Mánudagsblaðið - 05.04.1982, Blaðsíða 12

Mánudagsblaðið - 05.04.1982, Blaðsíða 12
Með áhiiga í farangri og kjarkinn í nesti MANUDAGSBLAHO Mánudagur 5. apríl, 1982 Sýning nemenda Jazzballett- ar verið er að troða nýjar út, að hér væri eitthvað nýstár- skóla Báru, Jazz-inn, eins og slóðir, eins og þarna á sér stað. legt á ferðinni. Því verði haldið hún er nefnd, verður í Háskól- En forráðafólk sýningarinn- áfram eftir páska. abíói í 8. skipti á miðvikudag, ar eru hvergi bangnir og telja þann 7. apní. I*aö má teljast meira að segja að sýningar a |j kraftavcrki næst að tekist skuli verði enn fleiri, því aðsókn hafi * hafa að halda svo margar sýn- farið smátt og smátt vaxandi Þetta er um margt athygl- ingar fyrir þokkalegu húsi, þeg- jafnframt því sem spurst hefur isvert stykki. Músik góð á köfl- um og vel spiluð, en hún er ís- Pálmi Gunnarsson er eini veganesti og án þess að hafa lensk smíð eftir Árna atvinnusöngvarinn á sviðinu og hugmynd um hvernig móttökur Scheving, Guðmund Ingólfs- kemur eins og hressandi and- verði. Það er athyglisvert fyrir- son ogfleiri. Dansar eru gletti- blær í hvert sinn. En rósin í bæri, serrt verðskuldar að fólk lega hugmyndaríkir hvað hnappagatinu er kjarkurinn og gefi uppátækinu gaum. Ogsýn- samningu snertir og leikmanna þorið, að leggja út í slíka upp- ingin stendur vel undur því að danshópurinn ur skólanum setningu, sem samin er frá fólki sé ráðlagt að kíkja á hana. stendur sig eftir bestu vonum. grunni, með áhugann einan í g. Er sumarið kom yfir sæinn Nú er sumarið loksins komið samkvæmt kokkabókum Herradeildar P & Ó á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis. Þessi exclusive verslun hefur nú, fyrst sambærilegra verslana, stillt út í glugga sína verulegum sumarbúnaði, fyrir alla, og bæði bjart og sumarlegt að sjá. Eigendur P & Ó hafa um árabil sett svip sinn á miðborgina, enda báðir Pétur og Ólafur oftast við afgreiðslu þar. En daglegum rekstri ráða, sífellt meira ungir menn og er þar fremstur í flokki Ólafur yngri (Ómar) sem nú sér um mjög djarfari innkaup en „gömlu mennirnir“ og höfðar nú verslunin miklu meira til unga fólksins en áður. En verslunin er þó enn einhver sú vandaðasta í öllu varnings- vali, og geta viðskiptavinirnir gengið að því vísu að vörurnar eru fyrsta flokks. Laugarás heldur velli Af matsöiustöðum borgarinnar er fátt nýtt að frétta nema ef vera skyldi, að Laugarás heldur velli með prýði. Þar fá menn stórgóðan mat fyrir lítinn pening, snyrtilega fram reiddan. Bæði kokkar, í fullum skrúða, ganga um beina, svo ekki sé minnst á ungu stúlkurnar, sem klæddar hvítu uniformi, eru broshýrar og liprar og veifa þjóhnöppunum, vinalega og seið- andi framan í kúnnann um leið ogþær bera á borð. Upplagður staður til að fá sér snarl. Lipurðin lítt þekkt Víða erlendis í Evrópu og Ameríku er það sjálfsagður siður að veita bílum alla þá þjónustu sem hægt er um leið og keypt er bensín. Er þar bæði tékkað á vatni og olíu og rúður hreins- aðar. Þessi þjónusta og lipurð þekkjast lítið sem ekki hér á landi og sumt starfsfólk jafnvel móðgast ef fram á er farið. Mikil brögð eru að því að menn eru hættir að versla við ein- stakar bensínstöðvar vegna þess arna og forstjórar olíustöðva ættu að brýna fyrir fólki sínu hvers kyns liðlegheit er það kem- ur og eyðir stórfé í að fylla bíla sína. Bjórinn í gegn Hversu lengi á þessi fíflagangur í sambandi við sterkan bjór að ráða ríkjum hér á landi? Hér flæðir allt í sterkum drykkjum og unglingar veltast um á helgum vegna þess að bjórer ófáanl- egur og sumir eru jafnvel komnir í eiturlyf vegna bjórleysis. Þjóðin sjálf er orðin að undri vegna þessara heimskulegu reglna um bann við bjór. Sá þingmaður sem hefur kjark í áer til að stinga uppá bjór til almenningsnota yrði traustari í sessi en nokkurntíma fyrr og þeir sem fylgdu þyrftu ekki að örv- ænta um þingsæti sitt í framtíðinni. Svo komið bjórnum ígegn sem fyrst. Eru það tálvonir? Miklar breytingar standa nú fyrir dyrum á Borginni, að sagt er. Borgin er orðin gömul og gestum fækkar frá degi til dags. En nú er í ráði að endurnýja staðinn, breyta aðalsalnum, fá nýja stóla og teppi, setja upp grill og almennt flikka uppá staðinn. Þá verður komið upp nýjum matseðli og fjölbreytni aukin, þjónusta lagfærð o.s.frv. Vonandi eru þetta ekki tálv- onir þvi Borgin getur varla lifað svona áfram. Klipping með skemmtiatriðum Hinn kunni eftirhermusérfræðingur og um árabil skemm- tikraftur par excellence, Jörundur Guðmundsson, sem yfir- leitt er ekki kallaður annað en bara Jörundur í auglýsingum og allír landsmenn þekkja undir því nafni einu, hefur reyndar menntun til annars starfa en þess, sem viðkemur skemmtiiðn- aði. Hann er nefnilega lærður rakari og vita ekki margir um það, því Jörundur hefur ekki starfað við rakaraiðnina um ára- bil eða frá því skömmu eftir að iðnnámi hans lauk. Sfðan hef- ur hann stundað ýmis störf auk skemmtikraftastarfsins, eink- um þó sölumennsku. En nú ætlar hann að setja upp rakara- stofu við Hlemmtorg, þarna á horninu, sem meðfylgjandi mynd sýnir. Þar hefur um margra ára skeið verið rakarastofa, sem Jörundur hefur nú keypt og hyggst breyta þar öllu og um- turna einmitt nú um páskana, en opna síðan einhvern tíma eftir páska. Ekki fylgir sögunni hvort skemmtiatriði muni verða innifalin í klippingunni, en í öllu fallir er Jörundur sjálf- ur hinn skemmtilegasti náungi, jafnvel þegar hann er ekkert að leika, og mun örugglega laða að sér kúnnana þarna á Hlemmi. Brennivínið hefur sinn gang Það er skrýtið að unglingavandamálasérfræðingarnir skuli alls ekki skilja hvað það er sem fyrir unglingum höfuðborgar- svæðisins vakir, þegar þeir láta í það skína, að „athvarf" vanti fyrir þau fjögur þúsund ungmenna, sem safnast um helgar saman á Hallærisplani. Unglingarnirviljabara þak yfirhöfuð- ið, stóra skemmu, þar sem hægt er að drekka án þess að vera að drepast ur kulda. Þeir eru ekki að spekúlera í neinu öðru en koma saman með hass eða brennivín í sæmilegu skjóli. Þess vegna er gersamlega út í hött að byggja fyrir unglingana dans- hús fyrir svo og svo mikla peninga. Þeir kæra sig hvorki um dans eða söngvahús þar sem ekkert er brennivínið - sama hvað stólarnir eru vandaðir eða gardínurnar fína. Reisum fyrir þá nokkur þúsund fermetra stálgrindarskýli, þar sem þau geta hitst og drukkið í friði - spennum svo bara greipar og von- um það besta. Er starfsmönnum útvarpsins mútað? Öll munum við eftir falli Iranskeisara. með honum féllu nokkrir bandarískir útvarps- menn. Það komst upp að Irans- keisari hafði sent þeim kavíar og rauðvín af litlu tilefni. Þar sem þeir þáðu gjafirnar og fjölluðu vinsamlega um Iranskeisara í staðinn var litið svo á sem um mútur væri að ræða. Og því fór sem fór. Það er öðruvísi litið á gjafir og vinsamlega umfjöllun í útvarpi hérlendis. Svo dæmi séu nefnd þá hefur Páll Þorsteinsson skalla- poppsyrpustjóri hjá útvarpinu af og tií þegið áfengi og góðgæti frá a.m.k. einum hljómplötuútgef- anda. Gjarnan hafa þá tvær til þrjár hljómplötur flotið með. í staðinn spilar Páll, plötur frá velgerðarmanni sínum í útvarp- inu, en Páll sér um tvær skalla- poppsyrpur í hverri viku ásamt Þorgeiri Astvaldssyni söngvara hjá Fálkanum hf. Hvort hér er um mútur að ræða verður ekkert mat lagt á að sinni. Hitt getum við fullyrt: að þeim páli og Þorgeiri hefur ekki verið mútað til að spila eina af lélegri plötum síðasta árs, „Himinn og Jörð“. í hverri syrpu sinni. Við getum líka fullyrt annað: Þeir Páll og Þorgeir munu halda áfram að auglýsa „Himinn og Jörð“ þangað til næsta plata Þorgeirs kemur út, þ.e. einhvern tímann í sumar. -jens. Þorgeir Áslvaldsson og Páll Þor- steinsson

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.