Morgunblaðið - 30.08.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.08.2005, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ „The Island er fyrirtaks afþreying. Ekta popp og kók sumarsmellur. “ -Þ.Þ. Fréttablaðið. Hvað myndir þú gera ef þú kæmist að því að þú værir afrit af einhverjum öðrum? Frábær Bjölluskemmtun fyrir alla. SVALASTA HJÓLABRETTAMYND ÁRSINS. S.U.S. XFM flottur tryllir  -dv-  -S.V. Mbl.  Dramatísk, rómantísk og stórbrotin eðalmynd með Óskarsverðlaunahafanum, Charlize Theron og spænsku blómarósinni, Penelope Cruz. HANN ER RÖNG HESTATEGUND... EN MEÐ RÉTTU SAMBÖNDIN! SÝND MEÐ ENSKU TALI DÝRIN TALA OG ÞAÐ MEÐ STÆL. SEBRAHESTUR ER ÁKVEÐINN AÐ GERAST VEÐHLAUPA HESTUR HVAÐ SEM TAUTAR. DÝRLEGT GRÍN OG GAMAN OG FRÁBÆR SKEMMTUN FYRIR ALLA. SÝND BÆÐI MEÐ ENSKU OG ÍSLENSKU TALI Racing Stripes enskt tal kl. 5.50 - 8 og 10 Head in the Clouds kl. 5.30 - 8 og 10.30 b.i. 16 The Skeleton Key kl. 8 og 10.10 b.i. 16 Herbie Fully Loaded kl. 6 The Island kl. 5.30 - 8 og 10.30 b.i. 16 Madagascar enskt tal kl. 6 Batman Begins kl. 8 og 10.30 b.i. 12 Kate Hudson, Gena Rowlands Peter Sarsgaard og John Hurt UNNUR Ösp Stefánsdóttir vinnur nú að undirbúningi þess að setja upp söngleikinn Footloose, en stefnt er að því að hann fari á fjal- irnar í Borgarleikhúsinu fyrir páska á næsta ári. Unnur leikstýrir söngleiknum, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson hefur tekið að sér tón- listarstjórn og Gísli Rúnar Jónsson þýðir verkið, sem er nokkurra ára gamalt og byggt á samnefndri kvik- mynd frá árinu 1984, með Kevin Bacon og John Lithgow í aðal- hlutverkum. Verið er að ganga frá leikaravali, en verkið hefur ekki áður verið sett upp hér á landi, að sögn Unnar Asp- ar. Þetta verður fyrsta stóra at- vinnuverkið sem hún leikstýrir, en þó ekki frumraun hennar við leik- stjórn, því hún stýrði uppfærslu FG á Litlu hryllingsbúðinni í fyrrasum- ar, auk þess að hafa leikstýrt kvik- myndaverkum. Hún segist vera mjög spennt fyrir þessu verkefni. „Þetta er ótrúlega ögrandi og spennandi verkefni. Ég hef svo gaman af níunda áratugnum og tónlistinni frá honum. Það eru al- veg frábær lög í þessari sýningu, með Bonnie Tyler og fleirum,“ seg- ir hún. Öll lögin í myndinni eru í söng- leiknum, auk nokkurra sem samin voru sérstaklega fyrir þessa upp- setningu. Meðal þekktustu laga myndarinnar eru titillagið með Kenny Loggins, „Let’s Hear It for the Boy“ með Denise Williams, „Holdin Out for a Hero“ með Bonnie Tyler, „Hurts So Good“ með John Cougar Mellencamp og „Al- most Paradise“ með Ann Wilson og Mike Reno. Morgunblaðið/Ásdís Unnur Ösp Stefánsdóttir leikstýrir verkinu. Footloose á fjal- irnar eftir áramót Kevin Bacon sló í gegn í Footloose á sínum tíma. BANDARÍSKI leikstjórinn Jim Jarmusch á áhugaverðan feril að baki og er nýrra mynda frá honum jafnan beðið með eftirvæntingu. Í nýjustu mynd sinni, Brotin blóm (Broken Flowers), reynir Jarmusch sig við dýrari og að margra mati vinsældarvænni framleiðslu en áður, en útkoman er gráglettin ferðasaga sem ber öll helstu einkenni Jarmusch: Hún er sér- vitringsleg, virðist allt að því slitrótt í hrynj- andi en á sama tíma uppfull af kómík og drifin áfram af gegnumgangandi vangaveltum um tilgang eða öllu heldur tilgangsleysi lífsins. Og tónlistin í myndinni er frábær eins og alltaf. Í myndinni segir af Don Johnston, (Bill Murray) ólæknandi kvennabósa sem kominn er af léttasta skeiði. Sama dag og kærastan segir honum upp á þeim forsendum að hún hafi ekki áhuga á að vera með „Don Juan“ sem er búinn að vera, fær hann nafnlaust bleikt bréf inn um lúguna. Bréfið er frá einni af fyrrver- andi kærustum Dons sem tjáir honum að hann eigi 19 ára gamlan son sem gæti verið að leita að honum. Winston vinur Dons hvetur hann til þess að heimsækja fyrrverandi kærustur sínar sem gætu komið til greina og reyna að komast að því hver þeirra sé móðir piltsins. Verkefnið er vægast sagt óljóst því Don ákveður að ráði Winstons að reyna fremur að leita að vísbend- ingum í kringum konurnar en ræða beint við þær um hinn dularfulla son. Eru þær hrifnar af bleiku, og eru ummerki um að drengur hafi vaxið úr grasi á heimili þeirra? Samskipta- hæfileikar virðast heldur ekki vera sterkasta hlið Dons og þessari persónu fylgjum við í ferðalag sem liggur um ónefnda staði í Banda- ríkjunum sem gætu verið hvar sem er og hvergi. Og hver veit nema bréfið hafi verið eitt stórt gabb? Aðalsögupersónan í myndinni er áhugaverð- ur miðpunktur í sögu sem virðist fyrst og fremst fjalla um einmanaleika og glímuna við tómahljóðið í tilverunni. Andstætt granna sín- um Winston, sem er fimm barna faðir, hefur Don annaðhvort hafnað eða misst af þeim val- kosti að eignast fjölskyldu. Hann þarf litlar áhyggjur að hafa af brauðstritinu enda græddi hann á tá og fingri í tölvubransanum og er sestur í helgan stein. Þannig er ekkert í lífi Dons sem dreifir huganum og hann fer því að horfast í augu við þá staðreynd að hann sé ef til vill ekkert annað en kvennabósi sem er bú- inn að vera. Þar sem hann stendur einn í smekklega innréttuðu úthverfishúsinu sínu verður tómahljóðið í tilveru hans allt að því áþreifanlegt. Samspil hinnar lágstilltu en brakandi kóm- ísku leikframmistöðu Bills Murrays og hinnar hæggengu hrynjandi myndarinnar undir- strikar tilvistarlegar vangaveltur hennar. Myndin er ekki síst áhugaverð vegna þess hvernig hún skiptist í kafla þar sem frábærar og reyndar leikkonur stíga (sumar hverjar út úr algerri gleymsku) fram og spinna af fingr- um fram sem fyrrverandi kærustur Dons. Sharon Stone og Tilda Swinton eiga þar frá- bæran leik, þó svo að hin síðarnefnda komi að- eins fyrir í stutta stund. Jessica Lange og Frances Conroy skila líka sínu og Alexis Dziena er bráðfyndin í hlutverki unglings- stúlku sem gæti hafa stokkið fullsköpuð út úr höfði Humbert Humberts, aðalsögupersónu skáldsögunnar Lolitu. Ferðalagið sjálft er skrykkjótt í sjálfu sér og sama er að segja um þær kómísku aðstæður sem dregnar eru upp – sumt er betur heppnað en annað. En undirliggjandi pæling Jarmusch í myndinni er kjarni hennar og er áhugavert að fylgjast með hvernig hann vinnur úr ferða- lagsminninu. Þó svo að ferðalagið eigi ef til vill að tákna einhvers konar breytingu, jafnvel nýtt upphaf, er það engin töfralausn. Þegar upp er staðið hefur Don aðeins farið í hringi og áhorfandinn fær að vita að lífsgátan er mun flóknari en svo að svarið við henni verði fundið með því að fara í eitt ferðalag. Tómahljóðið í tilverunni KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn og Borgarbíó Leikstjórn og handrit: Jim Jarmusch. Aðalhlutverk: Bill Murray, Jeffrey Wright, Sharon Stone, Frances Conroy, Jessica Lange og Tilda Swinton. Bandaríkin, 107 mín. Brotin blóm (Broken Flowers)  Útkoman er gráglettin ferðasaga sem ber öll helstu einkenni Jarmusch, segir m.a. í dómnum. Heiða Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.