Morgunblaðið - 30.08.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.08.2005, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍSLENSKT JAFNRÉTTI Kvenmenningarmálaráðherrar funda nú hérlendis. Meðal gesta er Cherie Blair og kynnti hún skýrslu um stöðu jafnréttismála í 58 löndum. Ísland er í 3. sæti og segir Blair stöðu Norðurlandanna sterka en þau raða sér í fimm efstu sætin. Katrín olli miklu tjóni Fellibylurinn Katrín fór í gær yfir New Orleans og aðrar borgir og bæi á suðurströnd Bandaríkjanna og olli miklu tjóni. Voru mikil flóð með allri ströndinni og virðist sem nokkrir bæir í Mississippi hafi orðið hvað harðast úti. Flæddi víða yfir stíflu- garða, til dæmis í New Orleans þar sem nokkur hluti borgarinnar var undir tveggja metra djúpu vatni. Betur virðist þó hafa farið þar en óttast var. Áhyggjum olli samt, að sjávarborð hélt áfram að hækka þótt Katrín væri kominn inn yfir land. Vegna þeirra truflana, sem orðið hafa á olíuvinnslu í Mexíkóflóa, fór olíuverð í gær yfir 70 dollara fatið. Vímuefnavandi eykst Vímuefnavandinn eykst en yfir- völd sýna metnaðarleysi, að mati yf- irlæknis á Vogi. 150 manns bíða meðferðar og biðtími er um 6 vikur. Y f i r l i t Í dag Úr verinu 12 Bréf 21 Viðskipti 13 Viðhorf 24 Erlent 14/15 Minningar 24/29 Höfuðborgin 21 Skák 30 Akureyri 17 Dagbók 32 Suðurnes 17 Víkverji 32 Austurland 22 Velvakandi 32 Landið 18 Staður og stund 34 Forystugrein 26 Menning 35/41 Daglegt líf 19 Ljósvakamiðlar 42 Listir 20 Veður 43 Umræðan 21 Staksteinar 43 * * * Kynning – Þjóðleikhúsblað fylgir blaðinu í dag. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %           &         '() * +,,,                     KJARTAN Hauksson ræðari komst til Sandgerðis í gærkvöldi á árabát sínum Frelsinu og tóku viðstaddir vel á móti honum eins og sjá má á myndinni. Ýmislegt hefur gengið á hjá Kjartani en þrátt fyrir mjög taf- saman lokasprett fyrir Reykjanestá áleiðis til Reykjavíkur lagði Kjart- an síður en svo árar í bát. Honum tókst að ná til Grindavíkur á laug- ardagskvöld eftir 7 tíma róður frá Herdísarvík og lagði að baki 38 km. Hann hélt kyrru fyrir vegna veðurs á sunnudag og hélt áfram förinni í gærmorgun. Þegar Morgunblaðið hringdi í hann klukkan rúmlega 13:30 sat hann við sinn keip og gat talað í símann með handfrjálsum búnaði um leið og hann reri. Hafði hann þá verið á ferðinni frá því kl. 9 um morguninn. „Þetta sækist mjög seint,“ sagði Kjartan. Það söng í árablöðunum í gegnum símann við taktfastan róðurinn. „Ölduhæðin hérna er um 60 cm og mótvindur er um 5-7 metrar á sekúndu,“ bætti hann við. Fyrir Reykjanestá var ölduhæðin hins vegar allt upp í 150 cm. Kjartan sagðist vonast til þess að komast til Sandgerðis. „Þetta fer eftir vindinum og síð- an verða fallaskipti kl. 14:30 þannig að það er ekki víst að ég hafi bæði á móti kröftugum straumi og vind- inum í ofanálag.“ Annað átti þó eft- ir að koma á daginn og komst Kjartan örugglega í höfn. Hann rær til styrktar hjálparliðasjóði Sjálfsbjargar og hafa nú safnast rúmar 3,3 milljónir króna í sjóðinn. Kjartan Hauksson náði til Sandgerðis í gærkvöldi Lét mótvindinn ekki á sig fá Ljósmynd/Víkurfréttir Kjartan Hauksson rær síðustu metrana inn í höfnina í Sandgerði. HRINA smærri skjálfta í Kverkfjöllum í norðan- verðum Vatnajökli hófst á sunnudagskvöld og stóð fram eftir degi í gær. Fylgst var vel með þróun mála á Veðurstofunni en Steinunn Jakobsdóttir jarðeðlisfræðingur segir að skjálftavirknin hafi verið óvenjumikil. Stærstu skjálftarnir voru upp undir 3 stig á Richt- er. Í gærkvöldi var farið að róast og sagði Stein- unn að hrinan virtist hafa gengið yfir. Steinunn segir skjálfta- hrinu síðast hafa orðið á þessum slóðum fyrir tæp- um mánuði og virknin sé meiri en sést hafi í langan tíma. Kverkfjöll eru á miklu háhitasvæði og að sögn Steinunnar er vitað um eldgos á svæðinu á fyrri tímum. Einnig hafi verið mikil virkni neðanjarðar, án þess að gos hafi komið upp. Óvenjumikil skjálfta- virkni í Kverkfjöllum                                                  ALLIR íslensku skákmennirnir sigruðu í umferð dagsins á Norð- urlandamótinu í skák, sem fram fór í Vammala í Finnlandi í gær. Bragi Þorfinnsson sigraði finnska alþjóðlega meistarann Tapani Sammalvuo, Róbert Harðarson sigraði Norðmanninn Stig Tjoms- land og Lenka Ptácníková sigraði Svetlönu Agrest. Lenka er í 1.-2. sæti í kvennaflokki. Hún hefur 3 vinninga í kvennaflokki og er efst ásamt eistnesku skákkonunni Leili Pärnpuu. Bragi hefur 2,5 vinninga eftir 6 umferðir og Róbert hefur 2 vinn- inga. Sænski stórmeistarinn Tiger Hillarp Persson leiðir með 5,5 vinninga. Úrslit 6. umferðar eru: Pedersen – Agrest ½-½ Olsen – Simonsen ½-½ Lie – Hillarp Persson 0-1 Lehtinen – Nybäck 0-1 Þorfinnsson – Sammalvuo 1-0 Tjomsland – Harðarson 0-1 Íslensku skákmenn- irnir sigruðu allir í gær DÓMS- og kirkjumálaráðuneytið er með til skoðunar beiðni Reykjavík- urprófastsdæmanna um að sóknar- gjöld verði hækkuð. Björn Bjarna- son kirkjumálaráðherra segir að það skýrist með haustinu hvernig að til- lögu um þetta verði staðið undir for- ystu ráðuneytisins. Í viðtali við sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson, prest í Hallgrímskirkju og prófast í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, í sunnudagsblaði Morgun- blaðsins um helgina kom fram að endurskoðun á sóknargjöldunum væri orðin afar brýn. Taldi Jón Dalbú ekki óraunhæft að ætla að fjölbreytt kirkjustarfið kallaði á allt að helmingshækkun á gjöldunum, sem nema nú 658 krónum á mánuði á hvert sóknarbarn. Einnig kom fram í viðtalinu við Jón Dalbú að fulltrúar Reykjavík- urprófastsdæmanna tveggja hefðu átt fund með ráðamönnum í vor og óskað eftir hækkun á sóknargjöld- um. „Við fengum vinsamlegar mót- tökur hjá ráðamönnum sem við von- um að eigi eftir að skila sér í skilningi þeirra þegar frá líður því þegar öllu er á botninn hvolft eru kirkjurnar að sinna miklu menningar-, mannúðar-, félags- og forvarnarstarfi,“ sagði sr. Jón Dalbú í viðtalinu. Björn Bjarnason sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa hitt að máli menn sem í senn vildu breytingu á reglum um sóknargjöld og hækkun þeirra. „Ég tel skynsamlegt að hugað sé að þessu máli á svipaðan hátt og unn- ið var að gerð reiknilíkans um ráð- stöfun á kirkjugarðsgjaldi. Ég hef hins vegar ekki fullmótaðar hug- myndir um, hvernig best verði að verkinu staðið, án þess að það verði of þungt í vöfum um leið og tryggt verði, að sjónarmið sem flestra fái þar að njóta sín,“ sagði Björn. Ráðuneyti skoðar beiðni um hærri sóknargjöld ÁHUGI er mikill meðal einstaklinga á þeim 23 lóðum sem hafa verið aug- lýstar undir sumarhús við Þingvalla- vatn. Um er að ræða lóðir við Hest- vík í eigu jarðeigenda á Nesjum. Skipulag hefur verið samþykkt og geta framkvæmdir hafist á lóðunum þegar í stað. Ekið er að Hestvík frá Grafningsvegi og eru lóðirnar við Jórugil, Jónslaut og Illagil. Frístundabyggðin er í samræmi við staðfest aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps til ársins 2014. Landið er um 30 hektarar að stærð. Lóðirnar eru frá 5.600 fermetrum og upp í 11 þúsund fermetra. Að sögn Margrétar Sölvadóttur hjá Fasteignasölunni Hóli verða lóð- irnar boðnar út í þremur áföngum og óskað er eftir tilboðum frá áhuga- sömum kaupendum. Í fyrsta áfanga eru fjórar lóðir. Hægt er að gera til- boð í þær til 1. september. Eftir það tekur við annar áfangi með níu lóð- um og tilboðsfrestur í þær rennur út 12. september. Í síðasta áfangann, tíu lóðir, verður hægt að bjóða frá 12. til 27. september nk. Sem fyrr segir er mikill áhugi á lóðunum og segir Margrét að tilboð séu þegar farin að berast. Sölusýn- ingar hafa verið á skrifstofu Hóls í Reykjavík á sunnudögum og hátt í 100 manns mætt á svæðið. Nálgast má frekari upplýsingar um lóðirnar á heimasíðu fasteignasölunnar www. holl.is. Mikill áhugi á sumarhúsa- lóðum við Þingvallavatn Horft frá Grafningi yfir Þingvallavatn til norðurs, þar sem Hestvík er í for- grunni og sumarhúsalóðirnar hafa verið merktar inn á. Mikill áhugi er á sumarhúsalóðum við vatnið. Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is ♦♦♦ STARFSMENN á gæsluvöllum Reykjavíkurborgar sem láta af störf- um nú um mánaðamótin funduðu seinnipartinn í gær með starfs- mannaskrifstofu og menntasviði borgarinnar um atriði er varða starfslokin. Birgir Björn Sigurbjörnsson, skrifstofustjóri starfsmannaskrif- stofu borgarinnar, segir að á fund- inum hafi verið farið yfir réttarstöð- una í málinu og hvaða tækifæri væru í boði fyrir starfsmenn hvað varðar önnur störf hjá borginni. Mannauðs- ráðgjafar af menntasviði myndu heimsækja gæsluvellina í dag og fara yfir það með viðkomandi hvaða störf væru í boði og reyna að ganga frá ráðningum þeirra sem það vildu. Jafnframt yrði reynt að ganga frá starfslokasamningi við þá sem það vildu þannig að línurnar yrðu skýrar í þessum efnum fyrir mánaðamótin. Aðspurður sagði hann að ekki hefði komið fram ólíkur skilningur á hvað starfslokasamningur fæli í sér. Gert yrði upp við starfsfólkið með eins ívilnandi hætti og kostur væri. Fundað um starfslok

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.