Tíminn - 03.01.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.01.1970, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 31. desember 1969 TIMINN 9 Guðlaugur Rósinkranz, Þjóðleikhússtjóri: APASPIL GAGNRYNENDA „Drepum, drepum“, lætur Matthías Jochumsson Skugga- Svein hrópa þegar hann hvet- ur útilegufélaga sína til atlögu gegn byggðamönnum. Sams konar hugsun virðist ríkja hjá Stefáni Edelstein, gagnrýn- anda Vísis, þegar hann fer að skrifa gagnrýni um sýningu Þjóðleikhússins á „Brúðkaupi Figarós". Nú er það ekki lengur sá smjaðrandi Edelstein, sem kom til mín fyrir nokkrum ár- um til þess að reyna að fá mig til þess að sýna í Þjóð- leikhúsinu svokallaða barna- óperu, samda í nýtískulegu músíkíormi og nefndist „Apa- spil“, efitir Þorkel Sigurbjörns- son. Barnaóperu þessa höfðu þeir félagar áður sýnt í Tjarn- arbæ og gekk illa, að sögn. Nú átti að koma henni inn á Þjóðleikhúsið og láta það borga brúsann. En ég hafnaði þessu verki. Nú álítur Edel- stein tíma til kominn að hefna sín og telur sig víst ná sér bezt niðri á mér með því að ófrægja eiginkonu mina, Sigur laugu Rosinkranz. Ég hef í allt haust orðið var við hatramma rógsherferð nokkurs hóps söng vara, sem áður hafa oft feng- ið tækifæri til þess að syngja í óperum Þjóðleikhússins og tel-ja sig sjálfkjörna til þess þar í hvert sinn sem leikhúsið flytur óperu. Þeir virðast einn ig telja það glæp að láta noklk- um nýjan söngvana fá tæki- £æri tfl þess að syngja þar. Edelstein virðist vera málpípa þessa óánægða fólks og hefur tekið að sér að níða niður of- annefnda óperusýningu og þá sem bera hana upp og stjóma hennL Edelstein talar um að Hjómsveitarstj órinn hafi valið f hhitverk „á móti beitri sam- vizku sinni“ eins og hann orð- ar það, „vegna þrýstings ann- arra -aðila“ (á þar sennilega við mig). Ef svona skrif eru ekki rógur veit ég ekki hvað gæti heyrt undir það hugtak. Hljómsveitarstjórinn stóð ekki undir neinum þrýstingi, hvorki frá mér né öðrum um val söngvara. Hann valdi í byrj un í öll helztu hlutverkin, nema í hlutverk Súsönnu og 'Cherubinis, sem ég valdi. Hann valdi úr hóp fimm söngkvenna, sem hann hlustaði á, og þar á meðal Svölu Nilsen, en aulk þess heyrði hann og sá Guð- rúnu Á. Símonar í „Fiðlaran- um“. Ég nefni þessar tvær kon ur þar eð Edelstein telur að þær hefðu átt að syngja í „Figaró“. En hér má skjóta því inní að þegar Svala Nielsen tók við af Mattiwilda Dobbs í óperunni Mörtu féll aðsókn svo til alveg niður, og þá lýsti Sv-ala því yfir við mig að hún myndi aldrei framar vilja syngja í Þjóðieikhúsinu. En Guðrún Á. Símonar taldi sig hins vegar yfir það hafna að fylgja tak-tsprota hljómsveitar- stjórans í „Fiðlaranum“ nema þegar henni sýndist. Það vœri kannski ekki gott í Mozart- óperu. Það er ekki gott að vinna með fólki sem slíka af- stöðu hefur til listaverks sem það vinnur að. Meðan á æfingum stóð, spurði ég hlj óms veitarstjór- ann fleiri sinnum hvort hann teldi að breyta ætti til um söngvara í einhverjum hlut verkum, og svarið var alltaf á þá leið að engin ástæða væri til þess því að hver og einn myndi örugglega gera sínu hlutveriri góð skil. Sama svar eða mjög svi-pað fékk ég hjá leilkstjóranum. Enda voru bæði leikstjóri og hljómsveit- arstjóri mjög ánægð með frammistöðu allra einsöngvar- anna á frumsýningu. Það verð ég að segja að ég treysti bet- ur ráðunautum mínum og sam starfsmönnum eins og Carl Billich, Ann M-argret Petter- son og Alfred Walter, sem öll þrautþekkja músík Mozarts og óperur, heldur en Stefáni Ed- elstein þótt hann hafi lært ein hverja músík, svo hann geti kennt byrjendum að spila á einhver hljóðfæri. Gagnrýni eins og sú sem Edelstein skrifar í Vísi 29. des. er ekki skrifuð af þekk- ingu eða góðvild, heldur í hefndarhug til þess að ná sér niðri á ímynduðum andstæð- ingi. Mest af þeirri gagnrýni sem skrifuð hefur verið um óperur Þjóðleikhússins fyrr og nú, virðist hafa þann aðaltil- gang að spilla fyrir gangi sýn- inga. Það er erfitt að sýna hér óperur þegar hópur óvildar- fólks, sem ekki er með í ó- perusýningu í það eða hitt skiptið leggur sig fram um að spilla fyrir. Líklega er eina réttmæta að- finnslan hjá Edelstein sú, að óperan er ekki flutt á ís- lenzku. Það er állmikill galli. En ástæðan. er sú að ógerning- ur reyndist, þrátt fyrir, marg- ítrekaðar tilraunir í fimm ár, að fá nokkurn mann til þess að þýða óperuna á íslenzku. Þetta er staðreynd þrátt fyrir fullyrðingar Edelsteins um hið gagnstæða. Það er enginn vandi að segja þetta eða hitt og hirða ekkert um sannleiks- gildi þess sem sagt er. Slíkt getur hvaða ómerkingur sem er gert. Eitt hið allra bezta dæmi sem ég þekki um óvöndu-gheit gagnrýnanda er að finna hjá gagnrýnanda Tímaris, Unni Arnórsdóttur í gagnrýni hennar um „Brúðkaup Figar- ós“, og sýnir kannski bezt vinnubrögð gagnrýnenda og heiðarleik. Þar segir hún um Sigurveigu Hjaltested: Hún hefur bæði sviðsöry-ggi og rödd sem fellur vel að hlutverkinu og njóta þessir kostir sín vel í aríu fjórða þáttar „II cap- roela“. Sá galli er bara á þess- um dómi að Sigurveig söng alis ekki þessa aríu, því hún var felld niður í þessari sýn- ingu og aldrei æfð. Og ekki bætir hún úr skák þar sem hún segir um Gest Guðmunds- son: „Tenórrödd Gests er á köflum áferðarfalleg og aríu fjórða þáttar „Ingue glianne“ leysti hann vel af hendi. Þessi aría v-ar líka felld niður svo sem algengt er og Gestur söng hana heldur aldrei. Ég spyr: er hægt að taka svona gagn- rýnendur alvarlega, sem skrifa dóma um hvernig listamaður leysir af hendi verk sem hann gerir ekki? Hvernig er hægt að ætlast til að dómar slíkra gagn rýnenda séu teknir gildir? Get ur nokkur maður tekið mark á svona gagnrýni? Það virðast engin takn^rk fyrir heimskupörum gagnrýn- enda, sem ljóst er af ofan- greindum dæmum. Það er auð- veldara að tala digurbarkalega og álasa öðrum fyrir það sem þeir gera, heldur en að gera hlutina sjálfur. Það verður líka oft býsna lítið úr þeim, sem mestar kröfur gera til annarra þegar þeir eiga að gera eitt- hvað sjálfir, sem vandasamt er. Enda er það býsna algengt að misheppnaðir listamenn ger- ast liátgagnrýnendur, vegna þéss að þá geta þeir fengið útrás fyrir minnimáttarkennd sína með því að níða aðra og verk þeirra. Það virðist vera þeim sjálfsfróun. En er slíkt ekki aumt hlutskipti og lág- kúrulegt? Guðl. Rosinkranz ^iiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiis WHO ARE THEY, COYOTEPAW? 7WS CANYON'S GETTING K/NP OF _ CROWPEDj J J IAW WANT- HERE.MISTEPl! TN/smseOOP ENOUGH FOR COYOTE PW ANP /M SURE/Tll SAT/SFY YOt/R Þið tjaldið hér! Flokkur minn er ekki hér og þorir ekki að koma hingað. Lög- reglunni er heldur ekki leyfilegt að koma hingað að handtaka ykkur. Full- rHINS IN BOX 7 MR. WALKER?* DREKI komið Coyote Paw, og ég sé að við er- um ekki þeir einu hér! Hverjir eru þeir Coyote Paw? Hér fer að verða þétt- setið. Útlagar! Hér herra minn, þetta sannfærðii Coyote Paw, það ætti að sannfæra þig líka. Eitthvað í boxi 7 fyrir hr. Walker? Bréf . . . bíðum við . . . hann kemur aidrei hingað. Hver er hann? Hann er — hr. Walker. Væni minn, hvar get ég fundið hr. Walker? Þú getur ekki fund- ið liann, hann finnur þig. Hvað er á HflllllllUliliÍlllillilllIllllllllllillIlillllllllllllllllillllllllllllilllllllíllllllllllllllllllllillllí. se,iði? Hvers konar svar var þetta? Ég == held mér geðjist ekki að þessu, Gus. -iiillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillillllll SJÖNVARP Laugardagur 3. janúar. 16.40 Endurtekið efni: Áður sýnt 6. apríl 1969. 17.05 Ríó Tríó. 17.30 Orkuver. 17.45 fþróttir. Hlé. 20.00 Fréttir. 20.25 Dísa. Gönguferð í geimnum. Þýðandi: Júlíus Magnússon. 20.50 Þjóðhátíðardagur í París. 21.15 í ieikhúsinu. f þættinum er fjallað uW Litla leikfélagið og sýnd atriði úr „Einu sinni á jólanótt“ og „f súpunni“. ’ Umsjónarmaður: Stefán Baldursson. 21.40 Aðeins það bezta. Brezk gamanmynd gerð ár- ið 1964. Leikstjóri: Cliv Donner. Aðalhlutverk: Alan Bates, Denholm Elliott, Millicent Martin og Harry Andrews. Þýðandi: Hersteinn Pálsson. Ungur fasteignasali hyggt klifra á skjótan hátt upp mannvirðingastigann og svífst einskis til þess að ná > settu marki. 23.10 Dagskrárlok. HLJÓÐVARP Laugardagur 3. janúar. 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregn- 12.00 Hádegisútvarp. Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veður- fregnir. Tilkynningar. 13.00 Þetta vil ég heyra. Jón Stefánsson sinnir skrif- ' legum óskum tónlistarunn- enda. 14.30 Pósthólf 120. Guðmundur Jónsson Ies bréf frá hlust- endum. Tónleikar. 15.00 Fréttir. 15.15 Laugardagssyrpa í umsjá Bjöms Baldurssonar og Þórðar Gunnarssonar. 16.15 Veðurfregnir. Á nótum æsk unnar. Dóra Ingvadóttir og Pétur Steingrímsson kynna nýjustu dægurlögin. 17.00 Fréttir. Tómstundaþáttur bama og unglinga í umsjá Jóns Pálssonar. 17.30 Á norðurslóðum. Þætör ura Vilhjálm Stefánsson landkönnuð og ferðir hans. Baldur Pálmason flytur. 17.55 Söngvar í léttum tón. Áke Jelving stjómar kór og hljómsveit við flutning léttra jólalaga. 18.20 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Daglegt Iíf. Ámi Gunnars- son og Valdimar Jóhannes- son stjóma þættinum. 20.00 Hljómplöttirabb. Þorsteinn Hannesson bregð- ur plötum á fóninn. 20.30 „Lýður sýslumaður og Drottinn allsherjar". Gísli Halldórsson leikari Ies smásögn eftir Gunnar Gunnarsson. 21.00 Hratt flýgur stund. Jónas Jónasson kynnir hljómplötur og talar við gest og gangandi. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslagafónn útvarpsins. Pétur Stein- grímsson og Jónas Jónasson standa við fóninn og sfmann í eina klukkustund. Síðan önnur danslög af hljómplötum. 23.55 Fréttir f stuttu máli. Dagskrárhík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.