Mánudagsblaðið - 05.04.1982, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 05.04.1982, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 5. apríil, 1982 flotann Mikið skelfing sem hann Stein- grímur Hermannsson er mis- heppnaður sem sjávarútvegsráð- herra.Hann virðist hugsa um það eitt að stækka flotann þótt allir sjái að þetta endar með ósköpum. Eru at- kvæði einstakra byggðarlaga meira virði heldur en þjóðarhagur? Er ráð- herrann svo skammsýnn að sjá ekki að þessi gegndarlausa stækkun flot- ans kallar á beina tekjulækkun hjá okkur sjómönnunum, taprekstri á útgerðinni og aukinn taprekstur á þjóðarbúinu í heild? Menn voru að finna að ýmsu í tíð Kjartans Jóhannssonar sem sjávar- útvegsráðherra. En Kjartan þorði þó að standa fast á sínu gegn þrýstihóp- unum sem heimtuðu alltaf ný og stærri skip. Við skipsfélagarnir erum alveg búnir að missa trúna á að Steingrím- ur valdi þessu embætti. Maðurinn blaðrar í tfma og ótíma um þessi mál en hann er alltaf í vörn. Og nú er meira að segja komið upp, að togar- inn Einar Benediktsson, sem Stein- grímur samþykkti að mætti kaupa, var fenginn með sviksamlegum hætti. Petta er bara allt eins hjá þess- um manni. Og svo er búið að drepa alla loðnuna eða svo til. Ætli þorsk- inum verði útrýmt næst? Alla vega höfum við nóg af skipum til þess. Fjórir að norðan. Ekkert að marka fagur- gala Svavars Svavar Gestsson alþýðubanda- lagsforkólfur kom fram í sjónvarp- inu um daginn og lýsti því fjálglega hvernig flokkurinn hans vildi hafa sem mest og best samstarf við kjós- endur.Svavar sagði að fulltrúar flokksins í bæjarstjórnum fram- kvæmdu vilja íbúanna, væru þeirra þjónar. Alla vega var þetta inntakið í orðmergð ráðherráns. En hvernig er þetta svo í reynd? Jú, Reykvíkingar hafa nú aldeilis fengið að kynnast því undir vinstri stjórn. Samtök hverfabúa vítt og breitt um bæinn hafa komið saman og gert ályktanir um málefni hverfa sinna. Svo þegar þetta er borið upp við vinstri höfðingjana sem öllu ráða þá er fólkinu bara sagt að fara norður og niður. Ibúar Gnoðavogs mót- mæltu breytingum á skipulagi. Þeim var einfaldlega sagt að halda sér saman því þeir hefðu ekkert vit á þessu, enga heildaryfirsýn um þessi mál. Svona eru þeir meðhöndlaðir sem leyfa sér að hafa aðra skoðun en vinstri yfirstéttin í Reykjpvík. Ég held að það sé fullreynt, að mun skárra er að hafa íhaldið yfir sér heldur en kommana. Á þeim bæ er flokkurinn látinn ráða en ekki fólkið sem borgina byggir. Burt með kom- mana úr borgarstjórn. Reiður hverfabúi. Hættið að loka öllu um páska Enn eru að koma páskar og enn á að leggjast á fjölda fólks og gera því lífið leitt um þessa miklu hátíð. Hér á ég við þetta fáránlega bann við að halda uppi eðlilegum veitingarekstri hátíðisdagana. Það er fjöldi manna sem borðar í mötuneytum fyrirtækja dags daglega og á ódýrum veiting- ahúsum um helgar vegna þess ein- faldlega að þeir hafa ekki aðstöðu til að elda sjálfir. Páskahátíðin er skelf- ingartími fyrir þessa menn þar sem þeir eiga þá yfirleitt ekki í nein hús, allavega veitingahús, að venda. Það er löngu kominn fimi til að breyta úreltum reglum sem eru gjör- samlega úr takt við tímann. Almenn- ingur verður að hafa aðgang að ýms- um nauðþurftum á degi hverjum og það er varla kirkjunni þóknanlegt að menn beinlínis líði fyrir hátíð eins og páska, bara drekka. Það má stíga dans alla aðra daga. En það er lág- markskrafa að hægt sé að fá sér í gogginn á veitingastað á dögum eins og föstudaginn langa og páskadag. Á svona frídögum eru líka margar fjöl- 'skyldur sem vilja fara saman út að borða, þannig að þessi asnalegu bönn snerta hagsmuni margra. Einsetukarl. Það er talið, að vikublöð séu vandlegar lesin en dagblöð, og þess vegna er Mánudags- blaðið gott auglýsinga- blað Síminn er 13496 ÁBYRGÐARTÉKKAR Á ÚTVEGSBANKANN ERU ÖRUGGUR GJALDMHMLL / Utgeíandinn sýnir þér skilríki sem sannar heimild hans til útgdíu dbyrgðartékka. Á skírteininu stendur hve hdr tékkinn megi vera. Bankinn ábyrgist innlausnina. ÚTVEGSBANKINN Greinilega bankinn íyrir þig líka. BRÉF TIL BLADSINS: Steingrímur vill stækka

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.