Tíminn - 21.01.1970, Page 16

Tíminn - 21.01.1970, Page 16
mmm 16. tbl. — MiSvikudagur 21. janúar 1970. — 54. árg. SAMÞYKKT VAR í NEÐRI DEILD ALÞINGIS, MEÐ 26 GEGN 9 ATKVÆÐUM AÐ i n~ 7, Kvennaskólinn úl skrifi stúdenta Frá undirritun samninganna. Fiugliðar Loftleiða halda til Miami til að læra á þotur: Fkgst/érar á þotum LoftleiSa fá65-105þásund kr. á mánuði EJ-Reykjavík, þriðjudag. 19 flugliðar hjá Loftleiðum eru farnir áleiðis til Miami í Banda- ríkjunum til þess að hefja nám í þotuflugi hjá Eastern Airlines þar. Jafnframt hafa Loftleiðir náð samningum við Félag ísl. at- vinnuflugmanna og Flugvirkjafé- lag fslands um kaup og kjör flug- liða á þeim þotum, sem Loftleið- ir kunna að taka í notkun í fram- tíðinni. Er þetta þriggja ára samn ingur, sem veitir flugstjórum lág- markskaup 65—105 þúsund krón- ur á mánuði og 5% kauphækkun Ivisvar á samningstímabilinu. Frá þessu segir í fréttatilkynn ingu, sem blaðinu barst í dag frá Loftleiðum, og fer hún hér á eftir: „Stjórn Loftleiða h.f. stefnir að því að end-urnýja flugflota félags- ins með leigu á þoturn í stað Rolls Royce-flugvélanna, sem Loftleiðir nota nú til áætlunarflugferða yfir Norður-Atlantsihafið. Enn er ekki ijóst, hvenær af þessari breytingu á flu.gkosti félagsins gæti orðið. Vegna þessa og annarra mögu- leika á þoturekstri á vegum félags ins taldi stjórn Loftleiða tíma- bært að veita flugiiðum félagsins þotuþjálfun, og hafa verið gerðir um það samningar að 20 fluglið- ar, flugstjórar, aðstoðarflugmenn og flugvélstjórar Loftleiða, hefji nú þegar nóm í þotuflugi hjó Eastern Airlines í Miami í Banda ríkjunum. í dag var gengið frá Kjarasamn- ingi milli Loft'.eiða h.f. annars vegar og F'élags íslenzikra atvinnu flugmanna og sfjórnar og trúnað- armannaráðs flugvirkjafélagsins (FFVÍ) hins vegar, um kaup og kjör flugliða miðað við þotuflug félagsins í framtíðinni. Samningurinn gildir til þriggja ára og er óupipsegjaniegur á því tímabili. Umsamið kaup flugstjóra yrði frá kr. 65.000,00 á mánuði fyrir flugstjóra á fyrsta ári, til kr. 105.000,00 fyrir flugstjóra á 25. ári. Kaup aðstoðarflugmanna yrði kr. 47.000,00 á mánuði á fyrsta ári, en hiámarkskaup eftir 10 ára starf kr. 63.000,00 á mánuði. Eru nú innifaldar allt að 80 flugstund ir á mánuði í kaupinu í stað 65 stunda áður. Þá kveður samningurinn á um, að kaup flugliða, sem hann tekur tii, hækki uim 5% eftir 12 mán- uði af samningstímanum, og um önnur 5% eftir 24 mánuði af samn ingstímanum. Taiki LoftXeiðir i þjónustu sína þotu af gerðinni DC-8-63. — sem tefcur 250 farþega — er ennfrem- ur fyrirfram samið um 5% kaup- hœfekun, ef til þess kemur að haf- ið verði flug með þotu af þeirri gerð.“ SKB-Reykjavík, þriðjudag. í dag var á dagskrá neðri deild ar Alþingis frumvarp til laga um heimild til handa Kvennaskólan- um í Reykjavík til að brautskrá stúdenta. Birgir Kjaran framsögu maður meiri hluta menntamála- nefndar sagði m.a. að frumvarp þetta hafi verið flutt á síðasta þingi af menntamálanefnd, en hafi þá ekki hlotið fullnaðarafgreiðslu. Menntamálaráðherra liafi nú árétt að óskir sínar um að taka málið upp að nýju. Nefndin hafi talið nauðsynlegt að fá álitsgerð frá stjórn skólans um þetta mál. Hafi þar verið innt eftir liúsnæðismál- um skólans og hafi stjórn skólans álitið þau fullnægjandi a. m. k. næstu tvö ár, þótt þessi viðbót yrði. Sagði Birgir Kjaran, að máJinu allvel athuguðu, legði meiri hluti nefndarinnar því til að frumvarp- ið yrði samþykkt óbreytt. Magnús Kjartansson sagðist vera andivígur þessu frumvarpi. Hann teldi það ranga stefnu áð skipa ungu fóiki saman til stúdents- náms eftir kynferði. Hann teldi það einkennileg vinnubrögð að láta nefnd flytja málið aftur og aftur, en gera í eng> grein fyrir mikiX- vægi þess. Stjórnleysi í þessum mikiisverðu miálum verði að linna. Marka verði heiidarsfefnu í mennta málum. Sagði Magnús að hús Kvennaskólans hefði verið byggt 1909 og væri því fyrir löngu orðið ófullnægjandi fyrir þá starfsemi sem þar væri rekin nú. Ef nú ætti að fara að bæta við einni deiid til að brautsferá stúdínur, þá væri fyrirsjóanlegt að byggja yrði skólabús fyrir tugi miiijóna. Augljóst væri einnig að hug- myndin um stúdentsnám í Kvenna skóianum bryti algjörlega í hága við áform þau um nýskipan mennta skólanáms, sem væntaniega yrði lögfest á þessu þingi. Einnig mætti benda á að alilir skóiastjór- ar menntaskólanna i landinu, fyrr- verandi rektor Háskóla ísiands og skólasfjóri Kennaraskólans hefðu lýst sig andvíga þessari hugmynd. Einnig geri stofnun menntaskól- ans við Tjörnina það enm fráleit- ara að veita Kvennaskólanum þessi réttindi. Af þessum ástæður legði hann til að frumvarpið yrði feilt. Björn Fálsson tók einnig til rnóiis og tók mjög í sama streng. Síðan var nafnakail um fyrstu grein frumvai'psins, en hún er á þessa ieið: Heimilt er að veita Kvennasfeólanum í Reykjavík rétt til þess að starfræfeja menntadeild fyrir stúlkur. Lokapróf úr mennta deild er stúdentspróf, og veitir það réttindi til inngöngu ' Há- skóla íslands með þeim takmörk- unum, sem settar eru í lögum hans og reg’ugerð. Námskröfur til stúdentsprófs frá Kvennaskólanum skulu sambæri- legar kröfum tii stúdentsprófs menntaskólanna, samikvæmt því sem nánar verður ákveðið í reglu gerð. Þessi grein var samþykkt með 26 atikv. gegn 9, að viðlhöfðu nafinaballi. 5 voru fjarverandi. Var síðan samþykkt að vísa m-ái inu til þriðju umræðu. Þorrablót í Kópavogi : Þorrablót Framsóknarfélag-. anna í Kópavogi verður í Félags-- heimili Kópavogs, laugardaginn 24. janúar. Þorrablótið verður í, efri sal félagsheimilisins og hefst með borðhaldi kl. 10.30. Á borð- ■ um verður hinn landskunni þorra- ’ matur Sveinbjörns Péturssonar., Góð skemmtiatriði, söngur og dans. Aðgangur 350 krónur. Miða-, pantanir í símum 4 11 31 og 40656. • Nefndin. ' Framhaldsaðalfundur ; Fulltrúaráðs Framsókn arfélaganna í Rvk Framhaldsaðalfundur Fuí!-' trúaráðs Framsóknarfélag-. anna í Reykjavík, verður í | Framsóknarhúsinu við Frí- * kirkjuveg, fimmtudaginn 22.' janúar, og hefs hann kl. 20,30 — Verður þar gengið frá reglum um prófkjör og skoð- anakannanir og kjörin upp- stillingarnefnd Fulltrúaráðs- ins. mmm MALFLUTNINGIIMORÐMALINU L0KIÐ VERDUR SVBNBJ. DÆMDUR Á LÍKUM? OÓ-Reykjavík, þriðjudag. Málflutningi i máli Svein- björns Gíslasonar, leigubflstj. sem ákærður er fyrir að hafa mytt Gunnar Tryggvason, leigu bflstjóra, lauk laust fyrir kl. sjö í kvöld, og var málið lagt í dóm. Sækjandi málsins, Hall varður Einvarðsson, aðalfuil- trúi saksóknara ríkisins, lauk sóknarræðu sinni kl. 11,30 í morgun. Telur hann ákærða sekan um morðið og krefst þyngstu refsingar. Verjandi, Björn Sveinbjömsson, hæsta- réttarlögmaður, krefst þess að Sveinhjörn verði sýknaður af ákærunni og til vara að hann verði aðeins sekur fundinn um élöglega meðfcrð skotvopna. Sækjandi héXt áfram sóknar- ræðu sinni í morg-un, en réttar- höldin hófust kl. 10 árdegis. Hélt hann áfram þar sem frá var horfið kvöldið áður og ræddi um byssueign Svein- björns og meðferð hans á byss unni, sem sannað þykir að sé morðvopnið og að hann hafi leynt henni fyrir lögreglunni, þótt hann hafi vitað að hann hefði morðvopnið undir hönd- um. Taldi hann að allt háttar- lag hans i sambandi við það mál væri svo grunsamXegt, og líkurnar svo sterkar fyrir því að hann hafi frarnið morðið, að jafngilti sönnun. Eins og kornið hefur fram hafði Sveinbjörn tvær skamm- byssur undir höndum árið 1966 Hafði hann keypt aðra þeirra af tiltefenum manni. Er sú byssa af Mauser gerð, en hana seldi Sveinbjörn árið 1966. Þá hafði hann einnig undir hönd- um Skammbyssu af gerðinni Smith & Wesson, en hann hef- ur játað að hafa tefeið þá byssu ófrjálsri hendi á heimili Jó- hannesar Jósefssonar; Er sú byssa m-orðvopnið. Á heimiii Sveinbjörns fundust tvö skamm byssuskot. Er annað cal. 35, en það er sú stærð sem passar í morðvopnið. Við athugun kom í ljós að byssan var hlaðin sams konar skotu-m, þegar h-ún fannst í geymsluhólfi í bíl Svejnbjörns í janúarmánuði 1969 .Skothylki það, sem skotið var úr þegar Gunnar var myrtur, fannst á gólfi báls hans. Það vakti athy-gli rannsóknarlög- reglumanna, að á botni skot- hylkisins voru för eftir tvo byssupinna, annað á miðju en hitt rétt utan við miðjuna. Á botni 35 cal. skothylkisins sem fannst heim-a hjá Sveinbirni, fannst sams konar far og það se-m var utan við miðj-u sfcot- hylkisins, sem fannst í bílnum. Sonur Sveinbjörns o-g tveir kunningjar hans hafa borið við yfirheyrsXur, að þeir hafi fyrir nokkrum árum, eða þegar þeir voru um fermingaraldur, tekið Mauser-byssuna ófrjálsri hendi á heimili Sveinbjörns og skot, og reynt að skjóta úr skarnm- byssunni. Skotin pöss-uðu efcki í þeim tíkki að sfcjóta nema sum- um skotunum, önnur sprungu ekki. Benti satíkjandi á að farið utan við miðju s'kothylkjaibotn- anna væru eftir þessar tilraun- ir drengjanna. Rannsóknarlög- reglu-menn reyndu einnig að skjóta skoti af sömu stærð úr Ma-user-byssunni. Skotið sprakk ekki, en far myndaðist utan við miðju skothylkis-botnsins eftir pinnann. Farið var með þessi gögn til FBI í Bandaríkjunum til að fá úr þvi skorið að förin utan við miðju botnanna væru eftir pinn ann úr Mauser-byssunni. Sér- fræðingarFBI gátu ekki skorið úr um þetta atriði svo óyggj- andi væri. Sækjandi taldi að Framhald á bls. 14. .■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.