Mánudagsblaðið - 21.12.1981, Blaðsíða 10

Mánudagsblaðið - 21.12.1981, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 14. des. 1981 ,JÖEA „ maíscoilmm lýrirjólaboröiö mæ um við sérslaklega með SS hangikjöti SS dilkahamborgarhrygg ^ dilkahamborgarlæri SS dilkahamborgarsteik SS dilkakryddhrygg SS dilkahrygg og læri fyllt meó ávöxtum SS Gæðafæða bragðast best SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS HANN ER ÚTTALEGUR GORTARI. KARLINN Segist hafa sofið hjá 10 þús. konum Franski rithöfundurinn Georges Simenon hefur skrifað 215 skáldsögur, sem komið hafa út á 55 tungumálum i 500 milljónum eintaka, hvorki meira né minna. Hann gaf út þá yfirlýsingu árið 1970 að hann væri hættur að skrifa skáldsögur, hafði enda verið mikil- virkur og fljótvirkur fram til þess tíma, og stundum lokið við skáld- sögu á fáeinum vikum. I París er nýkomið út stærðar verk eftir Simenon, Mémories Intimes, heilmikið minningarit uppá rúmar 750 síður, og var fjallað um það í vikuritinu Newsweek nýlega. Þar segir, að Simenon hafi varið síðast- liðnum sjö árum til þessa verks og viðhefur hann því öllu seinlegri vinnubrögð en við skáldsögugerðina forðum, þegar hann skrifaði svo hnitmiðað og á mettíma um leyni- lögreglumanninn Maigret, sem margir þekkja vel. Þessi nýja bók Simenons bætir engu við það, sem hann hefur áður náð sem rithöfundur, og skýrir fátt varðandi sérstæða sköpunargáfu höfundarins, segir Newsweek. Hann segir í bókinni frá dapurlegri æsku, ástvinum, heilsufari og flökkulífi og svo skýrir hann frá kyn- lífi sínu all fjölbreyttu, keyptu-, venjulegu-, afbrigðilegu-, hóp-, en gleðisnauðu og vélrænu ef marka má bókina. Simenon sagði einu sinni frá því, að fram til þess tíma hefði hann sofið hjá 10 þúsund konum. Ef til vill eru ekki allar sögurnar um það sagðar í bókinni, en margar eru þar vissulega. I kvennamálum birtist hann í bókinni sem hinn eigingjarni yfirráðasjúki seggur, sem sér enga konu í friði, en ekki vill bindast konum neinum böndum. Dæmi: barnapía íentist í nokkur ár sem eldabuska, ráðskona og á stundum rekkjunautur, seinni kona hans hóf störf hjá honum sem einkaritari og Teresa, núverandi fylgikona Hvað gerðist 1980? Ein af læsilegri bókum frá Erni og Örlygi í ár er Hvað gerðist 1980 eftir Steinar J. Lúðvíksson. Bók þessi er á fjórða hundruð síður, prýdd fjölda mynda, frágangur allur prýðilegur. Fyrir þá sem vilja fylgjast með því sem gerðist á síðasta ári er þetta ekki einungis heppileg uppsláttar- bók, heldur einnig heill sjóður af fróðleik, vel fram reiddum og skilmerkilega. Efnið er fjölbreytt, fjallar um nær alla þá viðburði sem skipta menn í hinu daglega lífi. Þetta er bók sem ég ræð öllum GEORGES SIMENON - í kvennamálum birtist hann sem hinn eigingjarni og yfir- ráðasjúki seggur, sem sér enga konu í friði. Endurminningar rithöfundarins Simenons valda nokkrum vonbrigðum Simenons, var fyrst ráðin sem vinnukona. Svo mætti lengi telja. Minningabók sína skrifar Simen- on í formi sendibréfs til barna sinna frá ástríkum föður, og stíllinn gerist á köflum svo væminn, að sennilega mun valda undrun, að ekki sé meira sagt, meðal fjölmargra einlægra aðdáenda Simenons, sem þekkja hann sem hinn kjarnmikla hnitmið- aða penna, sem sagði í stuttum bein- skeyttum setningum frá Maigret og mögru öðru í á þriðja hundrað bóka. eindregið að lesa, sem vilja vita skil á atburðum liðins árs og gera sér grein fyrir atburðarrás tímans, en margt gleymist þó ekki sé liðið lengra frá. A.B. Anægjusvipur á marga... Framh. af bls. 9 a) Púrrulaukssúpa b) Salat (græn- metis) með dressing eftir vali (3-4 tegundir) c) Lax með hvítum steinseljukartöflum og smjöri - hann var veiddur í Borgarfirði var sagt d) Hamborgarlæri með rauðvínssósu og rauðkáli og gulrótum og grænum baunum e) Grísasneið með madeirasósu og gul- rótum og baunum og kartöflum f) Desertinn: Avaxtasalat og rjómi... Það færðist ánægjusvipur á marga þegar smakkað hafði verið á réttunum, og nú upphófst snæðing- ur af hjartans lyst. Einhvers staðar stendur í merkri bók „ Maðurinn er það sem hann hugsar" og í þeirri sömu bók stendur líka þessi setning „Maðurinn er það, sem hann borðar“... Klukkustund síðar var staðurinn kvaddur, og ýmsum var þá orðið ljóst, að spaks manns spjörin „maðurinn er það sem hann borðar“ væru orð að sönnu. s t g r.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.