Tíminn - 03.01.1970, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.01.1970, Blaðsíða 6
6 TÍMINN LAUGARDAGUR 3. janúar 1970 „Landið sjálft og nýting gæða þess er grundvöilurinn" ið: íslands óiiaminigju verður Góðir íslendingar. í dag óskum vér hver öðr- um gleðilegs nýjárs. Sú kveðja er söm og jöfn, en hitt er síbreytilegt, í hverjum hug, glöðum eða döprum, hún er fram borin hverju sinni. Um síðast liðin áramót var venju fremur þungt yfir þjóðlífinu á landi hér, og ollu því óhag- stæð umskipti í þjóðarbúskapn um. Svo er fyrir að þakka, að yfirleitt er nú léttara yfir, þegar á heildina er litið, en í sumum byggðarlögum ala menn þó enn ugg í brjósti vegna óvissrar afkomu, stopull ar atvinnu, ónógra fóður- birgða. Og ekki breytist það lífsins lögmál, að ýmsir vor á meðal eigi um sárt að binda á þessum degi sem öðrum. En kveðja vor á fyrsta degi árs- ins, óskin um gleðilegt nýjár, er óháð því sem yfir hefur gengið. Hún felur í sér fögn- uð og þökk fyrir að fá enn að lifa, starfa og vona, fá enn að taka þátt í samfylgd manna á þessari vegferð, sem lífið er. í dag þökkum vér hver öðr- um fyrir liðið ár, Sjálfur hef ég, eins og áður, margt að þakka landsmönnum, þótt ég geti ekki notað þessa stuttu sbund til að telja það upp. Það er eigi að síður vel í minni geymt. Aðeins eitt skal nefnt, því að þar á mikill fjöldi manna hlut að máli. Ég þakka af alhug viðtökur þær, sem kona mín og ég fengum á kynnisför okkar um Norðlend- ingafjórðung í sumar sem leið, fyrstu för okkar af því tagi. Slíkar ferðir og þau kynni sem af þeim leiðir, styrkja forset- ann tii þess hlutverlks, sem hans er í þjóðlífinu, en þó er það gildi þeirra mest, ef þær megna að efla almenna tilfinnimgiu fyrir einingu þjóð- arinnar í bæ og byggð. Allt það sem okkur var gert til gleði og sóma í þessari ferð, tek ég sem vott um góðan húg fólksins í landinu til þess em- bættis, sem ekki hvað sízt er tákn þjóðlegrar samstöðu. Margar myndir úr þessari kynnisför ber fyrir hugskots- sjónir, myndir lands og lýðs, gamalkunnar að vísu, en þó alltaf nýjar eftir því hvernig ljós á þær fellur. Við vorum á Skagaströnd, og þar blasti við Spákonufell, tignarlegt og sérkennilegt fjall. Leiðsögu- maður lét svó um mælt, að þarna væri hið heilaga fjall byggðarinnar, sem heima- mönnum þætti öllum fjöllum betra, vættur byggðarinnar. Við vorum í Kelduhverfi, og þar féllu orð á þá leið, að fornar fjallvættir, Óttar og Ei- lífur, vektu yfir byggðum. Það er grunnt á slíkum hugmynd- um meðal íslendinga. Þetta er forn arfur, sem aldrei hefur alveg fyrnzt yfir. Forfeður vor ir á landnámsjörð hafa kjörið sum fjöll öðrum fremur til að vera bústaðir landvætta. Og það er skáldleg og hrífandi hugsun, að goðmögn í náttúr- unnar ríki vaki yfir hverri byggð, og áhrifamikið tákn um samskipti mannanna við landið, sem er fóstra beirra og lífgjafi. Eitt sinn var svo kveð- allt að vopni, eldur úr iðrum þess, ár úr fjöllum, breiðum byggðum eyða. Upp er komin á vorum dögum rík tilfinning fyrir því, að afstýra beri slíkri óhamingju héðan í frá. Vér getum ekki vænzt þess, að landvættir séu oss hollar, nema vér séum einnig þeim hollir og bústöðum þeirra. Á því ári, sem nú er liðið, hafa mangir orðið til þess að hvetja þjóð- ina tii að vaka yfir landinu, vernda það fyrir spjöllum af mannanna hendi og eyðandi öflum þess sjálfs, til að fara vel mieð landið, bæba fyrir yfir- sjónir liðinna tíma og gæta varúðar í öllu, sem varanleg áhrif hefur á náttúru landsins. Á alþjóðaþingi hafa íslenzkir fulltrúar borið fram tillögu um verndun fiskistofna hafsvæð- anna gegn ört vaxandi meng- un hafsins, í endurskoðun eru lög um níibbúruvernd oig síð- asta Alþingi samþykkti lög um verndun þeirra mannaminja í landinu, sem vér viljum að verði hluti af þjóðararfinum á komandi tímum. Þetta er allt af sömu rót runnið. Lífsbarátt- an og framvindan krefjast þess jafnan, að einhverju verði fórn að, sem þó væri gagn og gam- an að eiga, en hááki er enginn á ferðum, ef sá skilningur er vakandi og almennur, að fara beri nærgætnum höndum um það land, sem ekki aðeins er heimkynni vort, heldur einnig þeirra niðja vorra, sem eftir oss koma. Þá verður þeim vanda, sem oft vill rísa, þegar um er að ræða verndun lands og minja, ráðið til eins far- sælla lykta og auðið er. En það er fleira en eldur úr iðrum jarðar og ár úr fjöllum, sem eytt hefur byggðum á fs- landi, þótt á annan hátt sé. Þjóðflutningarnir innanlands og þó einkum straumur fólks til suðvesturhluta landsins, tii höfuðborgarsvæðrsins, á undan gengnum áratugum, hefur kom- ið hart niður á mörgum byggð- arlögum, skilið sumar byggðir eftir mannlausar, en valdið öðr um miklum efnahagslegum og félagslegum vanda, svo að ekki sé minnzt á persónulegan sárs- auka, sem þessari þróun hefur fylgt. Þetta hefur verið tíma- bil, sem kenna má öðrum þræði við eyðingu lands, þótt það hafi vissulega einnig verið tími gróandi og nýs landnáms á mörgum sviðum. Vér höfuan horft á merkilega sögu gerast. Meðan þjóðin var meira en helmingi fámennari en hún er nú, varð hún að gjörnýta hvern slægan blett í landinu til þess að sjá sér farborða. En nú standa forn höfuðból mannlaus og frægar verstöðvar auðar og yfirgefnar. Hin nýju hlutföll í sfciptingu byggðarinn ar hafa haft gífurleg áhrif á allt þjóðlífið. Víst voru hinar fornu félagsheildir smáar og veikar, en þær fundu eigi að síður til sín sem mikilvægra eininga með sinn tilgang og verksvið í því gamla jafn- vægi, sem aldalöng reynsla bændaþjóðfélagsins hafði skap áð Brottstreymi fólksins hef- ur svipt mörg byggðarlög meira en litlu af sínum fyrri metnaði. En samtímis höfum vér byggt stóra höfuð- borg. Hennar metnaður er að sama skapi mikill og það með réttu, því að hún er fjölbreyti- leg miðstöð þjóðlífsins alls. En margir hafa óttazt þessa þróun, sagt að vér værum að verða borgríki eða líkt þjóð- félaginu við mannveru með of stórt höfuð en að því_ skapi veika og valta fætur. Ýmsum hefur fundizt sem þjóðin smækkaði með samdrætti byggðanna, þrátt fyrir síhækk- Herra Kristján Eldjóm andi heildartðlu landsmanna, og þjóðfélagið verða tilbrigða- snauðara og svipminna en áður. Þess ber þó vel að minn- ast, að önnur fjölbreytni, sem nauðsynleg er í nútíma þjóðfé- lagi, hefur komið í staðinn. En oss nægir ekki í þessu efni annað hvort — eða, heldur verðum vér að hafa hvort tveggja. Vér verðum að hafa efni á að eiga nokkuð stóra höfuðborg, sem er miðstöð menningar og alls þjóðlífs og þjónar þar með landsmönnum öllum. En jafnframt verðum vér vissulega að byggja land- ið. Ekki af óraunhæfri róman- tík eða sögulegri tilfinninga- semi, þó að slikar kenndir séu skiljanlegar, heldur til þess að nytja lífsskilyrðin skynsamlega efla möguleika til lífs og bú- setu og auk fjölbrejdni í at- höfn og mannlífi. Og það er ástæða til að vona, áð undan- hald byiggðanna hafi runnið sitt skeið á enda og jákvætt viðnám sé hafið. Bændabyggð- ir munu sennilega ekki drag- ast mikið saman úr þessu, en kaupstaðir og sjávarþorp, þétt- býli landsbyggðarinnar, mun eflast. Ég kom aftur úr ferð minni í sumar efldur að trú á framtíð þeirra byggðarlaga, sem við fórum um. Sveitar- stjórnir höfðu víða þurft að takast á við óvenjulegan vanda sötkum árferðis, en einmitt í því ljósi var sérstakt fagnað- arefni að heyra forystumenn lýsa þeim áformum, sem þeir liafa á prjónum, þeim fram- tíðarsýnum, sem þeir sjá hver á sínum stað Vonleysi og upp gjöf er mönnum fjarri. heldur er einmitt verið að búast fyrir af bjartsýni og áhuga. menn setja metnað sinn í að byggð- in haldi velli og geti boðið upp á nútímalífskjör, enda mun fóllkið þá hvengi fara, held ur búa sér framtíð í heimahög- um. Þróun byggðanna í land- inu er sannarlega eitt af sjálf- stæðismálum þjóðarinnar, og það er vel, að þetta mál er nú mjög til umræðu og rann- sóknar og skilningur vakandi á mikilvægi þess. Vér skulum trúa því, að Spákonan, Óttar og Eilífur og aðrar vættir lands muni enn halda verndarhendi yfir byggðum sínum og að fólk inu í landinu verði að trú sinni á það sem þær tákna í huga þess. Byggðir landsins eru eining- ar hver í sínu lagi og verða að huga að sínu, en mynda þó allar eina heild, sem er hið íslen2ika þjóðfélag. Svo er og um þjóðina sjálfa, að hún er sjálfstæð eining, en þó um leið hluti af stórri heild, sem er samfélag þjóða. Samskipti vor við umheiminn eru margbreyti leg og sívirk, þar mun ætíð þurfa að hyggja vel til átta, og þaðan mun löngum verða tíð- indasamt. Nú eru þau tíðindi nýjust og mest, sem öllum eru kunn, að Alþingi hefur heim- ilað ríkisstjórninni að gerast, fyrir íslands hönd, aðili að Fríverzlunarsamtökum Evrópu. Umræður og ágreiningur om þetta mál hafa sett svip sinn á síðustu mánuði liðins árs. Slfkt er að vonum, þar sem um óvenjulegt stórmál er að ræða, og engum er sú fram- sýni gefin, að hann kunni fyrir að sjá allar afleiðingar þess skrefs, sem fyrirhugað er að stíga. En að tekinni ákvörðun, hljóta allir þjóðhollir menn að óska þess og vona og vinna að því heils hugar, að hún leiði til alls þess góðs fyrir þjóðina, sem efni standa frekast til, eins og alltaf þegar ný viðhorf skapast. Víðtækt samstarf þjóða í milli er sýnilega í ör- um vexti, sá er nú straumur tfenans, og hann fer ekki fram hjá garði neins. í þeim straumi hljótum vér fslendingar að keppa að því að halda vorum hlut, keppa að lífskjörum sam- bærilegum við þau, sem ná- grannar vorir njóta, keppa að því að halda þjóðmenningu vorri og sjálfstæði fullu. Þær þjóðir, sem vér göngum nú væntanlega til nýs samstarfs við, eru sumar gamalreyndir grannar vorir, meðal þeirra þjóðirnar á Norðurlöndum. Þar er sú þjóðaheild og menn- ingarsvæði, sem vér eigum greiðasta leið að og oss er eðlilegast og hollast að halla oss að. í þvi samneyti njótum vér vor bezt andspænis fjöl- mennari þjóðum og þjóðaheild- um. Þess þurfum vér með, ^líkt er engin minnfcun að viður- kenna, enda þurfa Norðurlönd einnig íslands með, svo seru oft er tekið fram af forustumönn- um á sviði stjórnmála og menn ingarmála. íslandi hefur tekizt að vinna sér virðingu á þingi allra þjóða, fámennisþjóð flest um fámennari. sem getur fyrir þá sök ekki komizt til mikilla áhrifa En vissulega væri nor- ræna þjóðaheildin fátæklegri án íslands. í þeirri heild gtít- ur þjóð vor örugglega haldið virðingu sinni fullri og þá um leið sjálfsvirðingu. En sjálfs- virðing er lífsnauðsyn, og hennar ber vel að gæta, þegar samstarf og samneyti við aðrar þjóðir verður sífellt nánara og vér sjáum sjálfa oss æ skýrar í samanburði við aðrar þjóðir. Oft og mikið er talað um ís- lenzka menningu og áhyggjur látnar í ljós hennar vegna. Að vísu er orðið menning og í þrengri skilningi íslenzk menn ing, eitt af þessum hætitulegu orðum, sem leiða til hugsana- ruglings, vegna þess hversu trauðlega það verður skilgreint og óskýrt afmörkuð merking þess. Án bólfcmennita engin ís- lenzk menning, heyrðist ný- lega sagt, og bað er rétt að því leyti að bókmenntaarfjir- inn og allt sem honum er tengt, meðal annars íslenzk tunga, er óaðskiljanlegur hluti íslenzkrar menningar. En hið sama á við um margt annað. Atvinnuvegir þjóðarinnar, sem vitaskuld eru undirstaða og forsenda alls lífs í landinu og verða að þrífast, ef tal vort um annað á efcki að vera hjóm eitt, þeir eru einnig hluti af íslenzkri menningu. Og þá ekki síður sjálfstæði þjóðar- innar, vitund hennar um sjálfa sig sem afmarkaða einingu meðal þjóða, sjálfsvirðing hennar. Þetta og margt annað er samofið og myndar til sam- ans þetta mannlífsform, sem er íslenzk menning og vér viljum búa við og fullkomna og varð- veiita, hversu náið sem sam- blendi vort við aðrar þjóðir verður. Rétt er og skylt að hafa á sér andvara, en ég get ekki séð að íslenzk menn- ing sé á neinu undanhaldi, nema síður væri .Og ég sé ekki betur en í landinu sé ung kyn slóð, sem sé til alls annars l£k- leg en að afrækja menningar- arfleifð íslendinga. Það verð- ur hennar að gæta hlutar ís- lands í samskiptum við aðrar þjóðir, gæta þess meðal annars að íslenzk menning og þjóðar- vitund eflist að heilbrigðum metnaði í því samstarfi við stærri þjóðir, sem allt bend ir til að fremur vaxi en minnlki í framtíðinni. Sjálfstæði og menning þjóðarinnar eru efcki hnoss, sem höndlað var í eiltt skipti fyrir 511, heldur sá arin- eldur, sem því aðeins lifir og lýsir og vermir, að sífellt sé að honum hlúð og á hann bætt. Og hví skyldum vér ekki vera menn til þess, hér eftir sem hiiigað til. Oss hætt- ir til að einblína á háskann og vandann, og oft mætti ætila af tali manna, að vér íslend- ingai- ættum öllum þjóðum fremur við rammt að rjá. Hitt er þó sannara, að alls staðar og ævinlega er við einhver vandasöm úrlausnarefni að fást. Bölmóður stoðar lítt, heldur það eitt að snúast við vandanum í góðum hugum, og gleyma þá ekki að gleðjast yfir því, sem rétt horfir og fram stefnir. Það er, sem bet- ur fer. alltaf margt. Fyrir skemmstu var vígður Framtialö á bls 10- Ávarp forseta íslands, herra Kristjáns Eldjárns, á nýársdag

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.