Morgunblaðið - 06.09.2005, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Frambjóðendur íprófkjöri sjálf-stæðismanna í
Reykjavík, sem fram fer 4.
til 5. nóvember, vegna
komandi borgarstjórnar-
kosninga, hafa verið að
gefa sig fram að undan-
förnu. Tólf hafa þegar gef-
ið kost á sér í sex efstu
sætin. Fleiri eiga eflaust
eftir að stíga fram í dags-
ljósið á næstu dögum og
vikum.
Eins og kunnugt er hafa
tveir gefið kost á sér í
fyrsta sætið, þeir Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson og Gísli
Marteinn Baldursson. Ein hefur
gefið kost á sér í annað sætið,
Hanna Birna Kristjánsdóttir, og
einn hefur gefið kost á sér í þriðja
sætið, Kjartan Magnússon. Tvær
hafa gefið kost á sér í fjórða sætið,
þær Jórunn Frímannsdóttir og
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Þrír
hafa gefið kost á sér í fimmta sæt-
ið, Ragnar Sær Ragnarsson,
Kristján Guðmundsson og Steinn
Kárason. Sá síðastnefndi gefur
reyndar kost á sér í fimmta til
sjötta sætið. Marta Guðjónsdóttir
og Loftur Már Sigurðsson gefa
einnig kost á sér í sjötta sætið.
Júlíus Vífill Ingvarsson hefur
lýst því yfir að hann sækist eftir
forystusæti á listanum. Hann hef-
ur þó enn sem komið er ekki til-
greint neitt ákveðið sæti, en sagð-
ist í samtali við blaðamann í gær
myndu tilkynna það fljótlega.
Þá hefur Gunnar Dofri Ólafsson
ákveðið að gefa kost á sér í tíunda
til tólfta sæti listans.
Guðlaugur Þór Þórðarson borg-
arfulltrúi og þingmaður hefur enn
ekki gefið upp hvað hann hyggst
fyrir. Annar borgarfulltrúi, Guð-
rún Ebba Ólafsdóttir, staðfesti
hins vegar í gær að hún gæfi ekki
kost á sér áfram. Hún kvaðst hafa
tekið þá ákvörðun í sumar að vel
yfirlögðu ráði. Ástæðurnar væru
persónulegar.
Tillaga stjórnar Varðar, full-
trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík, um að prófkjörið fari
fram í byrjun nóvember var sam-
þykkt á fulltrúaráðsfundi í gær.
Yfirkjörstjórn Varðar mun hittast
í dag og ákveða m.a. framboðs-
frest. Prófkjörið verður opið öllum
flokksbundnum sjálfstæðismönn-
um í Reykjavík.
Breytingar á forystusveit
Miklar breytingar hafa átt sér
stað í forystusveit sjálfstæðis-
manna í borgarstjórn eftir að Dav-
íð Oddsson sté úr stóli borgar-
stjóra sumarið 1991, en þá var
hann orðinn forsætisráðherra.
Markús Örn Antonsson, þáver-
andi útvarpsstjóri, var í borgar-
stjórn kjörinn eftirmaður Davíðs
og gegndi embættinu fram undir
lok kjörtímabilsins.
Sjálfstæðismenn efndu til próf-
kjörs í aðdraganda borgarstjórn-
arkosninganna árið 1994. Markús
Örn borgarstjóri hlaut flest at-
kvæði í fyrsta sætið. Næstir á eftir
voru Árni Sigfússon, Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson og Inga Jóna Þórð-
ardóttir.
Þegar nær dró borgarstjórnar-
kosningunum ákvað Markús Örn
hins vegar að draga sig í hlé og gaf
þá skýringu að hann hefði orðið
fyrir vonbrigðum með fylgi flokks-
ins í skoðanakönnunum. Árni Sig-
fússon tók við borgarstjóraemb-
ættinu og leiddi lista
sjálfstæðismanna í kosningunum
þá um vorið. Árni átti þó ekki eftir
að verða langlífur í borgarstjóra-
stólnum. R-listinn hlaut meiri-
hluta atkvæða í borgarstjórnar-
kosningunum og Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir settist í borgarstjóra-
stólinn. Árni varð því oddviti sjálf-
stæðismanna í borgarstjórn á
kjörtímabilinu.
Sjálfstæðismenn efndu aftur til
prófkjörs í aðdraganda borgar-
stjórnarkosninganna 1998. Árni
Sigfússon varð í fyrsta sæti, Vil-
hjálmur í öðru og Inga Jóna í því
þriðja.
Árna tókst heldur ekki að leiða
sjálfstæðismenn til sigurs í þess-
um kosningum og ákvað í kjölfarið
að draga sig í hlé. Hann hætti í
borgarstjórn og gerði tillögu um
Ingu Jónu sem sinn eftirmann.
Hún gegndi oddvitahlutverkinu út
kjörtímabilið.
Sjálfstæðismenn fóru aðra leið
við val á frambjóðendum fyrir
kosningarnar 2002. Í fyrstu hafði
verið rætt um forystuprófkjör en
fallið var frá þeirri hugmynd og
frambjóðendum stillt upp á lista
án nokkurs prófkjörs. Áður hafði
Björn Bjarnason, þá menntamála-
ráðherra, lýst því yfir að hann
hygðist sækjast eftir fyrsta sætinu
og Inga Jóna Þórðardóttir lýst yfir
stuðningi við hann. Niðurstaðan
varð því sú að Björn skipaði fyrsta
sæti listans. Hann var jafnframt
borgarstjóraefni sjálfstæðis-
manna. Vilhjálmur skipaði annað
sætið en Inga Jóna áttunda sætið.
Sjálfstæðismenn lutu enn í
lægra haldi fyrir R-listanum og
varð Björn oddviti sjálfstæðis-
manna í borgarstjórn fyrsta árið,
eða þar til hann varð dómsmála-
ráðherra stuttu síðar. Við þær
breytingar varð Vilhjálmur odd-
viti sjálfstæðismanna í borgar-
stjórn. Hefur hann gegnt því hlut-
verki síðan. Hver verður forystu-
maður sjálfstæðismanna í kom-
andi borgarstjórnarkosningum
kemur í ljós eftir tvo mánuði.
Fréttaskýring | Sjálfstæðismenn í Reykja-
vík undirbúa prófkjör í nóvember
Frambjóðendur
stíga fram
Prófkjörið verður opið öllum flokks-
bundnum sjálfstæðismönnum í borginni
Sjálfstæðismenn undirbúa prófkjör.
Framboðsfrestur í próf-
kjörinu ákveðinn í dag
Tólf manns hafa þegar gefið
kost á sér í sex efstu sætin á
framboðslista sjálfstæðismanna
fyrir borgarstjórnarkosningarn-
ar næsta vor. Þrír bættust í hóp-
inn í gær, þau Kristján Guð-
mundsson, Marta Guðjónsdóttir
og Loftur Már Sigurðsson. Auk
þess hefur einn, Gunnar Dofri
Ólafsson, gefið kost á sér í 10.–12
sætið. Fleiri frambjóðendur
munu stíga fram í dagsljósið á
næstu vikum, en framboðs-
frestur verður ákveðinn í dag.
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
Þjóðleikhúsið – leikhúsið þitt!
RAMT-leikhúsið (Leikhús æskunnar)
í Moskvu heimsækir Þjóðleikhúsið!
Miðasölusími: 551 1200
Miðasala á netinu: www.leikhusid.is
Að eilífu
eftir Árna Ibsen
10. og 11. september
á Stóra sviðinu
Kirsuberjagarðurinn
eftir Anton Tsjekov
8. og 9. september
á Stóra sviðinu
FORSVARSMENN Olíufélagsins
tóku í gær ákvörðun um að bíða að-
eins með frekari hækkun á elds-
neytisverði þrátt fyrir hækkunar-
þörf þar sem enn sé vonast til, að
heimsmarkaðsverð á bensíni og
dísilolíu muni lækka. Frekari
ákvörðun verður tekin á næstu
dögum þegar mál skýrast.
Fram kemur á heimasíðu Olíufé-
lagsins, að heimsmarkaðsverð á
eldsneyti hækkaði mjög mikið í sl.
viku. Þannig hafi tonnið af bensíni
hækkað á Rotterdam-markaði úr
663 dölum hinn 26. ágúst í 862 dali
hinn 1. september eða um 30%.
Olíufélagið ákvað í sl. viku að
hækka verð á bensínlítra um 4
krónur en segir að hækkunarþörfin
hafi verið 8,50 krónur. Þegar sú
ákvörðun var tekin var heims-
markaðsverðið 763 dalir. Olíufélag-
ið segir að ákvörðun um aðeins
fjögurra króna hækkun hafi verið
tekin í þeirri von að verð myndi
lækka fljótlega aftur. Það hafi nú
aðeins gengið að hluta til baka og
raunar hafi það hækkað enn frekar
eftir síðustu ákvörðun. Þess vegna
sé aftur þörf á frekari hækkun,
sem er núna 7 krónur á bensínlítra
og 1,30 krónur á lítra af gasolíuteg-
undum.
Olíufélagið bíður með
frekari hækkanir
TÓMAS Hrafn Jóhannesson og Jakob Fannar Magnús-
son voru við veiðar á Reykjavíkurhöfn þegar ljósmynd-
ari Morgunblaðsins hitti þá að máli. Þeir höfðu veitt
einn kola og voru bara nokkuð ánægðir með feng sinn.
Félagsskapurinn og spennan eru líka aðalatriðið þegar
maður er að veiða, en það spillir að vísu ekki fyrir ef
það bítur eitthvað á öngulinn. Svo er bara að reyna
aftur og þjálfa veiðitæknina.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Tómas og Jakob fengu einn kola