Morgunblaðið - 23.09.2005, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 23.09.2005, Qupperneq 4
4 B FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ bílar NÝR Suzuki Swift kom á markað hérlendis sl. vor og vakti athygli fyrir laglega útlitshönnun. Bíllinn er hannaður með þarfir Evrópubúa í huga. Hann er þess vegna há- byggður og rýmið að innan er meira en menn í fyrstu hyggja. Við höfum prófað bílinn með 1,5 l bens- ínvélinni en auk þess er hann fáan- legur með 1,3 l bensínvél og núna er hann kominn hingað með 1,3 lítra dísilvél. Hannaður með þægindi í umgengni í huga Það er ekki algengt að sjá smá- bíla með dísilvélum en kosturinn við þær er auðvitað sérlega lítil eyðsla og þá um leið hagstæður rekstur. Dísilbíllinn er að öllu leyti alveg eins og bensínbíllinn, nema hvað hann er með 68 hestafla 1,3 lítra samrásardísilvél sem byggð er á Fiat Multijet-vél. Þótt dísilgerðin verði ekki til þess að trufla mikið markaðinn hérlendis er þetta mjög mikilvæg útfærsla fyrir Suzuki, því vænta má að dísilbíllinn auki mjög eftirspurn eftir Suzuki Swift í Evr- ópu. Suzuki hefur ekki verið stór- tækt í dísilvélum en nú bregður svo við að þær eru fáanlegar í næstum alla bíla fyrirtækisins. Léttleiki í innanrýminu Swift er einn þessara smábíla sem samsvara sér óvenjulega vel. Þar ræður kannski mestu mikið hjólhaf og sporvídd, há hliðarlína og stórir gluggafletir. Að sumu leyti minnir hönnunin á Mini en Swift er þó umtalsvert hábyggðari. Þetta byggingarlag gerir það líka mjög auðvelt að umgangast bílinn. Maður sest inn í hann án þess að þurfa að bogra og fótarými í fimm dyra útfærslunni er ágætt. Þar geta tveir fullorðnir ferðast í þæg- indum. Það er léttleiki líka yfir innan- rýminu í nýjum Swift. Þegar sest er inn verður vart við stærstu breytinguna; Swift hefur breyst úr litlum þröngum smábíl í afar rúm- góðan borgarbíl. Það er t.d. óvenjuhátt til lofts í bílnum sem er mikill kostur, ekki síst í aftursæt- um, og auðveldara er fyrir vikið að ganga um bílinn; setjast inn í hann og fara út úr honum. Eins og al- gengt er í smábílum er mikið um plast í innréttingum, t.a.m. eru hurðarhúnar að innan úr harð- plasti. Farangursrýmið er að sönnu ekki mikið, frekar en í öðrum bíl- um í þessum stærðarflokki, en með því að fella niður sætisbökin og velta síðan sætunum upp að fram- sætisbökunum skapast gott pláss fyrir talsverðan farangur; fer úr 213 lítrum í 562 lítra. Sömuleiðis er sætastaðan í bílnum hærri sem eykur bæði yfirsýnina út úr bílnum og gerir langan akstur síður þreyt- andi. Smekklegur frágangur er á öllu í innanrýminu; stýrið komið með fjölrofastillingar, innbyggð hljómtæki eru með gegnsæjum plastglugga. Hljóðlát og togmikil dísilvél Dísilvélin í Swift er sérstök vegna smæðar sinnar. Hún er 16 ventla og með samrásarinnspraut- un og eyðslan er uppgefin 4,6 lítrar að meðaltali. Þetta er því sannkall- aður sparibaukur á tímum elds- neytisverðs sem í hámarki. Með þessari vél er bíllinn 68 hestöfl. Það verður að koma vélinni upp á dálítinn snúning ef menn vilja ekki sitja eftir þegar græna ljósið kviknar, en togið er mikið og bíll- inn léttur og þess vegna þægilegur og lipur bæði á stuttu sprettunum innanbæjar og í langkeyrslu. Þetta er þýðgeng vél og hljóðlát. Við hana er tengd afbragðsgóð fimm gíra handskipting. Swift er á verði frá 1.479.000 kr. og þá með 1,5 lítra bensínvél og handskiptur en í dísilgerðinni kost- ar hann 1.619.000 kr. Í þessu verð- dæmi sést greinilega munurinn á innkaupsverði bensínbíls og dísil- bíls í sömu vörugjaldsflokkum; 120.000 kr. í þessu tilviki. Þar sem dísilbíllinn eyðir nokkru minna en bensínbíllinn og dísilolían er lítið eitt ódýrari en bensínið þarf að reikna dæmið til enda ef hagsýn- isástæður ráða bílkaupunum. Und- irritaður er ekki vafa um að Swift með dísilvélinni gæti komið mörg- um á óvart sem ekki hafa hingað til verið hallir undir dísilvélar. Swift er vel búinn í grunninn og laglegur er hann að innan. Dísilvélin er ekki nema 1,3 lítrar en skilar 170 Nm togi. Harðplast er í hurðarhúnum og rafstýrðir gluggar að framan. Swift sparigrís með dísilvél Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Swift er frísklega hannaður smábíll, hábyggður og stöðugur á vegi. Há hliðarlína, stórir gluggafletir og mikið hjólhaf einkennir bílinn. Afturhlerinn opnast hátt og þægilegt er að umgangast skottið. Vél: 4 strokkar, 1.248 rúmsentimetrar, samrás- arinnsprautun, 16 ventlar. Afl: 68 hestöfl við 4.000 snúninga á mínútu. Tog: 170 Nm við 2.000 snúninga á mínútu. Gírkassi: Fimm gíra handskipting. Hröðun: 14,2 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km. Hámarkshraði: km/klst. Lengd: 3.695 mm. Breidd: 1.690 mm. Hæð: 1.500 mm. Farangursrými: 213–562 lítrar. Eigin þyngd: 1.065 kg. Hemlar: Kældir diskar að framan, tromlur að aftan. Eyðsla: 5,7 lítrar innanbæjar, 4,6 lítrar í blönduðum akstri. Verð: 1.599.000 kr. Umboð: Suzuki bílar hf. Suzuki Swift GL Diesel REYNSLUAKSTUR Suzuki Swift Eftir Guðjón Guðmundsson gugu@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.