Mánudagsblaðið - 05.04.1982, Blaðsíða 9

Mánudagsblaðið - 05.04.1982, Blaðsíða 9
Mánudagur 5. apríl, 1982 MÁNUDAGSBLAÐIÐ 9 LEIKDÓMUR: HASSIÐ HENNAR MÖMMU, EFTIR DARIO FO Á sunnudagskvöld frumsýndi Leikfélag Reykjavíkur Hassið henn- ar mömmu eftir Dario Fo en höfund- ur er þegar íslenskum leikhúsgestum gagnkunnur. Fo er þegar kunnur fyrir gagnrýni sína á ýmsum þjóðfél- agsbrestum, sfcm hann, að öllum jafnaði fjallar um á gamansaman hátt. Þó verður að játa, að hér er fa- rið yfir strikið og ekki vel Ijóst að, að baki liggi „þjóðfélagslega ádeila“ a.m.k. ekki í túlkun L.R. Undir stjórn Jóns Sigurbjörns- sonar, verður leikurinn farsi, oftar en ekki á mörkum Slap-stick og bur- esque, og ganga ærslin á sviðinu um hóf fram þannig að áhorfandinn verður þreyttur á hlátrinum og ærsl- unum, fremur en að hann skemmti sér. Sögurþráðurinn er gamall. Feðgin nokkur Gísli Halldórsson og Marg- rét Olafsdóttir, látast rækta eiturlyf, syni hennar, ungum, til mestu ar- mæðu. Inní málið blandast vinur sonarins, frændi hennar og svo prest- ur sem að seinustu játar að hann sé hin raunverulegi mafíuforingi sem stendur að baki sölunnar. BREIÐHOLTI SlMI 76225 Glœsilegt w 7 vorlaukaúrml Begóníu- og gloxiníulaukar, 8kr.stykkid. k ' Rósastilkar rnmmt Laust í böndum Galhnn viö leikntið er sá að það er laust í böndum og leikstjórinn gerir ekkert til þess að lagfæra þær misfell- ur. Stjórn hans á verkinu er öll los- araleg og áherslurnar allar á ærslun- um og slap-stick-inni auk þess að til- tölulega óreyndum unglingum er teflt fram, Emil Gunnari Guðm- undssyni og Aðalsteini Bergdal, sem þrátt fyrir mannborulegar tilraunir eru ekki vandanum vaxnir. Afbragdsleikur TSaö, sem' vekur athygli er hið mikla einvígi sem þau Gísli og Marg- rét há. Bæði eru þau afbragðsgóð, svo ekki má á milli sjá og nú í fyrsta sinni, fær Gísli verðuga samkeppni á sviði, sem hann ekki sleppur meira en miðlungi vel út úr. Margret fer á kostum og eru hreyfingar hennar, framsögn og þó einkum látbragð allt til fyrirmyndar. Leikur hennar í hlu- tverki mömmunar ber af flestu sem hún áður hefur sýnt og hún heldur allvel velli, þegar ærslin ganga um of. Gísli byggir leik sinn mjög á gömlum leikbrögðum, sem hafa nýtst honum vel á liðnum árum, sauðarbrosið meinlausa, hægfara gamansemin og einstaka alvörustund. Aftur á móti verða þeir fremur ósannfærandi í vandasömum hlutverkum Emil og Aðalsteinn, mimmikkin verður ósönn og raddirnar óbeislaðar. Aftur á móti skilar enn einn nýliðinn Ragnheiður Steindórsdóttir, nokk- uð vel hlutverki sfnu og æ betur þeg- ar líður á leikinn. Guðmundur Páls- son er og ágætur í prestinum, en þeg- ar hann birtist á sviðinu er leikstjór- inn búinn að missa tökin og leikend- ur allir komnir í hreina slap-stick. Kjartan Ragnarsson, Antonio, er hreinasta afbragð í hlutverki hins halta detectives. Dario Fo er þó kominn í mestu vandræði með endinn á stykkinu, lætur vaða á súðum og endar verk sitt heldur óhrjálega. Pað má hlægja að sumu á sviðinu en heildin gengur of langt, kjánalætin of mikil og öfga- kennd. Jón Sigurbjörnsson sagði í sjónvarpi að hann eiginlegasæji ekki punktinn í verkinu og þarsagði hann satt. Verkið kemur engu áleiðis, hvorki í sambandi eitulyfjanautnar eða heldur sem nokkur boðskapur af nokkurri tegund. Tjöld og Ijós voru góð. Ég er ekki frá því að þetta verk komist betur til skila á frummálinu, þó að þýðingin sé góð. A.B.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.