Morgunblaðið - 06.09.2005, Side 29
um sínum og aldrei heyrðist hún
kvarta þó oft væri hún mikið veik. En
þetta var líka eitt af hennar sérstöku
einkennum, hún var í raun mikill
bóhem í eðli sínu og lifði fyrir líðandi
stund. Vildi njóta þess sem hún hafði
þá stundina og var ekkert að velta
fyrir sér hvað tæki við næst. Þessi
eiginleiki gerði það að verkum að
veikindi hennar urðu ósýnileg en
gáski augnabliksins allt sem skipti
máli.
Blessuð sé minning eftirminnilegr-
ar vinkonu.
Ragnhildur Benediktsdóttir.
Vinátta okkar Þyr er römmuð inn
af húsinu því hún bjó hér um tíma.
Vinkona mín er systir Þyríar, sem
var stóra systirin sem hafði verið í
Ameríku í fjörutíu ár, löng, grönn,
blonde og glæsileg, mikill karakter,
ein af þessum örfáu ofurkvendum
sem maður hefur kynnst um ævina
sem uppmagna allt í kringum sig og
mest með gleði. Þyri var fáguð mið-
bæjardama frá barnsbeini og amer-
ískur töffari. Hún þekkti gamlar
þjóðsagnapersónur úr bæjarlífinu og
því var nautn að tala við hana.
Ég fann til vitandi af krabbameini
Þyríar og uppi í risi var Magnús Ey-
mundsson jafnaldri hennar étinn af
sama meini þolandi þær lækningar
sem fylgja. Utan við húsið er tré jafn-
hátt og spengilegt og Þyrí, miðað við
tegund, það alíslenska sem venjulega
er kræklótt birki en heitir björk þá
sjaldan það heppnast. Björkin eina
sem tengdi mig, Þyri og Magnús
saman var of löng orðin í skjóli milli
hvíta kastalans, gullregnsins og
svarta hússins okkar, svo að um vet-
urinn kom illskulegur stormur og reif
hana sundur tvisvar. Annað sárið var
miklu verra enda fór Magnús
skömmu síðar í jörðina en Þyri flutti
út. Þegar nágranni okkar brenndist
og reynirinn framan við húsið hans
visnaði um leið virtist alnæmi trjáa
hér við Bárugötu ekki einleikið.
Björkin stendur enn þótt hún hafi
misst stórar greinar með þjáningum
Þyríar og Magnúsar. Hún klórar enn
þurrt og óhuggulega í gluggann minn
í stormum en ég kann því bara vel,
því þetta er gáfað tré.
Ég sakna Þyri og vildi að hún kall-
aði enn á mig á leið niður í þvottahús
eða fram hjá Apótekinu svo við gæt-
um fengið okkur bakkusartár í lófann
og hlegið. Nokkur huggun er þó í því
að þrestirnir hafa nú hafið reyni-
berjasöngva og að vitað er að tré
finna til með þeim sem þjást – hvað
þá aðrir. Þyri var hughraust og mælti
þarft. Hún sagði oftast þegar hún
kvaddi: „have a nice …“, sagði aldrei
„gott hvað“ en „have a nice “ er þess
notadrýgri blessun þegar gengið er –
eins og alltaf – út í bara eitthvað.
Eins og Þyrí gerir núna og við áfram
sem þekktum hana.
Þórunn Erla Valdimarsdóttir.
Þyri var engum lík. Hún vakti at-
hygli hvar sem hún fór, glæsileg,
glaðbeitt, frjálsleg en oft ögrandi fyr-
ir þá sem ekki þekktu hana. Við frek-
ari kynni var hún bara Þyri,
skemmtileg, örlát og kom til dyranna
eins og hún var klædd. Í Cleveland
var hún á heimavelli þegar við kynnt-
umst henni á áttunda áratugnum. Þá
vorum við og fjölskyldur okkar að
hefja nám, fjarri heimahögum og
ættmennum. Hún vissi allt um okkur
og okkar fólk heima á Íslandi og
reyndar miklu meira en við sjálfar.
Hún sagði okkur sögur af því sem
gerðist „í den“ af pöbbum og
mömmum og jafnvel öfum og ömm-
um á Íslandi, eitthvað sem við höfð-
um ekki hugmynd um. Henni tókst
þannig á sinn hátt að færa „gamla
góða“ Ísland til okkar fjarri heima-
slóðum, gera okkur lífið ánægjulegt
og fræða okkur líka um okkur sjálf.
Árin í Cleveland voru sérstök.
Þarna bjuggu í nánu sambýli fjöl-
skyldur sem sumar þekktust lítið eða
ekkert, en voru komnar í fjarlæga
heimsálfu vegna náms og starfa og
deildu daglegu amstri, áhyggjum og
gleði. Þarna mynduðust náin vináttu-
tengsl og á vissan hátt reyndist Þyrí
vera það „lím“ sem þurfti til að tengja
þetta samfélag saman. Þyri eignaðist
ekki börn en í Íslendinganýlendunni í
Cleveland voru öll börnin okkar
hennar börn. Hún gaf þeim gjafir,
bauð þeim á Fridays og á heimili
hennar mátti allt. Hún sýndi þeim
alla tíð áhuga og fylgdist náið með
þeim og sleppti ekki af þeim hendinni
þótt þau væru komin heim til Íslands.
Þau elstu eiga ljúfar minningar um
hana, hún var ævintýrakonan sem
var síung, talaði oft „tungum“ eða
öðruvísi en allir aðrir. Eftir á að
hyggja var við því að búast að Þyri
tæki veikindum sínum á óvenjulegan
hátt, með dæmafáu æðruleysi og
ótrúlegri glaðværð. Vandamál og
sjúkdómseinkenni fengu persónuleg
nöfn sem engir skildu nema þeir sem
þekktu Þyrí og voru innvígðir í henn-
ar skemmtilega tungumál. Að leiðar-
lokum tókst henni eins og alltaf að
gefa tilverunni lit, líf og gleði og
þannig mun hún áfram lifa í hjörtum
okkar.
Björg og Bryndís.
Ég kynntist Þyri þegar ég bjó í
Cleveland, Ohio sem barn. Við bjugg-
um nokkrar fjölskyldur í sömu götu
og varð Þyri fljótt tíður gestur á Wal-
ford Road. Það gustaði af henni, með
sinn sterka persónuleika og
skemmtilega húmor. Hún var kát og
skemmtileg og svolítið öðruvísi en
hinar íslensku konurnar, því hún
hafði yfir sér einhvern heimsborg-
aralegan brag.
Ég hitti hana oft í gegnum árin,
bæði þegar ég heimsótti Cleveland,
og seinna þegar ég bjó þar þegar ég
var í háskóla. Alltaf sýndi hún mér
mikla athygli, bauð mér út að borða
með sér í hádeginu og í mollið. Þegar
hún svo flutti heim til Íslands kynnt-
ist ég henni mun betur. Hún bjó hjá
mömmu í ár og fannst mér alltaf
gaman að hitta hana þar og spjalla,
en hún hafði frá svo mörgu að segja
úr lífi sínu. Við fórum stundum út að
borða þrjár og eyddum saman einu
aðfangadagskvöldi sem er mér minn-
isstætt.
Sögurnar sem hún sagði voru oft
eins og upp úr skáldsögum, því líf
hennar var svo sannarlega ekkert
venjulegt. Hún hafði einstakt lag á að
snúa íslensku yfir í ensku í skemmti-
legum frösum sem maður gleymir
aldrei, svo sem „are you from you“,
eða „ertu frá þér“? Það var oft mikið
hlegið að þessum frösum hennar.
Ég hef ekki hitt hana mikið síðustu
ár en alltaf þó rekist á hana annað
slagið niðri í bæ þar sem hún sat oftar
en ekki með vinkonu sinni á kaffihúsi.
Mér þótti mjög vænt um Þyri og mun
alltaf minnast hennar sem sérstakrar
vinkonu.
Ásdís Ásgeirsdóttir.
Ég er stolt af því að hafa átt hana
Þyri að vini. Hún var stórbrotin
manneskja, myndarleg, eldklár, ör-
lát, en ekki endilega allra – það gust-
aði af henni. Það var enginn smá-
borgarabragur á Þyri, ónei, bara það
dýrasta og besta, thank you very
much, hvort sem það var fyrir hana
sjálfa eða okkur hin. Þyri bjó mestan
hluta ævi sinnar í Bandaríkjunum
ásamt Jim, eiginmanni sínum, og
kynntist ég henni árið 1974 er við
fjölskyldan fluttum til Cleveland,
Ohio. Þyri þekkti vel til foreldra
minna frá fyrri tíð og tók mér opnum
örmum. Kynni okkar urðu löng og
góð. Í Cleveland voru á þessum tíma
nokkrar íslenskar fjölskyldur sem
bjuggu í sama hverfi og varð Þyri
ekki síst vinsæl meðal barnanna í
hópnum sem kunnu að meta hversu
fyndin og skemmtileg hún var. Hún
varð þeim nokkurs konar amerísk
frænka, enda fylgdist hún grannt
með uppvexti þeirra og því hvernig
þeim vegnaði löngu eftir að við vorum
öll flutt heim. Þyri átti því óvenju-
stóra fjölskyldu hér heima þegar hún
flutti til Íslands fyrir átta árum eftir
að hafa greinst með krabbamein.
Hún var þá orðin ekkja og héldum við
nánu sambandi allt til hennar síðasta
dags. Þau voru ófá símtölin við Þyri
og hittumst við oft, meðal annars í
glaðværum „lunch“ í hádeginu.
Mér er orðið ljóst að ég tek ekki
framar upp símann si-svona til þess
að fá nýjustu fréttir af mönnum og
málefnum frá henni Þyri. Hún var
með eindæmum fróð um hin ólíkleg-
ustu málefni og fylgdist vel með öllu
sem fram fór jafnt innanlands sem
utan. Viðhorf Þyri til veikinda sinna
var aðdáunarvert og lét hún engan
bilbug á sér finna, enda sannkallaður
töffari. Hún hélt sínu striki, dressaði
sig upp – var alltaf jafn flott og eleg-
ant – og aðalmanneskjan hvar sem
hún kom. Snemma á þessu ári kom
upp óvænt staða í veikindum hennar
og sagðist hún þurfa að fara í aðgerð
til að láta fjarlægja „enn einn gaur-
inn“ og í tíu geislameðferðir. Nú, ef
það ekki dygði til, þá segði hún bara
bæ, bæ. Hún væri jú orðin sjötug.
Í vor heimsótti ég Þyri einu sinni
sem oftar. Það lá illa á henni og sagð-
ist hún hafa vaknað öll skökk í rúm-
inu og verið að skamma „hann“. Ég
leit í kringum mig, sá engan og spurði
hvern hún ætti við. „Nú, hann Jim,“
sagði Þyri þá. Hún leit á mig og
sagði: „Hanna, veistu það að hann
Jim er alltaf hérna hjá mér, ég finn
það“. Ég kýs að trúa því. Bæ, bæ,
Þyri mín og takk fyrir allt.
Aðstandendum Þyri vottum við
fjölskyldan samúð okkar.
Hanna Gunnarsdóttir.
Fleiri minningargreinar um Þyri
Þorláksdóttur Myers bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga. Höfundar eru: Helga og Sig-
urbjörn.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2005 29
MINNINGAR
Kvennastórmeistarinn Lenka
Ptácníková (2.204) varð sigurvegari
á Norðurlandamótinu í kvenna-
flokki í skák sem
lauk á sunnudag-
inn í Vammala í
Finnlandi.
Lenka, sem er
borin og barn-
fædd í Tékklandi
en hefur nú ís-
lenskan ríkis-
borgararétt,
tefldi af öryggi á
mótinu og nýtti
sér þau tækifæri sem gáfust til að
sigrast á andstæðingunum. Hún
gerði sex jafntefli og vann þrjár
skákir sem þýddi að hún fékk 6
vinninga af níu mögulegum. Venju-
lega dugar skor sem þetta ekki til
sigurs á móti en þar sem skákkon-
urnar á mótinu voru allfriðsamar
var hægt fyrir Lenku að vinna mót-
ið ein og óstudd. Lokastaðan varð
annars þessi:
1. Lenka Ptácníková (2.204) 6
vinningar af 9 mögulegum.
2.-5. Svetlana Agrest (2.270),
Viktoria Bashkite (2.173), Sheila
Barth Sahl (2.166) og Ellen Hag-
easaether (2.190) 5½ v.
6.-9. Leili Pärnpuu (2.186), Tuu-
likki Laesson (2.228), Oksana Vovk
(2.125) og Johanna Paasikangas-
Tella (2.307) 5 v.
10. Viktoria Johansson
(2.218) 4½ v.
11. Sandra de Blecourt
(2.069) 3½ v
12. Päivi Walta (1.913) 3 v.
13. Sari Rautanen (1.826) og
Laura Savola 2 v.
Í skákþættinum sl. laugardag
var það ranghermt að Guðlaug
Þorsteinsdóttir hefði unnið þetta
sama mót síðust íslenskra kvenna
árið 1975. Hið rétta er að Guðlaug
varð Norðurlandameistari einnig
árin 1977 og 1979 en Sigurlaug
Friðþjófsdóttir tók svo við af Guð-
laugu árið 1981 þegar hún varð
Norðurlandameistari það árið.
Þetta þýðir semsagt að 24 ár eru
liðin síðan íslensk kona varð Norð-
urlandameistari og er það enn
frekari vísbending um að enn frek-
ari landvinninga megi vænta í ís-
lenskri kvennaskák í framtíðinni.
Þessu er hér slegið fram þar sem
Lenka getur orðið fyrirmynd
margra stúlkna sem tefla en nú
þegar um þessar mundir eru
nokkrar þeirra orðnar prýðilega
efnilegar. Á Norðurlandamótinu
sem ætlað var fyrir bæði kynin og
sterkustu skákmenn hverrar þjóð-
ar gátu tekið þátt varð Evgeny Ag-
rest (2.592) hlutskarpastur en hann
fékk hvorki fleiri né færri en níu og
hálfan vinning af ellefu mögu-
legum. Þessi glæsilega frammi-
staða þýddi að hann varð Norð-
urlandameistari í annað skipti í
röð. Landi hans og kollegi, Tiger
Hillarp-Persson (2.511), fékk níu
vinninga og var hársbreidd frá
sigri en hann tapaði slysalega í
lokaumferðunum fyrir norska
skákmanninum Stig Tjomsland
(2.257). Lokastaða mótsins varð
annars þessi:
1. Evgeny Agrest (2.592) 9½
vinning af 11 mögulegum.
2. Tiger Hillarp-Persson
(2.511) 9 v.
3. Nicolai V. Pedersen
(2.488) 8 v.
4. Tomi Nybäck (2.571) 7 v.
5. Tapani Sammalvuo
(2.441) 6½ v.
6. Espen Lie (2.300) 5 v.
7.-8. Róbert Harðarson
(2.361) og Stig Tjomsland
(2.257) 4½ v.
9. Heini Olsen (2.325) 4 v.
10. Bragi Þorfinnsson
(2.448) 3½ v.
11. Heikki Lehtinen (2.402) 3 v.
12. Hans Kristian
Simonsen (2.305) 1½ v.
Frammistaða Róberts Harðar-
sonar var nokkurn veginn í sam-
ræmi við það sem búast mátti við
fyrirfram ef mið er tekið af skák-
stigum keppenda. Ef sami mæli-
kvarði er notaður um frammistöðu
Braga Þorfinnssonar var hann
töluvert slakari en búast mátti við.
Taflmennska Róberts var á köflum
mjög frískleg á mótinu og lagði
hann m.a. Nicolai V. Pedersen að
velli í vel tefldri skák. Taflmennska
Braga var slök og er ljóst að hann
hefur átt erfitt uppdráttar við
skákborðið undanfarna mánuði.
Hins vegar er það svo í skáklistinni
að öll él birtir upp um síðir og án
efa mun hann mæta tvíefldur til
leiks fyrir skákmót vetrarins.
Finnsku mótshaldararnir héldu
úti prýðilegri heimasíðu meðan á
mótinu stóð og er hægt að nálgast
nánari upplýsingar um keppnina á
vefsíðunni http://www.vammalans-
hakkikerho.net/pm2005/in-
dex.html. Vefsíðan www.skak.is
fylgdist einnig náið með mótinu og
er hægt að fara þaðan inn á heima-
síðu mótsins.
Tómas og Davíð sigruðu á
Boðsmóti Taflfélagsins
Boðsmót Taflfélags Reykjavíkur
fór fram um síðustu helgi og tóku
yfir tveir tugir skákmanna þátt í
því. Tefldar voru 7 umferðir eftir
Monrad-kerfi þar sem fyrstu þrjár
umferðirnar voru atskákir og hinar
fjórar voru kappskákir. Tómas
Björnsson, sem hefur verið sigur-
sæll að undanförnu, hafði forystu
framan af en í lokaumferðinni tókst
Davíð Kjartanssyni að ná honum
að vinningum og deildu þeir þar
með sigrinum á mótinu á milli sín.
Lokastaða efstu manna varð ann-
ars þessi:
1.-2. Tómas Björnsson (2.235) og
Davíð Kjartansson (2.275) 5½ vinn-
ing af 7 mögulegum.
3. Hrannar Baldursson
(2.075) 5 v.
4.-5. Jón Árni Halldórsson
(2.135) og Atli Freyr Kristjánsson
(1.825) 4½ v. Skákstjórar mótsins
voru Ólafur S. Ásgrímsson, Óttar
Felix Hauksson og Ríkharður
Sveinsson. Teflt var í félagsheimili
TR í Faxafeni 12.
Íslandsmótið í atskák fer fram
dagana 9.–11. september
Að þessu sinni fer Íslandsmótið í
atskák fram með nýju sniði en sú
breyting hefur verið gerð að í stað
undankeppni, þar sem menn unnu
sér rétt til að taka þátt í 16 manna
úrslitum, verður mótið opið öllum.
Teflt verður samkvæmt útsláttar-
fyrirkomulagi og hefst keppnin kl.
20 í húsakynnum Taflfélags
Reykjavíkur föstudaginn 9. sept-
ember næstkomandi. Allir geta
tekið þátt í því og má búast við að
margir af sterkustu skákmönnum
landsins verði á meðal keppenda.
Nánari upplýsingar um viðburðinn
er að finna á vefsíðunni www.skak-
.is.
Lenka varð Norðurlandameistari!
SKÁK
Vammala, Finnlandi
NORÐURLANDAMEISTARAMÓT Í SKÁK
24. ágúst- 4. september 2005
Helgi Áss Grétarsson
Norðurlandameistarinn Agrest og Róbert Harðarson.
daggi@internet.is
Lenka
Ptácníková
Nú er Þyri farin frá okkur.
Við þessi vistaskipti vil ég
þakka henni fyrir alla þá um-
hyggju sem hún sýndi mér
fyrr og síðar, ekki síst þegar
ég kom ein og umkomulaus
til námsdvalar í Columbus í
Ohio þar sem Þyri bjó. Hún
tók mig að sér og allt varð
svo auðvelt og öruggt. Hún
var sérstök, litríkur persónu-
leiki og afar skemmtileg.
Aldrei var nein lognmolla í
nálægð hennar og nú hlýtur
að vera mikið fjör þarna
uppi. Sendi systkinum henn-
ar, vinum og vandamönnum
mínar samúðarkveðjur.
María Þorgeirsdóttir.
HINSTA KVEÐJA