Tíminn - 03.01.1970, Blaðsíða 12

Tíminn - 03.01.1970, Blaðsíða 12
I. tbl. — Laugardagur 3. janúar 1970. — 54. árg Guðmundur Gíslason, sundmaður, kjörinn „íþróttamaður ársins" „FYRIRMYND BÆÐI I KEPPNI OG A ÞURRU LANDT Alþýðubranð- gerðinni lokað FB—Reykj avík, föstudag. Borgarlæknisembættið hefur látið loka brauðgerðarhúsi hér í borginni, vegna þess að þar var ekki fylgt þeitn reglum, sem settar eru um hreinlæti, og komið hefur fyrir að skordýr hafa fundizt í brauði frá þessu húsi. Framleiðsla verður ekki leyfð aftur í þessu húsi fyrr en búið er að gera nauðsynleg ar ráðstafanir og skordýrum hef ur verið útrýmt þaðan að fullu, sagði borgarladknir. Borgarlækn ir neitaði að gefa upp nafn þessa brauðgerðarhúss, en blaðið hefur hins vegar frégn að annars staðar frá, að hér hafi verið um Alþýðubrauðgerð ina að ræða. Hekla bíður betra veðurs SB—Reykjavík, föstudag. Nýja strandferðaskipið, Hekla bíður nú eftir því einu, að betra veður geri svo það geti farið í reynslusiglingu sína út á Eyjafjörðinn, en norðan kaldi og éljaveður er á Akureyri í dag. Skapti Áskelsson, forstjóri Framhald á bls. 11 Miólkursamsalan vill rannsókn Vegna fréttar í dagblaðinu vfsi þriðjuda 'nn 39. des. sl. um að heftiplástur hafi fundizt : mjólkurhyrnu óskum vér að taka fram, að þar sem algjör lega á að vera útilokað að plást urinn hafi getað komizt í hyrn una í Mjólkurstöðunm, þar sem hún var fyllt, höfum vér ákveð ið að óska eftir opinberri rann sókn á máli bessu. Mjólkursamsalan í R y!:javík. Alf.-Reykjavík. — f gærdag voru kunngerð úrslit í árlegri skoðanakönnun íþróttafrétta- manna um „íþróttamann árs- ins“. Var Guðmundur Gíslason sundmaður úr Ármanni, kjör- irni „fþróttamaður ársins 1969“, en þetta er í annað sinn, sem Guðmundur hlýtur þetta sæmd arhciti. f fyrra sinnið var Guð- mundur kjörinn 1962. AHs hluibu 22 íþrófctaroenn úr 6 íþróttaigreiwum, atlkvæði í kosninguntii, en 10 atkvæða- flestu sátu hóf íþróttafréfcta- manna, sem haldið var á Loft- leiðahótelinra. Atkvæðin skiptuist þannig: Guðlmundur Gíslaison, Á 50 st. Bllert Sdiraim, KR 39 — Erl. Valdimarsson, ÍR 35 — Geir Hallsteinsson FH 35 — Bllen Inigvadófctir, Á 24 — Guðm. Hcrmannsson KR 21 — Inigóifur Óskarsson Fram 19 — Þorst. Hallgrímsson, ÍR 19 — Inigunn Einarsdófctir KR 18 — Helga Gunnarsdóttir Ægi 18 — Auk þess hlutu þessir íþrótta menn atkvæði: Guðmundur Sigurðsson Árm. Guðni Kjarfcansson, ÍBK Elías Sveinsson, ÍR Bíll í höfnina - þrennt drukknar, tveir bjargast OÓ—Reykjavík, föstuðag. Tvær stúlkur og piltur drukkn uðu sncmma á nýjársdagsmorgun, er bíll sem þau voru i ók fram af bryggjusporði /ið Grandagarð. Tveim piltum, sem voru í bflnum, var naumlega bjargað á síðustu stundu. Komust þeir ásamt annarri stúlkunni út úr bflnum og tókst piltunum að synda að bryggju- sporðinum og héldu sér þar í stólpa þegar hjálp barst. Stúlk an sem komst út úr bílnum var látin þegar hún náðist. Lík hinna ungmennanna voim í bílnum þegar hann náðist upp. Stúlkurnar voru systur. Hétu þær Brynja Vermundsdóttir, sem varð 22 ára á nýársdag, og Guðrún Ver mundsdóttir, 23 ára. Voru þær búsettar að Höfðaborg 58, en þær eru ættaðar frá Sunnudal í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu og búa foreldrar þeirra þar. Pilt urinn sem lézt hét Svanberg Gunn 'ar Hólm, 17 ára, til hcimilis að Svanberg Gunnar Hólm Hvassaleiti 16. Piltarnir sem björguðust eru 17 og 18 ára. Piltarnir hittu stúlkurnar á dans leik um nóttina. Að honum lokn um kl. 4. fóru þau öll heim til Svanbergs, en bar voru auk for eldra hans, foreldrar annars pilts ins sem bjargaðist. Dvöldu þau þar til kl. 5.40. Fékk þá Svanberg bíl föður síns, sem er af Volks wagangerð, lánaðan til að aka stúlkunum heim, og fóíu hinir piltarnir með. Ákváðu þau að lengja bíltúr- inn svolítið og óku niður að höfn. Var ekið beint vestur á Granda garð og niður fyrstu bryggjuna, sem komið er að við Kaffivagn inn. Er það trébryggja, sem hall ar niður að sjónum. Fremst á bryggjunni er bvertré, 20 cm að hæð og 30 cm á breidd. Bryggj an var blaut og sleip af olíu. Skipti engum togum að ökumanni tókst ekki að stöðva bílinn og þeyttist hann yfir þvertréð og lenti í sjónum. Lág/.jávað var og hæðin frá bryggjunni niður að yfirborSi sjávar um 4 metrar. Þeg ar búið var að ná bílnum upp kom í ljós að ökumaður hefur reynt að stöðva bílinn með hand bremsunni, þegar fóthemlar dugðu ekki. Önnur stúlkan sat við hliðina á ökumanni, og var hún í bílnum þegar hann var dreginr upp ásamt Svanbergi. í aftursætinu /oru piltarnir. sem komust upp og stúlkan sem einnig virðist hafa komist út úr bílnum, en ekki hrokkið úr þegar bíllinn lenti A sjónum og einnig var afturrúðan brotin. Piltarnir sem af komusi segjast ekki gera sér grein fyrir hvernig þeir komust úi úr bflnum, en sennilegast er talið að beir hafi ásarot stúlkunni koraizt út um framgluggann. Bíllinn lá á þakinu á botninum nær 20 metra framan við bryggjusporðinn þeg ar froskmenn komu að. Vaktmaður um borð í ísborg inni, sem lá austan við Ægis- garð, varð var við hávaða hélt í fyrstu að einhverjir væru komn ir um borð í hvalbátana, sem liggja hinum megin við garðinn. Fór hann að aðgæta þetta nánar og heyrðist honum þá einhver kalla á hjálp. Var hann að leggja af stað til að ná í hjálp þegar tvo menn bar þar að í bíl. Stöðv aði vaktmaðurinn þá og komu mennirnir út úr bílnum og heyrðu þeir þá allir greinilega a® kallað var á hjálp, en gerðu sér ekki alveg grein fyrir í myrkrinu hvað an hljóðin komu. Telur vaktmaður inn að liðið hafi 5 mínútur frá því hann heyrði hljóðin fyrst þangað til mennirnir komu. Óku þeir þegar á lögreglustöð ina og hljóp annar þeirra inn og Guðrún Verinundsdóttir kallaði að einhver væri í nauð um staddur, sennilega í sjónum við Grandagarð. Var klukkan þá 6.02. Jón Sigurjónsson var einn þeirra lögreglumanna, sem fyrst fóru af stað, en þeir voru alls sjö talsins. Tóku þeir með sér björg unartæki. Jón sagði Tímanum, áð lögregluþjónarnir hafi strax far ið af stað þegar maðurinn kom inn í dyrnar og kallaði að maður væri í sjónum við Ægisgarð. Fóru lögregluþjónarnir fyrst út á Ægisgarð en urðu ekki varið við að þar væri neinn í nauðum staddur. Var þá strax farið vestur á Granda og niður fyrstu bryggj una, sem komið var að. Heyrðu þeir þegar í mönnunum og sáu þá þar sem þeir héldu sér við bryggjustólpa. Voru þeir greini lega báðir mjög þrekaðir og ann ar miklu meira. Virtist sem sá, Framhald á bls. 11 Brynja Vermundsdóttir Jón Þ. Ólafsson, fR Maignús Jónatansson, ÍBA Sigrún Siggeirsdófctir, Árm. Ólatfiur Jónsson, Vai Reynir Brynjóiifsson, ÍBA Þorsfceinn Björnsson, Fram Árni Óðinsson, ÍBA Guðjón Guðmundsson, ÍA Framihaid á bts. 10. Þau sköruðu fram úr á árinu. Fremst sitja fulltrúar kvenþjóðarinnar, Ingunn Einarsdóttir, Ellen Ingvadóttir og Helga Gunnarsdóttir. í aftari röð eru Ingólfur Óskarsson, Guðmundur Hermannsson, Geir Hallsteinsson, Guðmundur Gísiason, Þorsteinn Hiallgrímsson, Erlendur Valdimarsson og Eliert Schram. (Tímamyndir GE) Guðmundur Gíslason íþróttamaður ársins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.