Mánudagsblaðið - 21.12.1981, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 21.12.1981, Blaðsíða 5
SMÁBORGARI SKRIFAR Mánudagur 21. des. 1981 MÁNUDAGSBLAÐIÐ 5 Pelsinn Kirkjuhvoli gengt Dómkirkjunní, sími 20160. leöuplatnaöur sem vekur Ný sending frá Beged-Or í miklu úrvali. Fallegar ullarfóöraöar leö- urkápur og jakkar, leðurbux- ur og leöurpils. Ath: Greiðsluskilmálar viö allra Verkfallsgleðin við brúsapallinn Einstaka stéttar félag reynir að gera jólin og börnin að féþúfu í svonefndri kjarabaráttu sinni Ekkert sviðsljós Nú skal Smáborgari fúslega játa að störf mjólkurfræðinga eru unnin í kyrrþey eins og reyndar bróður- hluti vinnustunda hjá venjulegu fólki. Fagið býður því ekki upp á langa dvöl í sviðsljósinu frekar en flest önnur almenn störf til sjávar og sveita. Þetta sama hlutskipti bak- sviðsins, blasti einnig við öðru óláns- sömu fólki í löndum heimsins, sem kaus að vekja athygli á málstað sínum. En það fólk dó heldur ekki ráðalaust um jól og greip því til hemdarverka gegn samfélagi sínu. Um frekari úttekt á siðfræði terror- ista er vísað til Baader-Meinhof fjölskyldu Þjóðverja, Rauðliða suður á Italíu og IRA sveita hjá frændum okkar á írlandi. Allir íslendingar eiga vissulegaerfitt með að hugsa sér félag mjólkurfræðinga í þeim félagsskap. En af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá! Hunza samningana Þrátt fyrir að mjólkurfræðingar séu bæði fámenn stétt manna og vinnustaðir hennar fáir þá eru verkföll í faginu með tíðara móti á landsvísu. Hér skal ekki dregið úr gildi menntunar eða reynslu þegar til útreikninga kemur en þó er meiri verkfallsgleði ríkjandi við brúsa- pallinn en hjá mörgu fólki sem minna hefur á milli handa. A meðan mjóikurfræðingar hundza samning Alþýðusambands og vinnuveitenda virðast aðrar stéttir sitja sæmilega glaðar við sinn keip um jól og vega ekki að jólahelgi lítilla barna. Eða sér nokkur maður hana Aðalheiði okkar Bjarnfreðsdóttur hóta barnásku einhverjum vélakosti sem gerir mjólkurfræðinga óþarfa búgrein. Eða þá að færa stéttina til í kerfinu svo hún standi ekki þversum í launamálum landsins löngu eftir að vinnandi stéttir hafa samið frið. Jólin eru hátíð ljóss og barna. Þá ber mannkærleikur jafnan sigurorð af mannvonsku. Sjálfur karlinn Skröggur gamli lét af ævilöngu nurli sínu á jólanóttu og tók upp gjafmildi í stað nirfilsháttar. Mjólkurfræðing- um væri hollt að gefa hver öðrum þá ágætu jólasögu og lesa upphátt á félagsfundum í skammdeginu. Og það jafnvei þótt sagan sé ætluð fórnardýrum þeirra, litlum börn- um. Smáborgari veit að stétt sem rýr sig samúð fjöldans mun aldrei una sér til lengdar í nábýli við fólk sem ætlar börnum sínum gleði á hátíð ljóssins. En hvað um það: Gleðileg jól og farsælt komandi ár, þrátt fyrir allt. Ykkar einlægur, Smáborgari. Senn fer myrkasta skamm- degið í hönd hér undir heims- skautsbaugi og dagsbirtan lifir aðeins í fáar klukkustundir á sólarhring. Húminu fylgja stundum ýmsar skuggahliðar á sál fólksins, voðaverk eru fram- in og mannslát eru tíð. Brátt tekur þó daginn aftur að lengja unz náttmyrkrið víkur að fullu fyrir dagsljósinu. Sigurtákn birtu yfir sorta er blessað jólahaldið með fallegt tré á Austurvelli og ljósum prýdda höfuðborg. Jólin eru hátíð friðar og velmegunar með ilmandi krásir á svignandi veizlu- borðum og vandaðar gjafir til gleði fyrir ástvini. Jólahaldið snýst að mestu um blessuð börnin og ættingjar leggja sig fram að gleðja litlu skinnin yfir hátíðarnar. Frá jólunum leggur yl sem vermir alla Islendinga. Og ekki veitir af á þessum árstíma. Allir á eitt fræðinga vill til dæmis hafa fé út úr vinnuveitendum sínum í trausti þess að góðir Islendingar láti ekki litlu börnin sín lifa mjólkurlaust jólahald. Þrátt fyrir að öll betri verkalýðs- félög og þeirra á meðal sjálfir bóka- gerðarmenn þjóðarinnar, hafi samið um kaup og kjör til sex mánaða fyrir löngu, hótuðu mjólkurfræðingar börnum landsins mjólkurlausum jólum í nafni kjarabaráttu. Með hliðsjón af hinni raunverulegu kjarabaráttu landsmanna ættu mjólkurfræðingar í raun og veru að skammast sín. Mjólkurfræðingar skipuðu sér snemma á bás með óvinsælum stétt- arfélögum. Meira að segja veitinga- þjónar og læknar komast ekki í hálf- kvist við stéttina og kalla þeir þó ekki allt ömmu sína í verkfallsmál- um frekar en atvinnuflugmenn. landsins jólavist upp á vatn og brauð?. Hótunin lifir Sem betur fer hefur verkfalli mjólkurfræðinga verið frestað um sinn en hótunin lifir áfram. Smá- borgari er eindregið á móti þessari tegund jólaverka og heldur fast við þá skoðun sína að með þeim sé verkfallsréttur láglaunafólks dæmd- ur til dauða og ómerkur í vitund almennings. Svar þjóðfélagsins við þessum skugga á helgihaldi jólanna hlýtur að vera fólgið í kaupum á Gamli skröggurinn og nirfíllinn Scrooge úr Jólaaevintýri Dickens hefur séð að sér, snúið til betri vegar og kemur í heimsókn til ætt- ingjanna á jólunum, eða eins og Smáborgari segir í pistli sínum: „Sjálfur karlinn Skröggur gamli lét af ævilöngu nurli sínu á jóla- nóttu og tók upp gjafmildi í stað nirfílsháttar.“ En þrátt fyrir að allir vilji leggjast á eitt uiú jólin til að gleðja blessuð börnin er því miður til eitt og eitt stéttarfélag sem vill gera nálægð barna og jóla að féþúfu í svokallaðri kjarabaráttu sinni. Félag mjólkur-

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.