Morgunblaðið - 30.08.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.08.2005, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vímuefnavandinnhefur þyngstverulega frá árinu 1997 og á sama tíma hefur líkamleg heilsa fíklanna versnað, sem m.a. má rekja til þess að vímuefna- neyslan hjá hverjum og einum fíkli verður sífellt blandaðri sem þýðir að vímuefnavandi þeirra er flóknari og fjölþættari en áður. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýút- komnu ársriti SÁÁ 2004– 2005. Í inngangi ritsins birtist hörð gagnrýni á stjórn- völd og þau eru átalin fyr- ir að veita ekki nægilegt fé til málaflokksins, en bent er á að ný þekking í vímuefnameðferð og ný lyf kalli á aukna fjármuni til með- ferðar svo að hún standist gæða- kröfur. En að mati skýrsluhöf- undar eru „væntingar til stjórnvalda […] of miklar og ekki hefur tekist að vinna því fylgi meðal ráðamanna að veita bestu áfengis- og vímuefnameðferð sem völ er á. Þekking og tækifæri til að veita mun betri þjónustu eru til staðar en fjármunir fást ekki,“ segir í inngangi ársskýrslunnar og bent á að sökum fjárskorts hafi verið dregið úr starfseminni á Vogi í ár auk þess sem bráðaþjón- ustunni var hætt. „Að mínu mati birtist metnað- arleysi yfirvalda á margan hátt, m.a. í því að við vorum komin með sjálfsagða bráðaþjónustu fyrir unga fólkið og fengum ekki að halda því áfram þótt öll rök hafi verið með því,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. Bendir hann á að nú séu um 150 manns á biðlista eftir meðferð og sé meðalbið í kringum sex vikur. Segir hann það langan tíma fyrir fólk sem er í neyslu og komi sér sérstaklega illa fyrir þá sem eru félagslega illa staddir og komnir á götuna. „Okkur hefur fundist vera tals- vert mikil kyrrstaða í þessum málaflokki þrátt fyrir að vandi vegna vímuefnaneyslu sé augljós- lega að aukast. Það verður ekki búið við það að þessu sé ekki sinnt og að fjármunirnir sem ríkið setur í þetta haldist óbreyttir til margra ára,“ segir Þórarinn. Aðspurður hversu mikið fé vanti upp á að hans mati bendir hann á að SÁÁ hafi gert ríkinu tilboð um að halda úti viðhaldsmeðferð fyrir sprautu- fíkla, bólusetningu við lifrarbólgu b og bráðaþjónustu fengi stofn- unin aukningu á fjárveitingu um 40 milljónir króna á ársgrunni. Fjárveitingar aukist um 45% Aðspurð vísar Sæunn Stefáns- dóttir, aðstoðarmaður heilbrigðis- ráðherra, því á bug að afstaða yfirvalda einkennist af áhuga- og metnaðarleysi. Bendir hún á að á árabilinu 2000–2005 hafi fjárfram- lög til SÁÁ aukist um 45% eða úr 342 milljónum króna í 499 millj- ónir kr. „Ég held að það sé ekki hægt að segja annað miðað við þessar tölur en að það sé áhugi og metnaður til að takast á við vímu- efnavandann,“ segir Sæunn og bendir einnig á að á síðasta vor- þingi hafi heilbrigðisráðherra lagt fram skýrslu um þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur á Íslandi sem rædd verði á komandi þingi. Segir hún skýrsluna og um- ræðuna um hana vera grunn að áframhaldandi stefnumótun í málaflokknum. Meðal þess sem fram kemur í ársskýrslu SÁÁ er að á sama tíma og allar tölulegar upplýsingar frá meðferðarstofnunum, bráðamót- tökum og lögreglu sýni að áfeng- is- og vímuefnavandi Íslendinga hafi versnað, þá hafi Landspítali – háskólasjúkrahús dregið verulega úr heilbrigðisþjónustu fyrir vímu- efnasjúklinga sem þýðir vaxandi álag á aðrar heilbrigðisstofnanir. Þegar þessi gagnrýni er borin undir Bjarna Össurarson, yfir- lækni á áfengis- og vímuefnadeild LSH, segist hann ekki líta svo á að þjónustan hafi minnkað á um- liðnum árum, enda sé líkt og áður að finna bráðaþjónustu, afeitrun- ardeild og dagmeðferð við stofn- unina. 9,8% núlifandi karla og 3,9% kvenna þegar komið á Vog Að því er fram kemur í ársrit- inu voru samtals 2.352 einstak- lingar innritaðir á Sjúkrahúsið Vog á árinu 2004. Í 761 tilvika áttu konur í hlut eða í um 32% til- vika, en innritanir karla voru 1.591. Innritanir þeirra sem voru 25 ára eða yngri voru 767 eða tæp 33%. Alls voru innritaðir 272 ein- staklingar sem voru 55 ára, sem jafngildir tæpum 12% allra innrit- ana. Fram kemur að á árabilinu 1977–2004 hafa samtals 17.512 einstaklingar innritast á Sjúkra- húsið Vog. Er þar um að ræða 4.885 konur og 12.627 karlar. Þetta þýðir að 9,8% núlifandi karla sem eru 15 ára og eldri og 3,9% núlifandi kvenna 15 ára og eldri hafa komið á Vog. Fréttaskýring | Biðin eftir vímuefna- meðferð allt að sex vikur 150 manns á biðlista SÁÁ Telja afstöðu yfirvalda einkennast af bæði áhuga- og metnaðarleysi                 !" # $$  #  %$      &  $' ( $) * %  $   +   $, $+ $$$ - $$ %$ ./      Sífellt fleiri sjúklingar greinast fíknir í fleira en eitt vímuefni. Hafa óskað eftir 40 millj- óna króna aukafjárveitingu  Allt bendir til þess að með- ferðar- og forvarnarstarf sé að skila árangri. Þannig kemur fram í nýútkomnu ársriti SÁÁ að komum þeirra sem eru 19 ára og yngri á Sjúkrahúsið Vog hefur fækkað á umliðnum árum. Í skýrslunni kemur einnig fram að samkvæmt útreikningum SÁÁ eru 21,5% líkur á því að karl- menn þurfi að leita sér áfengis- eða vímuefnameðferðar ein- hvern tíma á ævinni. Sambæri- legar tölur hjá konum er 11,5%. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is HREINDÝRAVEIÐAR hafa geng- ið vel á þessu veiðitímabili, að sögn Jóhanns G. Gunnarssonar, starfs- manns veiðistjórnunarsviðs Um- hverfisstofnunar á Egilsstöðum. Hann er daglega í sambandi við leiðsögumenn hreindýraveiði- manna. Að kvöldi sunnudags höfðu veiðst 241 hreintarfur og 197 hreinkýr á þessu veiðitímabili, sem lýkur 15. september næstkomandi. Útgefinn veiðikvóti í ár hljóðar upp á 392 tarfa og 408 kýr. Því er búið að veiða rúmlega 60% tarfa og nær helming kúnna. „Það er enn mikið óveitt á Fljóts- dalsheiði og margir góðir dagar fyrr í ágúst sem lítið var veitt þar,“ sagði Jóhann. „Ef heiðin lokast til veiða vegna þoku gæti það valdið erfiðleikum. En það var mjög góður gangur í veiðunum um liðna helgi.“ Jóhann sagði að umhleypingar í veðri hefðu reynst einna erfiðastir og oft erfitt að treysta á veðurspár á veiðitímanum. Að sögn Jóhanns þykir mönnum ástand dýranna svipað nú og und- anfarin ár. Í upphafi veiðitímans hafi nokkuð verið talað um rýrar hreinkýr m.a. á svæði 5, sem er í Fjarðabyggð. Það gæti stafað af því að gróður hafi verið seinn til þar í vor. „Menn eru alltaf að leita að stórum törfum, en það hefur ekki sést mikið af þeim á svæði 2 á Fljótsdalsheiði. Því var rýmkað til með tarfaveiðar á svæði 1, vestan Jökulsár á Dal. Þar hafa fengist ágætis tarfar. Dregið verður úr tarfaveiði á svæði 2 á móti, en þetta eru sömu hjarðirnar sem ganga á þessum svæðum.“ Undanfarin ár hefur veiðimönn- um reynst erfitt að ná úthlutuðum dýrum á svæði 9, m.a. vegna þess að umráðamenn jarða lokuðu þeim fyrir veiðum. Í ár var ekki úthlutað öllum veiðileyfum á þessu svæði. Engir eru nú í biðröð eftir lausum leyfum þar og hafa allir veiðimenn fengið landleyfi í ár á svæði 9 sem eftir því hafa spurt. Hreindýraveiðar ganga vel TENGLAR ..................................................... Hreindýraráð: www.hreindyr.is „UPPSKERAN er þokkaleg það sem af er og þurrkurinn í upphafi sumars hefur haft merkilega lítil áhrif á vöxtinn,“ segir Sigur- bjartur Pálsson, kartöflubóndi á Skarði í Þykkvabæ, en í vikunni hefst vertíð hjá kartöflubændum þegar þeir hefjast handa við að taka upp fyrir veturinn. „Við höfum verið að taka upp jafnóðum fyrir sölu og útlitið er bærilegt fyrir framhaldið. Ef veð- ur leyfir byrjum við á næstu dög- um að taka upp fyrir geymslu í vetur, en vætutíð hefur slæm áhrif á bæði geymsluna og gæðin.“ Sigurbjartur segir hljóðið í kartöflubændum vera ágætt þessa dagana að undanskilinni óánægju með verðþróun á kartöflum á síð- ustu árum. „Á meðan útsöluverð hefur nánast staðið í stað und- anfarin ár hefur hlutur okkar kartöflubænda í verðinu lækkað um þriðjung, en smásalan tekur til sín æ stærri sneið af kökunni. Þetta er sú mynd af samþjöppun á smásölumarkaðinum sem birtist okkur kartöflubændum,“ segir Sigurbjartur. Morgunblaðið/ÞÖK Selma Rut Gestsdóttir og Lilja Guðnadóttir í Þykkvabænum eru ánægðar með kartöfluuppskeruna. Þokkaleg uppskera í Þykkvabæ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.