Mánudagsblaðið - 21.12.1981, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 21.12.1981, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 21. des. 1981 NÝJAR BÆKUR Togaraöldin Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. hefur gefið út bókina TOGARA- ÖLDN, eftir Gils Guðmundsson en er þar um að ræða 1. bindi í ritverki er fjalla mun um mesta byltingar- skeið íslcnskrar atvinnusögu. Ber bókin undirtitilinn „STÓRVELD- ISMENN OG KOTKARLAR.“ Nú eru nær þrír áratugir síðan Gils sendi frá sér hið mikla ritverk „SKÚTUÖLDIN“, en það ritverk var síðan endurútgefið fyrir nokkrum árum i fímm bindum. Munu flestir Islendingar kannast við þetta mikla ritverk Gils, sem geymir itarlega frásögn um skútu- aidartímabilið á Islandi. TOGARAÖLDINNI er ætlað sama hlutverk og mun í þessu ritverki verða rakin saga togara- útgerðar á og við Island frá upphafi fram undir okkar daga. í 1. bindinu „STÓRVELDIS- MENN OG KOTKARLAR" er fjallað um það tímabil þegar erlendir menn, einkum Bretar, en einnig Þjóðverjar, Frakkar og Hollendingar tóku að beina togara- flota sínum á Islandsmið. Jörvagleði Út er komin skáldsagan JÖRVA- GLEÐI eftir Guðmund Halldórs- son frá Bergsstöðum. Guðmundur er löngu landsþekktur rithöfundur, og hafa áður komið út eftir hann bæði skáldsaga og smásagnasöfn. Síðasta skáldsaga hans á undan þessari var „Þar sem bændurnir brugga í friði“, en hún kom út árið 1978. I hinni nýju bók sinni, JÖRVA- GLEÐI, fjallar Guðmundur um umbrotatíma í íslensku sveitalífi og þau nýju viðhorf sem skapast þegar stóriðja og stórvirkjanir koma til umræðu og álita. Þessi má eru nú mjög ofarlega á baugi á Islandi, og sýnist sitt hverjum, rétt eins og söguhetjunum í bók Guðmundar. Útgefandi eru Örn og Örlygur. CharlesDarwin og þröui\arKen.m*\gi«\ JolmClumclhr Fmmtóir sögunnar Charles Darvin Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur gefið út bókina CHARLES AÐ NÖTAÐUR VOLVO , GETIVERÐ BETRI ENNÝRBILL AF ANNARRIGERÐ! xw^ STAÐREYNDIRNAR STAÐFESTA RESSA EULLYRÐINCU: ENDINC: Meöalaldur Volvo er 19,3 ár. Ress vegna er nýlegur Volvo svo sannarlega framtíöarbíll. ENDURSALA: Fáir geta státaö af auðveldari og hagstæöari endursölu en Volvo eigendur, enda kaupa menn Volvo afturog aftur. Um 80% þeirra sem keyptu nýjan Volvo hjá okkurá síöasta ári höföu átt Volvo áöur. ÖRYCGI: Volvo hefur ætíö veriö í fararbroddi í öryggismálum. Notaöur Volvo er því jafn öruggur og flestir nýir bílar annarra framleiöanda. Suöurlandsbraut 16 • Simi 35200 Gómsætir sjávarréttir DARWIN og þróunarkenningin eftir John Chancellor i islenskri þýðingu Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum. Bókin er í bókaflokki um Frömuði sögunnar og Frömuði landafunda, en áður hafa komið út hjá Erni og Örlygi átta bækur í þeim flokki. Hver og ein bók er þó sjálf- stæð. Bókin um CHARLES DARW- IN er prýdd fjölda mynda, bæði svart- hvítra og litmynda, sem m.a. skýra kenningar Darwins, en á sínum tíma olli hann miklu fjaðrafoki og reiði er hann setti fram hina byltingarkenndu kenningu sína um þróun lífsins í bókinni „Uppruni tegundanna" Komin er út bókin 220 GÓM- SÆTIR SJÁVARRÉTTIR eftir Kristínu Gestsdóttur og hefur Sigurður Þorkelsson myndskreytt bókina. Eins og nafn bókarinnar ber með sér er hér um að ræða uppskriftir af sjávarréttum, en höfundurinn hefur á undanförnum árum prófað sig áfram í eigin eldhúsi og segir hún í formálsorðum bókarinnar að það hefði án efa þótt fremur skrýtið uppátæki fyrir nokkrum árum að gefa út sérstaka bók um íslenska fiskrétti. „Allir vissu hvernig átti að sjóða og steikja fisk, eða var það ekki? Fólk leitaði lítið eftir tilbreytingu við matreiðslu úr fiski, því fískur var „bara fiskur“.“ „Á síðustu árum hefur viðhorf fólks breytst hvað þetta snertir og því var orðin þörf fyrir bók um íslenska fiskrétti, enda er fiskur herramannsmatur, sé hann rétt meðhöndlaður og matreiddur. Þess utan er fiskur mjög næringar- ríkur og ekki fitandi, jafnvel feitasti fiskur." Útgefandi Örn & Örlygur. SKIPTIBÓK Félag íslenskra bókaverslana hefur nú fyrir nokkru tekið upp þá nýbreytni að merkja á sérstakan hátt allar bækur sem verslanir innan félagsins selja. Merkið er lítili miði sem límdur er aftan á bækurnar. Á miðanum er merki félagsins og ortið skiptibók. Með þessum límmiða vill félag íslenskra bókaverslana vekja athygli á þeirri þjónustu sem versl- anirnar veita þegar þær skipta bókum hver fyrir aðra. Bók sem ber auðkennið skiptibók er hægt að skipta í hvaða bókaverslun innan félagsins sem vera skal. Miðinn er þannig ekki aðeins til marks um góða þjónustu bókaverslananna, heldur er hann um leið nokkurs konar gæðastimpill á bókina sem gjafavöru. Skiptibækurnar fást aðeins i bókaverslunum. (Frétta- tilkynning frá Félagi íslenskra bókaverslana). davé' wvvn An6 —l2rn6tra Unsuse^ semte^ grar\\nsu Kven\u^yóenda, ,n\eQ^- Verð 735,- ári^:^ewaapps^^f' mö9^anntfotran"'’"a' ;yW.ur __ 09 vé’wn HANS PETERSEN HF BANKASTRÆTI GLÆSIBÆR AUSTURVER Umboösmenn S: 20313 S: 82590 S: 36161 umalltland

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.