Mánudagsblaðið - 05.04.1982, Blaðsíða 11

Mánudagsblaðið - 05.04.1982, Blaðsíða 11
ÍSmJzKliuÖjPPARAR^^^^^^^^^^^ 1 POPP Raka saman fé fyrir stolin lög eftir sérlegan poppskribent Mánudagsblaðsins Jens Kr. - segir poppskríbentinn Jens og nefnir mörg dæmi þess sem hann telur vera lagastuld „Klækir og klikuskapur kallast vort andlega brauð. Á íslandi er enginn ríkur af öðru en stolnum auð.“ Þetta söng Björgvin Halldórs- son inn á plötu á hippa-árunum svo- kölluðu. Síðan hefur mikið hass verið reykt upp til agna. Og varla syngur Björgvin þennan söng lengur. A.m.k. væri það hjáróma söngur. Björgvin þyggur nefnilega höfundarlaun fyrir stolin lög. Brimklóar-menn lugu og stálu. Grófasta lagaþjófnað Björgvins er líklega að finna á hinni máttlausu og misheppnuðu Brimklóar-plötu „Glímt viðÞjóðveginn“. Þar er m.a. kraftlaust blúslag, „Þroskabæn“, sem þeir Brimklóar-menn hældu sér af. Þeir lugu því jafnvel að lagið gæfí blúsurum Utangarðsmanna lítið eftir. En Brimklóar-skallarn- ir hefðu betur sparað sjálfshólið. Bæði var að þeir komu afar illa út úr samanburði við Utangarðsmenn og eins hitt: að lagið er ekki samið af Björgvini Halldórssyni eins og hann hélt þó fram. „Þroskabæn“ er nákvæmlega kóperað eftir laginu „Harper Valley PTA“ sem Jeannie C. Riley kom í 1. sæti bandaríska vinsældalistans árið 1968. Augljóst þýfl Félagi Björgvins á elliheimilinu Brimkló, Magnús Kjartansson, notar sömu lagasmíðaaðferðina þegar mikið liggur við. Augljósasta þýfi Magnúsar er á plötu hljóm- sveitanna Hauka og Pónik. Á Haukaplötunni syngur Magnús lagið: “Tequila Sunrise“ eftir Don Henley úr bandarísku kántrí-rokk- grúppunni Eagles. Magnús hnoðaði saman íslenskum texta við þetta ágæta lag og kallaði það „Ferðin Mín til Frakklands". Nema hvað. Magnús skrifaði sig fyrir laginu og rakaði inn höfundarlaunum út á eign Don Henleys. A plötunni „Útvarp“ með Pónik er lag sem Magnús skrifar sigeinnig fyrir. Lagið kallar hann „Hvers leita ég?“. En skrýtna við það er að áður hafði Magnús Eiríksson samið þetta sama lag og flutt inn á plötu með hljómsveitinni Mannkorn. Þar heitir lagið „Reyndu aftur“. Einhverra hluta vegna sá Magnús Eiriksson enga ástæðu til að kæra nafna sinn fyrir lagastuldinn. Kannski var hann hræddur við að einhver færi þá að bera umrædd lög saman við einhver lög hljómsveitar- innar Platters. Eða hann hefur haldið að einhver færi að ympra á því að lag hans „Braggablús“ er í raun eftir George Fame og heitir “Bonnie fi Clyde“. Svo getur líka verið að Magnús Eiríksson hafi hræðst samanburð á hljómagangi laganna “Everybody’s A Star (Starmaker)“ eftir Roy Davies og „Göngum yfír brúna“ á þeirri ágætu plötu „I Gegnum Tíðina“. Magnús Eiríksson ætti þó síst af öllu að óttast smáathugun á lögum hans. Allir sem nokkurt vit hafa á lagasmíðum hljóta að geta skrifað undir þá fullyrðingu að Magnús sé einn alsnjallasti lagasmiður landsins um þessar mundir. Og einn eða tveir lagastuldir fá engu breytt þar um. Hæla sér af stolnum lögum Þennan sannleik þekkti Bubbi rokk-kóngur þegar hann hældi þeim Mikka Pollock á blaðamannafundi fyrir að hafa stolið laginu „Fuglinn er Floginn" úr lagi John Lennons „Help“. Við sama tækifæri gleymdi hann að minnast á að lag Mikka „Temporary Kick“ er stolið úr „Jailhouse Rock“ eftir Laiber/ Stoller og að lag Danna Pollock „Grettir & Glámur er stolið úr „Bíólagi“ Stuðmanna. Auðvitað eru Bubbi og félagar eftir sem áður þeir aðilar sem - ásamt Magnúsi Eiríkssyni - mynda úrvalshóp íslenskra lagasmiða. Og John Lennon hefði sjálfur verið fyrstur manna til að taka undir hólið um stuldinn á “Help“. John sagði nefnilega hverjum sem heyra vildi að öll hans bestu lög væru stolin úr lagi Sam Cook “Bring It On Home To Me“. Nema hvað “Because" hafi hann stolið úr „Tunglskins- sónötu“ Beethóvens (spilaðri afturá bak) og “Imagine" var stolið frá Yoko. Og hver vill svo sem vera eftir- bátur Bítlanna? Ekki Jóhann Helgason a.m.k. á þessu sviði. 011 hans bestu lög eru stolin frá stórstjörnum á borð við Billy Joel. Lag Jóhanns “Burning Love“ er t.d. Gene Vincent-lagið “Be-Bop-A-Lula“ sem, jú, sjálfur John Lennon gerði frægt á plötunni “Rock’N’Roll". Og talandi um þjófnað: Sló Hrói Höttur ekki í gegn þegar hann stal frá ríkum til að gefa fátækum? Þið vitið að íslenskir popparar eru alltaf staurblankir. Jens. PLOTUDOMAR GIL SCOTT -HERON: Reflection. Svo þú heldur að Stevie Wonder sé toppurinn í soul-djassinum. Það er vegna þess þú hefur ekki heyrt Reflection. Gil er m.a.s. farinn að fikta við reggí af sömu leikni og Stebbi. Ljóðtextar Gils eru jafnframt - nú sem fyrr - hreinustu perlur. (Einkunn: B+) TOM ROBINSON: Best Of The Rest. Ó hvað það er gaman að fá smáskífur Tom Robinson yfir áeina breiðskífu í bland við gamlar hljóm- leikaupptökur Tom Robinson Bandsins. Lög Elton Johns, Peter Gabriels og Tomma sjálfs falla vel að fáguðum textum þess síðast nefnda og hráu, kraftmiklu rokkinu. (Einkunn: B+). JOAN BAEZ: Honest Lullaby. Aðlaðandi popp-sígildingar á borð við No Woman No Cry (eftir Bob Marley), Light A Litht (eftir Janis Ian), Before The Deluge (eftir Jackson Brown) og Let Your Love Flow sungnir með silfurtærri og náttúrulegri sópranrödd við pott- þéttan kántrí-svamprokkundirleik. (Einkunn: B+). BODIES: Bodies (45 snún.). Ódýrt svart-hvítt umslagið með mjúku og máttlausu letri dregur úr nýbylgjuáhrifum og kraftinum. Bassinn er þægilega leiðandi. Nóg af blessuðu ekkóinu. Pínulítið reggí hér og örlítið Lena Lovish og sýra þar. Frábær trommuleikur og Mikki gefur nafna sinum Jagger lítið eftir á söngsviðinu. Bjöggi ætti að fara í tíma hjá Bodies. Svona á aðgengi- legt en framsækið rokk að vera. (Einkunn: C). ÞURSAFLOKKUR- INN: Gæti Eins Verið. Aðeins Þursarnir lifðu Bubba- byltinguna af. Hvers vegna kemur glöggt fram á GEV. Þursar eru meira en bráðsnjallir hljóðfæraleik- arar. Þeir semja líka og flytja „future rokk sem er ferskara en breskasta kuldarokk. Þar við bætist að Egill er eini rokksöngvari landsins sem stenst samanburð við Bubba. Þá gera Þursar heilbrigða kröfu til text- anna sem þeir brúka. En því miður afgreiða þeir plötuumslagið ekki á sama hátt. Það hylmir þess vegna einum of yfir frískleikann, sköpun- argleðina og vandvirknina sem annars einkenna þessa bestu plötu Þursaflokksins. (Einkunn: A). PURRKUR PILLNIK: Ekki Enn Ræðusöngstíll Einars og tríó- hljóðfæraskipanin standa dyggan vörð um sjálfstæði hins einfalda og hressa Purrk-stíls. Næv textar og menntó-húmorinn sveipa Purrk- rokkið síðan þeim ferskleika er gefur plötunni allt að því frumlegt yfir- bragð. (Einkunn: C+). Egill Ólafsson GRAHAM SMITH: Með Töfraboga. Lifandi músik er þá til eftir allt saman. Smekklegar útsetningar, lipur og líflegur hljóðfæraleikur, „Hrafninn’, og „Kontóristinn" lyfta Töfraboganum langt upp fyrir plötur James Lasts, Herb Alberts og allra hinna muzakistanna. En af hverju er ekkert lag eftir Bubba? (Einkunn: C). FRIÐRYK: Friðryk. Vel spilað nýbylgjurokk í anda Tom Robinson & Sector 27, blandað blús og hippa-móral. Friðarhjalið fellur vel inn í tíðarand- ann og persónulegur söngurinn vegur upp á móti lokuðu „sándinu". (Einkunn: D+). 1. KOR. 13: Jesús Lifir. Sérlega laglega flutt, hressilegt og fönkað guðspjalla-rokk. Bassaleik- urinn er t.d. vel boðlegur á næstu Clash-plötu. Þetta er tvímælalaust ein besta smáskífa síðari ára. Það er bara verst hvað umslagið er ólaglegt. (Einkunn: B). JIMMY CLIFF: Give The People What They Want. Jimmy er farinn að kópera Bob Marley all nákvæmlega. Það er svo sem allt í lagi: Jimmy er ekki síðri söngvari né laga/textasmiður en reggí-kóngurinn sálugi. (Einkunn: D+). GUÐMUNDUR ÁRNASON: Mannspil. Góðir textarnir svífa þægilega innan um einfalt, vandað, afslappað og svæfandi píanóþjóðlagapoppið. Geisp. Þetta er vafalaust besta vísnaplata síðari ára. Geisp...ZZzzz (Einkunn: B). Jens.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.