Morgunblaðið - 19.08.2005, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÁTÖK Á GAZA
Nær allir landtökumenn hafa ver-
ið fluttir brott frá stærstu gyð-
ingabyggðinni á Gaza-svæðinu,
Neve Dekalim.
Til blóðugra átaka kom í Kfar
Darom, en þar þurftu öryggissveitir
að berjast við landtökumenn sem
höfðu búið sér vígi á þaki bænahúss.
Loftbyssur í Leifsstöð
5.000 króna sekt liggur við því að
koma til landsins með ólöglegar loft-
skammbyssur. Fjölmargir hafa ver-
ið stöðvaðir með slíkar byssur í
Leifsstöð en þær eru oft keyptar
sem leikföng fyrir börn.
Ian Blair neitar ásökunum
Yfirmaður lögreglunnar í London
neitar því að hafa reynt að koma í
veg fyrir óháða rannsókn á atburð-
unum sem urðu til þess 22. júlí síð-
astliðinn að lögreglumenn urðu
brasilískum manni að bana í jarðlest
við Stockwell-lestarstöðina.
Hafa ekki gefið samþykki
Lögreglan í Reykjavík hefur ekki
samþykkt forgang fyrir stræt-
isvagna eftir Lækjargötu. Engu að
síður hafa sérstakar akreinar verið
merktar fyrir vagna í báðar áttir eft-
ir Lækjargötu.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Viðhorf 26
Erlent 16/17 Minningar 28/32
Viðskipti 18 Myndasögur 36
Úr verinu 18 Dagbók 36/39
Minn staður 19 Víkverji 36
Akureyri 20 Velvakandi 37
Austurland 20 Staður og stund 38
Menning 21, 39/41 Af listum 42
Daglegt líf 22/23 Ljósvakamiðlar 46
Forystugrein 24 Veður 47
Umræðan 26/27 Staksteinar 47
* * *
Kynningar – Með Morgunblaðinu í dag
fylgir kynningarblað Menningarnætur
2005.
Blaðinu fylgir einnig vetrarbæklingur
Plúsferða.
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
RÍKISKAUP telja að skýringar
Flugfélags Íslands (FÍ) um að
mistök hafi verið gerð hjá félaginu
við tilboðsgerð í áætlunarflug inn-
anlands geti ekki staðist sé litið til
birtrar kostnaðaráætlunar og til-
boða annarra bjóðenda, og benda á
að óheimilt sé að breyta fram-
komnum tilboðum eftir að tilboð
hafa verið opnuð.
Því er litið svo á að FÍ hafi skil-
að inn tilboði um að veita þá þjón-
ustu í þrjú ár sem beðið er um í
útboðsgögnum. Eins og fram kom
í Morgunblaðinu í gær kveðast for-
svarsmenn FÍ vegna mistaka hafa
skilað inn tilboði miðað við árs
rekstur, en í útboðslýsingu kom
fram að skila átti tilboðum í rekst-
ur til þriggja ára.
Mat lagt á tilboðin
Á næstu dögum verður lagt mat
á tilboðin, en lögum samkvæmt
þurfa að líða tveir mánuðir frá því
tilboð eru opnuð þar til tilboði er
tekið, svo að erlendum aðilum gef-
ist kostur á að gera athugasemdir,
segir í tilkynningu frá Ríkiskaup-
um.
Árni Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri Flugfélags Íslands, segir að
nú þegar þessi niðurstaða Ríkis-
kaupa liggi fyrir þurfi félagið að
skoða hvert framhaldið verði. Í
raun eigi félagið tvo kosti, að
standa við tilboðið eða falla frá því.
Á næstu dögum verði skoðað hvað
hvor kostur hafi í för með sér, en
forstjóri Ríkiskaupa sagði í Morg-
unblaðinu í gær að félli félag frá
tilboði gæti skapast skaðabóta-
skylda.
Á vef Ríkiskaupa má sjá tilboð
flugfélaganna í ákveðnar flugleiðir,
og var tilboð FÍ lægst í þremur til-
vikum af fjórum. Næstlægstu til-
boðin komu frá Landsflugi, sem
var lægst í einu tilviki. Árni segir
að tilboð FÍ hafi í raun átt að vera
þrefalt hærra en það sem birt er á
vef Ríkiskaupa, en sé sú aðferð
notuð er félagið með langhæsta til-
boðið í öllum tilvikum nema einu,
og yfirleitt langt yfir kostnaðar-
áætlun Ríkiskaupa, eins og sjá má
í meðfylgjandi töflu. Önnur flug-
félög sem buðu í allar eða sumar
flugleiðir voru með hærri tilboð en
Landsflug og FÍ.
Samkvæmt upplýsingum frá
Ríkiskaupum er verð það eina sem
tilboðin eru metin eftir, og því
væntanlega lægsta tilboði tekið.
Mikilvægt að málið skýrist
sem fyrst að mati Landsflugs
Rúnar Árnason, framkvæmda-
stjóri Landsflugs, sem í dag flýgur
á þremur af fjórum útboðsleiðum,
segir að mikilvægt sé að þessi mál
skýrist sem fyrst, enda þurfi að
finna önnur verkefni fyrir tugi
starfsmanna haldi félagið ekki
þeim flugleiðum sem það er með í
dag. Rúnar segir að félagið kjósi
helst að FÍ fái að falla frá sínum
tilboðum, enda myndu tilboð
Landsflugs þá í öllum tilvikum
vera lægst.
Tekist er á vegna tilboða Ríkiskaupa í áætlunarflug
til staða innanlands sem opnuð voru í vikunni
Ríkiskaup segja skýr-
ingar FÍ ekki standast
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
!
"#$
%!&'()*('
+('
, (-
.
(
/ *
0
1
'2
3
(
0
1
4('
0
1
'2
3
(
5#'
+# "
6)#'/ *7
# 1'
#( #
.
1 (7
Tveir mánuðir
þangað til ganga
má að tilboðum
„ÉG HITTI bensínstöðvareiganda
á Hawaii sem spurði mig hvað ég
væri að gera þar. Ég sagðist vera
að skoða svartar sandfjörur og þá
svaraði hann: „Já, eins og á Ís-
landi,““ segir Kokayi Ampah um
þá ákvörðun að taka mynd Clints
Eastwoods, Flags of our Fathers,
upp hér á landi. Ampah kallast á
enska tungu location manager
(framkvæmdastjóri á tökustað) en
starf hans er í því fólgið að finna
stað til að taka upp kvikmyndir.
Hann skoðar staðinn með tilliti til
handrits myndarinnar, fær öll til-
skilin leyfi og sér til þess að svæð-
inu sé skilað í góðu ástandi.
Vildu svartar sandfjörur
Ampah hefur starfað í kvik-
myndaiðnaðinum frá árinu 1968
og var fyrsti svarti maðurinn til
að verða „location manager“ í
Hollywood. Hann hefur unnið mik-
ið fyrir Clint Eastwood og starfað
við myndir á borð við The Shaw-
shank Redemption, The Color
Purple og End of Days.
Þegar ákveða átti tökustað fyrir
Flags of our Fathers segir Ampah
að fyrst hafi verið leitað í Banda-
ríkjunum. „Í þessu tilviki vorum
við að leita að svörtum sand-
fjörum og eldfjöllum,“ útskýrir
hann en bætir við að þær séu ekki
svo ýkja margar í Bandaríkjunum.
„Þær sem við fundum hentuðu
ekkert sérlega vel. Sums staðar
voru pálmatré eða klettar sem
pössuðu ekki inn í handritið og
jafnvel skjaldbökur,“ segir Amp-
ah.
Eftir ábendingu bensínstöðvar-
eigandans á Hawaii fór Ampah á
Netið og komst að raun um að
nóg væri af svörtum sandfjörum á
Íslandi. „Þegar allt kom til alls
var Ísland heppilegasti staðurinn,“
segir Ampah sem kom fyrst til Ís-
lands í apríl og hefur komið tvisv-
ar síðan. Hann heldur til Skot-
lands í dag en gerir ráð fyrir að
koma hingað aftur í nóvember til
að ganga frá lausum endum.
Spurður um áhrif kvikmynda-
tökunnar á náttúruna hér á landi
segir Ampah að umhverfisstofn-
anir hafi verið inni í ferlinu allt
frá upphafi. „Við erum hér til að
búa til kvikmynd en ekki til að
eyðileggja eitt eða neitt.“
Ampah segir að tökurnar hafi
gengið vel í alla staði. Sjálfum
gekk honum verst að venjast
björtu sumarnóttunum. „Meðan
það var bjart úti vildi ég bara
vera á fótum. Ég sæki ekki bari
en lenti oft í því að uppgötva að
klukkan var orðin eitt og ég var
enn að horfa á sjónvarpið eða í
tölvunni en yfirleitt fer ég
snemma að sofa,“ segir Ampah og
bætir við að það hafi kostað sjálfs-
aga að þvinga sig í háttinn á
skikkanlegum tíma.
Síðasta máltíðin var þjóð-
arrétturinn: Ein með öllu
Pylsurnar á Bæjarins bestu
virðast hafa glatt Ampah álíka
mikið og fyrrverandi forseta hans,
Bill Clinton. Þegar blaðamaður
kveður hann á tíunda tímanum
síðasta kvöldið hans á Íslandi er
hann í það minnsta á leið niður í
bæ til að fá sér eina með öllu fyrir
háttinn. „Þær eru ótrúlega góðar
með þessum stökka lauk,“ segir
hann og hefur greinilega heyrt
allt um dálæti Clintons á þessum
þjóðarrétti.
Bensínstöðvareigandi á
Hawaii sendi Clint til Íslands
Morgunblaðið/Jim Smart
Kokayi Ampah valdi Ísland sem tökustað fyrir Flags of our Fathers.
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is
Kokayi Ampah ákvað staðsetningu fyrir töku Clint Eastwood-myndarinnar
BÓKAVERSLUNIN Iða í
Lækjargötu var oftast með
lægsta verðið í verðkönnun
sem verðlagseftirlit ASÍ gerði
sl. miðvikudag á námsbókum
eða í fjórtán tilfellum af tutt-
ugu. Aðeins er einnar krónu
munur á verði í Iðu og Bók-
sölu stúdenta á ellefu náms-
bókum af þeim fimmtán sem
fengust á báðum stöðum. Iða
var hins vegar oftast með
hæsta verð þegar verð á orða-
bókum var kannað eða í fjór-
um tilfellum af fimm. Í flokki
orðabóka voru Bóksala stúd-
enta og Penninn-Eymundsson
oftast með lægsta verðið eða í
tveimur tilvikum af fimm.
Munur á orðabókum
Munur á hæsta og lægsta
verði námsbóka var mest rúm
24% á Lífeðlisfræði eftir Örn-
ólf Thorlacius. Þegar skoðað
er verð á orðabókum kemur í
ljós að mesti munur á hæsta
og lægsta verði er á Ensk-
íslenskri orðabók eða 59%.
Bókabúð Máls og menning-
ar og Bókabúðin Hlemmi voru
oftast með hæsta verðið á
námsbókum eða í fimmtán til-
vikum.
Iða var
oftast með
lægsta
verðið
59% verðmunur | 22
Verðkönnun verð-
lagseftirlits ASÍ
á námsbókum