Mánudagsblaðið - 14.12.1981, Page 10

Mánudagsblaðið - 14.12.1981, Page 10
1 0 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 14. des. 1981 MEIRA UM SKIPULAGDA GLÆPASTARFSEMI Framh. af 9. síðu var hann að kaupa sér vernd, sem var nokkuð, sem hann þurfti oft á að halda á sínum stutta ferli. Lánaði fé Þegar hann var búinn að safna sér í smá „sjóð“, fór hann að lána þeim, sem voru féþurfi til að svala spilafýsninni, þannig að lántakand- inn fékk vikufrest til að borga fímm dollara fyrir hverja fjóra, sem Roth- stein lagði út. Þegar svo vildi til, óhjákvæmilega, að einhver gat ekki endurgreitt lánið, beitti Rothstein valdi. Monk Eastman, einn af keppinautum Owney Maddens, var „rukkari" hjá honum. Þetta var fyrsti fjáröflunarvegur Rothsteins - og átti síðar eftir að eflast í milljarða dollara veldi. Peningaokur hefur að sjálfsögðu verið við lýði frá upphafi mannlegra viðskipta, en það var Rothstein, sem lagaði það eftir nútímaástæðum og gerði það að þætti í fjármálalífi þjóðarinnar. Arið 1971 gerð rannsóknarnefnd þingsins undir forsæti McClellans töluvert veður út af „nýrri“ tegund af fjármálahneyksli - þjófnaði dýrmætra veðbréfa frá verðbréfa- sölum í Wall Street. Það var Arnold Rothstein, sem lagði drögin að auðgunarbrotum af þessu tagi þegar árið 1918. I fyrri heimsstyrjöldnni voru það ríkisskuldabréf, sem tóku að hverfa í stórum stíl. Sendisveinar, sem fluttu bréfm frá verðbráfasölunum til bankanna, voru barðir og rændir sumir hverjir. Lögregluna grunaði fljótlega, að einhver „heili“ væri hér að baki, og hefði tryggt sér samvinnu margra sendisveinanna. Milljónaþjófnaður Ýmis gögn bentu til „Hr. Arnolds“, og þegar þjófnaðurinn fór að nema milljónum, tók að bera á röddum sem heimtuðu handtöku. Þegar hér var komið sögu, var Rothstein búinn að kaupa sér vernd á ýmsum stöðum, og honum tókst að koma sökinni á James W. Arnt Stein, sem kvæntur var Broadway stjörnunni Fanny Brice. Almenn- ingur og lögreglan þekkti hann undir nafninu Nicky Arnstein. A síðustu stundu kom Rothstein boðum til Nickys um að flýja borgina. Arnstein flýði til Cleveland, sem jafnvel þá hafði orð á sér sem „öruggur bær“ fyrir afbrotamenn. Það var ef til vill nú í fyrsta sinn sem útlínur glæpahringa fóru að koma í ljós. Tveir dularfullir peningamenn, sem síðar meir urðu aðal tengiliðir Clevelandhrings við bankanna, urðu sannir að sök að hafa heft sam- vinnu við New York-mennina við .að koma stolnu skuldabréfunum í umferð. Sam Haas, fyrrum aðstoð- armaður McGintys í blaðsölustríð- unum, hinn var annar félagi Sam Haas, E.P. Strong. LögreglaníNew York kvartaði beisklega yfir því, „að áhrifamiklir stjórnmálamenn í Cleveland væru í nánum tengslum við félaga Arnsteins um að ráðstafa meira en tveggja milljóna dollara virði af stolnum skuldabréfum“. Að stjórnmálamenn í New York höfðu nána samvinnu við Rothstein við þjófnaðinn kom hvergi í ljós. Um síðir, þegar Rothstein var búinn að breiða vandlega yfír sína eigin hlutdeild, lét hann flótta- manninn hafa 100 þúsund dollara í lausnargjald og sinn eigin lögfræð- ing, William Fallon, málsvarann mikla, sem verjanda. Nicky kom aftur til New York og var þegar leiddur fyrir rétt. Meðan ungfrú Brice og Fallon biðu í nærliggjandi bar eftir því að honum yrði sleppt, stal einhver bílnum hennar, sem stóð fyrir utan. Bareigandinn var ekki samvinnu- þýður fyrr en honum var sagt að ungfrú Brice væri undir verndar- væng Arnolds Rothstein. Fimmtán mínútum síðar var bílnum skilað og Monk Eastman baðst persónulega afsökunar. Piltarnir hans höfðu ekki vitað að eigandinn var „vinur A.R.“ Afengi og eitur Árum saman voru hin stolnu bréf að skjóta upp kollinum á víð og dreif. Sum í Englandi, Kanada og Kúbu til greiðslu á áfengi, en önnur komu í ljós í Frakklandi og Sviss og þá sem greiðslur fyrir eiturlyf. Því að Arnold Rothstein átti eftir að skipuleggja fyrsta áfengissmyglið í stórum stíl, og sömuleiðis alþjóðlega eiturlyfjasmyglið eftir að hann hætti við áfengið. En þrátt fyrir margvísleg afrek, er hans nú á dögum einkum minnst sem mannsins, sem falsaði úrslitin í bandarísku baseballkeppninni árið 1919, en það hneyksli hafði nærri riðið þessari þjóðaríþrótt Banda- ríkjanna að fullu. Svindlið byggðist á því, að Rothstein mútaði báðum liðunum í úrslitakeppninni til að skora allt önnur stig en búist var almennt við. Síðan hafa svipuð hneyksli komið upp í baseball og öðrum atvinnuíþróttum, en það bar Arnold Rothstein, sem var braut- ryðjandinn. MANUDAGSBLADID Það er talið. að vikublöð séu vandlegar lesin en dagblöð. og þess vegna er Mánudags- blaðið gott auglýsinga- blað Síminn er 13496 Alþjóðaávísanir f ljótvirkur og öruggur greiðslumáti Landsbankinn hefur hafið sölu á alþjóðlegum peningaávísunum (Intematíonal Money Orders). Þær eru einfaldar í meðferð og eru tafarlaust innleystar í hvaða banka sem er. Alþjóðaávísanir henta vel tíl: Peningasendinga til ættíngja og vina erlendis, þ. á. m. yfirfærslu námskostnaðar. Greiðslu áskriftargjalda. Kaupa á bókum og tímaritum. Innborgunum vegna pantana á gistíngu erlendis. Þessar alþjóðaávísanir em ekki ætlaðar til greiðslu á ferðakostnaði. Alþjóðaávísanir eru afgreiddar samstundis í gjaldeyrisdeildum bankans. Kaupandr setur þær sjálfur í póst og heldur eftir afriti fyrir sig. Aðrar nýjungar í gjaldeyrisþjónustu Landsbankans em VISA greiðslukort og VISA ferðatékkar. Kynnið ykkur gjaldeyrisþjónustu Landsbankans. LANDSBANKINN Banki allm landsmanna

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.