Mánudagsblaðið - 21.12.1981, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 21.12.1981, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 21. des. 1981 Ritstjóri: Agnar Bogason, Tjarnargötu 39, sími 13496 Auglýsingar, Setning, umbrot, Kemur út tvisvar í mánuði dreifing, prentun: og kostar 7 kr. í lausasölu. sími 13496 Borgarprent Áskriftir ekki teknar. Meira en lítið bogið við ríkis- rekstur. þegar matvæli skortir Enn eitt kommúnistaríkið er nú komið að hruni. Pólland er í styrjaldarástandi og það hriktir í gjörvallri kommabyggðinni. Ef nokkrir vitibornir menn sjá ekki gegnum kommúnismann nú er þetta til einskis. Við höfum talandi dæmi um þetta stjórnarfar, ekki aðeins frá leppríkjum eins og Tékkóslóvakíu, heldur og frá höfuðkempunni Sovétríkjunum, sem þriðja árið í röð geta ekki brauðfætt sig. Það er eitthvað lítið bogið við ríkisrekstur þegar þessi lönd eru í eilífum vandræðum og verða að leita til vestrænna þjóða um jafn einfaldan hlut eins og matvæli. Þessar þjóðir státa daglega af vopnavalsi sínu, kaupum á dýrum herútbúnaði á sama tíma og allt fólkið sem þar býr situr í svelti. Jafnvel fátækustu ríkin í Afríku, sem flest lúta einræði eða sosíalisma kaupa hergögn fyrir tugmilljónir dollara til þess eins, að halda uppi sýndarher sem yrði gjörsamlega gagnslaus ef til ófriðar kæmi. Kína er rekið á sósíölskum grundvelli, fjölmennasta ríki veraldar, er svo sárþjáð að það sækir um alþjóðahjálp ífátæktsinni og aumingjaskap. Nú safnar kirkjan og Alþýðusambandið fé fyrir Pólverja. Þessi þjóð, sem alltaf hefurveriðsérnæg um mat og flutt hann út, er n.ú orðin sá bónbjargaraðili, sem er einna verst settur. Þótt sjálfsagt sé fyrir okkur íslendinga að hjálpa pólskum eftir því sem við getum væri ekki úr vegi fyrir okkur að athuga hver sé ástæðan fyrir þeim hörmungum sem nú steðja að. Ekkert annað en kommúnismi. Þarna er heil þjóð bundin á klafa, einstaklingum er bannað að bjarga sér nema ríkisfyrirhyggja ráði. Dálítið er farið að örla á lítilsháttar frjálsræði hjá þessum þjóðum. Leiðtogarnir eru farnir að sjá það í hendi sér að svona getur þetta ekki gengið. Kína leyfir umtalsverðum hópi manna að reka eigin fyrirtæki. Pólland gerir slíkt hið sama en sker frá einkarekstrinum alla fyrirgreiðslu. Um gervallan kommúnistaheiminn blasir við sama örbirgðin og vesöldin. Hvað lengi ætlar þessi betli- og ölmusuflokkur að ríða húsum hér á íslandi? KAKALI SKRIFAR: I HREINSKILNI SAGT Byltingin í blaðaheiminum Utkoman úr sameiningu síðdegisblaðanna varð tvíhöfða þurs með Dagblaðsbragði, segir Kakali 5 DAGBIAÐIÐ&VÍSIH 1 frjálst, óháð dagblað Innborgunargjald á innflutt hiisgögn um áramót? EFTA samþykkir 35% gjald tíl eins árs — KbnnunhrfnmAendumý/ungfakísáinnfh/ttkoxogsæJgatí SljörnvOtd fhu,a nú sb ukj I ný niðurllð&í. G)nld>0 «r huiuð )J% pnniv .Srv nUndii ftá t«rf h«in .« m Um^undiD V.fl h«fur upp innbor|uur|jild á lnnfluu hú>- o* dl dna án." infAí Tömaa Arnn- poíi |ou ||nld inn á tnnán- Iflntuoi loljí ÖM h.o«l i«>n> ilnld |ðtn. Máltð cc II nlhniunnr I >on .löakiplnrlöherrn I nunuá .10 reiánWf. Elu Oárnmnirnlr þnnnif .«ri I amrnrni .iö ikuldbindlnl .iðakipuráöunryiinu Er Jnfnvnl DVImorfun. frytlir um nokkurn Ihnn cön þnr Ul lilandi lálflnn öörum rlkjum b« UUÖ nö irnidiö wöi Mll á um áu- lnnbor|unnr|ju!d Miu .nrnn kanur lil laaukini ”**“— Grundvöllur samstarfsins í Blaðaprenti brostinn —TMm Ufcyimir önöpi o| hki bHöln fyl*Jn á iftlr ImáM nm I «rO Irrfminn fnuknul. kn nnmhp o* nm- WM|m o* hnn. II arc-i nmmá knnpn IU mrtdn. flánöiö mun MnöuDön p|ö».l»ui myndl <ámU| EA» ðOum >öinrmmk|l Wflöm*I hJI u'ZZZ. Ái'pýfluáiöið * lS ÖÖUi lö«n- nfl mt! kmml tr prm- Unönprmm lc*cc< huftt nrlö fyrtr riln nöfln nö prmd. OruoO.C*u,m, fyrtr ádrn. f OM þmm Uantt DV a EHc hnáán mnuuuBmr álrcm M cmrl hmdnmf áurfccml ttnöcorcnU n VkinueftirlM öryggisregkir vegna slyssms (Uöafossi -slább.3 Rúmfyrírnýtt blaó — s|á M6ara á bb.14 Vtoiveríríöll þráttfyrir fjöldahandtökur ÍPóllandi — sji •rfendjr fréttir bb.M Swansea ( efsta sætiensku defídarinnar — sjá fþróttir bb. 20-21 • Uduraölokum jólaleiksins -sjább.2 • Grillað og eldaö meö örbylgjum — sjá neytendastöur bb. 12-13 Varfariöaölíöa relflsköldum sjónum — ijibts. 5 8DAGAR TILJÓLA Tvíhöfða þurs með Dagblaðsbragði Þar kom að því. Fyrir nokkru sameinuðust síðdegis- blöðin, Vísir og Dagblaðið. Þegar samruninn varð voru gefnar ýmsar ástæður en allur blaðaheimurinn vissi, að það var fjárhagurinn,sem þar reið baggamuninn. Þessi blöð höfðu staðið í harðorðri samkeppni og beinlínis drápu hvort annað, þrátt fyrir opinbera kokhreysti og stór orð af beggja hálfu. Það einkennilega var að bæði þessi blöð fylgdu sömu stjórn- málaskoðun í aðaldráttum, þó að daglega pólitísk afstaða þeirra beinist fremur að einstökum áberandi mönnum en þar voru engin sjáanleg skoðanabil. Samkeppnin um vinsældir og kaupendur var einnig komin á broslegt stig þannig að oftlega reyndust rosafyrirsagnir þeirra vindureinn ánnokkurs kjarna eða fráttamats. Óllu var „slegiðupp”, jafnvel hinum ómerkilegustu „skúpum” til þess að deyða andstæðinginn. Þessu lauk svo á einu dægri, að sameining varð og út kom Dagbiaðið & Vísir nýtt blað, tvíhöfðaður þurs með dagblaðsbragði. Það var og sýnilegt að Jónas Kristjánsson, hafði sálfræðilegan sigur og var það illt vegna þess að Vísirvar farinn að vinna allmjög á í „stríðinu” og var almennt skoðað sem áreiðanlegra blað. En Jónas er nefndur fyrst í ritstjórnarhaus blaðsins og sölubörn eru flest farin að hrópa Dagblaðið og sleppa Vísi, svo ekki sé talað um útlit blaðsins. Þessi „revolution” í heimi blaðanna leiðir hugann að ýmsu sérkennilegu varðandi blöð og blaðaútgáfur. Það er sýnilegt að prentsmiðjuiðnaðurinn er að fara á hausinn, aðallega vegna gífurlegs kostnaðar af hálfu prentara og hins vegar vegna bruðls blaðanna sjálfra. Hér eru gefin út sex dagblöð, eða voru, sem öll birta sömu fréttir, litaðar eftir ímynduðum skoðanaágrein- ingi. Ymsir liðir eru jafnan fastir s.s. útvarpsdagsskrá og sjónvarps, dagbækur og annað rusl, síendur- tekið og þarflaust. Flesr af því ber bott um þreytta blaðamenn en ekki fréttaefni. Allir menn geta reiknað út hið daglega tap blaðanna með því einfaldlega að reikna út auglýsingar þeirra, sem eru langstærsti grundvöllurinn fyrir rekstri þeirra. Hugsum okkur Þjóðviljann t.d. og Alþýðu- blaðið. Þessi blöð hafa ákaflega litlar auglýsingar, yfirleitt, skulda prentsmiðjum sínum hundruð milljóna og eiga í sífelldu basli. Þjóðviljinn er sagður njóta styrks úr austurátt, sem er einasta logiska skýringin á velgengni hans og Alþýðublaðið „lifir” á opinberri ölmusu bæði hvað auglýsingar snertir og svo á því opinbera framlagi sem ríkið skammtar því sem öðrum „póli- tískum” blöðum. Af þessum litlu dæmum sést, að það er ein einasta smuga fyrir þessi blöð eða fleiri að bera sig fjárhagslega. Nú er í bígerð að stofna nýtt síðdegisblað, eitthvað kratasam- sull. Ef til er tekinn sá óhemjukostnaður sem því fylgir, bæði í prentun og starfsmanna- haldi, þá er ljóst að hér er ekki févænlegt fyrirtæki að ræða. Starfsævi þessa blaðs er orðin nokkuð löng, en þó hafa a.m.k. 30 blöð byrjað á þeim tíma en aðeins eitt vikublað lifað. Mánudags- blaðið gerir rétt í því að halda höfði þótt margt hafi á bjátað síðari árin. Það er staðreynd að öll blöðin verða að breyta um rekstr- arform, krefjast lægri prentkostn- aðar en nú er., ef þau eiga að lifa. Morgunblaðið er eina undantekn- ingin. En það er eins með þetta og svo mart annað hér á landi. Ef ein kýr mígur, þá míga þær allar. Það er sama hvert er litið, ef einum gengur vel, þurfa allir að komast í leikinn, stofna ný blöð eða eitthvað, sem þeir álíta arðvæn- legt. Við höfum mýmörg dæmi um þetta t.d. bílasölurnar sem hér voru í tugatali um tíma og fóru flestar yfirum. Það er vandi að reka blað, meiri vandi en nokkurn grunar. Lesendur íslenskra blaða verða ekki alltaf dregnir á asnaeyrunum, kaupa ekki endalaust sömu upptugguna ár eftir ár. Þetta ættu aðstandendur nýja blaðsins að athuga.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.