Morgunblaðið - 19.08.2005, Page 28

Morgunblaðið - 19.08.2005, Page 28
28 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Amalía RutGunnarsdóttir fæddist í Reykjavík 26. júlí 1963. Hún lést á krabbameins- deild Landspítalans 11. ágúst síðastlið- inn. Hún er dóttir Eddu Þorvaldsdótt- ur og Gunnars Hall- dórssonar, sem er látinn. Eiginmaður Eddu er Pétur Jóns- son. Eldri systir Amalíu Rutar, sam- mæðra er Ingibjörg Þóra Stefánsdóttir en yngri syst- ir, samfeðra er Hafsteina Gunn- arsdóttir. Amalía Rut giftist 10. ágúst 1989 Mohamed (Jónasi) Yamak lyfjafræðingi, f. 5.1. 1959, börn þeirra eru Edda Falak, f. 14.12. 1991, og Ómar, f. 22.2. 1994. Amalía Rut ólst upp í Holta- hverfinu í Reykjavík. Hún hóf skólagöngu í Ísaksskóla og gekk síðar í Æfingadeild Kennaraskól- ans en lauk stúdentsprófi frá Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti. Hún nam innanhússarkitekt- úr í Háskólanum í Mílanó á Ítalíu árin 1988–1991. Á Ítalíu kynntist Amalía Rut eiginmanni sínum. Að námi loknu flutti fjölskyldan til Ís- lands. Í fyrstu starf- aði Amalía Rut sjálf- stætt sem innan- hússarkitekt en síðar hjá Húsasmiðj- unni, Axis, HTH inn- réttingum og nú síðast hjá versl- uninni JKE Design, Mörkinni 1, sem hún stofnaði fyrr á þessu ári ásamt Svandísi Eddu Halldórs- dóttur. Amalía Rut var um skeið í stjórn Félags húsgagna- og innan- hússarkitekta. Hún starfaði einn- ig um árabil sem leiðsögumaður á sumrin, einkum með ítalska ferða- hópa. Útför Amalíu Rutar fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Lífið virðist svo ósanngjarnt þeg- ar jafn yndislegri, hæfileikaríkri og gefandi konu eins og Amalíu er kippt snögglega frá þeim sem hana elska. Ég kynnist Amalíu fyrir 8 árum þegar leiðir okkar lágu saman á vinnumarkaðnum og höfum við með stuttu hléi unnið saman síðan þá. Okkar samstarf varð að yndislegri vináttu og nú fyrr á árinu stofnuðum við innréttingafyrirtækið JKE De- sign. Okkar framtíð virtist björt og full væntinga. Ég mun halda áfram að byggja upp JKE Design fullviss þess að Amalía fylgist vel með. Amalía var einstaklega hlý, opin- ská og gaf mikið af sér. Hún hafði sérstaklega góða nærveru og sýndi það sig best í því hvað viðskiptavin- irnir urðu miklir vinir hennar. Hún hafði þann eiginleika að hrífa fólk með sér. Amalía hafði mikinn metnað til að ná árangri og var mjög fær í sínu fagi. Hún var ósérhlífin og dugleg til vinnu hvort sem í því fólst að teikna eldhús langt fram eftir eða flísa- leggja, allt var gert með bros á vör og hennar skemmtilegu kímnigáfu. Amalía var yndisleg vinkona og viðskiptafélagi. Það var alltaf hægt að stóla á hreinskilni og traust í okk- ar sambandi. Hennar kraftur var aðdáunarverður í veikindunum og hún sýndi af sér ótrúlegt æðruleysi sem var okkur hinum mikill styrkur. Fjölskyldan var henni allt. Hún var einstaklega samheldin og aðdá- unarvert að fylgjast með þeirra sambandi. Ég er þeim afar þakklát fyrir okkar samverustundir þessa erfiðu daga. Elsku Múhammed, Edda Falak, Ómar, Edda, Pétur, Inga, Inda og aðrir aðstandendur. Missir okkar er mikill en við höldum áfram með minninguna um einstaka konu sem er og verður í hjörtum okkar um alla tíð. Elsku honeypie, takk fyrir allt! Þín vinkona, Svandís Halldórsdóttir. Elsku Imma, það er sárt að þurfa að kveðja þig svona fljótt og skyndi- lega en minningin um góða vinkonu á eftir að hlýja mér um hjartarætur alla tíð. Við gerðum svo margt skemmtilegt saman og margs að minnast. Ég gleymi aldrei þegar við lögðum land undir fót á vit ævintýr- anna aðeins 17 ára gamlar og réðum okkur í sumarvinnu á hótel í Noregi. Þar unnum við í tvö sumur og var sá tími ógleymanlegur. Þá var nú mikið hlegið og skemmt sér, frjálsar eins og fuglinn og höfum við oft rifjað upp þennan tíma. Þá kom líka í ljós hinn sterki og skemmtilegi persónu- leiki sem þú hafðir að geyma og hvað þú áttir auðvelt með að hrífa fólk með þér með brosi þínu og létt- leika. Í þessum ferðum okkar var grunnurinn lagður að traustri vin- áttu sem hefur haldist í öll þessi ár. Þó svo að leiðir okkar hafi skilið á meðan þú varst við nám á Ítalíu voru vináttuböndin ætíð traust. Að námi loknu komst þú heim full af gleði og þreki með Mohamed þér við hlið og litla engilinn sem fæddist úti á Ítalíu. Nokkrum árum seinna fæddir þú annan lítinn engil og fjöl- skyldan átti hug þinn allan. Þú hafð- ir alltaf gaman af að vera í góðra vina hópi og varst dugleg við að bjóða fólki heim til ykkar Moha- meds. Matarboðin og spilakvöldin sem við áttum með ykkur eru ógleymanleg. Þá var oft kátt á hjalla og spilað og spjallað fram á rauða nótt. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku Imma, við þökkum þér fyr- ir samfylgdina og einstaka vináttu. Við erum viss um að það verður vel tekið á móti þér í þínum nýju heim- kynnum. Við vottum Mohamed, Eddu, Ómari og öðrum aðstandend- um okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Hrefna og Gísli. Átta ára stelpa með fallegan ljónsmakka stendur á skólalóðinni og segir: „Ég heiti Imma og ég er ekki rauðhærð.“ Mér líst strax vel á glettnislegan svip hennar og geisl- andi brosið. Einhvern veginn svona hófust kynni okkar Immu. Hún Imma, vinkona mín, var alla tíð einstaklega kát og hláturmild manneskja sem smitaði lífsorku og gleði út frá sér hvar sem hún fór. Hún sagði sögur á þann hátt að þær stóðu manni ljóslifandi fyrir hug- skotssjónum. Hún var fjörkálfur sem naut sín vel í hópi, en hún var líka einlægur vinur í raun. Það var auðvelt að gleyma stað og stund þegar maður var með Immu. Hún hafði mikla útgeislun og það var ekki hægt annað en að líða vel í ná- vist hennar. Það var gott að eiga Immu að vini. Það var sama þótt höf og lönd skildu okkur stundum að, í hvert skipti sem við hittumst aftur var eins og við hefðum sést síðast í gær. Það er langt síðan við stóðum fyrst saman á skólalóðinni, Imma mín, og ég á erfitt með að trúa því að ég eigi ekki eftir að heyra þig segja fleiri sögur eða sjá fallega ljóns- makkann þinn hristast aftur í takt við hláturinn. En ég veit að þú ert núna á góðum stað. Ég er þakklát fyrir það að hafa fengið að kynnast þér. Takk fyrir öll árin sem þú varst vinkona mín. Ég kem úr róðri, en bind ekki bátinn hjá bakka fljótsins að sinni; við kvöldmánans glóð er gott að sofna í gömlu kænunni minni; og þótt hún líði frá landi með vindum sem létt út í húmið sveima, að blómguðu sefi hún leggst þar að lokum sem líka er gott að dreyma. (Kínverskt ljóð.) Þín vinkona, Dóra. Elsku Imma. Mér finnst svo skrýtin tilhugsun að þú sért farin fyrir fullt og allt og ég eigi aldrei eftir að sjá þig aftur. En nú hefur þessi hræðilegi sjúk- dómur lagt þig að velli á svo ótrú- lega skömmum tíma. Það er erfitt fyrir okkur sem eftir sitjum að skilja hvernig hægt er að mæta dauðanum af svo mikilli reisn og yfirvegun. Strax í æsku bundumst við sterk- um vináttuböndum sem aldrei hafa slitnað. Það er vonlaust fyrir mig að telja upp alla þá fjölmörgu kosti sem þú hafðir til að bera. Þú varst eitt- hvað svo heilsteypt, sást alltaf í gegnum hismið og eygðir kjarnann í hverju máli. En það er margs að minnast. Til dæmis þegar þú varst nýflutt heim frá Ítalíu, komst í heimsókn og sýndir okkur stolt frumburðinn, eitt fallegasta ung- barn sem ég hef augum litið. Ég er líka svo þakklát fyrir þær stundir sem við áttum saman í tengslum við fermingu barna okkar fyrir aðeins örfáum mánuðum. Eins þegar við Hrefna sátum í garðinum hjá þér nú í sumar. Allt eru þetta nú dýrindis minningar sem ég ætíð mun geyma í hjarta mínu. Fyrir nokkrum árum urðum við síðan nágrannar aftur og það var svo gaman. Við höfðum hugsað okk- ur að hittast og spila langt fram á elliár, alveg eins og í gamla daga. En það átti víst ekki fyrir þér að liggja, elsku Imma, að verða gömul og stundirnar með þér verða ekki fleiri. Ég vil þakka fyrir samfylgd- ina og einstaka vináttu í gegnum ár- in. Fyrir hönd fjölskyldu minnar allrar sendi ég ættingjum Immu innilegar samúðarkveðjur. Guð veri með ykkur. Íris Guðrún Stefánsdóttir. Elsku Imma. Það er erfitt að setja það í orð hvernig okkur er innanbrjósts núna. Þú varst okkur svo kær, þú varst fastastjarnan í hópnum okkar, hrók- ur alls fagnaðar. Það birti alltaf þeg- ar þú mættir, nærvera þín kætti okkur allar. Ef þig vantaði var aldr- ei alveg jafn gaman, það varð allt daufara fyrir vikið. Jákvæðni þín og kraftur helltist yfir okkur eins og heitir sólargeislar. Það verður dauf- legra í hópnum okkar án þín. En björt minningin um þig mun ávallt lýsa okkur, kæra vinkona. Þó blómið sé fallið og fölnað um stund við finnum það bráðum á sælunnar grund. Þar vex það og dafnar við vermandi yl sem vetrarins helkuldar ná ekki til. Í ljómandi sölum nú lifir þín sál, ó, liljan vor unaðarkæra, og lærir það Frelsarans fegursta mál í frelsisins ljómanum skæra. (L.S.) Elsku Mohamed, Edda og Ómar, Inga, Katrín, Edda, Pétur og aðrir ættingjar og vinir. Hugur okkar dvelur hjá ykkur. Megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Æskuvinkonurnar, Dóra, Hafdís, Íris, Hrefna, Guðrún og Edda. Kæra vinkona, hve lífið er hverf- ult. Það blasti bjart við þér, svo allt í einu ertu farin. Þú varst búin að uppskera eins og þú sáðir, áttir góð- an og harðduglegan mann og svo falleg, dugleg og sérlega prúð börn. Húsið þitt í Björtusölum í Kópavogi, sem þú og Mohamed voruð búin að vinna hörðum höndum saman að, er allt svo fallegt og til fyrirmyndar. Fyrirtækið sem þú stofnaðir fyrir einungis nokkrum mánuðum, í sam- vinnu við annan innanhússarkitekt, er stórglæsilegt og gengur vel. En af hverju fékkst þú ekki að njóta lífsins lengur? Af hverju þurfti sag- an þín að fá svona tregafullan endi? Vinskapur okkar spannar yfir þrjátíu ár og aldrei hefur fallið á hann skuggi. Þú varst smáa en knáa stelpan með kopargljáa í óstýrilát- um lokkum og geislandi glettni í stórum augunum. Svo ljúf og létt í skapi og hnyttin í tilsvörum. Fasið var ekki bara létt heldur voru hreyf- ingarnar allar svo mjúkar og kvikar, hvort sem hoppað var í teygjó í frí- mínútum, eða skoppað í leikfimi. Ég man svo vel hvað það var gaman í grunnskóla- og á menntaskólaárun- um að hlusta á þig lesa upphátt rit- gerðir sem þú hafðir samið. Það duldist engum hvað þú varst góður penni, bæði eldklár í móðurmálinu og gast samið ferskeytlur og níðvís- ur, ef til þurfti að grípa. Hæfileikinn í mannlegum samskiptum var þér í blóð borinn, svo hugulsöm, hjálpleg og alltaf jafnheillandi, bara algjör engill. Minningar þér tengdar hrannast nú endalaust upp. Í hug- anum ber mig alltaf niður þar sem þú ert með bros á vör eða hlæjandi. Það mun heldur aldrei gleymast hve frásagnarhæfileiki þinn var einstak- ur. Það kom best í ljós er „gamla gengið“ hittist af og til, allir emjandi af hlátri þegar þú fórst á flug í frá- sögnum og lýsingum. Já, þá grétum við af hlátri, nú grátum við af sorg. Elsku besta Imma, þú varst, ert og verður engill, en bara á öðrum stað og nú í björtustu sölunum. Þar Guð þig geymi. Þín Hafdís, Hlynur og börn. Fínleg kona og falleg, iðandi hár og dillandi hlátur. Þetta er sú mynd sem fyrst kemur fram í hugann þeg- ar við hugsum um Amalíu en ekki síður hversu fáguð manneskja hún var, einlæg, hlý og hjartahrein. Við eigum ófáar minningar úr litla saumaklúbbnum okkar þar sem mikið var masað, minna saumað og meira hlegið. Að ógleymdum des- emberferðunum í Heiðmörk og til- heyrandi jólaföndri. Afköstin voru náttúrlega mismikil. Amalía var til dæmis enn að vinna í krosssaums- myndinni sem hún byrjaði á fyrir margt löngu. Og var afraksturinn síst meiri hjá okkur. Enda hittumst við til að njóta samveru hver ann- arrar umfram annað og deila reynslu okkar af hvunndeginum. Amalía hafði góðan húmor og hló hátt og mikið þegar hún gerði grín að sjálfri sér og þeim aðstæðum sem lífið leiddi hana í. Og hún lifði sig líka heilshugar inn í reynslu okkar hinna. Við erum þakklátar fyrir að hafa fengið að kynnast Amalíu og átt samleið með henni. Minningin um hana mun lifa með okkur um ókomna tíð. Við vottum Mohameð, Eddu og Ómari okkar dýpstu sam- úð. Edda og Heiðdís. Lífið er okkur gefið, svo óréttlátt að þurfa að kveðja Amalíu inn í þennan sjúkdóm. En ég veit að Amalía verður hjá okkur og fylgist með okkur. Ég kynntist henni Amalíu í fyr- irtæki hennar og Svandísar JKE Design fyrr á árinu. Mér er svo sannarlega heiður að hafa fengið tækifæri til þess að vinna með henni og fylgjast með henni í starfi. Hún hafði mikla útgeislun hvar sem hún var, heillaði alla upp úr skónum með frábærum hugmyndum og hönnun, með skemmtilegum frásögnum af sér og öðrum. Mér þótti voðalega gaman að hlusta á Amalíu segja sög- ur af sér, hún gat gert svo mikið grín að sjálfri sér. Hún sagði mér frá því þegar hún fór af stað til Ítal- íu í nám, til Danmerkur og öllum leiðsöguferðunum sínumhérna á Ís- landi. Mér þykir gott að vita að hún gat notið lífsins og var búin að upp- lifa margt áður en hún kvaddi okk- ur, þó tíminn hafi verið stuttur. Mér leið mjög vel að vinna hjá Amalíu og með henni, lærði margt af henni. Ég ætla að gera allt sem ég get til þess að minnast Amalíu í orði og verki og aðstoða þau til þess að hafa versl- unina eins og hún vildi, hennar draumur varð að veruleika þó hann væri stuttur. Nú hef ég talað fyrir mig en einn- ig vil ég tala fyrir hönd starfsmanna JKE Design. Þær hefðu gjarnan vilja kynnast Amalíu betur, stuttur tími því miður sem við fengum með henni en engu að síður mjög dýr- mætur að mínu mati. Elsku Mohamed, Edda og Ómar, foreldrar, ættingjar, Svandís, Halli og Íris, systkini og vinir, ég vil votta ykkur alla mína samúð og guðgefi ykkur styrk í sorginni. Kær kveðja Tinna Brá. AMALÍA RUT GUNNARSDÓTTIR Ástkær sambýlismaður minn, sonur okkar og faðir, GUÐMUNDUR PÁLSSON, Södertålje, Svíþjóð, andaðist fimmtudaginn 11. ágúst á Krabba- meinsdeild Landspítalans. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á Krabbameinsdeild Land- spítalans og öllum þeim er sýndu okkur hlýhug og samúð. Anna Sidorchuk, Páll Vilhjálmsson, Lilja Halldórsdóttir, Erna María Guðmundsdóttir, Anna Katrín Guðmundsdóttir, Stella Rúna Guðmundsdóttir, Pétur Gunnar Guðmundsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, PÁLL G. HANNESSON fyrrv. tollfulltrúi, Ægisíðu 86, Reykjavík, andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 18. ágúst sl. Útförin verður auglýst síðar. Laufey Jensdóttir, Steinunn Jóhanna Pálsdóttir, Kristján Jón Jónsson, Guðmundur Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.