Morgunblaðið - 19.08.2005, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 19.08.2005, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2005 15 FRÉTTIR NIÐURSTAÐA Jóhannesar Sig- urðssonar er eðlileg út frá þeim for- sendum sem hann gefur sér. Þær eru hins vegar rangar og standast ekki skoðun, segir Árni Páll Árnason, lögfræðingur Íbúðalána- sjóðs, um álitsgerð sem Jóhannes Sigurðsson, prófessor í fjármálarétti við Háskólann í Reykjavík, vann að beiðni Samtaka atvinnulífsins og Samtaka banka og verðbréfafyrir- tækja um lánasamninga Íbúðalána- sjóðs við fjármálafyrirtæki hér á landi. Í áliti sínu kemst Jóhannes að þeirri niðurstöðu að sjóðurinn hafi í raun tekið þátt í fjármálastarfsemi sem rúmist ekki innan starfsheim- ilda hans, lánasamningarnir uppfylli ekki skilyrði laga og reglugerða um eigna- og áhættustýringu og að með þeim sé farið í kringum lagaheim- ildir sjóðsins til íbúðalána. Ekki til að endurlána Árni hefur samið stutta greinar- gerð þar sem gagnrýni Jóhannesar er svarað og kemur þar fram, eins og áður sagði, að niðurstöður Jóhann- esar séu rangar. Árni segir að Jó- hannes gefi sér að ÍLS láni fjármála- fyrirtækjum fjármagn til að endurlána til íbúðarkaupenda. „Það hefur aldrei verið gert. ÍLS hefur veitt 31 lán til viðskiptabanka og sparisjóða til að ávaxta upp- greiðslufé og endurgreiðsla þess fjár er samkvæmt samningi bundin greiðsluflæði íbúðalána sem viðkom- andi fjármálastofnanir hafa þegar veitt. Ástæða þess er sú að í því end- urgreiðsluformi felast möguleikar fyrir ÍLS að fá betri vaxtakjör til lengri tíma, samfara minni áhættu. Jóhannes gefur sér einnig að heimildir sjóðsins til áhættustýring- ar séu bundnar við viðskipti með verðbréf. Svo er ekki. Í lögum er sjóðnum gert að viðhafa áhættustýr- ingu og er í greinargerð með lög- unum tekið fram að gert sé ráð fyrir að sjóðurinn beiti hefðbundnum áhættustýringaraðferðum. Skýrt er tekið fram í reglugerð að aðferðir sjóðsins til áhættustýringar séu skil- greindar í áhættustýringarstefnu sjóðsins, sem staðfest hefur verið af stjórn sjóðsins, að fenginni umsögn Fjármálaeftirlitsins. Þar eru heim- ildir sjóðsins alls ekki bundnar við viðskipti með verðbréf. Lánasamn- ingar við fjármálastofnanir eru eðli- legt form áhættustýringar, sem sést best á því að greiningardeild Lands- bankans hefur sérstaklega tekið fram að sjóðurinn hafi með þessum samningum brugðist með skynsam- legum hætti við uppgreiðslum,“ seg- ir Árni. Íbúðabréfaviðskipti lagaskylda Hann bendir á að Jóhannes vé- fengi heimild ÍLS til að gefa út íbúðabréf samfara uppgreiðslum en Árni segir Íbúðalánasjóð hafa laga- skyldu til að sinna viðskiptum með íbúðabréf og að sjóðurinn beri ábyrgð á því að tryggja eðlilega verðmyndun þeirra á markaði. „Það lýsir miklu og skilningsleysi á eðli verðbréfamarkaða að halda að það sé raunverulegur valkostur fyrir út- gefanda verðbréfaflokka með alþjóð- legt lánshæfismat að stærð yfir 300 milljarða króna sem skráðir eru í al- þjóðlegum uppgjörsmiðstöðvum að hætta bara um tíma að gefa út skuldabréf í þessum flokkum. Ef það hefði verið gert hefði það haft ófyr- irsjáanleg áhrif á verðmyndun á markaði og á langtímavaxtastig í landinu og hefði teflt í tvísýnu mögu- leikum sjóðsins til fjármögnunar á síðari stigum. Eins og margoft hefur komið fram var það ekki raunhæfur möguleiki að veita öllu uppgreiðslufé til endurlána nema með miklu tjóni fyrir sjóðinn. Við þær aðstæður var sjálfgert að endurfjárfesta upp- greiðslufé á betri kjörum með lána- samningum,“ segir Árni og bætir við að fráleitt sé að halda því fram að allt fé sem aflað sé með ríkisábyrgð sé með einhverjum hætti „sérmerkt“ og öðruvísi á litinn en annað fé og að ráðstöfun þess feli í sér ólögmætan ríkisstyrk til viðtakenda svo að segja út yfir gröf og dauða. ESA samþykkti ríkisaðstoð og lagaramma ÍLS „Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) féllst ekki á þau rök sem Jóhannes setti fram fyrir hönd SBV í kæru þeirra til stofnunarinnar. Þvert á móti hefur sú ríkisaðstoð sem sjóð- urinn nýtur og lagaumgjörð hans – þar með taldar heimildir hans til áhættustýringar – verið metnar af Eftirlitsstofnun EFTA og sam- þykktar.“ Árni segir að sú ríkisaðstoð sem Íbúðalánasjóður njóti nýtist honum í lægri fjármögnunarkjörum, sem sjóðurinn komi beint áfram til lán- taka. Þar með hafi ríkisábyrgðin nýst viðtakanda. Kjósi viðtakandi að greiða upp lán fyrir gjalddaga er það hans val og sjóðurinn hafi fullar heimildir til að verja handbæru fé eins og hentar best hagsmunum hans, innan þess ramma sem áhættustýringarstefna sjóðsins set- ur. „Ef byggt er á röksemdafærslu Jóhannesar í þessu efni sést best að hún leiðir í algerar ógöngur. Það hlýtur þá með sama hætti að vera ólögmætur ríkisstyrkur við banka ef sjóðurinn kaupir af bankanum verð- bréf? Samt segir Jóhannes að það sé það sem sjóðurinn hafi mátt gera. Og þá hlýtur það líka að vera ólögmætur ríkisstyrkur við banka ef ÍLS á bankareikning?“ segir Árni í grein- argerðinni. Árni Páll Árnason, lögfræðingur Íbúðalánasjóðs, um álitsgerð um lánasamninga Niðurstaðan byggð á röngum forsendum Morgunblaðið/Arnaldur Lögfræðingur Íbúðalánasjóðs segir niðurstöður prófessors við HR um að sjóðurinn hafi brotið EES-reglur byggjast á röngum forsendum. Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.