Morgunblaðið - 06.09.2005, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÓLAFUR F. Magnússon, fulltrúi
Frjálslynda flokksins í borgarstjórn,
ætlar að leggja til að Reykjavíkur-
borg leiti eftir viðræðum við önnur
sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu
um sameiningu, á fundi borgarstjórn-
ar í dag. Málið er eitt af stefnumálum
Frjálslynda flokksins í borginni.
„Gamaldags hrepparígur á ekkert
meira rétt á sér á höfuðborgarsvæð-
inu en víða um landið. Við verðum að
horfa á þá staðreynd að Reykjavík og
nágrannasveitarfélögin eru eitt at-
vinnusvæði, og mynda eina skipulags-
lega og samgöngulega heild. Ég held
það flýti því að þetta sé skipulagt með
þeim hætti að það komi heildinni sem
best ef við sameinumst og látum
heildarhagsmunina ráða,“ sagði Ólaf-
ur í samtali við Morgunblaðið í gær. Í
dag eru sjö sveitarfélög á höfuðborg-
arsvæðinu; Reykjavík, Kópavogur,
Garðabær, Hafnarfjörður, Álftanes,
Seltjarnarnes og Mosfellsbær; sem
Ólafur segir
hamla því mjög að
svæðið sé skipu-
lagt í heild. Hags-
munir minni ein-
inga geti þannig
haft áhrif á ná-
granna án þess að
þeir hafi nokkuð
um það að segja.
Auk þess megi
spara mikið fé í yf-
irstjórnum bæjarfélagana með því að
hafa eina sveitastjórn yfir sameinuðu
sveitarfélagi og draga verulega úr yf-
irbyggingu stjórnsýslunnar.
Ólafur tekur þó fram að þó sveit-
arfélögin myndu sameinast muni þau
varðveita sögu og menningarleg sér-
kenni hvers sveitarfélags, og íbúalýð-
ræði innan sameinaðs sveitarfélag
muni tryggja lýðræðislega ákvarð-
anatöku.
Ólafur viðurkennir að ekki séu
miklar líkur til þess að borgarstjórn
samþykki tillöguna á fundi sínum í
dag: „Djarfar og framsæknar hug-
myndir eru oft ekki vinsælar við
fyrstu sýn, og því geta sveitarstjórn-
armenn verið ragir til að takast á við
framtíðina með þessum hætti. En það
er það sem almannahagsmunir kalla á
og ég hef gefið mig út fyrir það að
vinna að almannahagsmunum með
því að vera í pólitík.“
Einnig verður að telja líklegt að til-
lagan muni mæta andstöðu víða í ná-
grannasveitarfélögunum. „Við erum
með þessu að höfða til almannahags-
muna og heilbrigðrar skynsemi. Það
þarf að berjast fyrir þessu, og drop-
inn holar steininn, en við teljum okkur
vera að gera mikið gagn með því að
flytja þessa tillögu, og þess vegna er-
um við að því,“ segir Ólafur.
F-listinn vill sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Eitt atvinnusvæði og
ein skipulagsleg heild
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
Ólafur F.
Magnússon
NJARÐVÍKINGURINN Halldór Gunnars-
son, sem búsettur er í Long Beech í Miss-
isippi, færir hverja gleðifréttina á fætur ann-
arri heim til Íslands með því að hafa uppi á
Íslendingum sem saknað hefur verið svo dög-
um saman eftir að fellibylurinn Katrín gekk
yfir Mexíkóflóa. Í gær hafði hann upp á
Karly Jónu Kristjánsdóttur Legere. Í fyrra-
dag fann hann Lilju Ólafsdóttur Hanch, en
báðar eru þær búsettar í Gulfport í Miss-
isippi.
Karly er á áttræðisaldri og hefur haldið sig
heima hjá sér en vegna sambandsleysis var
ekkert vitað um hana. Varð hún geysilega
fegin þegar Halldór bankaði upp á hjá henni.
Hún býr með manni sínum og sonum og var
því ekki ein síns liðs og er í ágætu yfirlæti.
Að sögn Péturs Ásgeirssonar, skrifstofu-
stjóra utanríkisráðuneytisins, er nú einnar ís-
lenskrar konu saknað, en hún býr í New Or-
leans. Hann sagði í gærkvöldi að erfitt væri
að finna einhvern til að kanna með afdrif
hennar.
Hafði ekki hugmynd
um landa sinn
Halldór Gunnarsson er smiður og múrari
og hefur undanfarin ár unnið í nágrenni við
Karly án þess að hafa hugmynd um að þar
væri landi hans búsettur. Það var ekki fyrr
en utanríkisráðuneytið bað hann um að fara
heim til hennar að honum varð það ljóst. „Ég
hef keyrt fram hjá húsinu hennar í 10 ár án
þess að vita að þar byggi Íslendingur,“ sagði
Halldór í samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi.
Halldór sagði að Lilja Aðalbjörg hefði einn-
ig verið glöð að sjá hann.
„Ég bankaði upp á hjá henni og hún var
ótrúlega glöð að sjá mig, trúði varla eigin
augum,“ segir Halldór. Um hálftíma akstur
er á milli Longbeach og Gulfport og segir
Halldór að samgöngur séu að mestu leyti
komnar í lag. Enn sé þó rafmagnslaust og
ekkert símasamband. Vonast hann til að geta
aðstoðað Lilju við að hringja heim til ætt-
ingja hennar hér á landi.
„Ég spurði hvort hana vantaði eitthvað en
hún sagði að sér liði bara vel eftir allar þess-
ar hremmingar. Það eru smáskemmdir á hús-
inu og vatn flæddi inn en hún var búin að
þurrka allt upp og þrífa hátt og lágt,“ segir
Halldór um heimsóknina til Lilju. Hún á einn
son en eiginmaður hennar er í bandarískri
herstöð í Japan.
Mikið um innbrot
Halldór sagði að líklega hefðu rúmlega 4
þúsund manns farist í Missisippi vegna felli-
bylsins. Heimili hans og fjölskylda sluppu vel
og er ástandið á svæðinu að skána dag frá
degi. En samt er fjarri því að allt sé fallið
ljúfa löð. „Maður er vopnaður á kvöldin því
það eru allir að reyna að brjótast inn,“ sagði
hann.
Halldór geymir hlaðna skammbyssu upp í
hillu hjá sér ef innbrotsþjófar skyldu ráðast
inn en ekki hefur þurft að stugga við óboðn-
um gestum hingað til á heimili Halldórs. Inn-
brotsþjófar ganga um eftir að skyggja tekur
og í fyrrakvöld var reynt að stela rafstöð frá
félaga hans neðar í götunni. Halldór gengur
vaktir ásamt öðrum félaga sínum til að verj-
ast þjófum. Iðulega kemur fólk til að biðja
um vistir en Halldór stendur fast á sínu og
segist þurfa að fæða sín börn áður en röðin
kemur að öðrum. „Matur er farin að tínast
inn í búðirnar en biðraðirnar eru mjög lang-
ar, sérstaklega við bensínstöðvar þar sem
þær eru 5–6 mílna langar.
Í dag var sorpið hirt í fyrsta skipti í viku
og fnykurinn var orðinn mjög stækur í öllum
þessum hita.“
Halldór sagði mjög auðvelt að ferðast á
milli staða í björtu en útgöngubannið tekur
gildi kl. 18 á kvöldin og stendur til kl. 6 að
morgni. Ástandið minnir helst á stríðsástand
vegna allra hermannanna og herþyrlna sem
sveima um yfir byggðunum. „Það eru her-
menn út um allt. Fólk rífst um bensín og
slagsmál eiga sér stað hér og þar.“
Hann sagði börnin ekki fá að fara í skólann
fyrr en eftir jól þannig að það yrði ekkert frí
næsta sumar.
Halldór sagði að framundan sé 4–5 ára
vinna við enduruppbyggingu á svæðinu og
sagðist hann ekki á förum. „Þetta verður allt
í lagi. Ég er Íslendingur og við gefumst ekki
upp.“
Halldór sýndi þá fyrirhyggju skömmu áður
en Katrín reið yfir svæðið að verða sér úti
um litla rafstöð. Hefur hún séð heimili hans
fyrir rafmagni á meðan flestallir í kringum
hann hafa verið rafmagns- og símalausir.
Halldór flutti frá heimabæ sínum, Njarðvík,
til Bandaríkjanna fyrir 12 árum og starfar
þar sem húsasmiður. Næg eru verkefnin fyrir
hann framundan, þar sem þúsundir húsa í
kringum hann stórskemmdust eða eyðilögð-
ust í fellibylnum og flóðunum sem fylgdu í
kjölfarið.
Allt horfið skammt frá
Hann hefur skotið skjólshúsi yfir móður
sína, bræður og tvær fjölskyldur til viðbótar,
sem misstu allt sitt í náttúruhamförunum.
Móðir Halldórs, Þórdís Jónsdóttir Harvey,
bjó í bænum Biloxi í Louisiana. „Hún náði að
bjarga nokkrum myndum og pappírum og
hafði meðferðis smávegis af fötum. Að öðru
leyti er allt farið hjá henni en mikilvægast er
að hún slapp lifandi frá þessu,“ segir Halldór.
Miðja fellibylsins fór að hluta yfir bæinn
Longbeach, þar sem Halldór býr ásamt fjöl-
skyldu sinni, bandarískri eiginkonu og þrem-
ur litlum börnum. Hann segir tjónið gríð-
arlegt allt í kring en sem betur fer hafi húsið
þeirra að mestu sloppið. Náði hann að loka
kirfilega fyrir hurðir og glugga áður en Katr-
ín fór yfir og hafði sá viðbúnaður mikið að
segja.
„Hefði ég ekki verið heima hefði stór hluti
hússins líklega eyðilagst. Við erum það of-
arlega í bænum að við sluppum við flóðin en
hér fimm kílómetrum fyrir neðan okkur er
allt horfið,“ segir Halldór, sem býr í um átta
kílómetra fjarlægð frá ströndinni.
Halldór Gunnarsson hafði uppi á́ tveimur íslenskum konum á flóðasvæðunum í Bandaríkjunum
„Var ótrú-
lega glöð að
sjá mig“
Reuters
Gríðarleg eyðilegging blasir við íbúum flóðasvæðanna sem nú eru sumir hverjir að snúa heim
til að kanna skemmdir húsa sinna. Á myndinni dregur Mike Mire, íbúi í New Orleans, bát á leið
til síns heima. Byssan er að sjálfsögðu með í för, en mikil óöld hefur ríkt í borginni.
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson og
Björn Jóhann Björnsson
SÉRFRÆÐINGAR Rauða kross Íslands í
fjöldahjálp, fimm til tíu manna teymi, eru í
viðbragðsstöðu ef óskað verður eftir að-
stoð þeirra á flóðasvæðunum í suðurríkjum
Bandaríkjanna. Nú þegar eru um 70 slíkir
sérfræðingar á vegum Rauða krossins í
Evrópu, Mexíkó og Kanada á leiðinni til
Bandaríkjanna.
Að sögn Konráðs Kristjánssonar, verk-
efnisstjóra hjá RKÍ, hefur Rauði krossinn í
Bandaríkjunum tekið jákvætt í boð RKÍ um
að senda sérfræðinga héðan vestur um haf.
Kristján segir RKÍ hafa yfir góðu fólki að
ráða með mikla reynslu í fjöldahjálp. Ekki
sé ólíklegt að Bandaríkjamenn muni þurfa
á aðstoðinni að halda við að hýsa fólk sem
misst hefur heimili sín, fæða það og klæða.
Konráð segir þetta vera stærstu neyð-
araðgerð í 125 ára sögu bandaríska Rauða
krossins. Þúsundir sjálfboðaliða starfa á
flóðasvæðunum. Hafa samtökin nú náð að
hýsa hátt í 100 þúsund manns á 300 stöðum
í níu ríkjum Bandaríkjanna.
Tekið við fjárframlögum
Að sögn Konráðs hefur bandaríski Rauði
krossinn fyrsta kastið aðallega óskað eftir
fjárstuðningi annarra landa. Af því tilefni
tekur Rauði kross íslands við fjár-
framlögum á bankareikningi sínum nr.
1151-26-12, kennitala 530269-2649. Einnig
er hægt að leggja til fjármagn beint til
bandaríska Rauða krossins, á vefnum redc-
ross.org
Sérfræðingar Rauða kross
Íslands í viðbragðsstöðu