Mánudagsblaðið - 21.12.1981, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 21.12.1981, Blaðsíða 7
Mánudagur 21. des. 1981 MÁNUDAGSBLAÐIÐ 7 Þegar Natalie Wood drukknaði • Hjálp. hjálp”, heyrðist hrópað utan úr myrkrinu. „Við erum að koma". var svarað á móti Sviplegt fráfall hinnar fögru og vinsælu kvikmyndaleikkonu Natalie Wood fyrir skömmu hefur vakið ýmsar spurningar, svo sem þá hvers vegna Natalie, sem var ekki vel synd, skyldi hafa hætt sér alein út í gúmbát fyrir ströndum Santa Catalina eyjarinnar sunnan við Los Angeles um miðja nótt? Einnig hafa menn velt því fyrir sér hvað hafi átt sér stað seinustu stundirnar, sem leikkonan lifði, og hvaða ágreiningsefni hafi orsakað háarifrildi milli Roberts Wagners, eiginmanns hennar og Christoph- ers Walken, samleikara Natalie í myndinni sem þau unnu að þegar hún fórst. Eftir þvi sem næst verður komist sigldi skemmtisnekkja Wagner hjónanna Splendour til Isthmus Cove legunnar við norðvestur- strönd eyjarinnar Santa Catalina um hádegisbilið þann 28. nóvember sl. og lagðist þar við festar. Fðru í land Síðla sama dags komu Natalie og Robert í land í léttbátnum ásamt þeim Christopher Walken gesti sínum og Dennis Davern skipstjóra snekkjunnar. Þau lögðu leið sína til eina veitingahúss staðarins, Doug’s Harbor Reef, sátu tvo klukkutíma á barnum en pöntuðu síðan kvöld- verð. Aðrir getir staðarins könnuð- 6 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 21. des. 1981 Að ofan t.v. Sviðsmynd úr hinni ófullgerðu kvikmynd „Brainstorm," sem Natalie og Walken voru að leika í. Til hægri: Þarna sjást þau Christopher Walken og Natalie Wood. Myndin er tekin milli atriða við töku myndarinnar. Neðri mynd t.v.: „Þau voru greinilega mjög ástfangin. Ég hef aldrei séð jafn innilegt samband", sagði Ijósmyndarinn Steve Shapiro, sem tók flestallar myndirnar hér á síðunni. Á siglingu á fullri ferð. Hin glæsilega snekkja, Splendour, þar sem þau Natalie og Robert undu sér vel og gátu hvílst frá erfiðu lífi í sviðsljósinu. Hvað olli hinu hörmulega slysi? ust við hin þekktu andlit og keppt- ust við að senda kampavín á borð leikaranna og fá þá til að skála við sig. Veitingamaðurinn á staðnum, Don Whiting, kveðst hafa orðið vitni að „snörpum orðaskiptum" við borðið þegar líða tók á, en um hálfellefuleytið greiddu fjórmenn- ingarnir reikninginn sinn, sem var þá 65 dollarar, bættu við 34 dollur- um í þjórfé og yflrgáfu staðinn. Þau voru ekki drukkin, segir Whiting, en það mikið „í kippnum" að hann sá ástæðu til að biðja hafnarvörðinn að gefa því sérstakar gætur að þau kæmust heilu og höldnu um borð í léttbátinn af hálli bryggjunni. Þeir þegja Ekki er fullljóst hvað gerðist næst. Þau Wood, Wagner og Walken munu hafa fengið sér aftur í glas í káetu snekkjunnar, en svo fóru karl- mennirnir að rífast. Ágreinings- efnið vefst fyrir mönnum, og þeir einu tveir, sem vita, vilja ekki gefa það upp. Sumir þykjast vita, að rifist hafi verið um viðskiptamál, aðrir segja um athygli þá, sem hópurinn vakti á sér á veitingahúsinu fyrr um kvöldið, en margir telja ekki ósennilegt að Natalie hafi verið þrætuepli herranna. Hún mun hafa flúið káetuna, en hvers vegna hélt hún ekki til einka- káetu sinnar? Hvers vegna sté hún um borð í léttbátinn, illa synd og auk þess vatnshrædd. Hún hafði oft látið í ljós ótta á hafinu og hafði kallað það „þetta djúpa dökka haf‘, með ótta í röddinni. rödd hrópa um nóttina „hjálp, vill einhver hjálpa mér, hjálp“. Fólkið segist hafa heyrt konuna hrópa í 25 mínútur, en þegar það heyrði raddir frá þriðja bátnum svara og segja: „við erum að koma“, lagðist það aftur til svefns. Fólkið á þriðja skemmtibátnum þarna í læginu harðneitar á hinn bóginn að hafa heyrt nokkurn skapaðan hlut, og kannast ekki við nein hróp né köll. Lengi skotin Natalie Wood hét annars réttu nafni Natasha Gurdin og var af rússnesku bergi brotin, afi hennar og amma voru rússneskir innflytj- endur til San Fransisco. Hún var þegar komin með 500 dollara vikulaun í kvikmyndaiðnaðinum aðeins átta ára gömul, og sá fyrst Róbert Wagner, sem hún kallaði alltaf „R.J.,“ íeinhverju Hollywood stúdíóanna þegar hún var aðeins tíu ára gömul. Hún var skotin í honum árum saman, segir í traustum heimildum, en á unglingaskeið- inu sást hún opinberlega með Elvis Presley, Warren Beatty og fleirum. En Wagner átti hug hennar og hjarta, og árið 1957 voru þau gefin saman í hjónaband. Þá var hún 19 ára og hafði þegar leikið í 25 kvikmyndum. Giftust á ný Þau skildu fjórum árum síðar, giftust bæði sitt í hvoru lagi aftur, en eins og í ævintýrasögu lágu leiðir Spurning, sem menn velta fyrir sér: Hvers vegna flúði hún í léttbátnum, illa synd og vatns- hrædd, um miðja nött í svartamyrkri? Slysfarir Dómarinn kvað upp úrskurð sinn um „dauða af slysförum“, og kvað líkur benda til að leikkonunni hafi orðið fótaskortur þegar hún reyndi að komast um borð í léttbátinn „dálítið undir áhrifum“. Hugsan- lega hafi hún rekið höfuðið utan i borðstokkinn í fallinu og misst með- vitund. Síðan komu ný vitni fram á sjónarsviðið. Fólk á annarri skemmtisnekkju, sem lá við festar í grenndinni, kvaðst hafa heyrt kven- þeirra saman aftur ellefu árum seinna, og þá voru þau gefin saman ó ný í annað sinn. Hjónaband þeirra var álitið einkar ástríkt. „Þau voru greinilega mjög ástfangin“, segir ameríski ljós- myndarinn Steve Shapiro, sem tók flestallar myndirnar hér á síðunni fyrir skömmu, þegar hann fékk að dvelja með þeim hjónum á snekkj- unni Splendour eina helgi til að mynda daglegt líf þeirra um borð. „Eg hef aldrei séð jafn innilegt samband", bætir hann við og ræðir síðan um Natalie: „Hún var ekki með neina „stæla“. Hún elskaði börnin fyrst og síðast og sagði við mig, að frægð og frami og Oskars verðlaun skiptu sig nákvæmlega engu máli en börnin hins vegar öllu“. Súperstar Þrisvar var Natalie Wood tilnefnd til Oskarsverðlauna og vissulega var hún stórstirni eða súperstar, eins og það er kallað. Sumir halda því fram, að kvikmynd um ævi hennar sjálfrar myndi slá öll met, efnið sé þar borðliggjandi. Þegar hún lést var hún að leika í kvikmyndinni Brainstorm á móti Christopher Walken, sem einmitt var gestur þeirra hjóna, þegar slysið bar að höndum. Kvikmyndin fjallar um vísindamann, sem finnur upp tæki til að taka upp skelfingu dauða- dæmds fólks, líkt og menn taka upp mósik á kassettu. Rétt áður en Natalie lést höfðu verið teknar upp djarfar ástarsendur í sundlaug. Robert Wagner samþykkti þær, en mun hafá farið fram á, að engin tæki við hlutverkinu og myndin yrði skilin eftir ófullgerð. En mennirnir tveir, sem rifust þetta kvöld, Robert Wagner og Christopher Walken, hafa ekki gefið upp hver ágreiningurinn var. Auðvitað bendir það til þess, að hann hafi einmitt verið um eitthvað, sem beint eða óbeint hafði áhrif á hegðan Natplie. Ef svo væri ekki, ef herrarnir hefðu t.d. verið að rífast um fjármál, má telja öruggt, að þeir hefðu ekki talið ómaksins vert að halda því leyndu. En þeir þegja og Natalie er látin. Hún er annar heimsþekkti leikarinn, sem deyr á skömmum tíma. Hinn var William Holden, sem lést fyrir nokkrum vikum. Hin 43ja ára gamla kvik- myndastjarna Natalie Wood, giftist tvisvar sama mannin- um, Robert Wagner, sem nú er 51 árs og lifir hana eftir að hún fórst í hafinu sem hún hafði oft látið í Ijósi ótta á.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.