Tíminn - 28.01.1970, Side 2

Tíminn - 28.01.1970, Side 2
2 T\M\NN MIÐVIKUDAGUR 28. jairúar 1970 KAUPMANNASAMTÖKIN LEITA TIL ÞINGFLOKKA FB-Reykjavík, þriðjudag Kaupniannasamtökin hafa ákveðið að leita til allra þing flokka' á Alþingi um ráðstafan ir varðandi dreifingu og sölu mjólkur. Þingflokki Framsókn arflokksins hetur borizt bréf Kaupmannasamtakanna um þetta mál, og fer það hér á eftir: „Til þingflokks Framsóknar flokksins, hr. form. Ólafur Jólhannesson, Allþingishúsinu. Við leyfum okkur að senda yður eftirfarandi samþykkt stjórnar Kaupmanmasamtak- anna varðandi mjólkursölumál, er svo mjög hafa verið á dag- skrá að undanfönnu: „Fundur stjórnar Kaupmannasamtak- anna, haldinn 22. janúar 1970, samþykikir að leita til allra þingfloklka á hæstvirtu Alþingi með tilmælum um, að Allþingi geri nauðsynlegar ráðstafanir til að skapa kaupfélögum, einka verzlunum og útsölustöðum mjólkursamiaga jafnréttisað- stöðu varðandi sölu og dreif- ingu á mjólkurvörum í smá- sölu. Bendir fundurinn á, að sala og dreifing á mjólkurvörum eigi að vera hafin yfir alla flokkadrætti og stjórnmálaerj- ur og því sé rétt og skylt að leita fulltingis allra stjórnmála flokka í þessum efnum með hagsmuni hins almenna borgara í huga“. Við sjáurn ekki ástæðu til að rökstyðja framangreinda samþykkt, svo mjög hafa þessi mál verið kynnt fyrir almenn- ingi að undanförnu í sjónvarpi, útvarpi og daðblöðum. Það virðist augljós almanna rómur, að frá sjónarmiði hins almenna neytanda sé fyrirkomu lagi á smásöludreifingu mjólk Fraimhmd a bts 15 TÆKNIFRÆÐIFÉLAG ÍSLANDS 10 ÁRA Tíu ár eru nú liðin síðan Tækni- fræðingafélag íslands var stofn- að, en nokkru síðar fékk þessi stétt manna starfsheiti sitt lög- verndað af Alþingi. Til grundvall- ar heitinu Tæfcnifræðingur er er- lenda orðið „ingeniör eða eng- ine-er“ sem er í eðli sínu samheiti fyrir tæknifræðinga og verkfræð- inga, en er oft þýtt á íslenzku sem verfcfræðingur, enda kemur ekki ósjaldan fyrir að þetta ruglast saman þegar gefin e* skýring á erlendium tæknimönnum sem hinig- að koma. Þess má einnig geta að efinaihags bandalagslöndin hafa nú þegar orðið ásátt um a(5 framvegis falli tæknifræðimenntun og- verkfræði- menntun inn í sama menntunar- svið og gráðan beri þá heitið Evrópu-ingeniör og menn með hana hafi þá jafnan rétt til starfa í hvaða EBE-landi sem er, Félagatal tæknifræðinga skráir nú yfir 200 manns og fer félögum stöðugt fjölgandi. Líkur eru á að sú fjölgun verði þó enn örari á næstu árum- Á föstudaginn þ. 30. þ. m. hafa tæknifræðingar í hyggju að mimn- ast þessara tímamóta með veglegri árshátíð að Hótel Borg. Stykkishólmur: Næg atvinna KBG—föstudag. ■ Tíðarfar hefur verið gott frá áramótum en afli tregur. Stykk Bifreið yðar er yel tryggð hjá okkur ViS viljum benda bifreiðaeigendum á eftirlaldar tryggingar og þjónustu hjá Samvinnutryggingum: OAbyrgðartrygging Bónuskerfið hefur sparað bifreiða- eigendum milljónir króna frá því að Samvinnutryggingar beittu sér fyrir þeirri nýjung. Gætnir ökumenn fá nú allt að 60% afsiátt af iðgjaldi og eftir 10 tjónlaus ár er 11. árið iðgjaidsfrítt. OKaskótrygging iðgjaldaafsláttur er allt að 40%, ef bifreið er tjónlaus í eitt ár. — Auk þess lækka iðgjöld veruiega, ef sjálfs- ábyrgð, kr. 2.000,00—10.000,00, er tekin í hverju tjóni. ®Hálf-Kaskó er ný trygging fyrir allar tegundir og gerðir bifreiða. Iðgjöld eru sérlega lág eða frá kr. 850,00 á ári. OÖF-trygging Þetta er dánar- og örorkutrygging fyrir ökumenn og farþega. Bætur eru frá kr. 100.000,00—600.000,00 og iðgjald kr. 250,00 á ári. ©Akstur í útlöndum Viðskiptamenn Samvinnutrygginga geta fengið alþjóðlegt tryggingar- skírteini „Green Card", ef þeir ætla utan með bifreiðir, án aukagjalds. ©10 ára öruggur akstur Þeir sem tryggt hafa bifreið í 10 ár hjá Samvinnutryggingum og aldrei lent í bótaskyldu tjóni, hljóta heiðursmerki og eru gjaldfríir ellefta árið. Hafa samtals á þriðja þúsund bifreiðaeigendur hlotið þessi verðlaun. 1. mai sl. fengu 225 bifreiða- eigendur frftt iðgjald og námu brúttóiðgjöld þeirra kr. 1.148.100,00. ©Tekjuafgangur Unnt hefur verið að greiða tekju- afgang af bifreiðatryggingum sex sinnum á liðnum árum. Samtais nemur greiddur tekjuafgangur kr. 68.133.236,00 frá því 1949. ©Þegar tjón verSur Alt kapp er lagt á fljótt og sann- gjarnt uppgjör tjóna. Samvinnu- tryggingar hafa færa eftirlitsmenn, sem leiðbeina um viðgerðir og endurbætur. TryggiS bifreið yðar þar sem öruggast og hagkvæmast er að tryggja. SAivfvirvrvr itryggingar ishólmsbátar hafa fengið að með altali 4—6 lestir í róðri. í vetur h-efur verið næg atvinna hér í Stýfckishóimi og er ástandið allt annað en á sama tíma í fyrra, en þá voru 120 manns skráðir at- vinnulausir. Nokkuð er um að- komufólk. Fimm toátar eru gerðir út héðan og sá sjötti frá Rifi, all- ir á línu. Fimm bátar róa héðan með Mnu eins og er, en reiknað er með að tveir bætist við seinna. Borgarfjörður eystri: Snjóbíll í förum með flutning Þffll-föstu'dag. Við erum búnir að hafa hér langan og harðan vetur, þótt hann samkvæmit dagatalinu sé langt frá því að vera liðinn. Haglaust hefur verið írá því í nóvemher þar til nú síðustu daga, að snjóa leysti. Óvenjumikið hefur því gengið á hey, en það ætti þó ekki að.verða til baga, ef vetur verður efcki allt of langur, þar sem hey- fengur var sæiúilegur í suinar, þótt hann væri e'kki með mesta móti. Snjóibíll hefur komið hingað alltaf annað slagið frá Egilsstöð um með póst og flutning, og er í ráði að hann haldi þessum ferð um áfram á meðan þörf krefur. Flensan er ekki komin til ofck- ar enn. Læfcnir Ikom hingað fyrir nokkru með bóluefni, og spraut aði því í fólk eftir því sem ibirgð ir entust, svo von er til, að flens an teggist elklki allit of þiungt á imenn, þótt hún komi hingað. Hellissandun Tregur afli frá áramótum ÁJ—föstudag. Tregur afli hefur verið hjá bátum hér frá áramótum, en ágæt ar gæftir. Heilld'araflinn fyrri helm ing janúarmánaðar var 312 lestir, sem er Mtið þegar tillit er tefcið til að hér landa margir bátar. Flest allir Styikkishólmsbiátar landa á Rifi og hafa hér viðlegu meðan á Mnuvertíð stendur, en aflanum er etkið til Stykkishólms. Aflahæstir eru tveir heimalbát ar, Saxhamar og Hamar sem fengu 596 lestir hvor á þessa tímabili. Aðrir heimalbátar eru Guðrún María og Hafrún og Svan ur frá Stykkishólmi er einnig gerð ur út héðan. Verið er að búa Bergvík, sem er 200 lesta skip, á net, og senni lega verður lagt í fyrsta sinn á morgun, laugardag. Bergvik var á síld fyrir áramót, en síðan á togveiðum. Framhald á bls. 15. SKAKMOTIÐ Það má með sanni segja að á skákmótinu í Hagaskóla sé barizt hart þessa dagana. Þó að mótið sé kannski ekki eins sterkt og síðasta alþjóðasbá'kmótið, sem haldið var hér í Reykjavik, berj ast keppendur af meiri hörku en þá. Einnig vekur athygli, að ís- lenzku keppendurnir eru e'kki auð veld bráð hinum erlendu meistur um og er greinilegt, að skákstyrk ur okkar manna fer ört vaxandi. Um árabil hefur Friðrik verið sá maður, sem meistarar annarra þjóða hafa óttazt mest og hér heima hefur hann oft teflt undir þeirri miklu pressu, að verða að standa sig. Almenningur hefur bók staflega heimtað að hann skipaði eitthvert efstu sætanna. Það fer þvi vel á því, að þegar Friðrik er í smálægð nú i augna'bliikinu, sem einn af beztu skákmönnum heimsins, skuli árangur af þeirri miklu ská'kvakningu, sem varð hér er hann var að vinna sig upp sem einn snjallasti meistari Vest- urlanda, vera að koma í Ijós. Trú mín er sú, að skákhróður ofckar aukist verulega erlendis að þessu móti loknu og ekki þætti mér ólíklegt að á næstu árum fái fleiri íslendingar viðurkenningu Alþjóðaskáksamibandsins og öðlist titla samkvæmt getu sinni. En snúum okkur þá að mótinu. 9. umferð var tefld á mánudags- kvöld og hafi Mnurnar verið ó- skýrar fyrir umferðina þá hefur óvissan aukizt enn um röð kepp- enda, því að aðeins lauk tveimur sfcákum í umferðinni. Friðrik vann Björn S. og hörkuskák þeirra Guðmundar og Hechts lauk með sigri Guðmundar. Aðrar skákir fóru í bið. Stórmeistarinn Matu- lovic á manni minna í skáfc sinni gegn Arnos, sem tefldi ljómandi vel og nýtti tækifærin til full- ustu. Björn Þ. „ betra móti Braga, einnig hefur Freysteinn hagstætt tafl gegn Ólafi, Ghitescu á unnið gegn Benóný, en skák Padevskys, við Vizantiades er flókin. 10. umferð verður tefld í kvöld (miðvikudag) og hefst kl. 8,30 í Hagaskóla. Þá tefla saman: (&pá in fylgir) Hecht — Jón K. (jafnt.) Bragi — Guðm. (jafnt.) Padevsky — Björn (jafnt.) Ólafur — Vizantiades (2) Benóný — Freysteinn (Sl) Matulovic — Friðrik (2) Jón T. — Amos (jafnt.) Ghitescu (1) — Bjöm

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.