Tíminn - 28.01.1970, Qupperneq 1

Tíminn - 28.01.1970, Qupperneq 1
Yfirlýsingar í Kvennaskóla- málinu - 6-7 Tillögur Framsóknarmanna við 2. umræðu um söluskattshækkun: Brýnustu nauðsynjar verði undanþegnar íslenzkir bananar! SB-Reykjavfk, þriðjudag. Lóklega myndu Suðurlanda- búar ekki trúa því, að hægt vaeri að taka svona myndir á ís- landi, og það í janúarmánuði. Þeir um það. Myndina tók Ragna Hermannsdóttir í Hvera- gerði fyrir nokkrum dögum, í gróðurhúsi Michelsens. Frú Sig- ríður er að gæða manni sínum, Páll Michelsen, á banana úr nýj Ustu uppskerunni. Ekki er ann- að að sjá, en bananinn bragð- ist vel, enda segir Páll, að bananar séu mun ljúffengari, þegar þeir fá að fullþroskast á plöntunum, heldur en þegar þeir eru teknir hálfþroskaðir og látnir þroskast í geymslum. í viðtali við blaðið í dag, sagði Páll, að hann hefði yfir- leitt 10 plöntur í gróðurhús- iou og kemiur einn bananaklasi á bverja. Þegar uppskerunni er lokið, eru plöniturnar skornar niður og vaxa síðan upp af rót inni að nýju á einu ári og bera nýja banana. Eian klasi vegur 30—40 kg. Bananaplöntur eru sagðar vera snotrustu stofujurtir og ef húsimæður skyldu hafa áhuga á málinu, þá er hægt að fá litl- ar plöntur í potti hjá Michel- sen. SKB—Reykjavík, þriðjudag. ' •k í dag var til annarrar umræðu í neðri deild frumvarp um breyt-1 ingu á söluskatti. Þórarinn Þórarinsson, Vilhjálmur Hjálmarsson og> Lúðvík Jósefsson lögðu fram breytingartillögur við frumvarpið þess efnis, að nokkrar helztu lífsnauðsynjar verði undanþegnar söluskatti og að fjölskylduhætur verði hækkaðar um 20% eða 1000 kr. á bam. Þessar tiilögur þeirra voru felldar. ★ í áliti Þórarins og Vilhjálms segir, að með þessu frumvarpi sé stefnt að byltingu í skattamálum, með því að taka upp söluskatt sem leggist jafnt á allar vörur, í stað tolla sem leggist misjafnt á vörur ! eftir nauðsyn þeirra. Þessi gerbreyting muni bitna þyngst á þeim sem tekjulægstir séu, og kaupi ekki annað en það allra nauðsynlegasta. •k Framsóknarmenn leggja til að söluskattur verði alveg afnuminn á, kjöti og kjötvörum, smjöri, skyri, kartöflum, kaffi, kornvöram, raf- magni, heitu vatni og gasolíu til heimilisnota til að bæta að nokkru úr þessum rangindum. Mundi tekjumissir ríkisins af þessu nema 270 millj. á árinu 1970. ■k Ennfremur að fjölskyldubætur verði liækkaðar um 20% eða sem nemur 1000 kr. á bam. Mundi þetta auka útgjöld rikisins um 75 mQlj. og því næmi tekjumissir og útgjaldahækkun rikisins 345 millj. kr. ef þessar tillögur hefðu verið samþyldktar. En á það bæri að leggja á- herzlu að hækkun fjölskyldubóta óg niðurfelling söluskatts á áður- nefndum vörum mundi lækka vísitölúna um 3 stig, samsvarandi 50—60 miilj. kr. útgjaldalækkun- Raunveral. mundi því útgjaldaaukning og tekjumissir rikisins af þessum ráðstöfunum ekki verða nema um 285— 295 millj. kr. á árinu 1970. •k Einnig var lagt til í breytingartillögunum, að liert verði á fram- kvæmd á innheimtu söluskatts og skuli ráðherra heimilt að ákveða að í öllum verzlunum, sölu- eða afgreiðslustöðum, þar sem söluskattur Framhald ð bis. 14. Flýr Róbert Arn- finnsson land? — 16 Yfirlit um iðnaðarframleiðsluna hér á landi 1964—1968: Samdráttur í framleiðslunni EJ—Reykjavík, þriðjudag, Hagstofa íslands birtj í nýút- komnum Hagtíðindum yfirlit um iðnaðarframleiðsluna hér á landi árin 1964—1968, og kemur þar í ljós, að framieiðslumagnið hefur yfirleitt minnkað á þessu tímabili í flestum greinum. f ýmsum grein- um er magnið breytilegt frá ári til árs, en frekar sjaldgæft að magnið 1968 sé meira en hin árin, sem yfirlitið nær til — hitt er rcglan, að það sé minna og i mörg- um tílfellum er um mjög veruleg- an samdrátt að ræða. Hér á eftir verður getið nokk- urra þeirra upplýsinga, sem er að finna í áðurnefndum Hagtíðindum. Kexframleiðslan minnkaði um 300 — 400 tonn Framleiðsla hinna „venjulegu" brauða, sem hver fjöldskylda kaup ir daglega, hefur haldizt í horfinu hvað magn snertir og jafnvel auk- izt nokkuð. Hins vegar hefur kex- framleiðslan minnkað jafnt og þétt, eða úr 828 tonnum árið 1964 í 500 tonn árið 1968. Pökkun matvöru hefur minnkað mikið Mjög hefur dregið úr pökkun matvöru hjá Kötlu hf. á þessu tímabiii, eða sem hér segir um einstakar vörutegundir: Hveiti hefur minnkað úr 182 tonnum 1964 í 34 tonn 1968. Strá- sykur á sama tímabili úr 245 tonn um í 58 tonn, kartöflumjöl úr há- markinu 125 tonn árið 1965 í 114 tonn 1968, hrísgrjón úr 38 tonnum 1964 í 9 tonn 1968, hrísmjöl úr 4 tonnum 1964 í ekkert tonn árið 1968. Pökkun á annarri matvöru hef- ur verið nokkuð breytileg, en er í öllum tilfellum undir hámarki á þessu tímabili árið 1968, eða sem hér segir: Molasykur hefur minnkað úr há markinu 57 tonn árið 1966 í 56 tonn 1968 fiú.-sykur úr hámarkinu 88 tonn 1967 í 71 tonn 1968, púð- ursykur úr hámarkinu 99 tonn árið 1967 i 73 tonn 1968, salt Ur 74 tonnum 1967 í 63 tonn 1968, og aðrar matvörur úr 87 tonnum 1967 í 60 tonn árið 1968. Dregið liefur úr framleiðslu drykkjarvöru Drykkjarvöruframleiðslan hefur einnig dregizt nokkuð saman á þessu tímabili, eða sem hér segir: Framleiðsla á brennivíni hefur minnkað úr 319 þúsund lítrum 1964 í 209 þúsund 1968, maltöl úr 1097 þúsund lítrum 1966 i 1033 þúsund 1968, annað óáfengt öl úr 1416 þúsund lítrum 1967 í 1136 þúsund 1968, áfengt öl úr 23 þús- und lítrum 1965 í 6 þúsund 1968, gosdrykkir úr 8382 þúsund lítrum 1967 í 7946 þúsund 1968. Framleiðsla á ávaxtasafa jókst úr 82 þúsund lítrum 1964 1 101 þúsund 1968- Yfirleitt minni framleiðsla i vefjaiðnaði Framleiðsla vefjaefna hefur yfirleitt minnkað á þessu tímabili miðað við framleiðsluna 1968. Skulu hér tilnefndar nokkrar helztu vörutegundir. Þvegin ull í ullarþvottastöðvum var í hámarkj 1966, 891 tonn, en var 869 tonn 1968. Hrein ull sem kom til vinnslu í ullarverksmiðjum var nokkru meiri en áður, eða 597. tonn 1968 en 541 tonn 1966. Önm-j ur hráefni í bandframleiðslu voru ’ 74 tonn, en 50 tonn 1967. :■ Framhald á hls. 14. I

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.