Tíminn - 28.01.1970, Síða 8

Tíminn - 28.01.1970, Síða 8
8 TIMINN MBÐVIKUDAGUK 28. janóar 1970 ÁTTUNDA GREIN Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi: íhaldið sýnir engan lit á að bæta úr húsnæðisþörf ungs fólks í Reykjavík Hafnaði tillögu Framsóknarmanna um byggingu fjögurra háhýsa með litlum íbúðurn Ekki leikur á iþví vafi, að hér i Reyikj-avík er mest vönt- un á litlum íbúðum, bæði leigu íbúðum og söluíbúðum. Tilfimn anlegast er þetta að sjálfsögðu fyrir unga fóLkið, sem er að hefja búskap, oftast með tak- mörkuð fjárráð og lítið innbú. Ma-rgir verða að sæta þeim kostum að taka á leigu eða kaupa stærri íbúðir en þörf er fyrir og fjárhagurinn leyfir. Eimkum er það bagalegt, a® ungt fólk skuli ekki eiga þess kost að taka á leigu litlar íbúð ir fyrstu búskaparárin meðan verið er að koma sér fyrir og vinna, að því, að koma upp eig- in íbúð. Einmitt með þetta í huga fluttum við borgarfulltrúar Framsóknarflok'ksLns eftirfar- andi tillögu við afgreiðslu á fjárhagsáætlun borgarsjóðs í desember s. 1.: „Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að láta reisa á næstu 4 árum fjögur háhýsi, sams kom ar og báihýsin við Austurbrún með allt að 70 litlar íbúðir í hverju eða samtals 280 íbúðir. Hús þessi verði reist á land- svæði því norðan Bústaðavegar og milli Grensásvegar og Háa- leitisbrautar, sem nú er unnið við að sfcipuleggja fyrir íbúða- byggð. Skulu framkvæmdir þessar boðnar út í einu lagi. Háhýsi við Austurbrún í Reykjavík Háhýsi þessi verði eign Bygg ingarsjóðs borgarinnar og skulu íbúðir í þeim fyrst og fremst leigðar ungu fóiki, sem er að stofna heimili og hefja búskap. Fjármagns til þessara fram- kvæmda verði aflað með beinu framlagi borgarsjóðs næstu fjögur ár, er nemi 407» bygg- ingarkostnaðar, og lánsfé, er nemi 60%. í því sambandi fái Byggingarsjóður borgarinnar heimild til útgáfu fasteigna- tryggðra skuldabréfa til allt að 15 ára. Skulu bréfin verðtryggð miðað við byiggingarvísitölu. Borgarstjórm felur borgar- ráði að sjá um framkvæmd á tillögum þessum, þar á meðal að ákveða leiguskilmála og ann að, er máli skiptir". Mðð byggingu slikra háhýsa með 280 litlum íbúðum væri komið til móts við mikla og vaxandi þörf meðal ungs fólks og annarra heimilisstofnenda. Tillagan er að því leyti mjög raunhæf, að þegar er búið að skipuleggja svæðið milli Grens ásvegar og Háaleitisbrautar norðan við Bústaiðaveginn og gera þar ráð fyrir byggingu háhýsa og landið sjólft má heita tilbúið til að hefja á því fram- kvæmdir. Við gerum ráð fyrir, að borg arsjóður legði fram 40% kostn- aðar við þessar framkvæmdir. Hins hlutar byggingarkostnalð- ar yrði aflað með lánum, m. a. útgáfu verðtryggðra skulda- bréfa til allt að 15 ára. Fram- lag borgarinnar vegna þessara framkvæmda mundi verða 20 —25 milljónir króna á ári næstu 4 árin. Er þá höfð við- miðun við byggingarkostnað á há'hýsinu Austurbrún 6, sem borgin byggði á árunum 1965 og 1906. í því húsi eru 70 íbúð ir og varð kostnaðurinn 35 milljónir króna eða 500 þúsund krónur á ibúð. Mikil eftirspurn eftir vienu- afli gerði byggingarframkvæmd ir á þeirn árum hins vegar til- tölulega dýrar. Sé tekið meðaltal af bygging arvísitölu eins og hún var 1. október árin 1965 og 1966 reyn ist það vera 282 stig. Núna er byggingarvisitalan 428 stig. Hækkunin nemur 50%. Samjrvæmt því ætti hiáhýsi sams konar og Austurbrún 6 að kosta í dag 52,5 milljótnir króna eða hver íbúð 750 þús. Varðandi þemnan útreikning er rétt að hafa í huga, alð til- boð verktaka í byiggingarfram- kvæmdir hafa lækkað mjög upp á síðkastið og eru hlutfalls lega mun lægri en þau voru á árunum 1964 til 1966. Samiþykkt tillögu okkar um framangreindar byggimgariram kvæmdir hef ði að mínum dómi verið stórt skref í rétta átt og bætt úr þörfinni, þar sem húin er tvimælalaust hrýmust. Þessari tillögu hafnaði þó meirihlutinn í borgarstjómimni. Engar tillögur flutti hanm held ur sjálfur um íbúðaþyggingar. Sjálfsagt minnugur raunalegra afdrifa þeirrar áætlunar um byggingarmál, er mest var hampað frarnán í borgarbúa á vordögum 1966. Nokkur ori um sköpunursögu Nú fyrir jólin kom út hjá Ægis- útgáfunni skáldsaga eftir nýjan höfund, Marteim frá Vogatungu. Um bók þessa hefur verið heldur hljótt undanfarið. Astæðan fyrir þvi vil ég helzt trúa að sé hi@ mikla bókaflóð, sem hvolfist yfir gagnrýnemdiur á örskömmum tíma. Það er ekki á færi nokkurs maons að sinma því nema að litlu leyti. Bók Marteins gerist aðallega á kreppuárunum fyrir stríð. Mar- teinn kynntist þessum tímum vel af eigin raun og eins og segir á kápusíðu bókarimnar, vissi hvað það gat kostað að lifa af þau ár og hver áihrif þau höfðu á margt ágætt mamnsefniið og að margur maðurinn beið þá varanlegt tjón á manninum í sjálfum sér. Við kynnumst aðalsögupersón- um bókarinnar, Bóa og vini hans, Níelsi, fyrst sem ungum piltum heima í sjávarþorpi. Kynnumst draumum þeirra um framtíðina og lífi þeirra. En svo kemur krepp an. Hún kemur ekki í mnu vet- fangi, heldur „hægt og sígandi og markvisst ei«s og tæring“. Bói kymnist ungri stúlku og þau eign- ast sinn draum um „stofu, borð og stoia, skáp með hólfi fyrir bækur, já og súlu með blómi undir glugg- anum“. Síðan færist sögusviðið til höfuðstaðarins og baráttu þeirra fyrir lífi sínu og sjálfum sér haríðm ar enn. Það reynist þeim erfitt að varðveita manninn í sjálfum sér i þeirri baráttu, þeir verða æ ofan í æ að traðka á sjálfsvirðingu sinni til að halda lífi. Við kymnumst Fiðlaranum, „Hinum misheppnaða tónsnillingi", og eins og hann seg- ir: „Enginn þolir að misþyrma sjálfum sér til lengdar án þess að bíða tjón á sálu sinni“. Og þanndg fer að Níels þolir ekki slíkar mis- þyrmingar og léggst í óreglu- Fiðlarinn gefst upp að lokum og fyrirfer sér. En Bói reynir að herða sig, kveða niður áleitnar hugsaoir, svæfa mamninn í sjálfum sér og laga sig eftir umhveríinu. Og homum tekst þetta að miklu leyti og þá um leið að eygja draum inn um stofu, borð, stóla og skáp, já og súlu með blómum. Að lokum er svo komið að þegar vinur hans rís upp tiL að mótmæla ranglæti og hræsni, þá hlýðir Bói skipumum og hjálpar til við handtöku hans, þótt hann í hjarta sínu sé honum sammála. En á eftir leitar þessi hugsun ákaft á hanm: „Var ég skyldugur aö veita aðstoð?“ Og hann reymir að þagga þessa rödd niður, auðvitað var hann skyldug- ur. En hugsunim kemur alltaf aft- ur. Tekst Bóa nokkurn tíman að losa sig að fullu við þessa spurn- ingu? Vi'ð þvi fáum við ekkert svar. Og er ekki einmitt þessi spurn- ing áleitiin nú í dag? Tökum sem dæmi þá atburði, sem hvað mestu áhrif hafa haft á okkur uedanfar- ið. Hin hryllilegu fjöldamorð í Vietnam. Leiðum hugann augna- blik að hinum vesalings banda- rísku piltum, sem framkvæmdu þennan verknað. Flestir, ef ekki allir, eru þeir bornungir menn og eiga eftir að ldfa með þemnam at- burð í vitund sinni allt sitt líf. Þeir voru jú aðedns að hlýðnast skipunmm, en hversu brennandi hlýtur einmitt þessi spurning ekki a@ vera í hugum þeirra. Var ég skyldugur? Hve harða baráttu eiga þeir eftir að heyja við þessa spurn ingu? Og hvernig koma þeir út úr þeirri baráttu? Hversu margir verða Níelsarnir og hve margir hljóta örlög Fiðlarans? Flestir fara þeir sennilega að dæmi Bóa og reyna að losa sig við hana, en mun mörgum takast það? Við því fáum við heldur ekkert svar. Og dæmin eru viðar en í Viet- nam. Þau eru í rauninni alls stað- ar og í óteljandi myndum. Ég ætla mér efcki að leggja neitt bófcmenntalegt mat á bók Marteins frá Vogatungu. En ég tel, að þessi bók verðskuldi tví- mælalaust fulla athygli og viður- kenningu. Fyrst og fremst veg-na þess að höfundi tekst að vekja les anda sinn til umhugsunar um sjálfan sig og lifið í kringum sig og það er að minum dómi helzti aðall hverrar góðrar bókar. S. G. Halldór Kristjánsson: Dagleg fylgir öli Á síöustu árum hefur mikið ver ið gert í Sviþjóð í því skyni að breyta drykkjuvenjum þjóðarinn- ar og snúa neyzlunni frá brenmd- um drykkjum að léttar áfengi. Stærsta sporið á þeirri braut er það að sala á léttu, áfengu öli var leyfo fyrir nokkrum árum. Hér er ekki ástæða til að eyða mörgpm orðum til að gera grein fyrir þeim röksemdum. sem mest voru notaðar. Islendingar þekkia þær. Hér eru líka menn, sem hafa talað um að betra væri að menn drykkju létt öl en rammsterkt brennivin. Nú hefur sá árangur náðst í Sví- þjóð, að á vissum stöðum a. m. k. heí'ur brennivínsneyzla minnkað. Því fer þó víðsfjarri, að ástandið hafi batnað í heild Léttu drykkj- unum fylgir það, að þeim hefur stórfjölgað, sem neyta áfengis dag lega. Fyrir þeim hefur verið bar- izt með því að tala um bvað þeir væru lítið skaðlegir og alltof marg ir hafa tekið þeim í þeirrj trú að svo væri. Þess vegna hefur líka hlutfallstala léttu drykkjanna með al ólánsmanna og óhæfuverka orð ið býsna há. Þó að brennivín sé óþarfur drykkur og mannskæður, fylgir því þó sá kosturinn, að heita má að öllum sé ljóst að vinnandi menn hafa bezt af að vera lausir vi'ð það. Það hefur sýnt sig í Svi- þjóð, að fjöldi manna lítur allt öðrum augum á léttu drykkina. — ekki sízt ölið Þess vegna er það m. a. mikið áhyggjuefni margra skólamanna þar í landi. hve ölvun og áfengisneyzla ungl- inga í skólum t'er vaxandi, einkum föst og venjubundin drykkia létts. ölsins, bæði meðal pilta og stúlkna. A eftir áfenginu kemur svo oft önnur eiturlyfjaneyzla, sem er vaxandi böl þar í landi. — H. Kr.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.