Morgunblaðið - 19.08.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2005 11
FRÉTTIR
Ármúla 44, sími 553 2035.
Hafðu það gott!
- Mismunandi stærðir
• Allir hlutar STRESSLESS eru vandlega
hannaðir til að tryggja þér
hámarksþægindi
• Sjálfvirk hnakkapúðastilling
• Sérstakur mjóbaksstuðningur
• Þyngdarstýring
• Sterk fjaðrandi stálgrind
• Kaldsteyptur svampur
• Úrvals nautaleður - yfir 50 litir
• Öflug viðargrind - fæst í 6 litum
• Borð fyrir fartölvur
• Sjálfvirk hnakkapúðastilling
veitir bestu mögulegu þægindi
- þú velur þína stærð
Sjálfvirk hnakkapúðastilling
veitir bestu möguleg þægindi
®
Sérstakur hæðarstillanlegur
hnakkapúði
360° snúningur
með fullkomnum
stöðugleika
VEGAGERÐIN hefur lagt fram
nýja tillögu að matsáætlun vegna
Gjábakkavegar frá Þingvöllum til
Laugarvatns í Bláskógabyggð.
Umhverfisráðherra felldi í lok júní
sl. úr gildi úrskurð Skipulagsstofn-
unar frá 11. nóvember 2004 um að
nýr Gjábakkavegur kæmi ekki til
með að valda umtalsverðum um-
hverfisáhrifum. Landvernd, Nátt-
úruverndarsamtök Íslands og Pétur
M. Jónasson kærðu úrskurð stofn-
unarinnar til ráðherra, sem felldi
hann úr gildi. Þarf umhverfismat því
að fara fram á nýjan leik.
Tillögur um nokkrar
leiðir lagðar fram
Í greinargerð Vegagerðarinnar
með nýju matsáætluninni kemur
fram að þessi tillaga sé upphaf að
nýju matsferli.
,,Í nýju mati á m.a. að gera grein
fyrir endurbyggingu núverandi veg-
ar, svokallaðri leið 1, og bera hana
saman við aðra kosti.
Vegagerðin hafði áður hafnað leið
1 vegna umferðaröryggis og veg-
tækni. Jafnframt var kostnaður við
leið 1 meiri en við aðrar leiðir. Þar af
leiðandi óskaði Vegagerðin ekki eftir
úrskurði Skipulagsstofnunar um þá
leið. Hins vegar fjallaði Vegagerðin í
matsskýrslu um leið 1 að stærstum
hluta til jafns við aðrar leiðir og bar
þá leið saman við aðra kosti.
Vegagerðin mun í nýju mati á um-
hverfisáhrifum leggja fram þær leið-
ir sem hún telur raunhæfa fram-
kvæmdakosti, þ.e. leiðir 2, 3, 7 og
12a. Jafnframt leggur hún fram leið
1, í samræmi við úrskurð ráðherra,
til úrskurðar Skipulagsstofnunar,“
segir í greinargerð Vegagerðarinn-
ar.
Fyrirhugaður vegur er um 15 km
langur og liggur um þann hluta Blá-
skógabyggðar sem áður hét Laug-
ardalshreppur og Þingvallahreppur.
Þá sneiðir vegurinn í gegnum land
Grímsnes- og Grafningshrepps. Í ná-
grenni fyrirhugaðs vegar eru m.a.
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, Gjá-
bakki, Gjábakkahraun, Reyðar-
barmur og Laugarvatnsvellir. Vega-
gerðin telur að núll-kosturinn, þ.e.
óbreytt ástand, sé ekki raunhæfur
kostur, þar sem mikil þörf er á sam-
göngubótum á þessari leið og auka
þarf umferðaröryggi til muna.
Spá Vegagerðarinnar gerir ráð
fyrir að umferð um óbreyttan veg
verði um 250 bílar á sólarhring árið
2010 en um nýjan Gjábakkaveg verði
umferðin á bilinu 400 til 500 bílar á
sólarhring.
Gert er ráð fyrir að fjárveitingu til
framkvæmda við lagningu Gjá-
bakkavegar í samgönguáætlun fyrir
tímabilið 2005 til 2008. Kostnaður við
verkið er áætlaður um 570 til 640
milljónir króna eftir því hvaða leið
verður valin.
Ákvörðun umhverfisráðherra að
fella úr gildi úrskurð Skipulagsstofn-
unar vakti upp hörð viðbrögð sveit-
arstjórnar Bláskógabyggðar, sem
hélt því fram að hann gengi þvert á
vilja sveitarstjórnar og Vegagerðar-
innar.
Hin nýja tillaga mun liggja
frammi til kynningar frá 12.–22.
ágúst 2005 hjá Skipulagsstofnun.
Umdeild lagning Gjábakkavegar milli Laugarvatns og Þingvalla
Vegagerð leggur fram nýja
tillögu um mögulegar leiðir
!"# $
%
&%
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
ELDSVOÐI varð í íbúð í þriggja
hæða fjölbýlishúsi í Laufvangi í
Hafnarfirði um klukkan 1.40 í
fyrrinótt. Þegar bílar frá Slökkvi-
liði höfuðborgarsvæðisins komu á
vettvang hafði lögreglan í Hafn-
arfirði slökkt eldinn að mestu
með handslökkvitæki. Töluverðar
skemmdir urðu í herbergi þar
sem eldurinn kom upp og miklar
reykskemmdir í íbúðinni.
Samkvæmt upplýsingum frá
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins
eru þrír stigagangar í húsinu og
átta íbúðir í hverjum stigagangi.
Stigagangur þess hluta hússins
þar sem eldurinn kom upp var
rýmdur. Greiðlega gekk að
slökkva eldinn og lauk slökkvi-
listarfi um klukkan 2.20.
Íbúa íbúðarinnar skaðaði ekki
og því þurfti ekki að flytja þá á
sjúkrahús. Ekki er vitað um
ástæður þess að eldurinn kvikn-
aði.
Íbúð skemmd
eftir eldsvoða
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest
gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðs-
dóms Reykjavíkur yfir litháískum
manni sem grunaður er um inn-
flutning á tæpum 4 kg af met-
amfetamíni til landsins með Nor-
rænu 30. júní sl.
Í gæsluvarðhaldskröfu lögreglu
segir m.a. að hagsmunir almenn-
ings krefjist þess að sá sem eigi
þátt í jafn stóru og alvarlegu
broti sem þessu, sæti gæslu-
varðhaldi þar til dómur gangi í
málinu. Sé þetta byggt á því
magni sem hér um ræðir auk
þess sem það myndi vekja athygli
og andúð almennings ef hann
endurheimti frelsi sitt á þessari
stundu.
Bæði dómsstig féllust á kröf-
una og verður sakborningurinn í
áfram í gæsluvarðhaldi til 9.
september.
Áfram í gæslu-
varðhaldi vegna
fíkniefna
Á FÉLAGSFUNDI VGR 28. júní sl.
var samþykkt að haldið yrði forval
fyrir sveitarstjórnarkosningar í
Reykjavík. Forvalið verður haldið
1. október nk. og rennur fram-
boðsfrestur út kl. 12 föstudaginn
16. september nk.
Kosið verður um sex efstu sætin
á listanum en stillt verður upp í
sætin þar fyrir neðan. Kjörfundur
stendur yfir frá kl. 9–21 laug-
ardaginn 1. október á skrifstofu
flokksins á Suðurgötu 3. Kjör-
stjórn mun hafa yfirumsjón með
kjörfundi. Nánari reglur um til-
högun kjörfundar má finna á slóð-
inni http://reykjavik.vg/for-
val.htm
Kosningarétt hafa allir fullgildir
félagsmenn í Reykjavík miðað við
23. september 2005.
Forval hjá
vinstri grænum
BENSÍNORKAN ehf. hyggst opna
nýja bensínstöð á Egilsstöðum í
októberbyrjun.
Hún mun verða við hlið versl-
unarmiðstöðvar þar sem eru fyr-
irtækin Bónus, BT, Office1, Sím-
inn og Hamborgarabúlla
Tómasar. Um er að ræða sjálfs-
afgreiðslustöð með fimm dælum,
þ.á m. hraðdælu fyrir stóra bíla.
Verið er að ljúka undirbúnings-
ferli að verkinu gagnvart skipu-
lagsyfirvöldum sveitarfélagsins
og verktaka og geta fram-
kvæmdir væntanlega hafist á
næstu dögum. Esso og Shell reka
bensínstöðvar á Egilsstöðum og
Olísstöð er í Fellabæ handan Lag-
arfljóts.
Orkan opnar
bensínstöð
á Egilsstöðum