Mánudagsblaðið - 21.12.1981, Blaðsíða 12
Leikið í Helsingfors
drukkið í Hollywood
og djammað á
Broadway
Peningaleysið
„Það er skrýtið, að aldrei verða menn jafn
samansaumaðir nirflar og þegar á að fara að skemmta
börnunum á jólaskemmtunum”, sagði skemmtikraftur okkur
um daginn. „Það er bókstaflega ekki hægt að toga út úr þeim
aura til þess að gera börnunum glaðan dag,” hélt hann áfram
og sagði síðan frá starfsmannafélagi í banka nokkrum þar sem
tók marga daga að taka ákvörðun um hvort hægt væri að eyða
2.500 krónum til þess að geta haft lifandi músík fyrir litlu
börnin á jólunum. Og skemmtikrafturinn okkar sagði
ennfremur gremjulega: „Þegar þetta sama fólk ætlar svo að
halda árshátíð fyrir sjálft sig, þá er ekki einu sinni spurt hvað
hlutirnir kosta”. Og við spyrjum, hvort bankinn sjálfur gæti
kannski ekki hlaupið undir bagga með svona þúsund krónur
einu sinni á ári. það yrði bara að reyna að afskrifa þær á
einhvern flókinn og faglegan hátt. Börnin yrðu áreiðanlega
glöð.
„flldrei meira”
„Aldrei meira úrval” auglýsa menn hástöfum í sjónvarpi
og útvarpi og halda sig nú heldur betur hafa dottið ofaná gott
slagorð, sem muni selja glatt í jólaösinni. En margir eru þeir
íslendingar, sem skilja þessa mæltu setningu á þann veg, að
það verði „aldrei meira úrval” af viðkomandi varningi.
Auðvitað er hér um að ræða útlenskuslettu hvað setningagerð
snertir og afskaplega óíslenskuleglt málfar, sem viðkomandi
ættu að reyna að færa til betri vegar.
Bera sig
mannalega
Annar eigenda skemmtistaðarins Manhattan í Kópavogi,
Samúel Grétar Hreinsson, var í kallfæri nýlega á hraðferð um
bæinn. Hann bar sig mannalega þegar hann kvað aðsókn
ekkert hafa minnkað á Manhattan þrátt fyrir tilkomu
Broadway, eins og þeir eigendur hefðu reyndar verið hálf
hræddir um. Aðsóknin væri söm og jöfn og ekkert lát, sagði
Grétar, en benti jafnframt á að sama væri ekki að segja um alla
aðra staði, sem fyrir voru þegar Broadway tók yfir. Þannig
hefði Hollywood, systurstaður hins nýja glæsihúss átt lélegri
aðsókn að fagna, og einnig nefndi forstjórinn Þórskaffi en þar
hitti skrattinn ömmu sína, því að aldrei slíku vant lagði
blaðamaður leið sína sem gestur í Þórskaffí á laugardags-
kvöldið var og þar var aldeilis fullt af fólki, hvorki meira ná
minna.
Leikkonuna Lindu Grey þekkja flestir íslendingar,
sem horfa á sjónvarp, úr þáttunum Dallas. Hún Ieikur
hina fogru drykkfelldu eiginkonu klækjarefsins J.R.
Einnig í einkalífínu kvað leikkonan hafa átt í
nokkrum vandræðum mcð brennivínið, eins og menn
kalla það á Islandi, cnda mun slíkt langt frá því
óvenjulegt meðal Hollywoodleikara. Þannig sagði
leikarinn Dana Andrews, sem er af sjálfum sér
viðurkenndur alkóhólisti, að áfengið gerði mikinn usla
í röðum leikara, og til dæmis mætti búast við því, að
bæði Willian Holden og Natalie Wood væru á lífí ef
ekki væri fyrir ofneyslu víns. Þessir frægu leikarar eru
báðir nýlátnir, og stærðar grein um Natalie í opnunni-
MANUDAGSBLAOHI
Mánudagur 21. des. 1981.
Velkomin
til Finnlands
Kjartan, Borgar og Ann!
Ann ei ehtinyt potrettiin, mutta toi-
votamme siitá huolimatta teidát kaikki
yhdessá: Kjartan, Borgar ja Ann lámpi-
másti tervetulleiksi Suomeen!
Kolmikko esittáá Kjartanin farssin
'Blessab barnalán" Svenska Teaternissa.
Ensi-iltaon 15.10.1981.
Hupailun teemana on; áiti pieni áiti
eli lausu minulle tánáán mieluummin
kaunis sana kuin tuot huomenna kuk-
kia haudalleni.
Islantilaiset ystávámme, tervetuloa
piristámáán Suomen syksyá.
ICELANDAIR
íslenskir leikarar
í Helsingfors
Þessi ágæta auglýsing frá Flugleiðum birtist 11. október í
finnska blaðinu Helsingin Sanomat, heljarstór og hönnuð af
stofu Ólafs Stephensen, auglýsingafrömuðar, af því tilefni, að
sýnt var í Helsinki leikrit Kjartans Ragnarssonar, sem er t.v. á
myndinni, Blessað barnalán, en með honum er þarna
skellihlæjandi Borgar Garðarsson leikari, en kannski er óþarft
að vera að nefna hér nöfn þessara ágætu listamanna - þeir eru
víst fáir orðnir, sem ekki þekkja á þeim ásjónuna. Aldeilis
prýðileg landkynning, þegar hún er svona faglega unnin.
Gamli
sleikjuhátturinn
Eitthvað par frá Skotlandi hefur verið að skemmta á
veitingahúsi í bænum að undanförnu, auðvitað auglýst
hástöfum með safaríkum lýsingarorðum. Við nenntum ekki
að hlusta á það á veitingastaðnum en heyrðum af tilviljun i
barnatímanum í sjónvarpinu hvers konar krafta fólki þykir
hlýða að eyða gjaldeyri í. Unga stúlkan var með harmónikku,
en gat því miður ekki leikið á harmónikku, ungi maðurinn var
með gítar, og hefði líklega getað slegið þokkalega hljóma undir
söng, ef hann hefði bara ekki slegið vitlausa hljóma, m.a. við
Heims um ból. Umræddur ungur maður söng með - og
vissulega gat hann raulað á við hvaða Pétur og Pál, en ekki
nærri nógu vel til að gera söng sinn að söluvöru. Við nefnum
þetta hér til að sýna fram á hinn óheyrulega sleikjuhátt
Islendinga gagnvart útlendingum. Ef um er að ræða útlent
atriði, sem hér treður upp, er allt gott og blessað, en ef
íslenzkir aðilar, sem teljast til skemmtikrafta og taka peninga
fyrir þjónustu sína voguðu sér að bera annað eins rusl á borð
fyrir áhorfendur og hlustendur yrði þeim umsvifalaust hent
út, ef ekki i bókstaflegum skilningi, þá a.m.k. af skemmti-
skrá Islendinga. Og svona atriði eins og skoska parsins kæmist
aldrei í sjónvarp nokkurs staðar í heiminum nema á Islandi.
Það mátti líka sjá á dömunni með harmónikkuna og feilnót-
urnar, að þetta var frumraunin.
Viltu koma?
Sagt er þessa dagana ríki umsátursástand í Blaðprenti og
er reyndar ekki að furða, því að framtíð fyrirtækisins virðist
vægast sagt á brauðfótum eftir að blöðin, sem byggðu
Blaðprent upp, hlaupa nú burt hvert af öðru. Þarna innan
dyra mun nú vera pískrað og hvíslað og sjást menn á tali úti í
horni. Og dularfullir framkvæmdastjórar lúta laumulega yfir
öxl starfsfólks og segja án þess að bæra varirnar
leyndardómsþrunginni röddu: „Viltu koma að vinna hjá mér”?
Því að auðvitað þurfa blöðin, sem sjálf ætla að fara að annast
setningu sína, prentun og hver veit hvað góða starfskrafta, og
nóg er af reyndu fólki í Blaðprenti.
(