Morgunblaðið - 06.09.2005, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 06.09.2005, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2005 21 UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÉG UNDIRRITAÐUR, sem telst jú bara meðaljón og varla það í þessu ágæta samfélagi sem við bú- um í, hef vissulega enga persónu- lega hagsmuni af því sem hér fer á eftir. Hins vegar hef ég af eigin raun upplifað nokkuð sem ég get ekki útskýrt með öðrum hætti en meðvitaða aðför að ákveðnum ein- staklingi og/eða fyrirtæki af hálfu opinberra aðila í þeim eina tilgangi að verja einhverja annars óskil- greinda hagsmuni valdhafa. Sem sagt „það að lenda í kerfinu“ af einhverjum ástæðum er ekki gæfu- legt fyrir nokkurn aðila, fyrirfram „tapað“ mál. Mér var „nauðgað“ af opinberu valdi og átti aldrei séns. Nú sýnist mér að svipað sé að ger- ast gagnvart ákveðnu fyrirtæki og einstaklingum hér á meðal vor, sem því miður eiga sér fátt til varnar, þrátt fyrir fáránleika ásak- ana. Í krafti almannasjóða er allt gerlegt, þess vegna rætið og ósið- legt. Það fer auðvitað ekki hjá því að maður velti fyrir sér í hverskon- ar „stóra bróður“-þjóðfélagi við lif- um orðið, þar sem einstaklingurinn má sín einskis gagnvart valdhöfum og á sér engrar málsvarnar von. Það getur varla dulist þér lengur, lesandi góður, að í þessum pistli er ég að vitna til málareksturs þess sem nú gengur gagnvart „Baugs- og/eða Bónus“-batteríinu og þeim sem þar stjórna málum. Ef til vill, ef vel er kafað, má finna þar í öll- um þeirra margbrotna rekstri eitt- hvað sem betur mætti fara „bók- haldslega“ en getum við „litlu aðilarnir“ staðist 3ja ára endur- skoðun og lögreglurannsókn á hverri krónu í okkar bókhaldi og skattskilum? Treystum við ekki okkar endurskoðendum? Það er kannski dæmigert fyrir allan mála- tilbúnaðinn að einmitt núverandi forsætisráðherra skuli státa af þeirri menntun helstri að vera lög- giltur endurskoðandi? Spurt er; hefði hann athugasemdalaust und- irritað bókhald og ársreikninga umræddra aðila? Ég segi: örugg- lega. Ástæða? Mín reynsla er sú, að endurskoðendur reyni eftir mætti og lagaumhverfi hvers tíma að hagræða stöðu sinna skjólstæð- inga þeim í hag gagnvart hinu op- inbera. Offarir af hálfu opinbers eftirlits- og rannsóknarvalds hafa nú leitt til þess að skítalykt er af málinu og þeir sem til þess stofn- uðu að kafna úr eigin fnyk. Ég hef að sjálfsögðu engar for- sendur til að dæma á einn né ann- an veg í málum þessum en allur málatilbúnaður og aðför bera keim af vanhugsun, valdníðslu, sparðat- ínslu og vandræðagangi sem virð- ing embætta leyfir ekki að við- urkennt sé né eftirgefanlegt. Svo það fari nú ekki á milli mála, þá eiga þessi skrif mín einfaldlega rætur í þeirri bitru reynslu sem ég hef sjálfur af málarekstri gegn op- inberu valdi. Þar fæddust tvö „launuð“ vitni mér í óhag fyrir hvert eitt sem mitt mál studdi. Fyrirfram tapað dæmi hvernig sem á var litið og engu skipti mál- efnaleg eða raunsæ umfjöllun. Hvort dómstóll alþýðunnar, hver sem hann nú er, eða heitir, ber gæfu til að meðhöndla málsatvik þessa „stóra máls“ sem nú er á allra vörum á hlutlausan og mál- efnalegan hátt, er mér að sjálf- sögðu hulin ráðgáta. Því miður hef ég enga trú á því, þar sem 99% lík- ur eru nú þegar á sakfellingu í ein- hverjum atriðum stórum eða smáum, þó ekki sé nema til að réttlæta allt havaríið, svona eftir á. Þegar öllu er á botninn hvolft þá stendur kannski eftir spurningin um það, hvort við, hinir almennu borgarar þessa lands, eigum nokkra von um réttláta máls- meðferð eða umfjöllun ef upp koma ágreiningsefni um lagalegan rétt okkar gagnvart opinberu valdi? GUNNAR ÞÓR ÁRNASON Tjarnarbóli 4, Seltjarnarnesi. Lögregluríkið Ísland Frá Gunnari Þór Árnasyni: ÞAÐ kennir ýmissa grasa í áróðrinum sem nú er rekinn fyrir því að sameina sveitarfélög. Þó ber e.t.v. mest á fullyrðingum um að eftir því sem sveitarfé- lag er stærra ætti það að hafa betra fjár- hagslegt bolmagn til að sinna lögbundnum verkefnum sínum. En hér eru dæmi sem sýna fram á hver kór- villa er hér á ferðinni. Sveitarfélagið Skaga- fjörður ætti sam- kvæmt kenningunni að vera vel burðugt eftir að hafa verið sameinað úr öllum hreppum þar nema einum, en því er þó ekki að heilsa. Þessi eini hreppur í Skagafirði sem enn sker sig úr, Akrahreppur, og telur ekki nema rúml. 200 manns, er hins vegar í góðum málum og stendur fyllilega undir sínum skyld- um, m.a. rekstri á litlum sveita- skóla. Nefna má einnig að í Húna- þingi vestra hefur mikið verið hagrætt eftir stóra sameiningu sveitarfélaga þar, m.a. með um- deildri sameiningu grunnskóla. Engu að síður stendur rekstur þess sveitarfélags í járnum. Loks má minna á að fyrir sameininguna sem leiddi til stofnunar Dalvík- urbyggðar var Svarfaðardals- hreppur rekinn með góðum af- gangi, og hafði þó með höndum rekstur Húsabakkaskóla. Það er hins vegar bein afleiðing af þeirri sameiningu að skólarekstur á Húsabakka er nú aflagður, og nú er Dalvíkurbyggð með skuldugustu sveitarfélögum landsins. Flest myndu íbúar Svarfaðardals vilja gefa til að standa í sömu sporum og íbúar Akrahrepps í dag. Þessi dæmi og fleiri sanna að það er að- eins til að skekkja umræðuna í að- draganda sameiningar, þegar því er haldið fram að stærð sveitarfélaga ráði úrslitum um afkomumöguleika þeirra. Annað atriði sem dregið er fram í tillögum sameiningarnefndarinnar má finna á bls. 13 í skýrslunni „Lokatillögur nefndar um samein- ingu sveitarfélaga“ (frá mars 2005), en þar segir: „Með því að sameina sveitarfélög í nágrenni „höf- uðstaða“ í héraði er hægt að leysa svokallaðan „farþegavanda“ (e. „free rider dilemma“). Íbúar ná- grannasveitarfélaga nýta sér ýmsa þjón- ustu stóra sveitarfé- lagsins án þess að bera af því kostnað, svo sem í atvinnu- málum, menningu, íþróttum og útivist. Með sameiningu at- vinnu- og þjón- ustusvæða í eitt sveit- arfélag er betur tryggt að allir beri sama hag og kostnað af sameig- inlegum hagsmunum alls svæðisins.“ Hér er m.ö.o. fullyrt að litli sveitarhrepp- urinn sé n.k. sníkjudýr á þétt- býliskjarnanum, en ekkert minnst á að alla aðra þjónustu sem sveita- vargurinn þarf að sækja, s.s. versl- un matfanga, eldsneytis, verk- stæðis- og heilbrigðisþjónustu o.m.fl., er einnig að finna í „höf- uðstaðnum“. Maður skyldi því ætla að skatttekjurnar af þessu renni í bæjarsjóðinn, en þetta dæmi sýnir einnig hve brenglaður áróður er hér á ferðinni. Loks er athyglisvert að lesa á bls. 12 í sömu tillögugerð eftirfar- andi: „Nefndin leggur ríka áherslu á þá staðreynd að nýlegar skoð- anakannanir staðfesta að umtals- verður meirihluti almennings hér á landi er hlynntur sameiningum sveitarfélaga eða 65–70%.“ Önnur skoðanakönnun fór hins vegar fram í Eyjafirði nýverið þar sem afstaða almennings var sundurgreind milli hreppanna, og þar er annað upp á teningnum. Þar kemur í ljós að íbú- ar smærri hreppanna virðast munu fella sameiningartillögurnar hér og aðeins þrjú stærstu sveitarfélögin af níu eru líkleg til að samþykkja þetta, þótt brugðið geti til beggja vona með eitt enn. Er það nokkur furða eftir að fólk er búið að horfa upp á aðfarir bæjaryfirvalda á Dal- vík gegn íbúum Svarfaðardals í Húsabakkamálinu, og sjá hvað hin- ir síðarnefndu eru varnarlausir gagnvart þessu? Því staðreyndin er einfaldlega sú að litli hreppurinn verður að krækiberi í h … undir nýju og miðstýrðu bákni, verður veikari aðilinn í frumskógarlögmál- inu sem þá ræður ríkjum. Svarf- aðardalur er heldur ekkert eins- dæmi um þetta, sú reynsla hefur verið að sannast nánast undantekn- ingarlaust að þar sem sveit hefur sameinast þéttbýli er afleiðingin ævinlega missir litla sveitaskólans, og íbúar sveitarinnar sitja bara eft- ir með sárt ennið. Það var nöturleg grein í Bændablaðinu sl. vetur eða vor, þar sem segir frá afleiðingum af lokun skóla í Fljótshlíð, en þar lýsir einn bóndi því hvernig ungt fólk (þ.e. barnafjölskyldur) hefur með tímanum flust á brott, og eftir standa draugaskólinn með drau- gabæi í kring. Þetta er lýsandi dæmi um þá landauðnarstefnu sem birtist okkur í þessu sameining- arferli sveitarfélaga. Viljum við fleiri svona Fljótshlíðar? Full ástæða er nú orðin til að skoða hvort ekki sé hægt að gera samein- ingu öllu fýsilegri kost fyrir litlu sveitarfélögin, þannig að auglýstir kostir hennar muni í raun njóta sín án þess að fórnarkostnaður þessara litlu hreppa verði svo hörmulegur sem reynslan hefur nú margsann- að. Þess í stað er rekinn þessi vafa- sami áróður sem dæmin sýna hér að ofan, t.d. skoðanakönnun sem tilgreinir enga sundurliðun milli lít- illa eða stórra hreppa, og sýnir því niðurstöður hagfelldar sameining- arferlinu. Sameining sveitarfélaga? Nokkrar athugasemdir Þorkell Ásgeir Jóhannsson fjallar um sameiningu sveitarfélaga ’Þessi dæmi og fleirisanna að það er aðeins til að skekkja um- ræðuna í aðdraganda sameiningar, þegar því er haldið fram að stærð sveitarfélaga ráði úrslit- um um afkomumögu- leika þeirra. ‘ Þorkell Á. Jóhannsson Höfundur býr í Svarfaðardal og á börn í Húsabakkaskóla. UMRÆÐA um Reykjavík- urflugvöll og staðsetningu hans hefur verið mjög hávær að und- anförnu. Allar áætlanir hjá Reykjavík- urborg virðast miða að því að Reykjavík- urflugvöllur fari úr miðborginni. Háskól- inn í Reykjavík flytur fljótlega í Vatnsmýr- ina, Valsmenn standa í mikilli uppbyggingu og forystumenn rík- isstjórnarinnar vilja byggja nýtt hátækni- sjúkrahús með tilheyr- andi umstangi. Reykjavíkurlistinn hefur tekið jákvætt í að líta fram hjá spám um hækkun yfirborðs sjávar og vill byggja nýjan flugvöll á Löngu- skerjum. En undrun vekur hve lítið er rætt um hugmynd sem væri mun nærtækari og skynsamlegri, að flytja innanlandsflugið á Kefla- víkurflugvöll. Flugvöllinn á Suðurnesin Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur verið ötull við að hvetja til þess að flytja innanlandsflugið á Suðurnesin. Tel- ur hann að kostir staðsetning- arinnar séu m.a. að samgöngur til Suðurnesja hafa batnað mikið með tvöföldun Reykjanesbrautarinnar og að hugmyndir hafa verið viðr- aðar um svokallaða Bessastaðahjá- leið, þ.e. göng frá Straumsvík á Álftanes og áfram inn að miðbæ Reykjavíkur. Einnig hefur hann bent á að í tengslum við flutning innan- landsflugsins væri mjög hentugt að flytja einnig Landhelg- isgæsluna á Suð- urnesin. Skip gæsl- unnar yrðu nærri almennum miðum, þar er næg hafnaraðstaða og með staðsetningu þyrlusveitar Land- helgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli væri hægt að ná enn frekari samræmingu við varnarliðið. Enn meiri undrun vekur skortur á áhuga hjá meirihlutanum í Reykjanesbæ. Ekkert hefur heyrst frá Árna Sigfússyni, bæjarstjóra, sem hefur yfirleitt verið mjög dug- legur að vekja athygli á ýmsum möguleikum til atvinnusköpunar í sveitarfélaginu. Enda hefur at- vinnuleysi verið mikið á svæðinu, m.a. vegna mikils samdráttar og hagræðingar hjá varnarliðinu. Hefði maður talið að hann tæki þessum hugmyndum fagnandi. En kannski má rekja þetta áhugaleysi bæjarstjórans til við- bragða Sturlu Böðvarssonar, sam- gönguráðherra og samflokksmanns Árna, við málflutningi Hjálmars þar sem hann gefur lítið fyrir þessa „óskhyggju“ þingmannsins og lýk- ur svargrein sinni í Morgunblaðinu þann 25. júlí sl. með: „Ekki meir, ekki meir.“ Þrátt fyrir óvanalega gott at- vinnuástand í landinu er enn tölu- vert atvinnuleysi hjá konum á Suð- urnesjunum. Í tengslum við innanlandsflugið myndi þjón- ustustörfum fjölga umtalsvert, en þau eru yfirleitt vinsælli hjá kon- um. Einnig opnast möguleiki til að byggja upp bráðaþjónustu við Heil- brigðisstofnun Suðurnesja, ef bæði innanlandsflugið og Landhelg- isgæslan væru komin þangað og fjölga þannig enn frekar þjón- ustustörfum á svæðinu. Ég segi því miklu meir, miklu meir! Miklu meir, miklu meir Eygló Harðardóttir fjallar um flutning flugstöðvarinnar ’Þrátt fyrir óvanalegagott atvinnuástand í landinu er enn töluvert atvinnuleysi hjá konum á Suðurnesjunum.‘ Eygló Harðardóttir Höfundur er varaþingmaður Fram- sóknarflokksins í Suðurkjördæmi Jónína Benediktsdóttir: Sem dæmi um kaldrifjaðan sið- blindan mann fyrri tíma má nefna Rockefeller sem Hare telur einn spilltasta mógúl spilltustu tíma... Sturla Kristjánsson: Bráðger börn í búrum eða á afgirtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyr- irmunað og þau munu trúlega aldrei ná þeim greindarþroska sem líffræðileg hönnun þeirra gaf fyrirheit um. Kristján Guðmundsson: Því miður eru umræddar reglur nr. 122/2004 sundurtættar af óskýru orðalagi og í sumum til- vikum óskiljanlegar. Sigurjón Bjarnason gerir grein fyrir og metur stöðu og áhrif þeirra opinberu stofnana, sem heyra undir samkeppn- islög, hvern vanda þær eiga við að glíma og leitar lausna á hon- um. Þorsteinn H. Gunnarsson: Nauðsynlegt er að ræða þessi mál með heildaryfirsýn og dýpka umræðuna og ná um þessi málefni sátt og með hags- muni allra að leiðarljósi, bæði núverandi bænda og fyrrver- andi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Hlíðasmára 11, Kópavogi sími 517 6460 www.belladonna.is Réttu stærðirnar ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.