Morgunblaðið - 30.08.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.08.2005, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK  Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Styttu þér stundir með sakamálasögu ef þú getur í dag. Andleg áreynsla, bíó og afþreying gleðja þig. Þú ert for- vitnin uppmáluð þessa dagana. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nautið finnur hugsanlega eitthvað sem það hefur tapað í dag, ekki síst heima fyrir. Samræður innan fjöl- skyldunnar eru dýpri en endranær. Einhver kemur þér hugsanlega veru- lega á óvart. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tvíburinn er heltekinn af tiltekinni hugmynd í dag. Hann getur hreinlega ekki hætt að velta henni fyrir sér. Eða þá að hann er með gamlan slagara á heilanum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Krabbinn finnur sig knúinn til þess að festa kaup á einhverju tilteknu í dag. Kannski langar hann til þess að finna sér nýtt lífsviðurværi. Fjármál af ein- hverju tagi hafa tangarhald á honum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljónið er venju fremur sannfærandi í dag. Reyndar er það nánast yfirþyrm- andi og fullt oflætis. Þú kemst til botns í því sem þú ætlar þér. Hver gæti staðist þig? Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Notaðu daginn til rannsókna af ein- hverju tagi. Þú lætur einskis ófreistað og verður óþreytandi í viðleitni þinni. Þú nýtur þín ennfremur til hins ýtr- asta. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vinur spyr þig nærgöngulla spurn- inga, en þú þarft ekki að svara ef þér þykja þær óþægilegar. Á hinn bóginn má vera að það sért þú sem finnur hjá þér hvöt til þess að yfirheyra ein- hvern. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Enginn reynir að fegra neitt og einhver vill fá að vita alla málavöxtu. Kannski ert það þú? Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Notaðu daginn til þess að læra eitt- hvað nýtt. Geta þín til þess að einbeita þér og nema er með mesta móti. Þú reynir hugsanlega að sannfæra ein- hvern um skoðanir þínar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú hagnast á hvers kyns rannsóknum í dag, ekki síst ef viðfangsefnið er af fjárhagslegum toga. Svörin blasa við þér og kannski ljóstrar þú upp leynd- armáli. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Samræður við maka og nána vini gætu orðið venju fremur upplýsandi í dag. Kannski kynnist þú nýrri hlið á sjálfum þér og þínu samskipta- mynstri. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fiskurinn kemur óvenju miklu í verk í vinnunni í dag. Hann er staðráðinn í því að sannfæra aðra. Hugsanlegt er að sjónarhorn þitt sé of þröngt og ákefðin of mikil. Stjörnuspá Frances Drake Meyja Afmælisbarn dagsins: Raunsæi og gott vald á fjármálum eru meðal einkenna þinna. Líka sjálfsöryggi. Þú vilt að líf þitt sé skipulagt og fyrir- sjáanlegt. Á þessu ári þarftu að gefa eitthvað upp á bátinn og rýma til fyrir nýjum áhrifum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Sudoku © Puzzles by Pappocom 6 4 1 7 5 1 8 3 5 6 9 2 3 4 5 8 6 9 8 7 3 9 8 4 6 1 2 5 6 7 1 4 5 8 9 2 3 8 4 3 1 9 2 7 5 6 5 2 9 7 6 3 1 8 4 4 3 7 8 2 9 6 1 5 1 8 5 3 7 6 4 9 2 9 6 2 5 4 1 8 3 7 3 9 6 2 1 7 5 4 8 2 1 4 6 8 5 3 7 9 7 5 8 9 3 4 2 6 1 Lausn síðustu gátu Þrautin felst í því að fylla út í reit- ina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 hráslagi, 4 heimskingja, 7 kvabb, 8 kostnaður, 9 hás, 11 hermir eftir, 13 grein, 14 slettótt, 15 þarfnast, 17 nytjaland, 20 herbergi, 22 unna, 23 hlussa, 24 mannsnafns, 25 synji. Lóðrétt | 1 híma, 2 drengja, 3 vætlar, 4 ryk, 5 snaginn, 6 lét, 10 svip- að, 12 slít, 13 óhreinka, 15 þjarka, 16 blómið, 18 askja, 19 sefaði, 20 at, 21 rándýr. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 bitvargur, 8 fælir, 9 munna, 10 kýs, 11 senna, 13 arrar, 15 fálms, 18 hissa, 21 kýr, 22 ræsti, 23 yndis, 24 varnaglar. Lóðrétt | 2 illan, 3 verka, 4 romsa, 5 unnur, 6 ofns, 7 gaur, 12 næm, 14 rói, 15 forn, 16 lesta, 17 skinn, 18 hrygg, 19 sadda, 20 ausa. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Tónlist Klink og Bank | Í kvöld kl. 20 verða haldnir tónleikar í tilefni 30 ára afmælis Áka Ás- geirssonar. Leikin verða verk eftir Áka fyrir slagverk og málmblásara. Aðgangur er ókeypis og öllum boðið. Myndlist 101 gallery | Þórdís Aðalsteinsdóttir til 9. sept. Austurvöllur | Ragnar Axelsson til 1. sept. Árbæjarsafn | Helga Rún Pálsdóttir til 31. ágúst. Café Cultura | Sigríður Ása Júlíusdóttir – Akrýlmyndir. Til 31. ágúst. Café Karólína | Arnar Tryggvason. Húsin í bænum. Til. 30. september. Eden, Hveragerði | Sigurbjörn Eldon Loga- son, vatnslitir og olía. Til 4. sept. Feng Shui-húsið | Árni Björn Guðjónsson til 31. ágúst. Ferðaþjónustan í Heydal | Helga Krist- mundsdóttir. Gallerí BOX | Darri Lorenzen. Til 17. sept. Opið fim. og lau. 14–17. Gallerí Humar eða frægð! | Myndasögur í sprengjubyrgi. Einnig myndir úr Grapevine. Til 31. ágúst. Gallerí Sævars Karls | Sólveig Hólm- arsdóttir – Hamskipti. Til 8. sept. Gallerí Tukt | Sara Elísa Þórðardóttir – Kraftur. Til 5. sept. Grafíksafn Íslands | Margrét Guðmunds- dóttir til 11. sept. Fim.–sun. frá 14 til 18. Hafnarbakkinn í Reykjavík | Kristinn Benediktsson. Til 31. ágúst. Hafnarborg | Sýning á nýjum verkum list- málarans Eiríks Smith til 26. sept. Handverk og hönnun | Sýningin „Sögur af landi“ til 4. sept. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi | Auð- ur Vésteinsdóttir til 31. ágúst. Hrafnista Hafnarfirði | Sesselja Halldórs- dóttir sýnir í Menningarsal málverk og út- saum til 4. október. Iða | Guðrún Benedikta Elíasdóttir. Und- irliggjandi. Kaffi Nauthóll | Myndlistarsýning Sigrúnar Sigurðardóttur til ágústloka. Opið kl. 11–23. Kaffi Sólon | Víðir Ingólfur Þrastarson. Ol- íumálverk á striga. Til 24. september. Laxársstöð | Sýning Aðalheiðar S. Ey- steinsdóttur, Hreindýr og dvergar í göng- um Laxárstöðvar. Listasafn ASÍ | Hulda Stefánsdóttir og Kristín Reynisdóttir. Til 11. sept. Listasafn Árnesinga | Sýningin Tívolí, samsýning á nýjum verkum 23 listamanna. Listasafnið á Akureyri | Jón Laxdal til 23. október. Listasafn Ísafjarðar | Katrín Elvarsdóttir – Heimþrá. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið. Sýning á úrvali verka úr safneign. Til 2006. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Úrval verka frá 20. öld til 25. september. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sum- arsýning. Aðföng, gjafir og lykilverk eftir Sigurjón Ólafsson. Opið frá 14 til 17. Listhús Ófeigs | Helga Magnúsdóttir til 31. ágúst. Mokka-Kaffi | Árni Rúnar Sverrisson. Fléttur. Til 4. september. Saltfisksetur Íslands | Lóa Henný Ólsen. Leikur að litum, alla daga frá 11 til 18. Til 4. sept. Skaftfell | Carl Boutard – „Hills and draw- ings“. Dodda Maggý „verk 19“ á vest- urvegg Skaftfells. Til 18. september. Skriðuklaustur | Helga Erlendsdóttir. Thorvaldsen Bar | Skjöldur Eyfjörð – „Töfragarðurinn“ til 9. sept. Vatnstankarnir við Háteigsveg | Finnbogi Pétursson. Vínbarinn | Rósa Matthíasdóttir sýnir mósaíkspegla. Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin Mynd á þili. Sýning á verkum Kristins Ingvarssonar. Söfn Bókasafn Kópavogs | Dagar villtra blóma. Á Bókasafni Kópavogs stendur yfir sýning á ljóðum um þjóðarblómið holtasóley og önnur villt blóm. Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn er opinn alla daga í sumar frá kl. 9– 17. Hljóðleiðsögn á íslensku, ensku, sænsku og þýsku um húsið. Margmiðlunarsýning og skemmtilegar gönguleiðir í nágrenninu. Nánar á www.gljufrasteinn.is. Minjasafnið á Akureyri | Eyjafjörður frá öndverðu, saga fjarðarins frá landnámi fram yfir siðaskipti. Akureyri, bærinn við Pollinn, þættir úr sögu Akureyrar frá upp- hafi til nútímans. Myndir úr mínu lífi … Ljósmyndir Gunnlaugs P. Kristinssonar frá Akureyri 1955–1985. Þjóðmenningarhúsið | Handritin – saga handrita og hlutverk um aldir, Þjóðminja- safnið – svona var það, Fyrirheitna landið – fyrstu Vestur-Íslendingarnir, Bókminjasafn. Auk þess veitingastofa með hádegis- og kaffimatseðli og lítil en áhugaverð safnbúð. Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til, menn- ing og samfélag í 1.200 ár, á að veita inn- sýn í sögu íslensku þjóðarinnar frá land- námi til nútíma. Sýningin er hugsuð sem ferð í gegnum tímann. Fréttir Blóðbankinn | Blóðbankinn verður við Skagfirðingabúð á Sauðárkróki í dag, kl. 10.30–17. og 31. ágúst kl. 9–11.30. Á Blöndu- ósi 31. ágúst við Essóskálann kl. 14–17. Fjölskylduhjálp Íslands | Tökum á móti matvælum, fatnaði og leikföngum alla mið- vikudaga kl. 13–17. Úthlutun matvæla er alla miðvikudaga kl. 15–17 í Eskihlíð 2–4 v/ Miklatorg. Þeir sem vilja styðja starfið fjár- hagslega, geta lagt inn á reikning 101–26– 66090 kt. 660903–2590. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs | Mæðra- styrksnefnd Kópavogs, Fannborg 5, er opin kl. 16–18. Fatamóttaka á sama tíma. Fundir Rimaskóli í Grafarvogi | Borgarstjórn- arflokkur sjálfstæðismanna heldur fund í Rimaskóla í kvöld kl. 20. Til umræðu verð- ur, framtíð skipulagsmála í borginni, sam- göngumál, skólamál og hvert það málefni sem íbúarnir vilja ræða. Allir eru velkomnir. Aðalþjónustuskrifstofa Al-Anon | Al- Anon nýliðafundir verða á eftirtöldum stöðum í dag: á Seljavegi 2, Héðinshúsinu kl. 18.30 (karlafundur) og í Árbæjarkirkju kl. 20. í Vestmannaeyjum kl. 20, á Heima- götu 24 og á Blönduósi kl. 19.30, á Blöndu- byggð 1. Nánar á www.al–anon.is. Krabbameinsfélagið | Stuðningshópur kvenna sem fengið hafa krabbamein í eggjastokka heldur rabbfund 31. ágúst, í húsi Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, í Reykjavík kl. 17. Kaffiveitingar. OA-samtökin | OA karladeild fundar á Tjarnargötu 20, Gula húsinu, kl. 21–22. OA (Overeaters Anonymous) er félagsskapur karla og kvenna sem hittast til að finna lausn á sameiginlegum vanda – hömlu- lausu ofáti. www.oa.is. Fyrirlestrar Háskólinn á Akureyri | Inga Þöll Þór- gnýsdóttir, bæjarlögmaður Akureyrar, heldur fyrirlestur á Lögfræðitorgi í dag, kl. 12–13. Hún fjallar um helstu reglur stjórn- sýslunnar við meðferð máls og kynnir með hvaða hætti þær eru notaðar. Oddi, Háskóli Íslands | Elvira Scheich, stjórnmálafræðingur og dósent við Tækniháskólann í Berlín, heldur fyrirlestur á vegum Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum, 1. september. Fyrirlesturinn er haldinn í stofu 101 Odda, HÍ og hefst kl. 16.15. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og ber yfirskriftina: „Kynjapólitík og frið- arhreyfingar í Vestur-Þýskalandi eft- irstríðsáranna“. Námskeið Gigtarfélag Íslands | Haustnámskeið í leik- fimi hjá Gigtarfélagi Íslands hefjast 5. sept- ember. Alhliða leikfimi fyrir einstaklinga með gigt og aðra sem vilja fá leiðsögn. Bakleikfimi fyrir karlmenn, jóga og vatns- þjálfun. Ný námskeið: Orka og slökun og Þyngdarstjórnun til framtíðar. Upplýsingar og skráning í síma 530-3600. Markaður Kattholt | Flóamarkaður til styrktar kisum opinn þriðjudaga og fimmtudaga kl. 14–17. 1. d4 d5 2. c4 dxc4 3. e3 Rf6 4. Bxc4 e6 5. Rf3 a6 6. 0–0 Rbd7 7. a4 b6 8. Rc3 Bb7 9. De2 Bb4 10. Bd3 De7 11. e4 h6 12. e5 Rd5 13. Rxd5 Bxd5 14. Bxa6 Hxa6 15. Dxa6 0–0 16. De2 Rb8 17. Bd2 Rc6 18. Bc3 f6 19. exf6 Hxf6 20. Re5 Rxe5 21. dxe5 Hf4 22. Bxb4 Dxb4 23. De3 Hc4 24. Hac1 He4 25. Dc3 Dxa4 26. Dxc7 Hg4 27. f3 Heimir Ásgeirsson (2.118) kom manna mest á óvart í landsliðsflokki Skákþings Íslands sem lauk fyrir skömmu í Háskólanum í Reykjavík. Hann var langstigalægsti keppandinn en fékk eigi að síður helming vinninga. Oft var hann einstaklega óheppinn að fá ekki meira út úr viðureignum sínum og er staðan dæmi um slíkt en hér hafði hann hvítt gegn Birni Þorfinns- syni (2.328) sem sá loksins sólarglætu í skákinni eftir næsta leik. 27. … Hxg2+! 28. Kxg2 Dg4+ hvítur verð- ur nú að sætta sig við skiptan hlut. 29. Kh1 Bxf3+ 30. Hxf3 Dxf3+ 31. Kg1 De3+ og jafntefli samið. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. 90 ÁRA afmæli. Í dag, 30. ágúst,er níræður Baldvin Skærings- son, búsettur á Hlaðhömrum 2 í Mos- fellsbæ. Hann verður á flakki um Suð- urlandið ásamt börnum sínum og tengdabörnum á afmælisdaginn. Árnað heilla dagbók@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.