Mánudagsblaðið - 21.12.1981, Blaðsíða 11

Mánudagsblaðið - 21.12.1981, Blaðsíða 11
Samkeppni um hönnun jólafrímerkis Frímerkjaútgáfunefnd á vegum Póst- og síma- málastofnunarinnar efnir til hugmyndasamkeppni um „Jólafrímerki 1982“ í samvinnu við F.Í.T., Félag íslenskra auglýsingateiknara. Gert er ráð fyrir tveimur verðgildum með samstæðu þema og er frjálst að skila tillögum að öðru eða báðum. Stærð merkisins skal vera 26x36 mm. • Teikningum skal skilað í minnst f jórfaldri og mest sexfaldri stærð á karton að stærð A4. Teikningarnar skulu gefa sem gleggsta mynd af útliti merkisins. Merkin verða prentuð í allt að 6 lita djúpþrykki („sólprent”). Athygli skal vakin á því að sé negatívt eða hvítt letur látið ganga í gegnum marga liti, skapar það erfiðleika í prentun. Verðgildi merkisins verður þriggja stafa tala. Áletrun: ÍSLAND, Jól 1982. ^ Ritari og trúnaðarmaður keppninnar er ** * Rafn Júlíusson h já Pósti og síma við Austur- völl í Reykjavík (póstfang: Pósthólf 270, 121 Reykjavík) (sími 26000) og veitir hann nánari upplýsingar ef óskað er. 1 Tillögum skal skilað fyrir 15. febrúar 1982 til *** trúnaðarmanns keppninnar eða í ábyrgðar- póst áður en frestur er útrunninn og gildir þá póststimpill dagsins. Tillögur skulu merktar kjörorði og nafn höfundar og heimilisfang fylgja með í lok- uðu, ógagnsæju umslagi merktu kjörorði eins og tillögur. Dómnefnd stefnir að því að ljúka störfum * fyrir 15. mars 1982 og mun birta niðurstöður sínar fyrir 1. apríl 1982. Efnt verður til sýn- ingar á þeim tillögum sem uppfylla skilyrði keppninnar. C Veitt verða þrenn verðlaun að upphæð * kr. 47.500.- sem skiptast þannig: 1. verðlaun kr. 25.000 2. verðlaun kr. 15.000 3. verðlaun kr. 7.500 Verðlaunin eru ekki hluti af þóknun teikn- ara fyrir útgefið merki og verða laun að öðru leyti greidd í samræmi við laun fyrir önnur frímerki. ^ Útgáfunefnd áskilur sér rétt til útgáfu á verð- * launuðum tillögum og/eða að kaupa aðrar tillögur til útgáfu en þær sem hljóta verð- laun. Dómnefnd skipa: * Frá Frímerkjaútgáfunefnd: Hálfdan Helgason Jón Skúlason Frá F.Í.T.: Hilmar Sigurðsson Pröstur Magnússon Oddamaður: Jóhannes Jóhannesson Póst- og símamálastofnunin 8. desember 1981 Mánudagur 21. des. 1981 MÁNUDAGSBLAÐIÐ 1 1 NÝJASTA NÝTT: HLJÚMPLÖTULEIGUR Flytjendur og framleiðendur fóru í kröfugöngu. ðdýrara að leigja sér plötu og taka upp Hljómplötuleigur ógna allri hljómplötuútgáfu í Japan - skjóta upp kollinum eins og gorkulur. Ungur Japani, Seiichi Oura, sem hafði yfir að ráða 150 þúsund krónum þegar hann lauk háskólanámi i fyrra, og hafði lika til að bera ódrepandi vilja til að setja á stofn arðvænlegt fyrirtæki fékk hugmynd, sem fáum leist vel á. Honum datt i hug að setja á stofn hljómplötuleigu. Hann fékk leigða smákytru í miðborginni í Tókíó, innréttaði fyrirtækið og opnaði í þeirri von, að þeir sem ættu kassettutæki myndu vilja leigja hljómplöturnar til að taka þær upp á kassettur fremur en að kaupa þær dýrum dómum. Fáir höfðu trú á að þetta myndi ganga. Þandist út En það fór á annan veg. Fyrirtækið, sem byrjaði svo smátt fyrir ári, hefur þanist út, og nú eru hljómplötuleigurnar orðnar 68 tals- ins og tala viðskiptavina orðin næstum 400 þúsund. Japaninn ungi hefur skýringu á reiðum höndum: „Hijómplötur eru allt of dýrar hér. Upptökutækin á kassettur eru hins vegar orðin svo fullkomin að auðvelt er að fá jafn 68 hljómplötuleigur og 400 þús. viðskiptavinir á einu ári. góðan hljóm og á hljómplötu“, segir hann. Dýrar plötur Hljómplötuverð í Japan er á nýjum plötum frá 98 til 115 kr. Leigugjaldið fyrir eina nýlega plötu í einn sólarhring er um það bil einn tíundi afj verði plötunnar í búð. En það ertf ekki allir jafn hrifnir. 1300 söngvarar, tónskáld og eigendur hljómplötuverslana og útgáfufyrirtækja fóru í mótmæla- göngú í Tókíó í nóvember. Þeir báru spjöld- með áletrunum NIÐUR MEÐ HLJÓMPLÖTULEIGUR eða LEIGUMIÐLUN ER AÐ EYÐILEGGJA JAPANSKA TÓNLISTARHEFÐ og svo framvegis. Samdráttur Og auðvitað hefur hljómplötu- salan dregist saman. Á þeim stöðum í landinu þar sem plötuleigur eru farnar að starfa er samdrátturinn 30 til 60 prósent, en yfir landið í heild NÝJAR B/EKUR Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. hefur sent frá sér bókina HOFRT TIL LIÐANNA STUNDA eftir hinn kunna fræði- og skólamann Þórarinn Þórarinsson frá Eiðum. Hefur bókin að geyma ýmsa minn- ingaþætti Þórarins, sem lifað hefur fjölbreytta ævi og kynnst fjölda fólks. Lengi var Þórarinn skóla- stjóri Eiðaskóla, farsæll í starfi og vinsæll í héraði og af nemendum sínum. Margar myndir eru í bókinni, svo og teikningar bæði eftir höfundinn og son hans, Þórarinn Þórarinsson arkitekt. 8%. Ennþá eru flestir viðskipavin- irnir yngra fólk, en miðaldra og eldra fólk sem notfærir sér þessa þjónustu fjölgar óðum. Þarna er að sjálfsögðu fótum troð- inn höfundarréttur, en til.þess að fóðra það hafa leigusalarnir að nafn- inu til stofnsett klúbba, og hver sá, sem tekur á leigu plötu, gerist um leið meðlimur i hljómplötuklúbbi og greiðir eitthvað smávægilegt gjald. Þar með er ekkert við því að segja, að sá hinn sami fái lánaða plötu með sér heim frá klúbbnum, sem hann er meðlimur í. (Newsweek) SiXIUM UPP HATIÐAR- SVIPINN ftækatíó Nýr litur á stofuvegg, eöa skálann, setur nýjan svip á heimiliö EFNl Hin viöurkenda VITRETEX plastmálning. Glært lakk á tréverkiö frískar þaö upp og viöartitaö lakk gef ur pví nyjan svip. EFNI: CUPRINOL GOODWOOD*polyurethanelakk. || j|| GO^HwOOD: GlajBBR nýjung frá (RHrinol ætlu^pp'ósgögn, gluggajjjjjji. hvers kor|pj|naö tréverk JjPjJplötur. 3 aíéfðir i glæru: gwiaöndi. hálfmatt og matt. 6 viöarlitír, sem viöarmynstriö sést i gegnum. Dósastærö: allt frá V* litra. GOODWOOD SPECIAL: Grjóthörö nýjung frá Cuprinol. Sérstaklega ætlaö á parkett og korkgólf. Slippfólagið Málningarverksmiðja Sími33433

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.