound- waves“ en hið síðarnefnda hefur ekki áður komið fyrir augu almennings. Á tónleikunum ætlar Lokbrá einn- ig að spila nokkur gömul tökulög sem að sögn Trausta, söngvara og gít- arleikara, gerist nú ekki á hverjum degi. „Við erum búnir að sitja á nýju efni og af því að við erum að fara að spila á annað borð ákváðum við bara að frumflytja öll lögin. Við erum að vinna að nýrri plötu sem verður eins konar söngleiksplata og mér sýnist hún verða svolítið í anda Jesus Christ Superstar og Nightmare Be- fore Christmas. Þrjátíu fyrstu gestirnir fá að gjöf „b-sides“-disk Lokbrár sem inni- heldur meðal annars lagið „Driving Wild“ ásamt Herberti Guðmunds- syni sem og nokkra aðra slagara sem munu líklegast aldrei verða gefnir út á plasti í þessum útgáfum. „Við hittum Hebba um daginn og verður blásið til tónleika með Hebba.“ Einungis kostar 300 krónur inn og húsið verður opnað 23.30 en Lokbrá stígur á svið klukkustund síðar. Þess má til gamans geta að frum- raun sveitarinnar Army of Sound- waves verður til sölu á staðnum. Tónlist | Lokbrá með hátíðartónleika á Grand rokki í kvöld Liðsauki frá Herberti Morgunblaðið/Árni Torfason Trausta og félögum í Lokbrá hefur borist óvæntur liðsauki. GAMLI góði konungur kokkteiltónanna, André Bachmann, er kom- inn aftur af stað. Hann syngur fyrir matargesti á Café Óperu í kvöld og annað kvöld frá kl. 21. André hefur Birgi Jóhann Birgisson sér til halds og trausts en saman mynda þeir hljómsveitina Stefnumót. André ætlar að endurvekja gömlu Mímisbars-stemninguna en sungin verða róleg og rómantísk lög úr smiðju manna á borð við Elv- is, Sinatra, Hauk Morthens og Ragga Bjarna. Ef stemning er fyrir verður síðan tónlistin stuðuð upp þegar fer að nálgast miðnætti. Eins og venjulega er André með mörg járn í eldinum en meðal verkefna sem hann undirbýr þessa daga er árleg jólahátíð fatlaðra sem í ár verður haldin að Gullhömrum. André ætlar að endurvekja gömlu Mím- isbars-stemmninguna. Konungur kokkteiltónanna Tónlist | André Bachmann snýr aftur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.