Tíminn - 03.01.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.01.1970, Blaðsíða 1
Guðlaugur Rósinkranz svarar gagnrýnendum - bls. 9 í \ I % SAMVINNUBANKINN "* \ «5WINN BANKI ^ % Ríkísstjórnin breytir lögum um ráðstafanir í sjávarútvegi: Friður á vertíð eftir 15% hækkun fiskverðs EJ—Reykjavík, föstudag. Samkomulag hefur náðst um kjör sjómanna og um fiskverð, en í því felst að fiskverðið verður ' 15% hærra en það var á síðasta . ári. Samkomulag náðist milli sjó- manna og útvegsmanna eftir að ' ríkisstjórnin hafði lofað að breyta lögum um ráðstafanir í sjávarút- vegi á þann veg, að kostnaðarhlut deild sem ekki kemur til hluta- skipta eða aflaverðlauna, lækki úr 17% í 11%. f framhaldi af þessu var fiskverðið sjálft svo hækkað um 9,5%, en þetta tvennt gerir samanlagt 15% hækkun á fiskverð inu. Það var á gannlaársdaig, að sam- komulag náðist milli undirmanna og yfirmanna á bátaflotanum ann ars vegar og útvegsmanna hins vegar um nýja kjarasamninga á ofangreindum grundvelli. Sama dag úrskurðaði meirihluti yfir- nefndar Verðlagsráðs sjávarútvegs ins nýtt fiskverð. Blaðinu barzt í kvöld eftirfar andi fréttatilkynning um ákvörð un yfirnefndarinnar: „Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávar útvegsins ákvað á fundi sínum á gamlaársibvöld almenna hæikikun fiskverðs, og gildir það til maí loka eða allt árið, hafi hvorugur aðili sagt því upp fyrir byrjun maímánaðar. Með ákvörðuninni var fiskkaupendum gert að greiða 9,5% hærra fisfeverð en þeir greiddu á síðastliðnu ári. Á fundi yfirnefndar í dag kom fram orðsending frá ríkisstjórn inni þess efnis, að í sambandi við ákvörðun fiskverðs og nýja kjarasamninga milii sjómanna og útvegsmanna hafi báðir samnings aðilar óskað þess, að lögum um ráðstafanir í sjávarútvegi nr. 79 31. des. 1968 verði breytt á þann veg, að kostnaðarhlutdeild, sem kemur ekki til hlutaskipta eða aflaverðlauna, lækki úr 17% í 11%, sbr. 3. gr. fyrrnefndra laga. Fiamihald á bls. 10. Stúdentar héldu flugeldasýningu fyrir framan Háskólann á gamlárskvöld, og var myndin tekin við það tækifæri. (Tímamynd—GE) RÓLEGT UM ÁRAMÓTIN SB—Reykjavík, föstudag. Ekki er anr.að vitað, en ára- mótin hafi viðast gengið róléga yfir, nema hvað lögregla ýmissa staða hafði í nokkru að snúast vegna ölvunar fólks, ein; og geng ur og gerist á nýársnótt. Veður var indælt um Iand allt, brennur margar og mikil flugeldadýrð. Á ísafirði kveikti flugeldur í bfl- skúr, en hvergi urðu slys á mönn um, nema í Reykjavík. Á ísafirði fóru áramótin vel fram í ágætis veðri. Þar voru fjór I KOMUST EKKI I EIGIN BRÚÐKAUPSVEIZLU! GS-fsafirði, föstudag. Veðurguðirnir hérna fyrir vestan brugðu á lelk og ollu því, að tvö brúðkaup urúu nokk uð söguleg. í öðru tilfellinu komust brúðhjónin ekki í ".ína eigin brúðkaupsveizlu, en i hinu var um að ræða veizlumat inn sem varð tepptur, svo nærri má geta, að minna hefur orðið úr veizluhöldum, en til var ætl- azt. Á sunnudaginn milli jóla o-g nýárs, bragðu hjónaefni nokk- ur sér frá ísafirði til Bolungar víkur, í því skyni að láta gefa sig saman þar. nvað aert var Brúðkaupsveizian sjálf átti að haldast á ísafirði. En þegar brúðhjónin ætluðu til baka. hafði vegurinn til ísafjarðar skyndilega lokast, svo þau kom ust ekki í sína eigin brúðkaups veizlu. Önnur brúðhjón voru geiin saman í Bolung^rvík og átti beirra veizla að vera þar á staðnum en í bað skipt.ið var það veizlurnaturinn, sem pantað ur hafði verið frá ísafirði, sem ekki komst í veizluna vegna ó- færðar á sama vegi ar stórar bren.iur, sú stærsta á íþróttavellinum. Einnig hafði íþróttafélagið Armann stóra brennu frammi í dal. Þrír dans leikir voru í bænum og heilmiklu var skotið af flugeldum og í því sambandi lá við að bruni yrði, sem þó tókst að forða fyrir snar- ræði. Talið er að flugeldur hafi kveikt í bílskúr, sem Jón Krist mannsson byggði við hús sitt að Seljaiandsvegi 36. í bílskúrnum voru plasteinangrunarplötur og eitthvað af lausu timbri og brann það allt og dyr og gluggi á áföstu íbúðarhúsinu skemmdust. Oddur Pétursson bæjarverkstjóri var nærstaddur og náði hann strax í slöngu í ahalaahúsið, _en bruna hani er rétt við núsið í því kom slökkviliðið og tók við. I Vesuntnnaeymm fóru ára- mótin fram meö prýði og ekki ar þar meira um olvun er um venju lega helgi Alimikið var þar um brennui og bar á meðal ein uti í Löngu. sem er norðan við höfn ina og er bað nokkuð sérstætt, því þangað þurfti að róa með Fvamhaic i ði 10 Tómas Karlsson ráiinn ritstjóri Tímans ÞÞ—Reykjavík, föstudag. } Blaðstjórn Tímans hefur ráSSð Tómas Karlsson ritstjóra við Tím ann til eins árs. í fjarveru Indriða G. Þorsteinssonar. Tekur Tómas við starfi Indriða við blaðið, þ. e. við daglegri verkstjórn og frétta stjóm á ritstjóminni. Jafnframt mun Tómas áfram rita stjórnmála greinar blaðsins, ásamt Þórami Þórarinssyni. Tómas hefur ann- ast daglega verkstjóra og frétta- stjórn s. L tvo mánuði. • Tómas Karlsson er Rjeyfcvikinigur,, fæddur 20. marz 1937. Stúdent frá M. R. 1958. Cand. phil frá Háskóla íslands 1959. Hóf blaða' mennsku við Tímann 1959. Frétta stjóri 1960 — 1961 og fulltrúi rit ( stjórnar 1961 og síðan. Tómas; ritaði um árabil þingfréttir blaðs : ins og hefur undanfarið ritað stjórnmálagreinar blaðsins, ásamt \ Þórarni Þórarinssyni. Veturinn 1965—66 var Tómas í orlofi frá blaðinu og lagði þá stund á nám í alþjóðasamskiptum ‘ við London Institut of World Affáirs, University of London. Með stuttum hléum hefur Tómas annast útvarpsþáttinn „Efst á' baugi“ síðan 1960. Hann hóf einnig, útvarpsþáttinn „A rökstólum“ og annaðist hann fyrsta árið. Þá sá Tómas einnig um fyrsta get- • raunaþátt sjónvarpsins. . Blaðstjórn Tímans býður Tóm- as velkominn í ritstjórastöðuna' og bindur góðar vonir við störf, hans við blaðið. ....... ... ■ ■ ........... ■■■;"■'■ . II • Tómas Karlsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.