Mánudagsblaðið - 05.04.1982, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 05.04.1982, Blaðsíða 3
Mánudagur 5. apríl, 1982 MÁNUDAGSBLAÐIÐ 3 Músikalski bankastjórinn í Breiðholtinu - Hér ríkir göður andi, segir Jön Sigurðsson og leikur á als oddi eftir þrjátíu ára starf við tölur og tóna Jón Sigurðsson, músikalskur útibússtjóri í Breiðholtinu. - I rauninni var þetta bara tilviljun, að ég réðist til banka- starfa. Eg kom til Reykjavíkur á árinu 1952, eða fyrir réttum þr játiu árum, og frétti þá á skot- spónum að það vantaði mann til starfa í Búnaðarbankann. Ég sótti um og var tekinn hér inn - það er allt og sumt. Síðan hef ég starfað hér. Ég held ég hafí komið við í flestum deildum, en alltaf verið í aðalbankanum þar til ég kom hingað. Það er Tón Sigurðsson, útibús- stjóri í hinu nýja útibúi Búnaðar- bankans í Breiðholti, sem við höfum tekið stuttu tali: - Hér hefur starfsemin gengið aldeilis prýðilega frá byrjun. Okkur hefur verið tekið mjög vel hér í miðju íbúðarhverfmu. Fólk er að, smá finna okkur og hægt og bítandi að gera sér ljóst, að það getur sparað mörg sporin, bensínlítrana og ekki sízt tíma með því að nota sér slíkar þjónustustöðvar til dæmis til að inna þar af hendi flest allar greiðslur venjulegra heimila. f góðu skapi - Það ríkir líka afskaplega góður andi hér innan dyra og starfsfólk einkar samhent. Hlutirnir ganga snurðulaust og skapið er gott, segir Jón ennfremur. En Jón er líka þekktur af öðru en bankastörfum. Hann er músikmað- ur og lagasmiður, kunnur fyrir heil- mörg dægurlög og texta, sem hann hefur samið og verið hafa á vörum þjóðarinnar. Einnig er hann hinn ágætasti harmónikkuleikari og hefur leikið fyrir dansi í hjáverkum um árabil, nú seinustu árin með eigin hljómsveit. Að slappa af - Þetta er mín aðferð til afslöpp- unar frá aðalstarfmu í bankanum. Ég hvílist á því að leika mér að tón- unum. En það er hætt við að tíminn fari minnkandi til tónlistariðkana því starfið hér er margþætt. En það verður aldrei svo að ég sleppi músikkinni alveg. Það gæti ég ekki, segir Jón. En þann 9. apríl næstkomandi eru nákvæmlega 30 ár síðan Jón Sig- urðsson réðst til starfa í Búnaðar- bankanum og við óskum honum og ekki síður bankanum til hamingju með daginn. Seljaútibú er það kallað hið nýja útibú Búnaðarbankans í Breiðholti. VOLVO •Ryövörn er innifalin [ veröi. ______________^ 343 DL 345 DL frá 136.000 - 139.000 - Hji öðnimeru asði nýjungr HjáVbhmhefð! Á meðan aðrir bjóða „litla bíla" á u.þ.b. 150.000 krónurbjóðum við Volvo 340 í þremur mis- munandi útfærslum. Þetta eru dæmigerðirVolvoar, þarsem gæðin sitja í fyrirrúmi, en verðið er lægra en flestir gera sér í hugarlund. Þaðerekkiáhverjum degi, að þú getur fest kaup á nýjum Volvo fyrir lægra verð en almennt gerist og gengur á bílamarkaðnum. Volvo 340 bílarnir eru allir fram- eiddir samkvæmt gæða og öryggiskröfum Volvo - munur- inn liggur í hurðum, innrétt- ingum, hestöflum og gírkassa. Þú getur valið á milli 2ja vélar- stærða í Volvo 343 og 345. Annars vegar er um að ræða Volvo B14. Það er snörp vél og lipur, 70 hestöfj DIN. B14 er hljóðlát og viðbragsðgóð 1,41 vél. Hinn kosturinn heitir Volvo B19. Það er kraftmeirj vél, sem margir sækjast eftir. B19 er 95 hesöfl DIN og 2 lítra. Volvo 340 bílarnir eru allir bein- skiptir, - með 4ra gíra Volvo gír- kassa. Þá má einnig fá bílana sjálfskipta. Bæði beinskiptu og sjálfskiptu gírkassarnireru við afturöxul, en það er einmitt lykillinn að frábærum þyngdar- hlutföllum Volvo 340.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.