Mánudagsblaðið - 05.04.1982, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 05.04.1982, Blaðsíða 5
Mánudagur 5. apríl, 1982 MANUDAGSBLAÐIÐ 5 SMÁBORGARI SKRIFAR: Tyrkja-Guddur og eylöndin þrjú Hér virðist ríkja erlendur merkntfl- ismi með öfugum formerkjum í félg- asmálum atvinnurekenda, enda var útibússtjóri svissneskra álgerðar- manna úr Alpafjöllum kosinn formaður verzlunarráðsins skömmu eftir að útibússtjóri dansks verktaka, sem hér rekur eins konar selstöðu* f yrirtæki, hlaut kosningu í embætti formanns vinnuveitenda- sambandsins. Myndin sýnir for- sprakka álgerðarmannanna úr Ölp- um með Straumsvíkurfyrirtækið í baksýn, frá vinstri dr. Múller, Hall- dór H. Jónsson, Meyer, Ragnar Halldórsson og Múller. Má oft ekki á milli sjá hvorir hafa reynzt övandari að meðulum, Hund-Tyrkjar eða sérlegir kaupahéðnar Danakðngs og svissneskir álgerðarmenn úr Alpafjöllum -Tyrkjir tryggðarsnauðir tapaðir hrapi dauðir, þá sæki seka nauðir, svelgi og elgi dauði....- Svo kvað Magnús Pétursson Hörglandsklerkur í upphafi sinnar mögnuðu Tyrkjasvæfu til heiðurs eða höfuðs land- göngu Hund-Tyrkja á sautj- ándu öld þegar Alsírbúar sendu hingað sína fyrstu sendinefnd í viðskiptaerindum. En með þessari íslandsreisu Tyrkj- anna er jafnan talið að sam- skipti landans við aðrar þjóðir hafi náð sínu hámarki eða lágmarki eftir atvikum. Má þó oft ekki á milli sjá hvort Hund- Tyrkjar hafí reynst óvandari að meðulum en sérlegir Kaupa- Héðnar Danakonungs frá Hör- mangarafélaginu eða Sviss- neskir álgerðarmenn úr Alpa- fjöllum. Þannij; hefur nú gengið á ýmsu frá því töskuheildsalar Hund- Tyrkja gengu á land í Vestmanna- eyjum til að opna landsmönnum sýn í æðri veröld alþjóða viðskiptalífs hjá fullorðnum. Það þótti því ekki svo lítill áfangi þegar íslendingar tóku sjálfir verzlun landsins í sínar hendur og innlendir kaupmenn skutu upp kollinum um allt landið. Þá fyrst lauk sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar með sigri innfæddra. Að vísu hefur sigið á ógæfuhlið efnahagsmála hin síðari ár með ógnarhraða á Islandi en það er ekki sök verzlunarmanna athafnalífsins, heldur má rekja til skipulegs undan- halds stjórnvalda fyrir bændum, Þórshafnartogurum og opinberum starfsmönnum. Er því ekki að undra að getspakir menn fyllist svartsýni og boði söfnun forða til hinna mögru ára því við þeim blasa örlög eyjunnar Nýfundnalands, sem gaf sig upp til gjaldþrota og var slegin Kanadamönnum upp í vanskila- skuldir. Þrátt fyrir þessi innanmein þjóðfélagsins hafa kaupmenn landsins gert sitt bezta til að halda Alsírtyrkjum allra landa utan lögsögunnar og tekist nokkuð bærilega fram á siðustu ár. Nú bregður hins vegar svo við að erlend fyrir- tæki virðast orðið eiga greið- ari leið en innlend inn í höfuð- stöðvar íslenzka atvinnulífs- ins. Þannig er tiltölulega skammt síðan útibússtjóri hjá dönskum verktaka sem hér rekur eins konar selstöðu- fyrirtæki, var kosinn formað- ur íslenzka Vinnuveitenda- sambandsins. Jöfnuöur í nánd í sjálfu sér er ekki ástæða til að fara mörgum orðum um það formannskjör eitt og sér ef útibús- stjóri hjá Svissnesku álfyrirtæki hefði ekki nokkrum árum síðar verið kosinn formaður íslenzka Verzl- unarráðsins. Virðist því ríkjandi hér einhver erlendur merkantílismi með öfugum formerkjum í félgasmálum atvinnurekenda og þess skemmst að bíða að félög þeirra selji bein Skúlá Magnússonar landfógeta úr landi. Hitt er svo annað mál að forystu- menn launþegafélaga landsins hafa löngum haft erlend heimilisföng og þykir ekki tiltökumál á þeim bæ, þannig að nú virðist eftirsóttur jöfnuður vera í nánd hjá svokölluð- um aðilum vinnumarkaðarins. íslands óhamingja En innflutt óhamingja þjóðar- innar er þar með ekki upp talin. Hina síðustu mánuði hafa vaknað aftur til lífsins nokkrar Tyrkja- Guddur í pólitísku kvennafram- boði. Ljósmyndir af þeirri lest birt- ust á þrykki fyrir skömmu og er víst óhætt að segja að þær hafí allar stokkið fullskapaðar úr höfði Hund- Tyrkjans mikla austur í Kremlar- múrum. Allar eru þær stallsystur í þeirri mynd sem smáborgari átti frekar von á og er okkur aðdáendum Rósu Ingólfsdóttur því ljóst að ekki er allar konur eins að kyssa. Og þessar leiksystur Sigur- jóns Péturssonar eiga það jafnframt sameiginlegt að vera ýmist á opinberu fram- færi að störfum eða á styrkjum að loknu Háskóla- námi eða bíða eftir slíkri framfærslu að Háskólanámi loknu. Tveim eða þrem salt- fiskkerlingum er svo hnýtt aftan við til bragðauka og einum sjúkraliða eins og gengur. Búið spil. En sem við var að búast sannast hið for- kveðna á lista kvennafram- boðs að oft er karlmanns hormón í konu brjósti. Framboð kvenna rifjar svo ósjálfrátt upp örlög annars eyríkis í Evrópu, sem laut kvennastjórn um tíma. Eyjan Krít í Miðjarahafi endaði sitt blómaskeið undir forystu kvenfólks og er talið að aldrei hafi áður á jarðskorpunni ríkt kaldlynd- ari harðstjórn yfir nokkru fólki og eru þá bæði lendur Alsírtyrkja og skattlönd Danakonunga með talin. Þær blða álengdar íslenska sögueyjan stendur nú frammi fyrir örlögum tveggja eyþjóða í nálægum höfum. Annars vegar er gjaldþrota Nýfundnaland- ið og hins vegar eyjan Krít eftir skálmöld kvenna. Erlend yfirtaka á helztu félögum atvinnulífsins blasir við og álengdar bíða kvennasveitir frá Tyrkja-Guddum Kremlarmúra. A slíkri stundu kann Smáborgarr engin ráð betri en að draga sæng- ina yfir höfuð og fara í hljóði með niðurlag fyrri hluta Tyrkjasvæfu Hörglandsklerksins góða: -um þá sveimi og í þeim eimi ógnarloginn rauði, þeir aldrei geymi happ í heimi, hrjáðir víða á hauðri.-

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.