Morgunblaðið - 30.08.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.08.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2005 19 DAGLEGT LÍF www.balletskoli.is AF einhverjum ástæðum skarta konur hér á landi höttum ekki mjög oft sem kemur kannski til af því hversu íslenska rokið get- ur rifið duglega í og jafnvel feykt slíku höfuðskrauti langt á haf út. Ekki er víst að rokið sé neitt miklu minna á Bret- landi, en þar er áralöng hefð fyrir hattanotkun og engin kona með konum nema hún eigi þó nokkur eintök af höttum. Í síðustu viku komu sex hundruð konur úr kvennasamtökunum Ladies Circle saman á Íslandi en hjá þeim er hefð fyrir því að mæta með höfuð- skraut á aðalfund og var engin leið að láta það fram hjá sér fara og nokkar hattakonur teknar tali. Jale Fathers frá Bretlandi sagði það vera skemmtilegan kvenlegan sið að setja upp hatt og hún undraðist að íslenskar konur væru tregar til að skreyta sig með höttum. Hún sagði því miður enga sögu á bak við hattinn sem hún bar á höfði sínu að þessu sinni, hún hefði keypt hann heima á Bretlandi af því henni leist vel á hann. Hún á fjóra hatta í fórum sínum og henni finnst alltaf gaman að setja upp hatt þó svo hún geri það aðeins þegar hún er við brúðkaup eða önnur sérstök tilefni. Tracey Wilkinson frá Bretlandi var alveg glerfín, í grænni dragt og með stóran grænan hatt, enda var hún í forsvari fyr- ir sinn breska hóp. Hatt þennan hafði hún fengið í vor þegar hún var kosin til forystu og hún er skyldug til að bera hann hvar sem hún kemur fram fyrir hönd Ladies Circle, bæði heima og erlendis. Þetta er því einskonar farandhattur og ný kona mun fá hann næsta vor. Tracey sagðist vera mjög hrifin af höttum og hún á fimmtán hatta heima hjá sér sem hún setur gjarnan upp hvenær sem færi gefst, af því henni finnst það flott og hún sagði hatt undirstrika kven- leikann.  Constance Njovu kom alla leið frá Zambíu og bar sitt eldrauða höfuðskraut með mikilli reisn. Hún sagði þetta vera hatt, þó svo hann væri ekki hefðbundinn. Hann væri gamall og góður og hún ætti eina fimm hatta heima í Zambíu í öllum regnbogans litum og þar í landi settu kon- ur gjarnan á sig höfuðskraut þegar þær færu á hverskon- ar mannamót. Guðrún Helga Össurardóttir sagðist aldrei vera með hatt nema í þessum félagsskap en þó ætti hún einn hatt til við- bótar heima. Í hattinn hafði hún nælt ótal merkjum sem kon- urnar í Ladies Circle gefa hver annarri og því eru merkin frá hinum og þessum löndum. Sum merkin hafði hún keypt til að styrkja ýmis málefni. Þennan hatt keypti hún fyrir tíu árum í tívolíi þegar hún var á leið til Ítalíu á heimsþing Ladies Circle. Hatturinn er því búinn að nýtast vel og hefur aðeins slitnað af notkuninni og hann hefur hangið uppi á vegg á skrifstofu hennar og var verulega rykugur þegar hún tók hann fram þennan daginn. „Ég fór bara með hann út í norð- anbálið heima á Álftanesi og þá var hann orðinn fínn.“ Guð- rúnu Helgu finnst hún mjög fín þegar hún setur upp hatt og hugsar þá til ömmu sinnar sem átti gott úrval hatta og bar þá ævinlega þegar hún fór út fyrir hús. „Því miður virðist nú- tímakonan ekki mega vera að því að skarta hatti.“ Morgunblaðið/Kristinn Ingibjörg Jóna var með sextíu ára gamlan hatt sem ömmu- bróðir hennar hafði átt. „Pabbi erfði þennan hatt þegar eig- andinn féll frá og hann fékk líka stafinn hans og ég var að hugsa um að koma líka með hann, en hætti við á síðustu stundu. Ég greip hattinn í flýti í morgun þegar ég mundi eftir að ég átti að mæta með einn slíkan á höfðinu. Sjálf á ég engan hatt en nokkrar derhúfur.“ Hattar eru höfuðprýði  KONUR EITT glas af appels- ínusafa á dag getur hjálpað til við að fyr- irbyggja gigt að því er nýjar rannsóknir gefa til kynna. Efni kennd við karótín hafa víst þessi áhrif að því er kemur m.a. fram á heilsuvef MSNBC. Karótín er efni sem m.a. gefur appelsínum og gulrótum litinn og hefur það m.a. bólgu- eyðandi áhrif. Rannsókn sem gerð var við Háskólann í Manchester tók til 25.000 manns og var ætlað að skýra sambandið á milli neyslu karótíns og áhættu á gigt. Neysla á karótínefnunum beta-cryptoxanthin og zeaxanthin var minni hjá þeim 88 sem fengu gigt en hjá þeim 176 sem þeir voru bornir saman við. Gulrætur gegn gigt  HEILSA Morgunblaðið/Ásdís

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.