Mánudagsblaðið - 21.12.1981, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 21.12.1981, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 21. des. 1981 landsmönnum öllum egra jóla árs og friðar. m viöskiptin á liðnum labótafélag Islands smöin um land allt. Seljaútibú BÚNÁÐARBANKANS tekur til starfa 11. desember Afgreiðslutími mánudaga til föstudaga kl. 09.15—16.00 Síðdegisafgreiðsla fimmtudaga kl. 17.00—18.00 ★ Við bjóðum Seljahverfinu alla ínnlenda bankaþjónustu ★ Við reynum að miða aðbúnað og þjónustu fyrst og fremst við einstaklinga og fjölskyldur ic Starfsfólk reynir að sýna viðskiptamönnum lipurð og skilning í öllum afgreiðslum ★ Við bjóðum björt og notaleg húsakynni án hefðbundinnar formfestu ic Við bendum á, að Búnaðarbanki íslands er annar stærsti viðskiptabanki þjóðarinnar og einn traustasti hornsteinn íslenzkra peningamála ★ Athygli er vakin á því, að útibúið starfar til bráðabirgða í núverandi húsnæði og bíður eftir aðstöðu í verzlunar- og þjónustumiðstöð Seljahverfis ★ Við bendum á, að Skógarsel hefur nýlega veríð gert að aðalbraut og biðjum viðskiptamenn að gæta varúðar í umferðinni ★ Loks bjóðum við viðskiptamenn velkomna f útibúið. Það verður heitt á könnunni í skammdeginu. Jón Sigurðsson útibússtjóri Sigurður Karlsson gjaldkeri Gerður Daníelsdóttir Sigríður Stefánsdóttir bókari bókari bCnaðarbanki íslands SELJAÚTIBÚ Stekkjarseli 1 (á horni Stekkjarseis, Stokkasels og Skógarsels) Sími78855 FRJÁLST ÚTVARP Mánudagur 14. des. 1981 MÁNUDAGSBLAÐIÐ '3 FRJALST UTVARP -Þegar við ræðum um frjálst útvarp, er átt við hvort tvggja, bæði sjónvarp og hljóðvarp, sagði Guðmundur H. Garðars- son fyrrv. alþm. þegar við báðum hann um nokkur orð um málefnið, en hann hefur sem kunnugt er verið mjög framar- lega í flokki talsmanna frjálsrar útvarpsstarfsemi. -Og þó við nefnum útvarpið frjálst, ætlumst við til að settar séu eðlilegar leikreglur bæði með löggjöf og reglugerð um það með hvaða hætti menn geti öðlasyétt til útvarpsreksturs og hvaða reglum þeir skuli hlýta við reksturinn. Við höfum sett okkur ákveðnar reglur í samskiptum og slíkt myndi ekki síður gilda varðandi frjálst útvarp. Óhjákvæmilegt er að einhverjir aðilar eða stofnanir hins opinbera hefði á höndum leyfisveitingu til slíks rekstrar. Það mætti hugsa sér Póst og síma eða samgöngumála- ráðuneytið sem leyfisveitendur að fullnægðum ákveðnum skilyrðum. -Á sama hátt og við þurfum að gera í samneyti við annað fólk, gengjust menn þar undir ákveðnar skuldbindingar um að þetta tæki, hljóðvarpið eða sjónvarpið yrði ekki misnotað til skaða. Hver hefur áhuga? Hvaða aðilar myndu hafa áhuga og bolmagn til að setja upp hljóðvarpsstöðvar? -Þeir, sem eitthvað þekkja til málanna, vita að það er tiltölulega ódýrt að setja upp hljóðvarpsstöðv- ar og krefst ekki sömu tækni, mannafla, þekkingar né íjármagns og sjónvarp. Hugsanlegir þátttak- endur í hljóðvarpsrekstri eru því mun fleiri en sjónvarps. -Hvað snertir hljóðvarpsrekstur held ég ætti að stefna að því að sett yrði á laggir önnur stöð, sem næði til alls landsins, og maður gæti hugsað sér að væri í eigu almenningshluta- félags þar sem settar væru takmarkanir á það hvað einn aðili mætti eiga stóran hlut. Þetta kæmi í veg fyrir að fáir, stórir yrðu ráðandi aðilar. Slík stöð myndi veita ríkis- útvarpinu ákveðna samkeppni. -Auk þess finnst mér það liggja í augum uppi, að staðbundnar stöðvar myndu henta vel á Islandi. Þá á ég við í stærri kaupstöðum eða þéttbýliskjörnum. Þar myndu eiga hluti kaupstaðurinn sjálfur, ýmis fyrirtæki, bæði samvinnu- og einkafyrirtæki og svo einstaklingar. Auk þess myndi ríkið svo koma inn í myndina með þátttöku skólanna í dagskránni. Ég býst við að þörf yrði fyrir einar sex, sjö stöðvar af þessu tagi á landinu. • • Onnur sjónvarpsrás En ef við snúum okkur svo að sjónvarpi? -Já, eftir því, sem ég veit best, er nú orðin nauðsyn að endurnýja tækjabúnað endurvarpsstöðva sjón- varpsins. Því finnst mér að nú ætti að nota tækifærið, þegar sett yrði á laggirnar ný sjónvarpsstöð, að hún myndi taka þátt í enurnýjun stöðv- anna ásamt ríkissjónvarpinu og geta síðan nýtt þær líka. Jafnframt yrði endurvarpskerfið stórbætt. Þannig yrðu rásirnar tvær, önnur ríkisrekin en hin frjáls, eins og við nefnum það. -Ég held að ríkissjónvarpið okkar myndi áfram gegna því hlutverki, sem það gerir nú, að viðbættu mjög auknu kennsluefni. Hin nýja rás myndi síðan þjóna betur hinum daglegu kröfum fólksins um ýmsar nýjungar og tilbreytingu, yrði það sem við getum kallað léttara. -Ég held að það sélífsspursmál að frelsa bæði sjónvarp og hljóðvarp úr höndum stjórnmálamanna. Mér finnst tímaskekkja að stjórnmála- menn skuli ekki gera sér ljóst, að það á ekki að vera þeirra hlutverk að skammta fólki menninguna gegn um hljóðvarp og sjónvarp, á þann Ólafur Hauksson ritstjóri er einn þeirra yngri manna, sem hvað mest hafa kvatt sér hljóðs og talað fyrir frjálsum útvarps- rekstri. Við áttum stuttleg orðaskipti um málefnið á dögunum. -Viðhorfin í þessu máli hafa gjörbreyst á svo ótrúlega stuttum tíma, sagði Ólafur - Um síðustu áramót töldu flestir, sem fjölluðu um frjálst útvarp á Islandi, að slíkt yrði aldrei að veruleika á íslandi. En vídeó- æðið kom þarna a.m.k. til góðs og hefur meðal annars haft áhrif í þá átt að nú eru allir að heita má sammála um að afléttia einkarétti ríkisútvarpsins. Valdamissir -En hvað þá tekur við? Jú, við óttumst einna helst að embættis- menn og þingmenn þori ekki að missa völdin yfir þessum fjölmiðli, og þeir stefni því að því að láta ríkið reka þær hlóðvarpsstöðvar, sem huganlega fengist leyfi fyrir. Ekki yrði það til bóta, svo mikið er víst. -Þú spyrð um frjálst útvarp. Auðvitað er ekki ætlunin, að hvaða Pétur eða Páll geti fengið sér sendi og sett upp stöð. Gert er ráð fyrir og verið að vinna að tillögum að því að það þurfi að sækja um leyfi og upp- fylla ákveðin skilyrði, ef til vill til einhvers úthlutunarráðs á vegum stjórnvalda. Við viljum í raun setja fram strangar reglur um rekstur útvarps. Engin ógnun -Ég held ekki að þetta myndi ógna Ríkisútvarpinu. Það yrði eftir sem áður ómissandi fjölmiðill. Stað- bundnar stöðvar myndu ekki minnka notagildi þess neitt. Sennilega myndi fljótlega eftir að einkaleyfmu væri aflétt bætast við stór hljóðvarpsstöð á Reykjavíkur- svæðinu, þar sem byggt væri á upp- lýsingum hver konar, léttri tónlist og auglýsingum. Þá gætum við hugsað okkur stöð rekna af trúfélagi, aðra sem miðuð væri við sérstaka tónlist svo til eingöngu, og flytti þá jafnvel engar auglýsingar, heldur væri fjármögnuð á annan hátt og svo mætti raunar lengi telja. Síðan myndu staðbundnar stöðvar í þétt- býliskjörnum úti á landi verða þjón- ustustöðvar við svæðin og annast hvers konar skilaboðaþjónustu, tilkynningar til íbúa, orðsendingar frá fyrirtækjum og stofnunum staðanna, jafnvel þætti úr skólum og svo útvarpa músik á milli. Allt unga fólkið er fylgjandi frelsinu - en stjórnmálamenn hafa ekki enn áttað sig sem skyldi. segir Guðmundur H. Garðarsson í viðtali um frjálst útvarp veg, sem þeir gera nú. Með þeim, hætti, sem við ræðum hér um, yrði bætt um betur. Fólk lætur sér ekki gamla háttinn lynda öllu lengur. Hugsunarhátturinn er gjörbreyttur frá því fyrir þrem, fjórum áratugum. Nútímafólk hefur mun mótaðri skoðanir og þekkir þarfir sínar í þessu efni langtum betur en t.d. ég sem stjórnmálamaður. Fékkst enginn -Annars má ég til með að geta þess hér, að árið 1976 kom ég með Guðmundur H. Garðarsson tillögu á Alþingi um afnám einkaréttar ríkisútvarpsins. Þá fékkst enginn samþingmanna minna til að skrifa upp á slíkt, svo ég bar hana fram einn. Og auðvitað fékkst engin umræða um málið heldur. Síðan eru ekki nema fimm ár og nú eru þessi mál í brennidepli. Hefði hins vegar verið tekið á málinu fyrir fimm árum af framsýni, væri ekki hið hrikalega vídeó-vandamál upp risið núna, því að þá hefði fyrirfram verið búið að beina þeim málum í ákveðinn farveg, án þess að ég sé að tala um að banna eitt eða neitt. Aðeins að setja reglur til þess að auðvelda málin. En hvað um auglýsingar, sem menntamálaráðherra segir að ríkis- útvarpið verði að hafa einkarétt á áfram? -Auðvitað verða frjálsar útvarps- s’öðvar að byggjast á auglýsingum. Við breytinguna verður að setja ríkisútvarpið inn á fjárlög. Það er óeðlilegt að einokunaraðili, ríkisút- varp, skuli þurfa að byggja rekstur sinn á auglýsingatekjum, sem eru óákveðnar. En hverjir myndu taka sig saman og setja upp nýja sjónvarpsstöð? -Ég hef hugsað það talsvert, og held það yrði að vera opið hlutafélag með takmörkunum á eignahlut, mjög ströngum, og þannig búið um hnúta að á hverju ári séu möguleikar fyrir nýtt fólk að kaupa sig inn. Þetta táknað ákveðna aukningu á hlutafé árlega. Þetta ætti að geta verið ferskt í tíu til tuttugu ár, en síðan veldur hver á heldur, og að þeim tíma liðnum mætti endurskoða hlutina. Fjögur, fimm ár Hvenær gætu irjálsar sjónvarps- eða utvarpssendingar hafist? -Ég fæ ekki séð neinn vilja hvað snertir sjónvarp. Og verið er að ræða um staðbundnar hljóðvarpsstöðvar undir hálfopinberu eftirliti sveita- stjórna og ríkisútvarpsins. Það var ekki markmiðið. Núverandi sam- setning Alþingis skaparekki þennan möguleika, sem verið er að ræða. Aftur á móti, þegar búið er að breyta kosningalögunum, held ég að komi til skjalanna á Reykjavíkursvæðinu nýtt fólk, sem muni breyta þessu. Auk þess held ég, að unga fólkið úti á landi sé mjög fylgjandi frjálsu útvarpi, en ég held líka, að stjórnmálamennirnir, sem eru fulltrúar þessa fólks, hafi ekki áttað sig sem skyldi í þessu efni. Vegna alls þessa getur verið um að ræða f)ögur, fimm ár, þar til frjálst útvarp sér dagsins ljós, en tæplega lengri tíma. Almenningur á bylgjuna nú er að þrýsta á þingmenn -Það er almenningur, sem á útvarpsbylgjuna og almenningur vill frjálst útvarp. Það er því fyrsta skrefið, eins og málin standa i dag, að fólk sameinist um að beita þing- menn sína þrýstingi. Þetta á jafnt við um fólk í þéttbýli og dreifbýli. Það er hætt við að stjórnmálamenn- irnir vilji ekki missa tökin, en almenningur getur losað þau ef hann vill. Dagskrá einn dag Hvernig gæti dagskrá eins dags í hljóðvarpsútsendingu stórrar stöðv- ar á Reykjavíkursvæðinu litið út? -Ég get ímyndað mér, að slík stöð myndi fyrst og fremst gegna ýmis konar þjónustu við hlustendur sína. Líklega myndi þar líka leikið mikið af léttari rhúsik. -Dagskráin myndi hefjast snemma, líklega um kl. 7 og þá með einhverjum almennum fréttum, veðri fyrir svæðið og upplýsingum um færð. Svo verður allt í einu árekstur á Breiðholtsbrautinni og allt er stopp - þá útvarpar stöðin fréttum um það og ráðleggur mönnnum að aka heldur gegn um Kópavog á leið sinni í Breiðholtið. Þetta er tekið sem dæmi, sama dæmi hefur verið notað áður í þessu sam- bandi, svona rétt til að skýra fyrir fólki hvað átt er við. -Áfram skulum við halda með hugsanlega dagskrá. Eftir er að nefna hina ýmsu þætti, framreidda af atvinnumönnum eingöngu, viðtöl og stuttar frásagnir í þá veru að fræða fólk um það sem er að gerast á líðandi stund. Eftirmiðdagstónleik- ar með spjalli eru líklegt efni. Ólafur Hauksson fylgist með útsendingu hjá KZEL útvarps- stöðinni í Oregon í Banda- rikjunum, en Ólafur hefur kynnt sér útvarpsrekstur víða. Sá við hljóðnemann cr dagskrá- stjóri stöðvarinnar. Fyrir einu ári voru menn í vafa - nú er fylgið við frjálst útvarp svo að segja óskipt, segir Olafur Hauksson -En um það leyti, sem flestir eru á leið heim úr vinnu, yrði sennilega meira um upplýsingar, tilkynningar hvers konar varðandi umferð og svo auglýsingar frá fyrirtækjum, sem vildu fá menn til að heimsækja sig í leiðinni heim. -Að kvöldi get ég séð fyrir mér meira af sérþáttum, tónleika, samtalsþætti, heimsóknir og þætti um alla skapaða hluti. Einnig t.d. myndi vafalaust verða um samskipti við aðrar stöðvar að ræða og skipst á þáttum. -Um fjölda starfsmanna? Já, líklegur fjöldi starfsfólks á hljóð- varpsstöð af millistærð, sem þjónaði Reykjavíkursvæðinu, álítum við að sé 10-14 starfsmenn alls. Ég veit um stöð í Bretlándi, sem þjónar 250 þúsund manna svæði, eða álíka mörgum og Islendingum öllum og útvarpar 17 tíma á dag blönduðu efni. Þar eru 25 starfsmenn. Kannski er það ekki sambærilegt, en svona til viðmiðunar eru fastráðnir starfsmenn hljóðvarpsins okkar rúmlega 100 talsins, fyrir utan alla lausráðna starfsmenn, sem annast mikinn hluta dagskrárinnar, þeirrar sem er unnin í þáttum. FRJÁLST ÚTVARP

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.