Mánudagsblaðið - 05.04.1982, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 05.04.1982, Blaðsíða 7
6 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 5. aprfil, 1982 LATIÐ ekki SATAN DRAGA YKKUR OF HRATT“ - stundi deyjandi Mafíu gangsterinn, en hann varð fáum harmdauði, enda illskeyttur og bráðlyndur, ofsafenginn og nízkur að eðlisfari fyrsta fórnarlamb hins nýstofnaða Murder Inc. Til þess að sýna með dæmi nauðsyn þess að halda glæpum í skefjum, benti hann á ránið á barni Lindbergs flugkappa,. sem þá var enn óupplýst. Að hér hefði verið viðvaningur að verki, kvað hann fullvíst, en málið hafði vakið svo mikla ólgu, að hann hefði verið tilneyddur að heita launum þeim, sem fyndi ræningjann. Capone og nokkrir meðlimir Purpuraflokksins, sem sátu inni, hefðu ekki hjálpað uppá sakirnar, bætti hann við, með því að bjóðast til að leysa málið, ef þeim væri sleppt. Aðrir ræðumenn lýstu hlutverki Sambandsins með orðum, sem tekin voru að láni úr New Deal ræðum Roosevelts forseta um viðreisn efna- hagslífsins (Nation Recovery Act). Komið skyldi á landshlutanefndum til að hafa eftirlit með glæpastarf- semi af öllu tagi og allsherjarnefnd, sem hægt væri að áfrýja til. Komið yrði upp afmörkuðum svæðum og svæðatakmörk virt. Innan stórborg- anna yrðu líka dregnar línur milli hinna ýmsu sviða: vændi, fjárhættu- spil, okur, „vernd“, eiturlyf, fjár- kúgun o.s.frv. Hvatt var til sam- starfs í þróun nýrra svæða, og nokkur svæði, eins og t.d. Miami, átti að flokka sem „opin“ fyrir alla. Jafnræði á toppnum Svo umsvifamiklu fyrirtæki varð ekki st jórnað af neinum einstaklingi, þó að hver landshluti nyti töluverðr- ar sjálfstjórnar. Það átti ekki að vera neinn höfðingi allra höfðingja. Öllu heldur átti að vera jafnræði á toppnum, þar sem landshlutafor- ingjar og forsprakkar í sérstökum greinum sætu saman og réðu ráðum sínum og væru æðsti áfrýjunardóm- stóll. Hvernig færu þeir að því að framfylgja úrskurðum sínum? Það var Louis Buchaltcr sem kvað upp úr um það efni. Buchalter, sem gekk undir nafn- inu Lepke, var lágvaxinn maður, mjúkeygur, með spékopp í vinstri kinn, og ljúfmannlegt viðmót, sem villti engum sýn nema foreldrum hans, sem voru heiðarlegt fólk. Hann var fæddur árið 1897 og alinn upp í New York. Hann var búinn að sitja tvisvar inni í Sing Sing árið 1922, þegar hann komst í kynni við glæpaflokk, sem í voru verkfalls- brjótar að atvinnu. Þaðan lá leið hans inn í verkalýðsmálabrask, og á endanum tókst honum að ná undir sig stjórn á nærri allri klæða- og bakaraiðn í New York. Hann kynntist Lansky, sem var góður kunningi Lucianos. Hver um sig voru þessir menri voldugir, en ef þeir lögðu saman L-in þrjú, gátu þeir sagt New York fyrir verkum. Aftökusveit sérfræðinga Lepke stakk upp á því, að komið yrði á stofn sveit, sem sniðin væri eftir gamla Bugs og Meyer- hópnum. Sveitin myndi vinna sam- kvæmt eftirspurn og vera alltaf til taks. Foringjar í hinum ýmsu lands- hlutum, sem þyrftu að láta drepa einhvern, myndu draga upp samning fyrir drápið, sem síðan yrði framið af sérfræðingum. Þetta myndi tryggja, að starfið væri vel af hendi leyst og samtímis draga úr hættunni og kostnaðinum við að hver hópur hefði sína aftökusveit. Ennfremur: enginn, hve háttsettur sem hann var, mátti drepa utan síns svæðis. Ef hann hefði yfir einhverju að kvarta, sem réttmætti dauðadóm, yrði dómurinn kveðinn upp af hinni ráðandi nefnd. Fulltrúunum leizt vel á hug- myndina, og Lepke var veitt heimild til að stofna eigin flokk, sem síðar varð frægur undir nafninu Murder, Inc. Öll fór ráðstefnan fram snurðulaust, og var ástæðan vafalaust sú, að svo margir hinna hyggnari glæpaforingja vildu halda því, sem þeir höfðu, og vissu, að þetta gætu þeir því aðeins að þeir ynnu saman. Það var gamla Lansky- Torrio kenningin: Nóg til skiptanna handa öllum. En nú voru líka ýmsar blikur á lofti í stjórnmálaheiminum. Republikana vantaði mann til að stilla upp á móti Roosevelt, kross- fara, sem „segði allri spillingu stríð á hendur“, og í New York kemur nú fram á sviði maður, sem var meira en fús til að genga slíku kalli, Thomas E. Dewey. Krossfarar Guðfaðir Deweys, ef svo má að orði komast, í krossfararhlutverk- inu var Georg Z. Medalie, hæstaréttarlögmaður, sem taldi hinn unga lögfræðing á að ganga í þjónustu ríkisins í marz árið 1931. Fimm mánuðum síðar var Dewey búinn að fá Legs Diamond dæmdan, útlægan meðal útlaganna vegna vígfýsi sinnar, en Legs var Framh. á næstu síðu Mánudagur 5. apríl, 1982 MÁNUDAGSBLAÐIÐ 7 Arthur Flegenheimer, sem þekktari var undir nafninu Dutch Schultz, (sá í dökku fötunum) var „bjórkóngur“ Bronx hverfisins og rak marga nætur- klúbba í New York um sína daga. Það er lögfræðingur hans, sem með honum er á myndinni. Að neðan er svo „Lucky“ Luciano, sá þekkti mafíósi, en hann reyndist ekkert sérlega „lucky“ eða heppinn á árinu 1936, þegar hann var handtekinn og dæmdur fyrir svo marga glæpi, að dómurinn hljóðaði upp á 50 ára fangelsi. Hann var samt náðaður 1946 og sendur heim til Ítalíu, þar sem þessi mynd var tekin af honum. Dutch Schultz, sem talsvert er getið í greininni og mynd er af annars staðar í opnunni, hafði jafnan þrjá lífverði sér til halds og trausts. En það reynd- ist ekki nægjanlegt og um síðir var hann veginn. Hér í fyrri þáttum hefur verið ymprað á því, að í mótun væri allsherjarsamband glæpahringa, sem næði yfir öll Bandaríkin, en það var ekki fyrr en snemma árs 1934, að þessi „hugsjón“ nokk- urra hinna slægvitrari meðal glæpaforingjanna, svo sem Lansky og Torrio - varð að veruleika. Slagorð þeirra: Það er nóg til skiptanna handa öllum, ávann sér æ meira fylgi, og í einu hóteli í New York - sumir segja Waldorf Astoria - sá Landssam- band glæpafélaga - The Nation- al Crime Syndicate - loksins dagsins ljós. Það var að sjálfsögðu ekki kallað þessu nafni. Þeir sem ekki voru í Mafí- unni, kölluðu það einfaldlega „Sambandið“ (the Syndicate), “the office“ eða “the outfit“, en Mafiumenn hölluðust að „Combineesh*, - afbökun úr „combination“ (sameining). Torrio, maðurinn sem hafði framkvæmdareynslu bæði frá Chicago og New York, var í forsæti lengst af ráðstefnunnar, en Lansky var því athafnasam- ari bak við tjöldin. Vinir hans komu úr öllum áttum. Frá Cleveland komu Moe Dalitz, Isadore Blumenfield, hinn alræmdi “Kid Cann“ bróðir Yddi Bloom kom frá Minnea- polis - St. Paul. Philip “Dandy Phil“ Kastel, fyrrum undirtylla hjá Arnold Rothstein og nú annar valdamesti glæpaforingi í New Orleans, var mættur, svo og Hymen Abrams, sem hafði tekið við af “King“ Solomon í Boston. Harry “Nig Rosen“ Stromberg, fulltrúi Lanskys í Philadelphiu var þar og Longie Zwillmann kom frá New Jersey. Allir þessir voru Gyðingar eins og Lansky sjálfur. Paul “the waiter“ Ricca, sem Lansky áleit heilann á bak við Chicagosam- bandið, mætti sem áheyrnar- fulltrúi. Chicago var að áliti Torrios ekki nógu vel siðuð til að taka þátt í svona landsfundi, en kannski mætti mennta hana með tíð og tíma. Mafiunefndin var að sjálfsögðu vel skipuð mönnum eins og Luciano, Adonis, Frank Costello og Vito Genovese, en þeir komu frekar sem meðlimir í New York „kombin- ationinni" heldur en sem leiðtogar sérstakrar heildar. Ef Luciano hefði reynt að sýna vald hins æruverðuga bræðralags með því að reyna að drottna yfir fundinum, hefði það mistekist. Eins og menn á borð við Albert Anastasia og Anthony “Little Angie“ Carfano komust að raun um síðarmeir, þá var vald Lanskýs ekki minna utan borgar- marka New York en innan, og menn hans réðu yfir meiri peningum og meiri herafla en piltarnir frá stór- borginni. Sögur af því, sem fram fór á ráðstefnunni, eru nokkuð á reiki, en í höfuðdráttum ber mönnum 7. apríl, 1933 opnuðu þúsundir ólögl- egra vínveitingastaða dyr sínar upp á gátt og hófu löglegan rekstur. Bann- inu var aflétt. Þá ríkti mikil gleði á mörgum börum og var bæði sungið og kveðið næturlangt eða lengur. Það var hátíð í bæ og myndin er tekin í Greenwich Village kránni í New York. saman um þessi atriði: Luciano hafði mál fyrir Mafíunni. Hann sagði hvernig Mafían hefði verið „ameríkaníseruð" og lofaði að hún yrði uppbyggilegt afl i framtíðinni. Ef einhver ætti sökótt við einhvern Mafíuhöfðingja (capo), þyrfti hann framvegis ekki annars en að koma kvörtun sinni áleiðis til „Stórráðs- ins“ til þess að fá hlut sinn réttan. Eftir öllum fréttum að dæma var gerður góður rómur að máli hans og hann hylltur vel og lenti. Halda glæpnum í skefjum Adonis lýsti þróun hinna „sjöj stóru“ (Stórráðsins), þakkaði Torrio hlut hans, og Dalitz hélt lof- ræðu um Lansky fyrir þátt hans í “Molaska“ fyrirtækinu, sem vaf stórkostlega vel heppnuð tilraun til að framleiða áfengi við vægu verði, eftir að Banninu var aflétt. Zwill- mann lýsti hinni blóðugu, að hans dómi ónauðsynlegu styrjöld í New Jersey milli Waxey Gordons og Dutch Schultz, sem hafði endað með því að Schultz hafði vegið helstu menn Gordons, sem slapp sjálfur, en siðan hafði Schultz orðið ÞAÐ ER NÓG TIL SKIPTANNA HANDA ÖLLUIVI, SAGÐIHYGGINN MAFÍÓSI ÚR SÖGU SKIPULAGÐRAR GLÆPASTARFSEMI I BANDARÍKJUNUM

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.