Morgunblaðið - 30.08.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.08.2005, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GYLFI Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, telur nauðsyn- legt að setja almennar reglur um lágmarkskröfur sem gera verði til starfsmannaleigufyrirtækja, en þau byggja á samningum um þjónustu- viðskipti. Hann segir að dæmi séu um að starfsmannaleigur séu bein- línis að reyna að koma sér undan því að greiða skatta og skyldur hér á landi. ASÍ kynnti 1. maí sl. herferð gegn ólöglegu vinnuafli undir yfirskrift- inni „Einn réttur og ekkert svindl“. Gylfi segir að talsvert margar ábendingar og fyrirspurnir hafi bor- ist. Flestar tengist starfsmannaleig- um og fólki sem sent er til Íslands á grundvelli þjónustuviðskipta. Í flest- um tilvikum sé verið að reyna að koma sér undan ráðningu og þar af leiðandi þeim reglum sem gilda um veitingu atvinnuleyfa. „Það er mikið áhyggjuefni að það skuli ekki vera til neinar reglur eða skilgreiningar á því hvað svona starfsemi skuli þurfa að uppfylla að lágmarkskröfum. Það er óumdeilt að þessir starfsmenn skulu njóta samn- ingsbundinna réttinda eins og hverj- ir aðrir, en það er flókið að eiga við þetta þegar ráðningaraðilinn hefur aðsetur í Lettlandi, Litháen eða ein- hvers staðar annars staðar. Það er lítið hægt að gera til að sækja launin sem viðkomandi á vangreidd. Við höfum verið að kalla eftir því að um þetta verði settar almennar leikregl- ur, hvort sem um er að ræða inn- lenda eða erlenda aðila. Það er full ástæða til að móta skýrari reglur um þetta. Þetta snýr m.a. skatt- greiðslum og við sjáum að það er að hluta til verið að gera út á það að greiða ekki skatta og skyldur hér á landi.“ Fyrirvari rennur út 1. maí nk. Ísland ásamt flestum EES-ríkjun- um gerði fyrirvara þegar vinnu- markaður EES var stækkaður til austurs. Fyrirvarinn tók gildi 1. maí 2004 og gildir til 1. maí 2006. Gylfi telur að það hafi verið nauðsynlegt að gera þennan fyrirvara enda hafi Íslendingar ekki verið búnir undir þessa breytingu. „Það myndaðist hins vegar þessi smuga varðandi starfsmannaleig- urnar og því er ekki að leyna að það hefur verið ákveðinn þrýstingur á að nýta sér þetta til þess að lækka launakostnað. Þessi þjónustuvið- skipti eru á grundvelli lágmarks- kjara en ekki á grundvelli markaðs- kjara. Það er áhyggjuefni að kjarasamningar okkar valda að þessu leyti talsverðri röskun á sam- keppni þegar lágmarkskjörin eru svona óravegu frá því sem reglu- bundin kjör eru hér á landi. Það hef- ur verið mikill þrýstingur á launin í vissum greinum á þá vegu að mark- aðslaunin hafa verið að þokast nær lágmarkslaunum. Það er ástand sem er algjörlega óviðunandi og það hlýt- ur að vera að aðilar vinnumarkaðar- ins þurfi sameiginlega að taka á þessu.“ Gylfi bendir á að starfsemi starfs- mannaleigufyrirtækja raski sam- keppnisstöðu rótgróinna íslenskra fyrirtækja sem ætli sér að starfa hér áfram um langa framtíð. Þessi fyr- irtæki vilji standa við þau kjör sem þau hafi gengist undir að borga, en séu sum hver að tapa verkefnum. Engin viðurlög við brotum Það er hægt að framlengja fyrir- varann sem gildir til 1. maí nk., en einungis á þrengra sviði. Íslensk stjórnvöld hafa ekki tekið afstöðu til þess hvort fyrirvarinn verður fram- lengdur og Gylfi sagði að ASÍ hefði ekki mótað sér endanlega skoðun á málinu. Afstaða ASÍ hefði verið að það væri nauðsynlegt fyrir íslenskan vinnumarkað að nýta þennan frest og mæta þeim breytingum sem voru í farvatninu með skipulögðum hætti. „Að sumu leyti hefur þessi frestur verið nýttur, en að sumu leyti ekki. Við þurfum að fara í gegnum um- ræðu um þetta, bæði í okkar hópi og í samskiptum við vinnuveitendur og stjórnvöld hvar skórinn kreppir. Það er ljóst að það sem er mikilvægast er starfsemi þessara starfsmannaleigu- fyrirtækja og það er brýnt að taka á því. Það er líka brýnt að fara yfir at- vinnuleyfisveitingarnar og eins hvaða tæki við höfum til að sinna þessu eftirliti.“ ASÍ á samkvæmt samningum rétt á að sjá ráðningarsamninga og stað- festa hvort farið er eftir kjarasamn- ingum og reglum. Gylfi sagði að það vantaði hins vegar úrræði og refsi- ákvæði ef samningar væru brotnir. „Í dag geta menn brotið kjarasamn- inga og lög, en mesta áhætta sem menn standa frammi fyrir er að þeir þurfa að borga það sem þeir eiga að borga. Það eru engin viðurlög. Menn velta því eðlilega fyrir sér hvort þeir eigi ekki að reyna að komast upp með að borga 30–40% undir lág- markslaunum. Í versta falli verða þeir neyddir til að borga það sem þeir eiga að borga. Það er enginn fælingarmáttur í lögunum.“ Í haust hefjast umræður milli SA og ASÍ um endurskoðun kjarasamn- inga. Gylfi sagði að þó að starfsemi starfsmannaleigufyrirtækja gæti ekki skapað forsendu fyrir uppsögn samninga væri ljóst að starfsmanna- leigurnar kæmu inn í þá umræðu. Framkvæmdastjóri ASÍ segir að starfsmannaleigur þrýsti markaðslaunum niður Vantar reglur um starfs- mannaleigufyrirtækin Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Gylfi Arnbjörnsson segir dæmi um að starfsmannaleigur séu beinlínis að reyna að koma sér undan því að greiða skatta. OPINBER heim- sókn Davíðs Oddssonar utan- ríkisráðherra til Færeyja hefst í dag og stendur fram á föstudag. Á dagskrá heim- sóknarinnar er undirritun við- skiptasamnings landanna sem fram fer á morgun. Í framhaldinu verður haldin sérstök ráðstefna um við- skipti þar sem fjallað verður um innihald og þýðingu viðskiptasamn- ingsins. Á fimmtudag mun utanrík- isráðherra síðan sækja ráðstefnu um menningartengsl landanna. Opinber heim- sókn utanríkis- ráðherra til Færeyja FRAMKVÆMDIR vegna færslu Hringbrautar eru nú í fullum gangi þó umferð sé löngu komin á nýja Hring- braut. M.a. hefur gangandi og hjólandi vegfarendum, sem leggja leið sína niður í bæ meðfram Miklubraut- inni, sóst leiðin ansi seint og sést til margra klöngrast yfir miklar ógöngur. Úr því er nú verið að bæta með undirgöngum undir gatnamótin, sem tryggja frjálst flæði fram hjá gatnamótunum. Þessi göng taka stofnstíginn meðfram Miklubraut- inni og verða að öllum líkindum tilbúin um 9. sept- ember nk. Eftir það verður bílaumferð hleypt af Bú- staðavegi yfir á Snorrabraut. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Göngu- og hjólagöng undir Snorrabraut KONAN sem hlaut alvarleg bruna- sár og varð fyrir reykeitrun í elds- voða í kjallaraíbúð í Stigahlíð á laugardaginn liggur enn þungt haldin á gjörgæsludeild Landspít- alans í Fossvogi. Hún brenndist á 60% líkamans skv. skýrslu lögregl- unnar og er henni haldið sofandi í öndunarvél samkvæmt upplýs- ingum vakthafandi læknis á gjör- gæsludeild. Rannsókn á tildrögum eldsins stendur yfir hjá lögreglu. Grunur beinist m.a. að litlum ísskáp sem stóð við rúm konunnar. Þungt haldin eftir eldsvoða VIÐBÚNAÐUR var á Reykjavík- urflugvelli í gær þegar tíu sæta far- þegavél kom inn til lendingar en til- kynnti flugturni að ekki hefði kviknað ljós í mælaborði sem gæfi til kynna nefhjólslæsingu.Um borð voru átta farþegar og tveir flug- menn. Vélin flaug einn hring yfir vellinum og kviknaði þá ljósið og lenti vélin heilu og höldnu. Viðbúnaður vegna flugvélar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.